Sigurvin Jónsson hefur fengið úthlutað kallmerkinu TF3JV.

Stjórn ÍRA færir Sigurvin innilegar heillaóskir með nýtt kallmerki.

73

Guðmundur, TF3SG

Í  kvöld kl. 20.00 verður boðið upp á heitt kakó og piparkökur í tilefni þess að ekki er langt til jóla.  Ég hvet alla til þess að koma og eiga skemmtilega stund saman og ræða um málefni radíóamatöra.

Myndin tekin í gær fimmtudagskvöld 29. nóvember, Sigurbjörn, TF3SB skoðar gamla muni.

73

Guðmundur, TF3SG

Stefán Arndal, TF3SA settist fyrir framan tækin í CQ WW 2013 og sendi út á morsi kallmerki ÍRA, TF3W.  Stefán hafði 1.659 sambönd í flokknum Single-Op Non-Assisted Band 10m

Claimed Score er 330.382

Nokkrar TF stöðva tóku þátt í CQ WW CW 2013. Upplýsingar um árangur verða færðar inn jafn óðum og þær berast. Athyglisverð er frammistaða TF3EO sem sendi inn logg í flokknum Single Operator ROOKIE, radíóamatör sem nýlega hefur fengið leyfi.

Kallmerki
160m
80m
40m
20m
15m
10m
samt.
áætluð stig
TF3AM 69 101 102 84 85 85 526 229.632
TF3CW 2.853 922.266
TF3GB 5 318 787 138 46 1.292 588.752
TF3EO 31 66 172 1 271 59.655
TF3W 1.659 358.820
TF4M CHECKLOG
TF3VS
TF3SG 73 241 481 99 1 1 909 365.240
TF3DC
TF3JB CHECKLOG

73

Guðmundur de TF3SG

Á stjórnarfundi í dag var sú breyting samþykkt að formaður ÍRA Guðmundur Sveinsson, TF3SG verður jafnframt gjaldkeri félagsins.

73

Guðmundur de TF3SG

35. HF-útileikarnir hafa verið gerðir upp.

Samkvæmt innsendum dagbókum hafa minnst 10 kallmerki verið í loftinu um verslunarmannahelgina frá 5 kallsvæðum.

Þetta er 8 kallmerkjum og 2 kallsvæðum færra en í fyrra. Af þessum 10 skiluðu 7 inn dagbók. Af þeim voru 4 með blandaða starfrækslu á morsi og tali en 3 á tali eingöngu. Engin á morsi eingöngu. Sigurvegari leikanna er Guðmundur Sveinsson, TF3SG. Hlýtur hann að launum áletraðan skjöld með upplýsingum um afrekið. Hann tók þátt flokki ER-stöðva.

Í öðru sæti er Vilhjálmur Þór Kjartansson, TF3DX, með blandaða starfrækslu á ER og RA. Þar sem starfrækslan var að mestu í ER flokki, 17 sambönd af 22, telst hanní ER flokki. Í þriðja sæti í flokki ER stöðva er Kristinn Andersen, TF3KX,  Í fjórða sæti í flokki ER stöðva er Ársæll Óskarsson, TF3AO, sem starfrækti TF2AO. Í fimmta sæti í flokki ER stöðva er Sæmundur Þorsteinsson, TF3UA. Í fyrsta sæti í flokki RA stöðva  er Bjarni Sverrisson, TF3GB og í öðru sæti í flokki RA stöðva er TF2LL/MM með starfrækslu á Grænlandshafi.

Nýjar dagbækur frá í fyrra eru frá TF3SG, TF3GB, TF2AO og TF2LL/MM

Samantekt vegna útileika 2013

Þáttakandi
Fj.ísl.kallm.
Kallsv.við
Kallsv.úr
Punktar
ER/RA margf.
Heildarstig
QSO
TF3SG 8 5 0 500 ER8 160.000 25
TF3DX 7 4 0 420 ER8/ER5 87.360 22
TF3GB 7 5 0 260 RA5 45.500 14
TF3KX 4 3 1 80 ER8 10.240 5
TF2AO 3 3 1 100 ER8 9.600 5
TF3UA 3 1 0 200 ER8 4.800 10
TF2LL/MM 2 2 0 40 RA5 800 2

Von mín er síðan sú að þátttakan verði ekki bara betri á næsta ári, heldur verði

menn duglegri að skila inn dagbókum. Það þarf ekki að reikna út stigin, áður en

dagbókinni er skilað og þetta má vera pár á blöðum. Við reynum að kreista út

upplýsingarnar eins og safa úr appelsínu.

Bjarni Sverrisson, TF3GB, sá um útreikningana og gerð viðurkenningarskjaldarins en

Brynjólfur Jónsson, TF5B sá um gerð viðurkenningarskjala fyrir þátttöku í leikunum.

F.h. dómnefndar,

Bjarni Sverrisson, TF3GB

Í kvöld fór fram uppgjör TF útileika 2013.  Þeir þátttakendur sem á staðnum voru fengu við það tækifæri afhent skjöl því til staðfestingar.  Efsti maður TF útileika 2013, Guðmundur Sveinsson TF3SG fékk við það tækifæri veglegan platta.  Nánar verður sagt frá uppgjöri TF útileika síðar.   Strax á eftir voru nýjum heiðursfélögum ÍRA, þeim Kristjáni Benediktssyni, TF3KB og Vilhjálmi Þ. Kjartanssyni, TF3DX afhent skjöl því til staðfestingar ásamt gullmerki félagsins.

TF3DX TF3GD og TF3KB

TF3DX og TF3KB

CQ WW DX SSB

Single-Op High 15 Meters / Europe

   1  TF3CW...........1,315,800
   2  YL2SM...........1,294,210
   3  SN5X............1,141,973 (SP5GRM)
   4  EA4KR...........1,114,245
   5  S50A............1,096,522
   6  OH0V............1,033,884 (OH6LI)
   7  E71A..............881,830
   8  DL4MCF............757,064
   9  EA1FDI............755,906
  10  S57C..............729,600

ágætu félagar ÍRA, innan okkar raða eru nokkrir af flinkustu amatörum og fjarskiptamönnum þessarar veraldar…

eflum og styrkjum samkenndina í okkar röðum, við erum allir jafnir, allir hafa eitthvað til síns ágætis.

ps muniði að smella á like þið sem hafið aðgang að síðunni…

Sælir félagar,

Næstkomandi fimmtudag 7. nóvember eru á dagskrá tveir dagskráliðir, annars vegar, að afhenda þeim Kristjáni Benediktssyni, TF3KB og Vilhjálmi Þ. Kjartanssyni, TF3DX skjöl til staðfestingari heiðursfélaga ÍRA, ásamt því að afhenda viðurkenningar fyrir þáttöku í CQ TF útileikum félagsins.  Gert er ráð fyrir að dagskrá hefjist 20:30.

73

Guðmundur de TF3SG

Sú breyting hefur orðið á skipan stjórnar ÍRA að Benidikt Sveinsson hefur sagt af sér störfum.  Fyrir ÍRA er mikil eftirsjá sem við horfum á eftir Benedikt úr stórn.  Hann hefur verið ötull og ósérhlífinn í öllum þeim störfum sem hann hefur tekið að sér fyrir félagið og skiptir þá ekki hvort um er að ræða störf hans við loftnetsuppsetningar, viðhaldi og starfrækslu heimasíðu félagsins eða öðru sem að félaginu snýr. Sem formaður ÍRA þakka ég Benedikt fyrir störf hans í þágu félagsins sem eru óaðfinnanleg og virði ákvörðun hans.

Guðmundur de TF3SG

Þær fréttir hafa borist að einn af félögum okkar Flosi Karlsson hefur kvatt þennan heim og er hugur okkar allra með fjölskyldu hans og ættingjum á þessari stundu.  Flosi var  fæddur í Reykjavík 26. mars 1960 og var kallmerki hans TF3FX.  Það er með virðingu og þakklæti sem við kveðjum Flosa og minnumst hans og þeirra góðu stunda sem hann var félagi okkar.

Guðmundur de TF3SG

TF3W félagsstöð ÍRA hafði  rúm ellefu hundruð sambönd í SSB hluta CQ WW DX keppninnar um síðustu helgi, þeir sem unnu á stöðinni voru TF3HP og TF3SG. Fleiri íslenskar stöðvar voru í keppninni en fréttir af því hvernig þeim gekk hafa ekki borist og eru þeir sem tóku þátt hvattir til að senda á ÍRA stutta eða langa frásögn af sinni þáttöku ásamt myndum til dæmis af því loftneti og tækjabúnaði sem notaður var í keppninni.

En nú er komið að því að undirbúa þáttökuna í Morse hluta keppninnar og tilvalið að nota tímann fram að keppni til að efla Morse kunnáttuna og jafnvel nægur tími fyrir þá sem ekki hafa náð sér vel á strik eða hafa aldrei prófað Morse-samskipti að skella sér í það, fjórar vikur eru nægur tími ef vel er á spilunum haldið.

ÍRA stöðin verður virkjuð aftur og eru þeir sem áhuga hafa á að taka í lykilinn um helgina 23-24 nóvember hvattir til að hafa samband við ÍRA.

Muniði líka að yfirbragð félagsins og okkar íslenskra radíóamatöra er samansafn af framkomu og hegun okkar allra bæði í rituðu og sögðu máli og annarri framkomu yfirleitt.

Eflum og stækkum íslenska radíóamatöra.

Fréttir hafa borist af íslenskum stöðvum í CQ WW DX um helgina, TF3W var í loftinu í gær og aftur í dag. TF3HP og TF3SG hafa skipst á að vera við hljóðnemann. Fleiri hafa verið virkir, frést hefur af TF2LL, TF3CW, TF3CY, TF3AM, TF3AO í loftinu og eflaust eru einhverjir fleiri að. Böndin virtust öll vera meira og minna opin og mikil umferð var á 10 metrunum í morgun.

TF3SG við hljóðnemann á TF3W í morgun.

Keppnin stendur til miðnættis í kvöld og ekki var að heyra annað um hádegið að skilyrðin væru góð. Eitt er líka víst að fjölda amatöra um allan heim þyrstir í samband við TF.