Vilhjálmur Ívar Sigurjónsson TF3VS flutti fimmtudagserindið í félagsaðstöðnni í Skeljanesi 7. febrúar.

Vetrardagskrá Í.R.A. var haldið áfram í félagsaðstöðunni fimmtudagskvöldið 7. febrúar. Að þessu sinni kom Vilhjálmur Ívar Sigurjónsson, TF3VS, í Skeljanes með erindi sem hann nefndi: PSK-31 og aðrar tegundir stafrænnar mótunar fyrir byrjendur. Erindið var bæði fróðlegt og áhugavert. Vilhjálmur er vel heima í þessari tegund mótunar (sem og öðrum stafrænum tegundum) þar sem hann var með fyrstu radíóamatörum í heiminum sem varð QRV á PSK-31, þegar á árinu 1999.

Vilhjálmur fór rækilega yfir upphaf og þróun PSK-31. Þá kynnti hann vel hvað menn þurfa til, hafi þeir áhuga á að komast í loftið og fór í þeim efnum yfir nauðsynlegan hug- og vélbúnað. Þá tengdi hann Icom IC-703 Plus HF-stöð sína sem var tengd við LP-200 gerviálag frá N8LP með innbyggðum aflmæli og sýndi lyklun á PSK-31 og hvað bæri að varast við stillingar.

Loks ræddi Vilhjálmur “praktísk” mál í sambandi við þessa tegund mótunar, m.a. aflþörf og sagðist alls ekki mæla með meira afli en 40 Wöttum. Hann ræddi einnig upplýsingagjöf í loftinu og sagðist ráðleggja mönnum fremur að svara spurningum heldur en senda út mikið magn upplýsinga, sem væri algengt. Alls mættu 29 félagsmenn í Skeljanes þetta ágæta fimmtudagskvöld.

Stjórn Í.R.A. þakkar Vilhjálmi Ívari Sigurjónssyni, TF3VS, fyrir heppnað erindi.

Fram kom m.a. hjá Vilhjálmi, að PSK-31 var fundið upp árið 1998 af pólskum radíóamatör, SP9VRC.

Skeljanesi 7. febrúar. Hluti fundarmanna sem hlýddi á erindi TF3VS um PSK-31 tegund mótunar.

Á glærunni mátti greinilega sjá hvernig sendir með PSK-31 tegund mótunar er rétt stilltur út í álag.

Hluti af QRP búnaði Vilhjálms Ívars, sem hann hefur haganlega komið fyrir í þar til gerðri burðartösku.

Stefán Arndal, TF3SA, við stjórnvölinn á TF3W í félagsaðstöðu Í.R.A. í Skeljanesi 17. september. Ljósm.: TF3JA.

Stefán Arndal, TF3SA, byrjar útsendingar morsæfinga á 3540 kHz mánudaginn 11. febrúar n.k.
Æfingarnar verða í boði alla mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga og föstudaga til og með 15.
mars n.k. og hefjast stundvíslega kl. 21:00. Sendingarkvöld verða alls tuttugu, sbr. töflu.

Hugmyndin með æfingunum er að aðstoða félagsmenn við að ná upp leikni í viðtöku morsmerkja
fyrir stöðutöku í morsi sem haldin verður laugardaginn 16. mars n.k. (verður kynnt síðar). Stefán
hvetur menn til að koma inn á tíðnina eftir útsendingu, þótt ekki sé nema til að láta vita af sér.
Athugið að uppgefin tíðni getur breyst eitthvað vegna QRM eða annarra truflana.

Stjórn Í.R.A. þakkar Stefáni fyrir þetta mikilvæga framlag og hvetur félagsmenn til að láta það ekki
framhjá sér fara.

Nr.

Mánaðardagur

Vikudagur

GMT

QRG

1. 11. febrúar Mánudagur 21:00 3540 kHz
2. 12. febrúar Þriðjudagur 21:00 3540 kHz
3. 13. febrúar Miðvikuagur 21:00 3540 kHz
4. 15. febrúar Föstudagur 21:00 3540 kHz
5. 18. febrúar Mánudagur 21:00 3540 kHz
6. 19. febrúar Þriðjudagur 21:00 3540 kHz
7. 20. febrúar Miðvikudagur 21:00 3540 kHz
8. 22. febrúar Föstudagur 21:00 3540 kHz
9. 25. febrúar Mánudagur 21:00 3540 kHz
10. 26. febrúar Þriðjudagur 21:00 3540 kHz
11. 27. febrúar Miðvikuagur 21:00 3540 kHz
12. 1. mars Föstudagur 21:00 3540 kHz
13. 4. mars Mánudagur 21:00 3540 kHz
14. 5. mars Þriðjudagur 21:00 3540 kHz
15. 6. mars Miðvikudagur 21:00 3540 kHz
16. 8. mars Föstudagur 21:00 3540 kHz
17. 11. mars Mánudagur 21:00 3540 kHz
18. 12. mars Þriðjudagur 21:00 3540 kHz
19. 13. mars Miðvikudagur 21:00 3540 kHz
20. 15. mars Föstudagur 21:00 3540 kHz

TF1JI festir nýtt loftnet fyrir TF1RPB á stöðvarhúsið í Bláfjöllum þann 5. febrúar. Ljósmynd: TF3ARI.

Ari Þórólfur Jóhannesson, TF3ARI og Jón Ingvar Óskarsson, TF1JI, fengu far í Bláfjöll í gærmmorgun, þann 5. febrúar, með Guðmundi Sigurðssyni, TF3GS. Við það tækifæri var endurvarpi félagsins, TF1RPB („Páll”), tengdur við nýtt sambyggt “co-linear” VHF/UHF húsloftnet frá Workman af gerðinni UVS-200. Nýja loftentið kom í stað ¼-bylgju GP loftnets sem félagið hafði fengið heimild til að nota til bráðabirgða. Nýja loftnetið er 2,54 metrar á hæð og gefur 6dB ávinnig á VHF og er loftnetið gjöf frá Ara til félagsins.

Í ferðinni notaði Ari tækifærið og forritaði út svokallaðan „suð-trailer” sem áður var að plaga þegar sendingu var lokið frá endurvarpanum (valkvæð stilling). Einnig voru fínstillingar á „cavity” síum yfirfarðar. Fyrstu prófanir sýna, að sviðsstyrkur „Páls” er allt annar og verulega betri en var á bráðabirgðaloftnetinu. Félagsmenn eru hvattir til að prófa endurvarpann og gera tilraunir með útbreiðsluna.

Stjórn Í.R.A. þakkar Ara Þórólfi Jóhannessyni, TF3ARI og Jóni Ingvari Óskarssyni, TF1JI, fyrir að hafa tekist á hendur þessa ferð og Guðmundi Sigurðssyni, TF3GS, fyrir aðstoð við flutning þeirra félaga og búnaðar á fjallið. Loks eru Ara færðar sérstakar þakkir félagsins fyrir þá veglegu gjöf sem loftnetið er fyrir endurvarpann.

TF3GS og TF3JI á vélsleðanum sem flutti þá félaga á fjallið. Ljósmynd: TF3ARI.

Þeir félagar voru heppnir með veður eins og sjá má á myndinni, en frostþokan var þó ekki langt undan. Ísing er mikil á fjallinu eins og gefur að skilja enda eru mannvirkin í 690 metra hæð yfir sjávarmáli. Ljósmynd: TF3ARI.

Ágætu félagsmenn í ÍRA,

mér veitist sú ánægja að senda ykkur 1. tölublað CQ TF þessa nýja árs og á það nú að hafa borist
öllum í tölvupósti. Mestan heiður af blaðinu eiga þeir Jónas formaður og Vilhjálmur uppsetningarmaður, TF3JB og TF3VS. Þeim vil ég þakka sérstaklega mikla vinnu við blaðið. Einnig þakka ég öllum höfundum efnis og sendi þakkir til fráfarandi ritstjóra sem hefur stutt okkur með ráðum og dáð. Sjálfur hef ég verið í hlutverki aðstoðarritstjóra við þessa útgáfu.

CQ TF er að þessu sinni 35 blaðsíður að stærð. Ef ykkur finnst upplausnin ófullnægjandi getið þið sótt blaðið fljótlega í betri upplausn inn á vefsvæði CQ TF á heimasíðu félagsins. Vonandi njótið þið blaðsins vel.

73 de Sæmi, TF3UA.

P.s. Hafi blaðið ekki borist má tilkynna það á ira (hjá) ira.is

Vilhjálmur Ívar Sigurjónsson, TF3VS

Vilhjálmur Ívar Sigurjónsson, TF3VS, flytur næsta erindi á vetrardagskrá félagsins. Það verður haldið fimmtudaginn 7. febrúar n.k. kl. 20:30 í félagsaðstöðunnni við Skeljanes. Erindi Vilhjálms nefnist: PSK-31 og aðrar tegundir stafrænnar mótunar fyrir byrjendur.

Vilhjálmur Ívar hefur mikla reynslu af stafrænum tegundum mótunar og hefur verið QRV á amatörböndum á flestum þeirra s.l. 15 ár. Hann skrifaði m.a. áhugaverðar greinar í CQ TF þegar notkun þeirra var að ryðja sér til rúms hér á landi (og víðar) sbr. grein um Tölvur og fjarskipti í 4. tbl. CQ TF 2001 og grein um PSK-31 fjarskipti í 5. tbl. CQ TF sama ár, þar sem hann fjallaði einnig um Gator, Clover og Packet.

Erindið hefst stundvíslega kl. 20:30. Stjórn Í.R.A. hvetur félagsmenn til að mæta tímanlega.

Úr félagsstarfinu. Unnið við AlfaSpid rótor SteppIR 3E Yagi loftnets TF3IRA þann 4. febrúar 2012.

Áhugi er fyrir að félagsstöðin, TF3IRA, eignist nýjan magnara. Nokkrir félagar hafa tekið sig saman
og ákveðið að hrinda af stað söfnun sem geti létt undir með félagssjóði og hjálpað til við að fjármagna kaupin. Markmiðið er að safna allt að 300 þúsund krónum og þá geti félagssjóður brúað bilið upp á það sem vantar.

Menn sjá fyrir sér að hugsanlega séu 30 félagar tilbúnir til að leggja verkefninu lið, t.d. með 10 þúsund króna framlagi hver, en að sjálfsögðu má framlag hvers og eins vera minna eða meira en þessi fjárhæð. Hugmyndin er þegar þar að kemur, að boðað verði til fundar þar sem tekin verði sameiginleg ákvörðun um kaup á tiltekinni tegund og gerð magnara.

Stefán Arndal, TF3SA, hefur opnað reikning í þágu söfnunarinnar í Íslandsbanka fyrir væntanleg framlög. Hann ber nafnið: „HF magnari fyrir Í.R.A.” og er reikningsnúmerið 0515-14-122257. Kennitalan er á hans nafni, 260831-2839 og hefur hann þegar lagt inn á þennan reikning 20 þúsund króna framlag.

Stefán verður forsvarsmaður söfnunarinnar og vörslumaður fjárins og mun hann svara fyrirspurnum félagsmanna vegna söfnunarinnar. Undirritaður hvetur félagsmenn til að styðja þetta góða framtak.

F.h. stjórnar Í.R.A.,

Jónas Bjarnason, TF3JB,
formaður.

Háskólinn í Reykjavík

Athygli er vakin á að skráning á námskeið Í.R.A. til amatörprófs er opin til 5. febrúar n.k. Námskeiðið hefst þann 12. febrúar n.k. og lýkur með prófi Póst- og fjarskiptastofnunar þann 4. maí. Kennt verður á þriðjudögum og föstudögum kl. 18:30-20:30 í Háskólanum í Reykjavík.

Áhugasamir eru beðnir um að skrá þátttöku á ira (hjá) ira.is Námskeiðsgjald er 14 þúsund krónur fyrir félagsmenn en 19 þúsund krónur fyrir aðra. Inni í því verði fylgja öll námskeiðsgögn. Greiða má gjaldið beint inn á bankareikning Í.R.A. sem er: 0116-26-7783; kennitala: 610174-2809. Beðið er um, að láta fylgja í athugasemdadálki frá hverjum greiðslan er (þ.e. nafn og kennitölu).

Námskeiðgögn verða til afgreiðslu til þeirra sem greitt hafa námskeiðsgjald frá 7. febrúar n.k. í félagsaðstöðu Í.R.A. við Skeljanes eða til sendingar í pósti. Ábyrgðarmaður námskeiðsins fyrir hönd Í.R.A. er Jónas Bjarnason, TF3JB. Tölvupóstfang: jonas (hjá) hag.is / GSM sími: 898-0559.

Stjórn Í.R.A. þakkar forráðamönnum Póst- og fjarskiptastofnunar, forráðamönnum Háskólans í Reykjavík og Prófnefnd Í.R.A. fyrir stuðning og góða aðstoð við undirbúning námskeiðsins.

TF3AM opnaði kvöldið stundvíslega kl. 20:30 með fljúgandi góðum inngangi.

Sérstakur fimmtudagsfundur var haldinn í félagsaðstöðunni við Skeljanes fimmtudaginn 24. janúar. Á dagskrá var annars vegar afhending verðlauna í TF VHF leikunum 2012 og VHF/UHF málefni og fluttu þrír félagsmenn stutt inngangserindi um málaflokkinn; Jón Þóroddur Jónsson, TF3JA; Guðmundur Löve, TF3GL og Benedikt Guðnason, TF3TNT.

Andrés Þórarinsson, TF3AM, varaformaður félagsins, opnaði kvöldið á glæsilegan hátt með fljúgandi góðum inngangi með tilvísan í vetrardagskrá félagsins. Kjartan H. Bjarnason, TF3BJ, gjaldkeri félagsins, tók síðan við fundarstjórn og kynnti TF3GL til skjalanna, sem sýndi glærur og rifjaði upp helstu niðurstöður VHF leikanna 2012. Hann fór þess svo á leit við TF3JB að afhenda viðurkenningaskjöl fyrir fyrstu þrjú verðlaunasætin og var fyrstur kallaður upp Ólafur B. Ólafsson, TF3ML, síðan Guðmundur Löve, TF3GL, sjálfur og loks Óðinn Þór Hallgrímsson, TF2MSN.Viðurkenningarskjölin eru vönduð, listalega vel unnin af TF5B og vel við hæfi.

TF3BJ annaðist fundarstjórn af röggsemi og lipurð á fimmtudagsfundinum.

Þá var komið að erindum og reið TF3JA fyrstur á vaðið og flutti áhugaverða tölu um útbreiðsluna í metrabylgjunni og skyld mál. Næstur talaði TF3TNT og fjallaði einkum um forsendur og grundvöll rekstrar endurvarpsstöðva á VHF. Hann spurði ýmissa spurninga og bað menn t.d. að hugsa um það hvort ástæða sé til að félagssjóður kosti til uppsetningu og rekstur endurvarpanna. TF3GL fjallaði að síðustu um útbreiðsluna frá núverandi endurvörpum svo og um útbreiðslu frá öðrum landsvæðum þar sem til greina kemur að staðsetja varpa. Í framhaldi fóru fram líflegar umræður. Niðurstaða fundarins var í raun, að umfjöllunarefnið sé það víðfemt að nauðsynlegt sé að hittast á ný fyrir lok vetrar og ræða VHF/UHF málin frekar. Menn voru sammála um að hugsa málið frekar til þess tíma. Vel heppnað kvöld. Alls mættu 38 félagar í Skeljanes þetta fimmtudagskvöld.

Stjórn Í.R.A. þakkar þeim TF3AM, TF3BJ, TF3JA, TF3TNT og TF3GL fyrir aðkomu þeirra að fundinum.

Ólafur B. Ólafsson, TF3ML (fyrir miðju), sigraði með yfirburðum í VHF leikunum 2012 og var alls með 445.521 stig. Í öðru sæti varð Guðmundur Löve TF3GL (til vinstri) með 60.491 stig og í þriðja sæti, Óðinn Þór Hallgrímsson, TF3MSN, með 48.672 stig. Jónas Bjarnason, TF3JB, tók við viðurkenningu Óðins Þórs sem ekki var á staðnum. Ljósmynd: Jón Svavarsson TF3LMN.

TF3GL og TF3TNT sýndu m.a. útbreiðslukort og ræddu forsendur rekstrar endurvarpa. Ljósm.: TF3LMN.

Hluti fundarmanna sem sat fundinn í félagsaðstöðunni þann 24. janúar. Ljósmynd: TF3SB.

Guðmundur Sveinsson TF3SG

Stefán Arndal, TF3SA

Næsti viðburður á vetrardagskrá félagsins er stöðutaka í morsi, sem fram fer laugardaginn 2. febrúar n.k. kl. 15:00-17:00 í félagsaðstöðu Í.R.A. við Skeljanes. Þeir Stefán Arndal, TF3SA og Guðmundur Sveinsson, TF3SG, annast viðburðinn.

Félagsmenn geta skráð þátttöku með því að senda töluvpóst á Guðmund. Tölvupóstfang hans er: dn (hjá) hive.is eða haft samband við hann í GSM síma 896-0814. Líkt og áður hefur komið fram, er stöðutakan fyrir alla leyfishafa, þ.e. jafnt fyrir þá sem eru rétt að byrja sem og þá sem lengra eru komnir.

Svipað fyrirkomulag verður og síðast, þ.e. upphitunaræfingar með texta í fimm stafa “grúppum” annarsvegar, og á mæltu máli, hinsvegar. Menn geta valið um að slá textann inn á lyklaborð (tölvu) eða að skrá niður á pappír. Þá er val um að hlusta á sendingarnar í gegnum hátalara eða heyrnartól (og eru menn hvattir til að koma með eigin heyrnartól sem það vilja). Stöðutaka í morsi var síðast haldin þann 13. október s.l. og var mikil ánægja með viðburðinn.

Stjórn Í.R.A. hvetur félagsmenn til að nýta sér þetta tækifæri.

Háskólinn í Reykjavík er staðsettur við Menntaveg í Öskjuhlíðinni skammt frá Reykjavíkurflugvelli.

Námskeið Í.R.A. til amatörprófs hefst þann 12. febrúar n.k. og lýkur með prófi hjá Póst- og fjarskiptastofnun þann 4. maí n.k. Kennt verður á þriðjudögum og föstudögum kl. 18:30-20:30. Kennsla fer fram í Háskólanum í Reykjavík. Próf PFS til amatörleyfis verður haldið á sama stað laugardaginn 4. maí.

Áhugasamir eru beðnir um að staðfesta fyrri skráningar á ira (hjá) ira.is fyrir 5. febrúar n.k. Námskeiðsgjald er 14 þúsund krónur fyrir félagsmenn en 19 þúsund krónur fyrir aðra. Inni í því verði fylgja öll námskeiðsgögn. Greiða má gjaldið beint inn á bankareikning Í.R.A. sem er: 0116-26-7783; kennitala: 610174-2809. Beðið er um, að láta fylgja í athugasemdadálki frá hverjum greiðslan er (þ.e. nafn og kennitölu).

Námskeiðgögn verða til afgreiðslu til þeirra sem greitt hafa námskeiðsgjald frá 7. febrúar n.k. í félagsaðstöðu Í.R.A. við Skeljanes eða til sendingar í pósti. Ábyrgðarmaður námskeiðsins fyrir hönd Í.R.A. er Jónas Bjarnason, TF3JB. Tölvupóstfang: jonas (hjá) hag.is / GSM sími: 898-0559.

Stjórn Í.R.A. þakkar forráðamönnum Póst- og fjarskiptastofnunar, forráðamönnum Háskólans í Reykjavík og Prófnefnd Í.R.A. fyrir ánægjuleg samskipti og góða aðstoð við undirbúning námskeiðsins.

Póst- og fjarskiptastofnunin, PFS hefur nýlega úthlutað eftirtöldum nýjum kallmerkjum:

Kallmerki

Leyfi

Leyfishafi / not

Staðsetning

Skýringar / rétthafi

TF3APE Sérheimild APRS stafvarpi 104 Reykjavík Ari Þ. Jóhannesson TF3ARI
TF3APF Sérheimild APRS stafvarpi 110 Reykjavik Eldra kallmerki TF3RPF; Í.R.A.
TF3APG Sérheimild APRS stafvarpi 101 Reykjavík Eldra kallmerki TF3RPG; Í.R.A.
TF3OZ G-leyfisbréf Óskar Þórðarson 170 Seltjarnarnes Stóðst G-próf þann 28.5.2011
TF3RPI Sérheimild FM endurvarpi 109 Reykjavík 145.075 MHz RX / 145.675 TX; TF3ARI
TF3Z G-leyfisbréf Sameiginleg stöð 221 Hafnarfjörður Sigurður R. Jakobsson TF3CW o.fl.

Stjórn Í.R.A. óskar hlutaðeigandi til hamingju með ný kallmerki.

___________

Kallmerki radíóamatöra

Kallmerkið er einkenni hverrar amatörstöðvar. Engar tvær stöðvar radíóamatöra í heiminum hafa sama kallmerki og er því sérhvert kallmerki einstakt. Öll íslensk kallmerki radíóamatöra byrja á TF sem er alþjóðlegt forskeyti fyrir Ísland samkvæmt úthlutun Alþjóða fjarskiptastofnunarinnar, ITU. Sem dæmi um forskeyti kallmerkja radíóamatöra í öðrum löndum, má nefna í OZ í Danmörku, LA í Noregi og LU í Argentínu.

Íslensk kallmerki eru yfirleitt á bilinu 4-6 stafir að lengd. Þau eru samsett af forskeyti og síðan 1-3 persónubundnum bókstöfum (ath. að stafurinn N bætist aftan við tveggja bókstafa viðskeyti þegar um N-leyfi er að ræða). Landið skiptist í 10 kallsvæði, frá 0-9. Algengasti tölustafur í forskeytum íslenskra kallmerkja er tölustafurinn 3 (höfuðborgarsvæðið) annarsvegar, og tölustafurinn 8 (Suðurnes) hinsvegar. Þannig hafa flest íslensk kallmerki radíóamatöra forskeytin TF3 og TF8.

Uppbygging kallmerkja. Dæmi: TF3IRA. Forskeytið í kallmerkinu TF stendur fyrir Ísland. Tölustafurinn 3 (sem er hluti forskeytisins) hefur landfræðilega tilvísan og merkir að stöðin hafi lögheimili á höfuðborgarsvæðinu. Viðskeytið IRA stendur fyrir Íslenskir radíóamatörar. Í sumum þjóðlöndum hefur tölustafur/tölustafir í forskeyti kallmerkis ekki landfræðilega skírskotun; þau lönd eru þó í minnihluta í heiminum.

Við Jökulsárlón þann 7. janúar s.l. á leið til Seyðisfjarðar. Jón Ágúst, TF3ZA, er annar frá hægri.

Jón Ágúst Erlingsson, TF3ZA og 15 manna ferðahópurinn sem lét úr höfn frá Seyðisfirði með ferjunni Norröna þann 9. janúar s.l., er nú kominn til Marokkó í Afríku, eftir akstur í gegnum Evrópu og ferjusiglingu frá Spáni. Þar með má segja að hið eiginlega sex mánaða bifreiðaferðalag hópsins um Afríkulönd sé hafið en takmarkið er að enda ferðina í Cape Town í S-Afríku í lok júnímánaðar.

Áður hefur komið fram, að Jón Ágúst hefur fengið útgefin leyfisbréf í þessum DXCC löndum: CN, 5T, 6W, 3X, TU, 9G, 5V, TY, 5N, TJ, TR, TN, 9Q, 9J, Z2, A2 og ZS. Það gæti því verið, að CN/TFF3ZA fari að heyrast á böndunum hvað og hverju. Mönnum er bent á að fylgjast með á þyrpingu (e. cluster). Upplýsingar um tíðnir eru gefnar á heimasíðu ferðarinnar (sjá neðar).

Heimasíða ferðarinnar: http://www.dxacrossafrica.com/about/

Jón Ágúst Erlingsson, TF3ZA.