Úr fundarsal Í.R.A. í félagsaðstöðunni í Skeljanesi.
Af óviðráðanlegum ástæðum þarf að fresta fyrirhuguðu fimmtudagserindi á vegum Póst- og fjarskiptastofnunar sem auglýst var n.k. fimmtudag, þann 21. mars. Ný dagsetning verður auglýst strax og hún liggur fyrir.
Opið hús verður þess í stað í félagsaðstöðunni í Skeljanesi á fimmtudagskvöld á milli kl. 20 og 22.
Mynd frá 10. kennslukvöldi á námskeiði Í.R.A. til amatörprófs í H.R. þann 15. mars.
Athygli þátttakenda á námskeiði Í.R.A. til amatörprófs er vakin á því að svör við dæmum á 8. kennslukvöldi sem lögð voru fyrir þann 8. mars s.l., hafa verið sett inn á vefsvæði prófnefndar á heimasíðu félagsins. Kennari: Ágúst Úlfar Sigurðsson, TF3AU.
Um er að ræða pdf skjal sem má nálgast á þessari vefslóð: http://www.ira.is/namsefni/
Skjalið er vistað neðst í neðri kaflanum á síðunni, undir fyrirsögninni: Skjöl til hliðsjónar.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2013-03-19 10:36:252017-07-22 10:38:04Efni frá námskeiði Í.R.A. komið á vefinn
TF3TNT, VHF stjóri Í.R.A., flutti inngangserindi á framhaldsfundi um VHF/UHF mál 16. mars.
Sérstakur fimmtudagsfundur var haldinn í félagsaðstöðunni við Skeljanes þann 14. mars. Benedikt Guðnason,TF3TNT, VHF stjóri Í.R.A., hélt inngangserindi og Kjartan H. Bjarnason, TF3BJ,gjaldkeri félagsins annaðist fundarstjórn. Kjartan gat þess í upphafi, að fundurinn skoðaðist sem sjálfstætt framhald af VHF/UHF fundinum sem haldinn var þann 24. janúar s.l.
Ágætar umræður urðu um málaflokkinn og m.a. samþykkt, að ekki væri ástæða til að setja endurvarpann TF3RPC upp á ný á sama stað, en hann var tekinn niður vegna byggingarframkvæmda í húsinu við Hagatorg, þann 6. febrúar s.l. Hugmyndin að finna honum betri staðsetningu verði til skoðunar. Þá var það almennt haft á orði, að ekki sé þörf á að setja aftur upp endurvarpann TF8RPH við Garðskagavita (en búnaður hans var fluttur í Bláfjöll í september s.l.
eftir að elding skemmdi Zodiac stöð TF1RPB).
Ástæða þess að menn telja ekki lengur þörf fyrir endurvarpa á þessum tveimur stöðum, er fyrst og fremst vegna þess hve vel endurvarpinn í Bláfjöllum kemur út. Stjórn félagsins mun taka formlega ákvörðun um málið á á sjórnarfundi þann 26. mars n.k.
Fram kom á fundinum, að von sé á fjölgun endurvarpa í einkaeigu (en búnaður við TF3RPI er t.d. í eigu TF3ML, en er rekinn af TF3ARI). Í þessu sambandi höfðu menn nokkrar áhyggjur af tíðnimálum, taki endurvörpum að fjölga – miðað við 25 kHz tíðniniðurskiptan innan bandplansins. Hugmyndin er, að VHF stjóri geri uppkast að vinnureglum vegna endurvarpa. Að lokum var rætt um hinar ýmsu útfærslur sem koma til greina á VHF og UHF og ætlar VHF stjóri félagsins að forma þær hugmyndir og kynna síðar. Alls mættu tæpl. 30 félagsmenn í Skeljanes þetta fimmtudagskvöld.
Yfirlit yfir notkun tíðna fyrir VHF endurvarpa innan bandplans IARU Svæðis 1 m.v. 25 kHz tíðnininðurskiptingu þann 19. mars 2013. Ath. í töflunni er gengið út frá því að endurvarparnir TF3RPC og TF8RPH verði aflagðir.
Kallmerki
QRG, inn
QRG, út
Afl sendis
Nafn, QTH o.fl.
144.975 MHz
145.575 MHz
TF3RPA
145.000 MHz
145.600 MHz
Unknown macro: {center}18W
„Pétur” Skálafell (760 m. yfir sjávarmáli)
TF5RPD
145.025 MHz
145.625 MHz
Unknown macro: {center}25W
„Tóti” Vaðlaheiði (550 m. yfir sjávarmáli)
145.050 MHz
145.650 MHz
TF3RPI
145.075 MHz
145.675 MHz
Unknown macro: {center}25W
„Ari” Reykjavík (Ljósheimar)
TF1RPE
145.100 MHz
145.700 MHz
Unknown macro: {center}30W
„Búri” Búrfell (670 m. yfir sjávarmáli)
145.125 MHz
145.725 MHz
TF1RPB
145.150 MHz
145.750 MHz
Unknown macro: {center}25W
„Páll” Bláfjöll (690 m. yfir sjávarmáli)
145.175 MHz
145.775 MHz
Þeir félagar voru heppnir með veður eins og sjá má á myndinni, en frostþokan var þó ekki langt undan. Ísing er mikil á fjallinu eins og gefur að skilja enda eru mannvirkin í 690 metra hæð yfir sjávarmáli. Ljósmynd: TF3ARI.
Jónas Bjarnason TF3JB í félagsaðstöðunni í Skeljanesi þann 7. mars.
PowerPoint glærur frá fimmtudagserindi Jónasar Bjarnasonar, TF3JB, sem flutt var í félagsaðstöðunni í Skeljanesi þann 7. mars síðastliðinn hafa verið settar inn á vefsvæði fræðslukvölda heimasíðunnar.
Erindið fjallar um “nýju” böndin svokölluðu, þ.e. 4 metra, 60 metra, 160 metra (1850-1900 kHz) og 630 metra. Meðal annars var útskýrður munur á „réttarstöðu” sérheimilda samanborið við úthlutuð bönd (t.d. nýju 630 metrana), farið yfir nánar yfir heimildirnar og einnig hvað er efst á óskalista við næstu uppfærslu (eða fyrr), s.s. hvað varðar afl- og tíðniheimildir.
Glærurnar má nálgast á þessari vefslóð: http://www.ira.is/itarefni/
Athugið að þær eru vistaðar neðst á síðunni, undir fyrirsögninni Erindi 2013.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2013-03-17 10:31:372017-07-22 10:33:29Efni frá fimmtudagserindi TF3JB komið á vefinn
Búnaður APRS stafavarpans TF3APG í Skeljanesi var nýlega endurnýjaður. Hann keyrir nú á Linux stýrikerfi, á Telenor IntelliOp Vehicle PC VPC010 tölvu sem notar notar nýjan APRXhugbúnað frá Matti Aarnio, OH2MQK (útgáfu 0.32). Þá hefur afl varpans verið aukið og notar hann nú Yaesu FTL-2007 stöð sem hefur 25W sendiafl á QRG 144.800 MHz. Það skal tekið fram, að þessar breytingar eru án kostnaðar fyrir félagssjóð.
Samúel Þór Guðjónsson, TF2SUT, annaðist hönnun og uppsetningu kerfisins ásamt Jóni Þóroddi Jónssyni, TF3JA. Að sögn Samúels, kemur nýi búnaðurinn vel út og eru menn mjög ánægðir með breytinguna. Sem dæmi, þá sparar nýi hugbúnaðurinn t.d. óþarfa gagnasendingar þar sem hann bíður í 2-4 sekúndur með útsendingu á „pökkum” til að tvítaka ekki sömu sendingar annars staðar frá.
Stjórn Í.R.A. þakkar þeim Samúel Þór Guðjónssyni, TF3SUT og Jóni Þóroddi Jónssyni, TF3JA, fyrir aðkomu að verkefninu, sem eykur skilvirkni og öryggi í APRS gagnasendingum íslenskra leyfishafa.
TF3AU kennir á námskeiði Í.R.A. til amatörprófs í Háskólanum í Reykjavík þann 8. mars
Athygli þátttakenda á námskeiði Í.R.A. til amatörprófs er vakin á því að PowerPoint glærur frá 8. kennslukvöldi sem fram fór 8. mars s.l., hafa verið settar inn á vefsvæði prófnefndar á heimasíðu félagsins. Kennari: Ágúst Úlfar Sigurðsson, TF3AU.
Um er að ræða tvenn PowerPoint skjöl, þ.e. Námskeið Í.R.A., transistorar og Námskeið Í.R.A., díóður. Glærurnar má nálgast á þessari vefslóð: http://www.ira.is/namsefni/
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2013-03-14 10:29:032017-07-22 10:30:25Efni frá námskeiði Í.R.A. komið á vefinn
Myndin er af fjarskiptaborði-B í fjarskiptaherbergi TF3IRA í félagsaðstöðunni í Skeljanesi. Ljósmynd: TF3JB.
Russian DX Contest er sólarhringskeppni og hefst kl. 12 á hádegi laugardaginn 16. mars og lýkur á samatíma sunnudaginn 17. mars. Í boði er að keppa annaðhvort eða bæði (e. mixed), á CW eða SSB. Skilaboð eru RS(T) og raðnúmer (sem hefst á 001), en rússneskar stöðvar gefa upp RS(T) og tveggja bókstafa „oblast” kóða. Keppnin fer fram á 160-10 metra böndunum. Þessir keppnisriðlar eru eru í boði:
• SOAB-MIX – Einmenningsflokkur, öll bönd, bæði CW og SSB.
• SOAB-MIX-LP – Einmenningsflokkur, öll bönd, bæði CW og SSB, lágafl (mest 100W).
• SOAB-MIX-QRP – Einmenningsflokkur, öll bönd, bæði CW og SSB, QRP (mest 5W).
• SOAB-CW – Einmenningsflokkur, öll bönd, CW.
• SOAB-CW-LP – Einmenningsflokkur, öll bönd, CW, lágafl (mest 100W).
• SOAB-SSB – Einmenningsflokkur, öll bönd, SSB.
• SOAB-SSB-LP – Einmenningsflokkur, öll bönd, SSB, láafl (mest 100W).
• SOSB – Einmenningsflokkur, eitt band, bæði CW og SSB, bæði CW og SSB, val um 160, 80, 40, 20, 15, 10 metra.
• MOST – Fleirmenningsflokkur, öll bönd, einn sendir, bæði CW og SSB.
• MO2T – Fleirmenningsflokkur, öll bönd, tveir sendar, bæði CW og SSB.
Frestur til að skila keppnisdagbókum til keppnisnefndar RDXC er til 31. mars n.k. Nánari upplýsingar um keppnisreglur má sjá á vefslóðinni: http://www.rdxc.org/asp/pages/rulesg.asp
Systurfélag Í.R.A., Soyuz Radioljubitelej Rossii (SSR), landsfélag radíóamatöra í Rússneska sambandsríkinu stendur fyrir keppninni.
Þrír viðburðir verða í boði á vetrardagskrá Í.R.A. í félagsaðstöðunni í Skeljanesi um komandi helgi. Tveir verða í boði á laugardag. Sá fyrri er hraðnámskeið í keppnisdagbókarforritinu Win-Test (upprifjun-2). Yngvi Harðarson, TF3Y, leiðbeinir og hefst námskeiðið stundvíslega kl. 10 árdegis. Félagsmönnum er bent á, að þetta er upplagt tækifæri fyrir fyrir þá, sem t.d. eru komnir af stað með notkun forritsins, en hafa sérstakrar spurningar og óska leiðbeininga.
Síðari viðburðurinn á laugardag, er stöðutaka í morsi í boði þeirra Stefáns Arndal, TF3SA og Guðmundar Sveinssonar, TF3SG. Stöðutakan er hugsuð fyrir alla leyfishafa, þ.e. jafnt fyrir þá sem eru rétt að byrja að læra mors sem og þá sem lengra eru komnir. Viðburðurinn hefst stundvíslega kl. 15:00 í Skeljanesi. Svipað fyrirkomulag verður og síðast (13. október), þ.e. upphitunaræfingar með texta í fimm stafa „grúppum” annarsvegar, og á mæltu máli, hinsvegar. Menn geta valið um að slá textann inn á lyklaborð (tölvu) eða að skrá niður á pappír. Þá er val um að hlusta á sendingarnar í gegnum hátalara eða heyrnartól (og eru menn hvattir til að koma með heyrnartól sem það vilja).
Þriðji viðburður helgarinnar er 3. sunnudagsopnun vetrarins. Benedikt Guðnason, TF3TNT, stjórnar umræðum í stóra sófasettinu og verður með sýnikennslu. Yfirskrift dagsins er: „Að gera upp kapal á réttan hátt”. Húsið opnar kl. 10 árdegis, en viðburðurinn hefst stundvíslega kl. 10:30 og stendur til hádegis.
Stjórn Í.R.A. hvetur félagsmenn til að mæta tímanlega.
TF3TNT gengur frá loftnetinu fyrir TF1RPB í Bláfjöllum. Ljósmynd: TF3ARI.
Í.R.A. boðar hér með til sérstaks fimmtudagsfundar í félagsaðstöðunni við Skeljanes fimmtudaginn 14. mars kl. 20:30 um skipulag VHF/UHF mála. Um er að ræða framhald fundar um sama málefni sem haldinnn var þann 24. janúar s.l.
Dagskrá verður tvíþætt. Annarsvegar, inngangur Benedikts Guðnasonar, TF3TNT,VHF stjóra Í.R.A. og hinsvegar, umræður. Fundarstjóri verður Kjartan H. Bjarnason, TF3BJ, gjaldkeri Í.R.A.
Stjórn Í.R.A. hvetur félagsmenn til að mæta tímanlega. Kaffiveitingar.
________
Til upplýsingar: Þessi viðburður kemur í stað áður auglýsts fimmtudagserindis
TF3AM um hönnun og smíði loftnetsaðlögunarrása, sem þurfti að fresta. Ný dag-
setning þess verður auglýst sérstaklega.
Sigurður Óskar Óskarsson TF2WIN skoðar „spýtumorslykil” TF3VS samkvæmt forskrift TF3DX á sunnudag.
Skemmtilegir viðburðir voru í boði á vetrardagskrá Í.R.A. helgina 7.-10. mars. Helgin hófst á hefðbundnu fimmtudagserindi, síðan var hraðnámskeið í gær (laugardag) og sunnudagsopnun í morgun, á messutíma. Samtals sóttu yfir 40 félagsmenn þessa þrjá viðburði.
TF3JB flutti fimmtudagserindið þann 7. mars. Það fjallaði um „nýju böndin” svokölluðu, þ.e. 4 metra, 60 metra, 160 metra (1850-1900 kHz) og 630 metra. Þá leiðbeindi TF3Y á upprifjun-1 í notkun Win-Test keppnisdagbókarforritsins laugardaginn 9. mars og loks hafði TF3SA umsjón með 2. sunnudagsopnun vetrarins þann 10. mars, þar sem yfirskriftin var: „Félagar koma með morslykla sína í Skeljanes”.
Stjórn Í.R.A. þakkar þeim Jónasi Bjarnasyni, TF3JB; Yngva Harðarsyni, TF3Y og Stefáni Arndal, TF3SA, fyrir vel heppnaða viðburði. Ennfremur þakkir til Sigurbjörns Þórs Bjarnasonar, TF3SB, fyrir ljósmyndir.
Skeljanesi 7. mars. TF3JB flutti erindi um nýju böndin. Fjallað var m.a. um tímabundnar sérheimildir á 5 MHz og á 70 MHz, sérheimild um aðgang að tíðnisviðinu 1850-1900 kHz og um nýja tíðnisviðið á 472-479 kHz.
Skeljanesi 9. mars. Frá vinstri: TF3JA og TF3Y. Yngvi leiðbeindi á upprifjun-1 um Win-Test keppnisforritið.
Skeljanesi 10. mars. TF3SG (fremst), TF3SA og TF3SB. Lyklar og pöllur (spaðalyklar) prófaðir.
Skeljanesi 10. mars. TF3SA útskýrði vel hinar mismunandi gerðir Vibroplex spaðalykla.
Skeljanesi 10. mars. Nokkrir af þeim morslyklum sem menn tók með sér í Skeljanes í morgun. Allir sem komu með lykla, útskýrðu tegund og gerð og jafnframt ef einhver saga var sem fylgdi. Stöðin á myndinni er Elecraft K3.
Skeljanesi 10. mars. TF3HP kom með nokkra morslykla, þ.á.m. þennan handmorslykil frá Kent.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2013-03-10 10:14:272017-07-22 10:17:41TF3JB, TF3Y og TF3SA í Skeljanesi um helgina
Stefán Arndal TF3SA við stjórnvölinn á TF3IRA í Skeljanesi í september s.l. Ljósm.: TF3JA.
2. sunnudagsopnun Í.R.A. á yfirstandandi vetrardagskrá verður haldin í félagsaðstöðunni í Skeljanesi sunnudaginn 10. mars n.k. Yfirskriftin er: „Félagar koma með morslykla sína í Skeljanes”. Stefán ætlar að koma með sex morslykla úr eigin safni og skorar á aðra félaga að taka sem flesta lykla með sér. Húsið opnar kl. 10 árdegis. Miðað er við að dagskrá verði tæmd á hádegi.
Stjórn Í.R.A. hvetur félagsmenn til að mæta tímanlega. Kaffiveitingar frá Björnsbakaríi.
Handmorslykill frá Kent Engineers, sömu gerðar og notaður er við félagsstöðina TF3IRA.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2013-03-08 10:12:252017-07-22 10:14:19TF3SA verður á 2. sunnudagsopnun vetrarins
Í.R.A. gengst fyrir upprifjun-1 á notkun Win-Test keppnisdagbókarforritsins laugardaginn 9. mars n.k. kl. 10:00-12:00. Námskeiðið verður haldið í fjarskiptaherbergi TF3IRA í félagsaðstöðunni í Skeljanesi. Leiðbeinandi: Yngvi Harðarson, TF3Y.
Félagsmönnum er bent á, að þetta er upplagt tækifæri fyrir fyrir þá, sem e.t.v. þurfa smávægilega upprifjun, eða hafa spurningar um grundvallarþætti í notkun forritsins. Þeir sem lengra eru komnir, myndu e.t.v. frekar mæta á síðari hluta námskeiðsins hjá Yngva (upprifjun-2) sem verður haldinn eftir viku á sama stað, þ.e. laugardaginn 16. mars og verður auglýstur þegar nær dregur.
Stjórn Í.R.A. hvetur áhugasama félaga til að nýta þetta frábæra tækifæri.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2013-03-07 10:11:072017-07-22 10:12:15TF3Y verður á Win-Test námskeiði á laugardag
Fimmtudagserindi frestast
Úr fundarsal Í.R.A. í félagsaðstöðunni í Skeljanesi.
Af óviðráðanlegum ástæðum þarf að fresta fyrirhuguðu fimmtudagserindi á vegum Póst- og fjarskiptastofnunar sem auglýst var n.k. fimmtudag, þann 21. mars. Ný dagsetning verður auglýst strax og hún liggur fyrir.
Opið hús verður þess í stað í félagsaðstöðunni í Skeljanesi á fimmtudagskvöld á milli kl. 20 og 22.
F.h. stjórnar Í.R.A.,
Jónas Bjarnason, TF3JB,
formaður.
Efni frá námskeiði Í.R.A. komið á vefinn
Mynd frá 10. kennslukvöldi á námskeiði Í.R.A. til amatörprófs í H.R. þann 15. mars.
Athygli þátttakenda á námskeiði Í.R.A. til amatörprófs er vakin á því að svör við dæmum á 8. kennslukvöldi sem lögð voru fyrir þann 8. mars s.l., hafa verið sett inn á vefsvæði prófnefndar á heimasíðu félagsins. Kennari: Ágúst Úlfar Sigurðsson, TF3AU.
Um er að ræða pdf skjal sem má nálgast á þessari vefslóð: http://www.ira.is/namsefni/
Skjalið er vistað neðst í neðri kaflanum á síðunni, undir fyrirsögninni: Skjöl til hliðsjónar.
Þakkir til Ágústs Úlfars Sigurðssonar, TF3AU.
Vel heppnaður fimmtudagsfundur 14. mars
TF3TNT, VHF stjóri Í.R.A., flutti inngangserindi á framhaldsfundi um VHF/UHF mál 16. mars.
Sérstakur fimmtudagsfundur var haldinn í félagsaðstöðunni við Skeljanes þann 14. mars. Benedikt Guðnason, TF3TNT, VHF stjóri Í.R.A., hélt inngangserindi og Kjartan H. Bjarnason, TF3BJ,gjaldkeri félagsins annaðist fundarstjórn. Kjartan gat þess í upphafi, að fundurinn skoðaðist sem sjálfstætt framhald af VHF/UHF fundinum sem haldinn var þann 24. janúar s.l.
Ágætar umræður urðu um málaflokkinn og m.a. samþykkt, að ekki væri ástæða til að setja endurvarpann TF3RPC upp á ný á sama stað, en hann var tekinn niður vegna byggingarframkvæmda í húsinu við Hagatorg, þann 6. febrúar s.l. Hugmyndin að finna honum betri staðsetningu verði til skoðunar. Þá var það almennt haft á orði, að ekki sé þörf á að setja aftur upp endurvarpann TF8RPH við Garðskagavita (en búnaður hans var fluttur í Bláfjöll í september s.l.
eftir að elding skemmdi Zodiac stöð TF1RPB).
Ástæða þess að menn telja ekki lengur þörf fyrir endurvarpa á þessum tveimur stöðum, er fyrst og fremst vegna þess hve vel endurvarpinn í Bláfjöllum kemur út. Stjórn félagsins mun taka formlega ákvörðun um málið á á sjórnarfundi þann 26. mars n.k.
Fram kom á fundinum, að von sé á fjölgun endurvarpa í einkaeigu (en búnaður við TF3RPI er t.d. í eigu TF3ML, en er rekinn af TF3ARI). Í þessu sambandi höfðu menn nokkrar áhyggjur af tíðnimálum, taki endurvörpum að fjölga – miðað við 25 kHz tíðniniðurskiptan innan bandplansins. Hugmyndin er, að VHF stjóri geri uppkast að vinnureglum vegna endurvarpa. Að lokum var rætt um hinar ýmsu útfærslur sem koma til greina á VHF og UHF og ætlar VHF stjóri félagsins að forma þær hugmyndir og kynna síðar. Alls mættu tæpl. 30 félagsmenn í Skeljanes þetta fimmtudagskvöld.
Yfirlit yfir notkun tíðna fyrir VHF endurvarpa innan bandplans IARU Svæðis 1 m.v. 25 kHz tíðnininðurskiptingu þann 19. mars 2013. Ath. í töflunni er gengið út frá því að endurvarparnir TF3RPC og TF8RPH verði aflagðir.
Kallmerki
QRG, inn
QRG, út
Afl sendis
Nafn, QTH o.fl.
Þeir félagar voru heppnir með veður eins og sjá má á myndinni, en frostþokan var þó ekki langt undan. Ísing er mikil á fjallinu eins og gefur að skilja enda eru mannvirkin í 690 metra hæð yfir sjávarmáli. Ljósmynd: TF3ARI.
Efni frá fimmtudagserindi TF3JB komið á vefinn
Jónas Bjarnason TF3JB í félagsaðstöðunni í Skeljanesi þann 7. mars.
PowerPoint glærur frá fimmtudagserindi Jónasar Bjarnasonar, TF3JB, sem flutt var í félagsaðstöðunni í Skeljanesi þann 7. mars síðastliðinn hafa verið settar inn á vefsvæði fræðslukvölda heimasíðunnar.
Erindið fjallar um “nýju” böndin svokölluðu, þ.e. 4 metra, 60 metra, 160 metra (1850-1900 kHz) og 630 metra. Meðal annars var útskýrður munur á „réttarstöðu” sérheimilda samanborið við úthlutuð bönd (t.d. nýju 630 metrana), farið yfir nánar yfir heimildirnar og einnig hvað er efst á óskalista við næstu uppfærslu (eða fyrr), s.s. hvað varðar afl- og tíðniheimildir.
Glærurnar má nálgast á þessari vefslóð: http://www.ira.is/itarefni/
Athugið að þær eru vistaðar neðst á síðunni, undir fyrirsögninni Erindi 2013.
Þakkir til Jónasar Bjarnasonar, TF3JB.
Búnaður TF3APG endurnýjaður
Skeljanesi 17. mars. Nýr búnaður APRS stafavarpans TF3APG í félagsaðstöðu Í.R.A.
Búnaður APRS stafavarpans TF3APG í Skeljanesi var nýlega endurnýjaður. Hann keyrir nú á Linux stýrikerfi, á Telenor IntelliOp Vehicle PC VPC010 tölvu sem notar notar nýjan APRXhugbúnað frá Matti Aarnio, OH2MQK (útgáfu 0.32). Þá hefur afl varpans verið aukið og notar hann nú Yaesu FTL-2007 stöð sem hefur 25W sendiafl á QRG 144.800 MHz. Það skal tekið fram, að þessar breytingar eru án kostnaðar fyrir félagssjóð.
Samúel Þór Guðjónsson, TF2SUT, annaðist hönnun og uppsetningu kerfisins ásamt Jóni Þóroddi Jónssyni, TF3JA. Að sögn Samúels, kemur nýi búnaðurinn vel út og eru menn mjög ánægðir með breytinguna. Sem dæmi, þá sparar nýi hugbúnaðurinn t.d. óþarfa gagnasendingar þar sem hann bíður í 2-4 sekúndur með útsendingu á „pökkum” til að tvítaka ekki sömu sendingar annars staðar frá.
Stjórn Í.R.A. þakkar þeim Samúel Þór Guðjónssyni, TF3SUT og Jóni Þóroddi Jónssyni, TF3JA, fyrir aðkomu að verkefninu, sem eykur skilvirkni og öryggi í APRS gagnasendingum íslenskra leyfishafa.
Efni frá námskeiði Í.R.A. komið á vefinn
TF3AU kennir á námskeiði Í.R.A. til amatörprófs í Háskólanum í Reykjavík þann 8. mars
Athygli þátttakenda á námskeiði Í.R.A. til amatörprófs er vakin á því að PowerPoint glærur frá 8. kennslukvöldi sem fram fór 8. mars s.l., hafa verið settar inn á vefsvæði prófnefndar á heimasíðu félagsins. Kennari: Ágúst Úlfar Sigurðsson, TF3AU.
Um er að ræða tvenn PowerPoint skjöl, þ.e. Námskeið Í.R.A., transistorar og Námskeið Í.R.A., díóður. Glærurnar má nálgast á þessari vefslóð: http://www.ira.is/namsefni/
Þakkir til Ágústs Úlfars Sigurðssonar, TF3AU.
Alþjóðlega RDXC keppnin 2013
Myndin er af fjarskiptaborði-B í fjarskiptaherbergi TF3IRA í félagsaðstöðunni í Skeljanesi. Ljósmynd: TF3JB.
Russian DX Contest er sólarhringskeppni og hefst kl. 12 á hádegi laugardaginn 16. mars og lýkur á sama tíma sunnudaginn 17. mars. Í boði er að keppa annaðhvort eða bæði (e. mixed), á CW eða SSB. Skilaboð eru RS(T) og raðnúmer (sem hefst á 001), en rússneskar stöðvar gefa upp RS(T) og tveggja bókstafa „oblast” kóða. Keppnin fer fram á 160-10 metra böndunum. Þessir keppnisriðlar eru eru í boði:
• SOAB-MIX – Einmenningsflokkur, öll bönd, bæði CW og SSB.
• SOAB-MIX-LP – Einmenningsflokkur, öll bönd, bæði CW og SSB, lágafl (mest 100W).
• SOAB-MIX-QRP – Einmenningsflokkur, öll bönd, bæði CW og SSB, QRP (mest 5W).
• SOAB-CW – Einmenningsflokkur, öll bönd, CW.
• SOAB-CW-LP – Einmenningsflokkur, öll bönd, CW, lágafl (mest 100W).
• SOAB-SSB – Einmenningsflokkur, öll bönd, SSB.
• SOAB-SSB-LP – Einmenningsflokkur, öll bönd, SSB, láafl (mest 100W).
• SOSB – Einmenningsflokkur, eitt band, bæði CW og SSB, bæði CW og SSB, val um 160, 80, 40, 20, 15, 10 metra.
• MOST – Fleirmenningsflokkur, öll bönd, einn sendir, bæði CW og SSB.
• MO2T – Fleirmenningsflokkur, öll bönd, tveir sendar, bæði CW og SSB.
Frestur til að skila keppnisdagbókum til keppnisnefndar RDXC er til 31. mars n.k. Nánari upplýsingar um keppnisreglur má sjá á vefslóðinni: http://www.rdxc.org/asp/pages/rulesg.asp
Systurfélag Í.R.A., Soyuz Radioljubitelej Rossii (SSR), landsfélag radíóamatöra í Rússneska sambandsríkinu stendur fyrir keppninni.
Spennandi helgi framundan í Skeljanesi
Yngvi Harðarson, TF3Y
Stefán Arndal, TF3SA
Guðmundur Sveinsson, TF3SG
Benedikt Guðnason, TF3TNT
Þrír viðburðir verða í boði á vetrardagskrá Í.R.A. í félagsaðstöðunni í Skeljanesi um komandi helgi. Tveir verða í boði á laugardag. Sá fyrri er hraðnámskeið í keppnisdagbókarforritinu Win-Test (upprifjun-2). Yngvi Harðarson, TF3Y, leiðbeinir og hefst námskeiðið stundvíslega kl. 10 árdegis. Félagsmönnum er bent á, að þetta er upplagt tækifæri fyrir fyrir þá, sem t.d. eru komnir af stað með notkun forritsins, en hafa sérstakrar spurningar og óska leiðbeininga.
Síðari viðburðurinn á laugardag, er stöðutaka í morsi í boði þeirra Stefáns Arndal, TF3SA og Guðmundar Sveinssonar, TF3SG. Stöðutakan er hugsuð fyrir alla leyfishafa, þ.e. jafnt fyrir þá sem eru rétt að byrja að læra mors sem og þá sem lengra eru komnir. Viðburðurinn hefst stundvíslega kl. 15:00 í Skeljanesi. Svipað fyrirkomulag verður og síðast (13. október), þ.e. upphitunaræfingar með texta í fimm stafa „grúppum” annarsvegar, og á mæltu máli, hinsvegar. Menn geta valið um að slá textann inn á lyklaborð (tölvu) eða að skrá niður á pappír. Þá er val um að hlusta á sendingarnar í gegnum hátalara eða heyrnartól (og eru menn hvattir til að koma með heyrnartól sem það vilja).
Þriðji viðburður helgarinnar er 3. sunnudagsopnun vetrarins. Benedikt Guðnason, TF3TNT, stjórnar umræðum í stóra sófasettinu og verður með sýnikennslu. Yfirskrift dagsins er: „Að gera upp kapal á réttan hátt”. Húsið opnar kl. 10 árdegis, en viðburðurinn hefst stundvíslega kl. 10:30 og stendur til hádegis.
Stjórn Í.R.A. hvetur félagsmenn til að mæta tímanlega.
Sérstakur fimmtudagsfundur 14. mars
TF3TNT gengur frá loftnetinu fyrir TF1RPB í Bláfjöllum. Ljósmynd: TF3ARI.
Í.R.A. boðar hér með til sérstaks fimmtudagsfundar í félagsaðstöðunni við Skeljanes fimmtudaginn
14. mars kl. 20:30 um skipulag VHF/UHF mála. Um er að ræða framhald fundar um sama málefni sem haldinnn var þann 24. janúar s.l.
Dagskrá verður tvíþætt. Annarsvegar, inngangur Benedikts Guðnasonar, TF3TNT,VHF stjóra Í.R.A. og hinsvegar, umræður. Fundarstjóri verður Kjartan H. Bjarnason, TF3BJ, gjaldkeri Í.R.A.
Stjórn Í.R.A. hvetur félagsmenn til að mæta tímanlega. Kaffiveitingar.
________
Til upplýsingar: Þessi viðburður kemur í stað áður auglýsts fimmtudagserindis
TF3AM um hönnun og smíði loftnetsaðlögunarrása, sem þurfti að fresta. Ný dag-
setning þess verður auglýst sérstaklega.
TF3JB, TF3Y og TF3SA í Skeljanesi um helgina
Sigurður Óskar Óskarsson TF2WIN skoðar „spýtumorslykil” TF3VS samkvæmt forskrift TF3DX á sunnudag.
Skemmtilegir viðburðir voru í boði á vetrardagskrá Í.R.A. helgina 7.-10. mars. Helgin hófst á hefðbundnu fimmtudagserindi, síðan var hraðnámskeið í gær (laugardag) og sunnudagsopnun í morgun, á messutíma. Samtals sóttu yfir 40 félagsmenn þessa þrjá viðburði.
TF3JB flutti fimmtudagserindið þann 7. mars. Það fjallaði um „nýju böndin” svokölluðu, þ.e. 4 metra, 60 metra, 160 metra (1850-1900 kHz) og 630 metra. Þá leiðbeindi TF3Y á upprifjun-1 í notkun Win-Test keppnisdagbókarforritsins laugardaginn 9. mars og loks hafði TF3SA umsjón með 2. sunnudagsopnun vetrarins þann 10. mars, þar sem yfirskriftin var: „Félagar koma með morslykla sína í Skeljanes”.
Stjórn Í.R.A. þakkar þeim Jónasi Bjarnasyni, TF3JB; Yngva Harðarsyni, TF3Y og Stefáni Arndal, TF3SA, fyrir vel heppnaða viðburði. Ennfremur þakkir til Sigurbjörns Þórs Bjarnasonar, TF3SB, fyrir ljósmyndir.
Skeljanesi 7. mars. TF3JB flutti erindi um nýju böndin. Fjallað var m.a. um tímabundnar sérheimildir á 5 MHz og á 70 MHz, sérheimild um aðgang að tíðnisviðinu 1850-1900 kHz og um nýja tíðnisviðið á 472-479 kHz.
Skeljanesi 9. mars. Frá vinstri: TF3JA og TF3Y. Yngvi leiðbeindi á upprifjun-1 um Win-Test keppnisforritið.
Skeljanesi 10. mars. TF3SG (fremst), TF3SA og TF3SB. Lyklar og pöllur (spaðalyklar) prófaðir.
Skeljanesi 10. mars. TF3SA útskýrði vel hinar mismunandi gerðir Vibroplex spaðalykla.
Skeljanesi 10. mars. TF3SG, TF3JA, TF3HP, TF2WIN, TF3SB, TF3VS, TF3DC, TF3SA og TF3CY.
Skeljanesi 10. mars. Nokkrir af þeim morslyklum sem menn tók með sér í Skeljanes í morgun. Allir sem komu með lykla, útskýrðu tegund og gerð og jafnframt ef einhver saga var sem fylgdi. Stöðin á myndinni er Elecraft K3.
Skeljanesi 10. mars. TF3HP kom með nokkra morslykla, þ.á.m. þennan handmorslykil frá Kent.
TF3SA verður á 2. sunnudagsopnun vetrarins
Stefán Arndal TF3SA við stjórnvölinn á TF3IRA í Skeljanesi í september s.l. Ljósm.: TF3JA.
2. sunnudagsopnun Í.R.A. á yfirstandandi vetrardagskrá verður haldin í félagsaðstöðunni í Skeljanesi sunnudaginn 10. mars n.k. Yfirskriftin er: „Félagar koma með morslykla sína í Skeljanes”. Stefán ætlar að koma með sex morslykla úr eigin safni og skorar á aðra félaga að taka sem flesta lykla með sér. Húsið opnar kl. 10 árdegis. Miðað er við að dagskrá verði tæmd á hádegi.
Stjórn Í.R.A. hvetur félagsmenn til að mæta tímanlega. Kaffiveitingar frá Björnsbakaríi.
Handmorslykill frá Kent Engineers, sömu gerðar og notaður er við félagsstöðina TF3IRA.
TF3Y verður á Win-Test námskeiði á laugardag
Yngvi Harðarson, TF3Y.
Í.R.A. gengst fyrir upprifjun-1 á notkun Win-Test keppnisdagbókarforritsins laugardaginn 9. mars n.k. kl. 10:00-12:00. Námskeiðið verður haldið í fjarskiptaherbergi TF3IRA í félagsaðstöðunni í Skeljanesi. Leiðbeinandi: Yngvi Harðarson, TF3Y.
Félagsmönnum er bent á, að þetta er upplagt tækifæri fyrir fyrir þá, sem e.t.v. þurfa smávægilega upprifjun, eða hafa spurningar um grundvallarþætti í notkun forritsins. Þeir sem lengra eru komnir, myndu e.t.v. frekar mæta á síðari hluta námskeiðsins hjá Yngva (upprifjun-2) sem verður haldinn eftir viku á sama stað, þ.e. laugardaginn 16. mars og verður auglýstur þegar nær dregur.
Stjórn Í.R.A. hvetur áhugasama félaga til að nýta þetta frábæra tækifæri.
Hlekkur á heimasíðu Win-Test: http://www.win-test.com/