Úr félagsstarfinu. Stangarloftnet fyrir utan félagsaðstöðuna í Skeljanesi í október s.l. Ljósmynd: TF3JB.

Eins og fram kom fyrr í þessum mánuði, er áhugi fyrir að félagsstöðin, TF3IRA, eignist nýjan magnara. Nokkrir félagar hafa tekið sig saman og ákveðið að hrinda af stað söfnun sem geti létt undir með félagssjóði og hjálpað til við að fjármagna kaupin. Markmiðið er að safna allt að 300 þúsund krónum og þá geti félagssjóður brúað bilið upp á það sem vantar.

Menn sjá fyrir sér að hugsanlega geti 30 félagar verið tilbúnir til að leggja verkefninu lið, til dæmis með 10 þúsund króna framlagi hver, en að sjálfsögðu má framlag hvers og eins vera minna eða meira en sú fjárhæð. Hugmyndin er þegar þar að kemur, að boðað verði til fundar þar sem tekin verði sameiginleg ákvörðun um kaup á tiltekinni tegund og gerð magnara.

Stefán Arndal, TF3SA, opnaði reikning þann 1. febrúar síðastliðinn í þágu söfnunarinnar í Íslandsbanka fyrir væntanleg framlög. Reikningurinn ber nafnið: „HF magnari fyrir Í.R.A.” og er reikningsnúmerið 0515-14-122257. Kennitalan er á hans nafni, 260831-2839 og hefur hann þegar lagt inn á þennan reikning 20 þúsund króna framlag.

Stefán er forsvarsmaður söfnunarinnar og vörslumaður fjárins og mun hann svara fyrirspurnum félagsmanna vegna söfnunarinnar. Fyrir liggur staðfesting stjórnar félagsins þess efnis, að félagssjóður muni styrkja kaupin. Undirritaður hvetur félagsmenn til að styðja þetta góða framtak.

F.h. stjórnar Í.R.A.,

Jónas Bjarnason, TF3JB,
formaður.

Nýtt tölublað CQ TF, 1. tbl. 2013, hefur verið vistað á vefsíðu ritsins á heimasíðu félagsins. Þetta
eintak er í ágætri upplausn, eða 15MB. Að þessu sinni er blaðið 35 blaðsíður að stærð. Meðal efnis:

  • Ritstjóra- og aðstoðarmannsspjall (TF3UA)
  • Frá formanni (TF3JB)
  • Umsögn EMC-nefndar Í.R.A. til PFS (TF3G, TF3UA, TF3Y)
  • Ferð á radíósafn í Gautaborg (TF1EIN)
  • TF3UA heimsækir ARRL (TF3UA)
  • Bókahorn CQ TF (TF3JB)
  • DX-hornið (TF3DC)
  • TF3SB QRV á RTTY o.fl. (TF3JB)
  • Fundargerðir stjórnarfunda (TF3UA)
  • Vetrardagskrá Í.R.A., tímabilið janúar-maí 2013 (TF3AM)

Sæmundur E. Þorsteinsson, TF3UA, annaðist útgáfu blaðsins sem aðstoðarmaður ritstjóra, TF3KX.
Umbrot var í höndum Vilhjálms Ívars Sigurjónssonar, TF3VS. Þess má geta til fróðleiks, að í þessu
hefti blaðsins birtast ljósmyndir af nær 50 félagsmönnum.

Stjórn Í.R.A. þakkar þeim Sæmundi og Vilhjálmi Ívari vönduð og fagleg vinnubrögð.


Ef vandkvæði koma fram við að hlaða blaðinu niður af vefsíðunni, kann það að vera vegna þess að viðkomandi félagsmaður eigi eftir að fá aðgangskóða hjá TF3CY, rekstrarstjóra vefmiðla. Skuldlausir félagsmenn geta sent tölvupóst til Benedikts á benedikt (hjá) ccpgames.com og fengið hann sendan.

Vilhjálmur Þór Kjartansson TF3DX flutti erindi sitt „Sögur úr bílnum” í Skeljanesi þann 14. febrúar.

ilhjálmur Þór Kjartansson, TF3DX hefur sýnt svo um munar að það er ýmislegt hægt að gera á amatörböndunum á HF „/m” og má t.d. minna á þegar hann hafði fyrsta sambandið frá bílstöð frá TF til Japans (JA7FUJ) á CW á 160 metrum þann 17. nóvember 2009. Þetta var eitt af því fjölmarga sem fram kom í afar vel heppnuðu erindi hans í félagsaðstöðu Í.R.A. við Skeljanes fimmtudaginn 14. febrúar.

Vilhjálmur byrjaði þó erindi sitt mun framar í tíma, eða upp úr 1970 þegar hann byrjaði að vinna úr bílnum, aðallega á 80 metrum og síðan á 160 metrum strax þegar þeir voru leyfðir hér á landi. Hann sagðist hafa fengið „DX áhugann” mun síðar. Síðan fylgdu margar bráðskemmtilegar sögur um einstakar ferðir og tilraunir. Vilhjálmur notar eingöngu heimasmíðuð loftnet og 1

00W sendi. Hann notar spólur og mismunandi langa toppa) um 3,3 metra og 4,7 metra háa. Honum reiknast til að nýtnin á 1,8 MHz sé til dæmis um 2,5%. Alls voru um 30 félagar voru mættir í Skeljanes þetta hægláta vetrarkvöld í höfuðborgnni.

Stjórn Í.R.A. þakkar Vilhjálmi Þór Kjartanssyni, TF3DX, fyrir afar vel heppnað erindi.

Aðspurður, sagðist Vilhjálmur líklega vera kominn með nær 200 DXCC einingar (lönd) úr bílnum.

Af óviðráðanlegum ástæðum frestast áður auglýst opnun morgundagsins í félagsaðstöðunni í Skeljanesi, þ.e. 1. sunnudagsopnun á yfirstandandi vetrardagskrá þann 17. febrúar kl. 10:30-12:00.

Viðburðurinn verður settur á dagskrá á ný innan tíðar og verður nánar tilkynnt um nýja dagsetningu á þessum vettvangi og í öðrum vefmiðlum félagsins.

Beðist er velvirðingar á þessari breytingu.

Fyrir hönd stjórnar Í.R.A.,

Jónas Bjarnason, TF3JB,
formaður.

Guðjón Helgi Elíasson, TF3WO.

Fyrsta sunnudagsopnun á yfirstandandi vetrardagskrá verður haldin sunnudaginn 17. febrúar n.k. kr. 10:30 í félagsaðstöðu Í.R.A. við Skeljanes. Guðjón Helgi Egilsson, TF3WO, mætir í sófaumræður og kynnir Skycommand System II+ frá Kenwood. Húsið verður opnað kl. 10 árdegis og er miðað við að dagskrá verði tæmd á hádegi.

Kenwood kynnti SkyCommand kerfið árið 2005 í Bandaríkjunum. Það gerir notendum TS-2000/2000X/B2000 stöðva kleift, að stýra þeim frá bílstöðvum eða handstöðvum á 2 metrum eða 70 cm frá sama framleiðanda, t.d. gerðum TH-D7A/G, TM-D700A eða TM-D710A. Bandarískir leyfishafar fengu heimild stjórnvalda til að nota SkyCommand í lok árs 2006.

Stjórn Í.R.A. hvetur félagsmenn til að mæta tímanlega.

Frá tilraun TF3WO með SkyCommand kerfið í fyrra (2012). Handstöðin er TH-D7. Ljósmynd: TF3LMN.

Jónas Bjarnason TF3JB formaður Í.R.A. setur námskeið félagsins til amatörprófs. Ljósmynd: TF3KX.

Námskeið Í.R.A. til amatörprófs var formlega sett þriðjudaginn 12. febrúar í Háskólanum í Reykjavík. Jónas Bjarnason, TF3JB, formaður félagsins flutti stutt ávarp þar sem hann vék m.a. að mikilvægi amatör radíós sem vísindalegs áhugamáls, hvorutveggja fyrir þátttakendur og samfélagið í heild. Að því loknu hófst fyrsta kennslustundin sem var í höndum Kristins Andersen, TF3KX.

Námskeiðið stendur yfir til 3. maí n.k. og þann 4. maí verður haldið próf til amatörleyfis í skólanum á vegum Póst- og fjarskiptastofnunar. Alls sitja 18 þátttakendur námskeiðið.

Kristinn Andersen TF3KX kenndi um DC-rásir, spennu, straum og viðnám í fyrstu kennslustundinni.

TF3TNT gengur frá loftnetinu fyrir TF1RPB í Bláfjöllum. Ljósmynd: TF3ARI.

Endurvarpinn TF1RPB varð QRV á ný í dag, fimmtudaginn 14. febrúar, kl. 12:20. Þær breytingar hafa verið gerðar, að “Páll” hefur fengið nýjar vinnutíðnir. Nýja tíðnin til að lykla Pál er nú 145.050 MHz og nýja tíðnin sem endurvarpinn sendir út á, er 145.650 MHz. Breytingin hefur verið tilkynnt til Póst- og fjarskiptastofnunar.

Sama tónlæsing er notuð og áður, þ.e. 88,5 rið á CTCSS kerfi. Þá er endurvarpinn stilltur á “wideband” mótun. Loks er óbreytt, að hægt er að hlusta á sendingar frá TF1RPB venjulegu viðtæki eða stöð, þ.e. ekki þarf að afkóða sendingar í móttöku.

Stjórn Í.R.A. þakkar þeim Ara Þórólfi Jóhannessyni TF3ARI og Benedikt Guðnasyni TF3TNT fyrir ferðina í Bláfjöll í fyrradag og Ara fyrir að leggja á ný á fjallið í morgun til að breyta tíðni endurvarpans.

SteppIR 3E Yagi loftnet TF3IRA í Skeljanesi í miðsvetrarsól.

Eins og fram kom nýlega, er áhugi er fyrir að félagsstöðin, TF3IRA, eignist nýjan magnara. Nokkrir félagar hafa tekið sig saman og ákveðið að hrinda af stað söfnun sem geti létt undir með félagssjóði og hjálpað til við að fjármagna kaupin. Markmiðið er að safna allt að 300 þúsund krónum og þá geti félagssjóður brúað bilið upp á það sem vantar.

Menn sjá fyrir sér að hugsanlega séu 30 félagar tilbúnir til að leggja verkefninu lið, t.d. með 10 þúsund króna framlagi hver, en að sjálfsögðu má framlag hvers og eins vera minna eða meira en þessi fjárhæð. Hugmyndin er þegar þar að kemur, að boðað verði til fundar þar sem tekin verði sameiginleg ákvörðun um kaup á tiltekinni tegund og gerð magnara.

Stefán Arndal, TF3SA, hefur opnað reikning í þágu söfnunarinnar í Íslandsbanka fyrir væntanleg framlög. Hann ber nafnið: „HF magnari fyrir Í.R.A.” og er reikningsnúmerið 0515-14-122257. Kennitalan er á hans nafni, 260831-2839 og hefur hann þegar lagt inn á þennan reikning 20 þúsund króna framlag.

Stefán verður forsvarsmaður söfnunarinnar og vörslumaður fjárins og mun hann svara fyrirspurnum félagsmanna vegna söfnunarinnar. Undirritaður hvetur félagsmenn til að styðja þetta góða framtak.

F.h. stjórnar Í.R.A.,

Jónas Bjarnason, TF3JB,
formaður.

Icom IC-FR5000 25W VHF endurvarpi er tengdur við TF3RPI í Ljósheimum í Reykjavík.

Slökkt var á TF1RPB í Bláfjöllum í morgun, 13. febrúar, kl. 10:30. Endurvarpinn verður hafður í hvíld þar til gengið hefur verið úr skugga um að hann trufli örugglega ekki aðrar þjónustur.

Á meðan Bláfjöll verða úti, er TF3RPI sem er staðsettur í Ljósheimum í Reykjavík,til þjónustu. Hann notar tíðnirnar: 145.075 MHz (RX) og 145.675 MHz (TX). Notuð er 88,5 riða CTCSS tónlæsing líkt og til að opna varpann í Bláfjöllum. Hægt er að hlusta á sendingar frá TF3RPI í venjulegu viðtæki eða stöð, þ.e. ekki þarf að afkóða sendingar í móttöku.

Annar endurvarpi er einnig til þjónustu. Það er TF3RPA sem er staðsettur á Skálafelli. Hann notar tíðnirnar: 145.000 MHz (RX) og 145.600 MHz (TX). Ekki þarf að nota tónlæsingu á sendingu til að opna hann líkt og varpann í Ljósheimum.

Vakin er athygli á, að TF3RPC sem var staðsettur við Hagatorg í Reykjavík varð QRT vegna byggingaframkvæmda í húsinu þann 8. febrúar s.l. og verður QRT í a.m.k. tvo mánuði – þannig að það er eðlilegt að hann komi ekki inn.

Stjórn Í.R.A. þakkar þeim Sigurði Harðarsyni, TF3WS; Ara Þórólfi Jóhannessyni, TF3ARI og Benedikt Guðnasyni, TF3TNT, fyrir aðstoð í sambandi við mál endurvarpans í Bláfjöllum.

Vilhjálmur Þór Kjartansson TF3DX ásamt John Devoldere ON4UN við bíl Vilhjálms sem hann hefur notað til fjarskipta undanfarin ár. Myndin var tekin þegar John ON4UN heimsótti Vilhjálm og konu hans Guðrúnu Hannesdóttur TF3GD sumarið 2011. Ljósmynd: Jón Svavarsson TF3LMN.

Næsti viðburður á yfirstandandi vetrardagskrá Í.R.A. verður haldinn í félagsaðstöðuinni í Skeljanesi,  fimmtudaginn 14. febrúar kl. 20:30. Þá flytur Vilhjálmur Þór Kjartansson, TF3DX,erindi sitt, sem hann nefnir: “Sögur úr bílnum” í máli og myndum. Sjá nánar neðar.

Stjórn Í.R.A. hvetur félagsmenn til að láta þennan viðburð ekki fram hjá sér fara og mæta stundvíslega.


Vilhjálmur Þór hefur náð frábærum árangri í DX úr bílnum í gegnum árin. Skemmst er að minnast frábærum árangri hans úr bílnum í október 2011 þegar hann náði að hafa sambönd við stöðina T32C, sem var staðsett á Austur-Kiribati í norðurhluta Line eyjaklasans í Kyrrahafi, á samtals 9 böndum, þ.e. 1.8 – 3.5 – 7 – 10 – 14 – 18 – 21 – 24 og 28 MHz. Vilhjálmur sagði þá, aðspurður, að þetta hafi verið mjög spennandi og bætti síðan við, “…að hefði stöðin mín haft 6 metra bandið, hefði verið mjög gaman að prófa þar líka…”. Þess má geta, að fjarlægðin á milli TF og T32 er tæplega 12 þúsund kílómetrar. Öll samböndin voru höfð á morsi.

Árangur Vilhjálms er einkar athyglisverður hvað varðar lægri böndin, þ.e. 3.5 MHz og 1.8 MHz þar sem sambönd úr farartækjum á þessum tíðnisviðum eru erfið enda bylgjulegndin 80 metrar annarsvegar og 160 metrar hinsvegar og loftnet þar af leiðandi stutt og tapsmikil. Loftnet Vilhjálms eru heimasmíðuð og hann hefur sjálfur sagt að sér reiknist til að nýtnin sé um 2,5% á 160 metrum sem er mjög góð útkoma.

Hann segir nánar um loftnetsbúnaðinn: “Ég er með 2 toppa í takinu, sá styttri er tæpir 2m og sá lengri 3,3m. Með þeim styttri sleppur spólan ein í aðlögunartækinu niður á 160 m, ekki nauðsynlegt að hafa spólu úti þó það sé betra. Með þeim lengri er loftnetið 4,75 m að lengd og nær upp í 6 m yfir götu, um 0,3 m betur ef spóla er í stönginni. Það eru smellitengi á þessu öllu, svo það tekur bara augnablik að breyta loftnetinu”. Þess má geta að lokum, að Vilhjálmur notar mest 100W í bílnum.

Háskólinn í Reykjavík

Námskeið Í.R.A. til amatörprófs hefst þriðjudaginn 12. febrúar í Háskólanum í Reykjavík. Kennt verður í stofu V108 sem er staðsett á 1. hæð byggingarinnar. Kennt verður á þriðjudögum og föstudögum til og með 3. maí. Kennsla hefst (öll 23 skiptin) kl. 18:30 og lýkur kl. 20:30, en þátttakendur eru beðnir um að reikna með að í einstaka tilvikum fari kennsla fram yfir þann tíma (mest þó til kl. 21). Námskeiðinu lýkur síðan með prófi Póst- og fjarskiptastofnunar til amatörleyfis sem haldið verður í HR laugardaginn 4. maí n.k.

Enn er möguleiki er að bæta við örfáum á námskeiðið og geta menn skráð þátttöku allt til hádegis þriðjudaginn 12. febrúar. Hafa má samband í tölvupósti á ira (hjá) ira.is eða hringja í umsjónarmannn námskeiðsins, Jónas Bjarnason, TF3JB, í GSM síma: 898-0559.

Námskeiðsgjald er 14 þúsund krónur fyrir félagsmenn en 19 þúsund krónur fyrir aðra. Inni í því verði fylgja öll námskeiðsgögn. Greiða má gjaldið beint inn á bankareikning Í.R.A. sem er: 0116-26-7783; kennitala: 610174-2809. Beðið er um, að láta fylgja í athugasemdadálki frá hverjum greiðslan er (þ.e. nafn og kennitölu). Námskeiðgögn verða til afhendingar í kennslustofu námskeiðsins (V108) í HR á þriðjudag.

Stjórn Í.R.A. óskar þátttakendum góðs gengis og þakkar forráðamönnum Póst- og fjarskiptastofnunar, forráðamönnum Háskólans í Reykjavík og Prófnefnd Í.R.A. fyrir góðan stuðning við undirbúning námskeiðsins.

CQ World-Wide RTTY WPX keppnin 2013 verður haldin um helgina 9.-10. febrúar. Keppnin er tveggja
sólarhringa keppni og er markmiðið að ná samböndum við eins margar aðrar stöðvar radíóamatöra um heim-
inn með eins mörgum mismunandi forskeytum og frekast er unnt. Keppnin hefst á 00:00 á laugardag og lýkur
kl. 23:59 á sunnudag. RTTY keppnin sker sig frá öðrum WPX keppnum í nokkrum meginatriðum:

  • Fer ekki fram á 160 metrum.
  • Aðstoð er heimil, þar sem ekki er í boði sérstakur einmenningsflokkur með aðstoð.
  • Mest 30 klst. keppnisþátttaka er heimil í flokki einmenningsstöðva og hlé verða að lágmarki að vera 60 mínútur.
  • Önnur stigagjöf. QSO frá TF innan Evrópu = 2 til 4 stig (eftir bandi) og 2 stig innan TF á lægri böndunum.

Í boði eru fjölmargir keppnisriðlar, bæði fyrir einmennings- og fleirmenningsþátttöku (sjá reglur). Skilaboð eru:
RST + hlaupandi raðtala (001 og s.frv.). Keppnisgögnum ber að skila til keppnisnefndar CQ eigi síðar en 15. febrúar n.k.

Vefslóð á keppnisreglurnar:
http://www.cqwpxrtty.com/rules.htm

Vefslóð á heimasíðu keppnisnefndar:
http://www.cqwpxrtty.com/index.html