CQ WW DX SSB-keppnin er um næstu helgi, 26-27 október og hefst á miðnætti föstudagsins. CQ WW DX SSB og CW eru tvímælalaust einar mestu og skemmtilegustu keppnir ársins. Hverjir vilja setjast í stólinn og kalla CQ de TF3W frá félagsstöðinni á splúnkunýjum magnara?
Þeir sem áhuga hafa eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við formann ÍRA sem fyrst. Skráning til þáttöku í CW hluta keppninar sem fer fram 23-24 nóvember 2013, frá félagsstöðinni á kallmerkinu TF3W, er líka hafin og leynilegar morseæfingar hafnar á 14.029 kHz.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00Jón Þóroddur Jónssonhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngJón Þóroddur Jónsson2013-10-22 12:19:462017-07-24 12:20:26CQ WW DX er um næstu helgi
Mjög var ánægjulegt að frétta af HF magnarakaupum IRA í síðustu viku, og enn ánægjulegra að fá fréttir af því að magnarinn er kominn til landsins, uppsettur og prófaður með góðum árangri í Skeljanesinu. Af þessu tilefni langar mig að færa þeim fjölmörgu félögum okkar sem lögðu peningasöfnun fyrir magnaranum lið sl. vetur innilegar þakkir. Alls söfnuðust kr. 328000 og voru framlög hvers og eins frá kr. 10000 og upp í kr. 40000. Fleiri lögðu söfnuninni lið, enda þótt ekki væri um bein peningaframlög að ræða. Þeim eru einnig færðar innilegar þakkir. Peningarnir voru millifærðir á TF3SG í apríl sl., og honum, ásamt TF2JB þáv. formanni, afhentur upplýsingalisti yfir framlögin. Svo sem kunnugt er þá var keyptur Yaesu Quadra VL-1000 magnari. Hann mun hafa kostað um 4300 USD. Bestu kveðjur til ykkar allra, og til hamingju. Stefán – TF3SA
TF2RPJ, ICOM endurvarpi, 50 wött, var settur í loftið í gær á Álftanesi, Mýrum Borgafirði. Við endurvarpann er sérsmíðað fokhelt loftnet . Óli TF3ML á endurvarpann og tæknilegur tengiliður er TF3ARI. Tíðnirnar eru TX 145.750/ RX 145.150 og tónstýring á 88.5 Hz.
Fyrstu mælingar sýna að hann næst vel í Borgarnesi og alla leið upp til TF2LL efst í Borgarfirðinum. TF8SM nær honum vel á Garðskaga og hann heyrist vel í Reykjavik. TF2CT í Stykkishólmi heyrir ágætlega í endurvarpanum og hann er sterkur á Þingvöllum hjá TF2PB.
Benni TF3TNT, Kjartan TF3HF, Óli TF3ML og TF3ARI fóru af stað í verkið að morgni og upp úr hádegi var TF2RPJ kominn í loftið, sjá myndir sem TF3ARI tók.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00Jón Þóroddur Jónssonhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngJón Þóroddur Jónsson2013-10-21 12:14:412017-07-24 12:19:07TF2RPJ fór í loftið í gær
Fyrsti D-Star endurvarpinn á Íslandi var í gær settur á sinn stað í Bláfjöllum samkvæmt innleggi frá TF3ARI á spjallinu sem hefur séð um uppsetningu búnaðarins. Endurvarpinn er í eigu TF3ML og er á tíðniparinu Tx 439,950/Rx 434,950 MHz. Nú er bara að að fá sér tæki með D-Star mótun og byrja að tala um allan heim á einum endurvarpa.
Á stjórnarfundi í síðustu viku var tekin ákvörðun um að festa kaup á Quadra magnara og Big-IR loftneti fyrir félagsstöðina, TF3IRA. Kaupin eru að hluta fjármögnuð með fé sem nokkrir félagsmenn hafa lagt til í söfnun sem TF3SA hóf fyrir nokkru síðan og er enn í gangi en félagið leggur til það sem á vantar.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00Jón Þóroddur Jónssonhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngJón Þóroddur Jónsson2013-10-16 12:12:052017-07-24 12:13:30Yaesu Quadra á leiðinni til landsins
Friðrik Alexandersson var með mjög áhugaverða og lærdómsríka umfjöllun um EMC, flökkustrauma og jarðbindingu í Skeljanesi á fimmtudagskvöld. Takk fyrir okkur Friðrik.
Friðrik sýndi okkur hvers vegna betra væri að vera með fimm víra veitukerfi, þrír fasar, núll og jörð í stað fjögurra eins og víðast er á Íslandi eða með öðrum orðum að vera með sérstakan jarðleiðara. Hann sagði okkur frá því að í helstu löndum yfir í Evrópu væru kerfin fimm víra en á Íslandi er fimm víra kerfi einungis í tveimur hverfum, Garðahverfi og einu hverfi á Akureyri. Friðrik sagði okkur frá því að steinsteypa væri góður leiðari sem kom flestum ef ekki öllum áheyrendum á óvart og sagði að ein besta aðferð við að búa til gott jarðskaut í steinsteypubyggingum væri að bora eða brjóta sig inn að járnagrind og tengja við grindina. Næstum tilgangslaust væri að tengja við ofn eða kaldavatnslagnir vegna einangrunar frá jörð og nýju plaströranna. Í timburhúsum og þar sem ekki er hægt að komast í járnagrindina væri ekkert annað ráð en að búa til utandyra jarðskaut með því að reka allt að þriggja metra langan tein niður í jarðveginn, einn eða fleiri. Því fleiri sem jarðteinarnir eru þeim mun betri jörð. Mikilvægt væri einning að nota vel sveran koparvír til að tengja jörðina við húskerfið og uppí/inní sjakkinn.
Hvað er þetta drengir þið vitð vel hvert rafeindirnar vilja fara!
Já hvernig ætli jörðin sé hjá mér?
Jú jú Benni, láttu ekki svona…en þær koma alltaf hina leiðina heim aftur…
í umræðum í lokin kom upp tillaga um að heimsækja sem flesta amatöra og skoða og mæla jörðina hjá þeim en heldur dró úr mönnum þegar Friðrik benti á að til að fá viðmiðun yrði annar púnkturinn í mælingunni helst að vera vel utan við stór-Reykjavíkursvæðið….
Friðrik Alexandersson rafmagnstæknifræðingur ætlar að koma í heimsókn til okkar í Skeljanesið núna á fimmtudagskvöld klukkan 20:15 og rabba við okkur um EMC í tilefni af þeirri miklu aukningu sem hefur orðið í notkun tíðnistýringar í aflgjöfum af ýmsu tagi og mótorstýringum. Nú flakka straumar af ýmsum gerðum og á ýmsum tíðnum um rafkerfin og ekki á allra færi að verjast þeim truflunum sem þessir straumar valda og sumir jafnvel telja að hafi áhrif á heilsu fólks.
Friðrik er rafmagnstæknifræðingur hjá Verkís og hefur mikla reynslu og þekkingu á frágangi og jarðbindingu rafkerfa sem og frágangi smáspennulagna í þessu umhverfi allskonar flökkustrauma.
… um næstu helgi er SAC SSB-keppnin. Markmiðkeppninnarer aðefla amatörradíó íSkandinavíu eða réttara á Norðurlöndunum oghvetja tilsamskiptamilliradíóamatöra í Skandinavíu ogradíóamatöra utan Skandinavíu. Scandinavíustöðvarreynaað ná sambandi viðeins margar stöðvar utan Skandinavíuog unnt er ogöfugt. Stöð félagsins verður virkjuð og hér með er auglýst eftir leyfishöfum til að vera á stöðinni einhvern hluta keppnistímans. Keppnin stendur í sólarhring frá hádegi á laugardegi til hádegis á sunnudegi og þeim sem áhuga hafa á að vera með er bent á að hafa samband við formann félagsins, TF3SG.
Þær breytingar hafa orðið á QSL skipan að Matthías Hagvaag, TF3MHN hefur tekið yfir QSL þjónustu við félagsmenn sem Bjarni Sverrisson, TF3GB hefur unnið undanfarin ár af mikilli prýði. Jafnframt því að óska Matthíasi velfarnaðar með embætti QSL stjóra vill stjórn ÍRA færa Bjarna innilegar þakkir fyrir það mikla starf sem hann hefur unnið á undanförnum árum.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3SG - Guðmundur Sveinssonhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3SG - Guðmundur Sveinsson2013-10-05 12:04:502017-07-24 12:05:11Nýr QSL stjóri Matthías Hagvaag fyrir inn og útsend kort
Rétt uppúr átta í gærkvöldi mátti heyra TF3IRA í morsesambandi við TF3DX/M. Á lyklinum í Skeljanesi var Paul, W0AIH. Að loknu sambandinu sagði Paul kankvís ” I am not a keysqueezer” sem allir morsarar vita hvað þýðir. Eftirá sagði Villi, TF3DX að þetta hefði verið alger tilviljun að á leiðinni í Skeljanes var hann með tækið stillt á sömu tíðni og TF3IRA þegar Paul sendi út CQ á lágu afli rétt til að prófa lykilinn. Paul og Mary kona hans voru í stuttu stoppi á Íslandi á leið sinni til Evrópu að áeggjan TF3Y, TF3SA og fleiri amatöra sem haft hafa samband við hann gegnum árin. Paul er mikill keppnismaður og hefur á nokkrum áratugum byggt upp með hjálp fjöldra góðra vina mikla keppnisstöð í Wisconsin, USA. Hann var með mjög skemmtilega kynningu vestur í ÍRA í gærkvöldi þar sem hann rakti sögu sína og stöðvarinnar, W0AIH, og kom oftlega inná mikilvægi mannlega þáttarins og tilfinninga í öllu starfi. Paul er lútherskur prestur.
1992 skrifaði Mary í CQ
‘Twas the night of “the Contest” and all through the house…
All the Creatures were stirring, including the mouse…
TF3VS varð á orði eftir kynninguna “það er merkilegt og gaman að sjá hvað er hægt að gera af eljusemi, útsjónarsemi og með góðri hjálp vina án þess að vera milljónamæringur”.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00Jón Þóroddur Jónssonhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngJón Þóroddur Jónsson2013-10-03 11:59:442017-07-24 12:02:10…munið að W0AIH, Paul Bittner, kemur í kvöld klukkan átta í Skeljanes
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00Jón Þóroddur Jónssonhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngJón Þóroddur Jónsson2013-09-30 11:58:522017-07-24 11:59:33D-Star endurvarpi er kominn í loftið í Reykjavík
CQ WW DX er um næstu helgi
CQ WW DX SSB-keppnin er um næstu helgi, 26-27 október og hefst á miðnætti föstudagsins. CQ WW DX SSB og CW eru tvímælalaust einar mestu og skemmtilegustu keppnir ársins. Hverjir vilja setjast í stólinn og kalla CQ de TF3W frá félagsstöðinni á splúnkunýjum magnara?
Þeir sem áhuga hafa eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við formann ÍRA sem fyrst. Skráning til þáttöku í CW hluta keppninar sem fer fram 23-24 nóvember 2013, frá félagsstöðinni á kallmerkinu TF3W, er líka hafin og leynilegar morseæfingar hafnar á 14.029 kHz.
Upplýsingar um og reglur keppnanna eru á heimasíðunni: http://www.cqww.com/rules.htm
CQ Zone Map
Yaesu Quadra VL – 1000
Mjög var ánægjulegt að frétta af HF magnarakaupum IRA í síðustu viku, og enn ánægjulegra að fá fréttir af því að magnarinn er kominn til landsins, uppsettur og prófaður með góðum árangri í Skeljanesinu. Af þessu tilefni langar mig að færa þeim fjölmörgu félögum okkar sem lögðu peningasöfnun fyrir magnaranum lið sl. vetur innilegar þakkir. Alls söfnuðust kr. 328000 og voru framlög hvers og eins frá kr. 10000 og upp í kr. 40000. Fleiri lögðu söfnuninni lið, enda þótt ekki væri um bein peningaframlög að ræða. Þeim eru einnig færðar innilegar þakkir. Peningarnir voru millifærðir á TF3SG í apríl sl., og honum, ásamt TF2JB þáv. formanni, afhentur upplýsingalisti yfir framlögin. Svo sem kunnugt er þá var keyptur Yaesu Quadra VL-1000 magnari. Hann mun hafa kostað um 4300 USD. Bestu kveðjur til ykkar allra, og til hamingju. Stefán – TF3SA
TF2RPJ fór í loftið í gær
TF2RPJ, ICOM endurvarpi, 50 wött, var settur í loftið í gær á Álftanesi, Mýrum Borgafirði. Við endurvarpann er sérsmíðað fokhelt loftnet . Óli TF3ML á endurvarpann og tæknilegur tengiliður er TF3ARI. Tíðnirnar eru TX 145.750/ RX 145.150 og tónstýring á 88.5 Hz.
Fyrstu mælingar sýna að hann næst vel í Borgarnesi og alla leið upp til TF2LL efst í Borgarfirðinum. TF8SM nær honum vel á Garðskaga og hann heyrist vel í Reykjavik. TF2CT í Stykkishólmi heyrir ágætlega í endurvarpanum og hann er sterkur á Þingvöllum hjá TF2PB.
Benni TF3TNT, Kjartan TF3HF, Óli TF3ML og TF3ARI fóru af stað í verkið að morgni og upp úr hádegi var TF2RPJ kominn í loftið, sjá myndir sem TF3ARI tók.
TF3ML og TF3BNT
TF3ML
TF3HF
TF3RPI D-Star kominn í Bláfjöll
Fyrsti D-Star endurvarpinn á Íslandi var í gær settur á sinn stað í Bláfjöllum samkvæmt innleggi frá TF3ARI á spjallinu sem hefur séð um uppsetningu búnaðarins. Endurvarpinn er í eigu TF3ML og er á tíðniparinu Tx 439,950/Rx 434,950 MHz. Nú er bara að að fá sér tæki með D-Star mótun og byrja að tala um allan heim á einum endurvarpa.
Yaesu Quadra á leiðinni til landsins
Á stjórnarfundi í síðustu viku var tekin ákvörðun um að festa kaup á Quadra magnara og Big-IR loftneti fyrir félagsstöðina, TF3IRA. Kaupin eru að hluta fjármögnuð með fé sem nokkrir félagsmenn hafa lagt til í söfnun sem TF3SA hóf fyrir nokkru síðan og er enn í gangi en félagið leggur til það sem á vantar.
Quadran
Quadran á leiðinni í nótt
EMC á fimmtudagskvöld í ÍRA
Friðrik Alexandersson var með mjög áhugaverða og lærdómsríka umfjöllun um EMC, flökkustrauma og jarðbindingu í Skeljanesi á fimmtudagskvöld. Takk fyrir okkur Friðrik.
Friðrik sýndi okkur hvers vegna betra væri að vera með fimm víra veitukerfi, þrír fasar, núll og jörð í stað fjögurra eins og víðast er á Íslandi eða með öðrum orðum að vera með sérstakan jarðleiðara. Hann sagði okkur frá því að í helstu löndum yfir í Evrópu væru kerfin fimm víra en á Íslandi er fimm víra kerfi einungis í tveimur hverfum, Garðahverfi og einu hverfi á Akureyri. Friðrik sagði okkur frá því að steinsteypa væri góður leiðari sem kom flestum ef ekki öllum áheyrendum á óvart og sagði að ein besta aðferð við að búa til gott jarðskaut í steinsteypubyggingum væri að bora eða brjóta sig inn að járnagrind og tengja við grindina. Næstum tilgangslaust væri að tengja við ofn eða kaldavatnslagnir vegna einangrunar frá jörð og nýju plaströranna. Í timburhúsum og þar sem ekki er hægt að komast í járnagrindina væri ekkert annað ráð en að búa til utandyra jarðskaut með því að reka allt að þriggja metra langan tein niður í jarðveginn, einn eða fleiri. Því fleiri sem jarðteinarnir eru þeim mun betri jörð. Mikilvægt væri einning að nota vel sveran koparvír til að tengja jörðina við húskerfið og uppí/inní sjakkinn.
Hvað er þetta drengir þið vitð vel hvert rafeindirnar vilja fara!
Já hvernig ætli jörðin sé hjá mér?
Jú jú Benni, láttu ekki svona…en þær koma alltaf hina leiðina heim aftur…
í umræðum í lokin kom upp tillaga um að heimsækja sem flesta amatöra og skoða og mæla jörðina hjá þeim en heldur dró úr mönnum þegar Friðrik benti á að til að fá viðmiðun yrði annar púnkturinn í mælingunni helst að vera vel utan við stór-Reykjavíkursvæðið….
Hvernig er annars jörðin hjá þér?
EMC núna á fimmtudagskvöld í Skeljanesi
Friðrik Alexandersson
Friðrik Alexandersson rafmagnstæknifræðingur ætlar að koma í heimsókn til okkar í Skeljanesið núna á fimmtudagskvöld klukkan 20:15 og rabba við okkur um EMC í tilefni af þeirri miklu aukningu sem hefur orðið í notkun tíðnistýringar í aflgjöfum af ýmsu tagi og mótorstýringum. Nú flakka straumar af ýmsum gerðum og á ýmsum tíðnum um rafkerfin og ekki á allra færi að verjast þeim truflunum sem þessir straumar valda og sumir jafnvel telja að hafi áhrif á heilsu fólks.
Friðrik er rafmagnstæknifræðingur hjá Verkís og hefur mikla reynslu og þekkingu á frágangi og jarðbindingu rafkerfa sem og frágangi smáspennulagna í þessu umhverfi allskonar flökkustrauma.
SAC SSB um næstu helgi
… um næstu helgi er SAC SSB-keppnin. Markmið keppninnar er að efla amatörradíó íSkandinavíu eða réttara á Norðurlöndunum og hvetja til samskipta milli radíóamatöra í Skandinavíu og radíóamatöra utan Skandinavíu. Scandinavíustöðvar reyna að ná sambandi við eins margar stöðvar utan Skandinavíu og unnt er og öfugt. Stöð félagsins verður virkjuð og hér með er auglýst eftir leyfishöfum til að vera á stöðinni einhvern hluta keppnistímans. Keppnin stendur í sólarhring frá hádegi á laugardegi til hádegis á sunnudegi og þeim sem áhuga hafa á að vera með er bent á að hafa samband við formann félagsins, TF3SG.
Nýr QSL stjóri Matthías Hagvaag fyrir inn og útsend kort
Þær breytingar hafa orðið á QSL skipan að Matthías Hagvaag, TF3MHN hefur tekið yfir QSL þjónustu við félagsmenn sem Bjarni Sverrisson, TF3GB hefur unnið undanfarin ár af mikilli prýði. Jafnframt því að óska Matthíasi velfarnaðar með embætti QSL stjóra vill stjórn ÍRA færa Bjarna innilegar þakkir fyrir það mikla starf sem hann hefur unnið á undanförnum árum.
73
Guðmundur de TF3SG
Skemmtileg stund í Skeljanesi í gærkvöldi
Rétt uppúr átta í gærkvöldi mátti heyra TF3IRA í morsesambandi við TF3DX/M. Á lyklinum í Skeljanesi var Paul, W0AIH. Að loknu sambandinu sagði Paul kankvís ” I am not a keysqueezer” sem allir morsarar vita hvað þýðir. Eftirá sagði Villi, TF3DX að þetta hefði verið alger tilviljun að á leiðinni í Skeljanes var hann með tækið stillt á sömu tíðni og TF3IRA þegar Paul sendi út CQ á lágu afli rétt til að prófa lykilinn. Paul og Mary kona hans voru í stuttu stoppi á Íslandi á leið sinni til Evrópu að áeggjan TF3Y, TF3SA og fleiri amatöra sem haft hafa samband við hann gegnum árin. Paul er mikill keppnismaður og hefur á nokkrum áratugum byggt upp með hjálp fjöldra góðra vina mikla keppnisstöð í Wisconsin, USA. Hann var með mjög skemmtilega kynningu vestur í ÍRA í gærkvöldi þar sem hann rakti sögu sína og stöðvarinnar, W0AIH, og kom oftlega inná mikilvægi mannlega þáttarins og tilfinninga í öllu starfi. Paul er lútherskur prestur.
1992 skrifaði Mary í CQ
‘Twas the night of “the Contest” and all through the house…
All the Creatures were stirring, including the mouse…
TF3VS varð á orði eftir kynninguna “það er merkilegt og gaman að sjá hvað er hægt að gera af eljusemi, útsjónarsemi og með góðri hjálp vina án þess að vera milljónamæringur”.
…munið að W0AIH, Paul Bittner, kemur í kvöld klukkan átta í Skeljanes
…og verður með kynningu á sinni frábæru keppnisstöð ásamt því að fræða okkur um keppnir almennt.
meiri upplýsingar eru á http://www.qth.com/w0aih/ og https://www.dropbox.com/s/peh69p0xyloatb0/W0AIH_W0DXCC_2011.ppt
TF3AM, Andrés og Paul, W0AIH á góðri stundu. Myndina tók TF3SA, Stefán Arndal
D-Star endurvarpi er kominn í loftið í Reykjavík
TF3ML segir rétt í þessu frá því á fésbókinn frá því að fyrsti D-Star endurvarpinn á Íslandi hafi verið settur í loftið í dag:
“D-Star endurvarpinn Kominn í loftið. Þakkir til Ara (TF3ARI)
de TF3ML”
Endurvarpinn sem er á tíðniparinu Tx 439,950 – Rx 434,950 MHz er í eigu TF3ML en TF3ARI sá um uppsettningu.
Meira verður sagt frá þessu þegar nánari fréttir hafa borist.
myndina tók TF3ARI