Skilafrestur efnis í janúarhefti félagsblaðsins okkar, CQ TF, 1. tbl. 2013 er nk. sunnudag, 30. desember. Félagsmenn eru hvattir til að leggja til efni, annaðhvort með því að skrifa sjálfir, senda ritstjóra línu eða slá á þráðinn. Hér eru dæmi um nokkur atriði sem áhugavert væri að heyra um frá félögum okkar…
Áhugavert samband í loftinu nýlega?
Athyglisverð vefsíða, góð tímaritsgrein eða góð bók sem tengist amatör radíói?
Uppháhaldstækið í “sjakknum”? Radíótæki, mælitæki, verkfæri, eitthvað ómissandi?
Radíótækin, loftnet og bíllinn fyrir sumarið og ferðalög um landið.
Starfið í félaginu okkar, þjónusta við félagsmenn – hvað er gott og hvað má bæta?
Myndir, myndir, myndir,… lífga alltaf upp á blaðið.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2012-12-23 22:14:222017-07-19 22:14:51Skilafrestur í CQ TF er sunnudagur 30. desember
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2012-12-21 22:13:512017-07-19 22:14:15Jóla- og nýárskveðjur.
Fyrirhugað er að haldið verði námskeið til amatörprófs eftir áramót á vegum Í.R.A.
Fyrirhugað er að Í.R.A. bjóði upp á námskeiðið til amatörprófs, sem standi yfir frá febrúar til apríl n.k. og ljúki með prófi Póst- og fjarskiptastofnunar laugardaginn 4. maí 2013.
Námskeiðið verður kvöldnámskeið og verður kennt tvö kvöld í viku, 2 kennslustundir
í senn. Það verður opið öllum og ekki eru gerðar kröfur um sérstaka menntun eða
undirbúning. Tekið skal fram, að stjórnvöld gera ekki lengur kröfur um morskunnáttu
þannig að morskennsla er ekki hluti af námskeiðinu.
Áhugasamir eru beðnir um að skrá nafn sitt og tölvupóstfang á “ira hjá ira.is”. Ath.
að skráningu fylgir engin skuldbinding, en veitir félaginu mikilvægar upplýsingar um
fyrirhugaðan fjölda nemenda. Fyrirspurnum má beina á sama töluvpóstfang.
Skráning verður opin til og með 28. desember n.k. Félagið setur þann fyrirvara,
að lágmarksþátttaka fáist. Námskeiðsgjald verður 14 þúsund krónur fyrir félagsmenn
en 19 þúsund krónur fyrir aðra. Inni í þessu verði eru öll námsgögn.
Gjaldkeri minnir á að eindagi félagsgjalda var þann 1. september s.l. og brátt er árið á enda. Innheimt er samkvæmt tvennskonar félagsaðild, þ.e. fyrir félagsmenn á aldrinum 16-66 ára og fyrir félagsmenn á aldrinum 67 ára og eldri, maka félagsmanna og yngra fólk en 16 ára. Fyrrnefndi hópurinn greiðir fullt gjald, 6000 krónur og síðarnefndi hópurinn hálft gjald, 3000 krónur.
Félagsmenn sem ekki hafa fengið erindi um greiðslu félagsgjalds, vilja fá heimild til að skipta greiðslu eða eiga annað erindi við gjaldkera vegna innheimtunnar, eru beðnir að snúa sér til undirritaðs.
73,
Kjartan H. Bjarnason, TF3BJ,
gjaldkeri Í.R.A.
kjartan(hjá)skyggnir.is
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2012-12-19 22:12:172017-07-19 22:12:54Orðsending frá gjaldkera.
Athygli leyfishafa er vakin á því að sækja þarf sérstaklega um heimild(ir) til notkunar á eftirtöldum tíðnisviðum sem eru til tímabundinnar úthlutunar, ýmist á árinu 2013 eða á árunum 2013-2014. Leyfishöfum sem hafa heimildir Póst- og fjarskiptastofnunar til að vinna í einhverju eða öllum þessara tíðnisviða (sem renna út þann 31. desemeber n.k.) er góðfúslega bent á, að PFS fer þess á leit að leyfishafar sendi inn nýjar umsóknir fyrir þessi tíðnisvið fyrir ofangreind tímabil. Umrædd tíðnisvið eru:
1850-1900 kHz (á 160 metrum) í tilgreindum alþjóðlegum keppnum. Heimild dags. 9.11.12 gildir fyrir almanaksárið 2013.
5260-5410 kHz (á 60 metrum). Heimild dags. 13.11.12 gildir fyrir almanaksárin 2013 og 2014.
70.000-70.200 MHz (á 4 metrum). Heimild dags. 14.11.12 gildir fyrir almanaksárin 2013 og 2014.
Bent er á, að senda má umsóknir í tölvupósti á póstföngin hrh(hjá)pfs.is eða pfs(hjá)pfs.is Sækja má um heimild til notkunar á einu eða á öllum ofangreindum tíðnisviðum í sama tölvupósti. Leyfishöfum er jafnframt bent á, að kynna sér skilyrði stofnunarinnar fyrir leyfisveitingum; sbr. tilgreindar vefslóðir neðar á síðunni.
Frá vinstri (fyrir enda kennslustofunnar): TF3KX (prófnefnd), TF3DX (formaður prófnefndar), TF8SM (prófnefnd), TF3GW (leiðbeinandi á námskeiðinu) og TF3HR (skólastjóri námskeiðsins). Á myndinni má sjá þegar úrlausnum var dreift til nemenda eftir prófið. Ljósmynd: TF2JB.
Stjórn Í.R.A. samþykkti nýlega á fundi sínum, að félagið bjóði á næstunni upp á námskeið til undirbúnings amatörprófs. Fyrirhugað er að námskeiðið standi yfir um 10 vikna skeið, frá febrúar til apríl n.k. og ljúki með prófi Póst- og fjarskiptastofnunar laugardaginn 4. maí 2013.
Námskeiðið verður kvöldnámskeið og verður kennt tvö kvöld í viku, 2 kennslustundir í senn. Það verður opið öllum og ekki eru gerðar kröfur um sérstaka menntun eða undirbúning. Tekið skal fram, að stjórnvöld gera ekki lengur kröfur um morskunnáttu þannig að morskennsla er ekki hluti af námskeiðinu.
Áhugasamir eru beðnir um að skrá nafn sitt og tölvupóstfang á “ira hjá ira.is”. Ath. að skráningu fylgir engin skuldbinding, en veitir félaginu mikilvægar upplýsingar um fyrirhugaðan fjölda nemenda. Fyrirspurnum má beina á sama töluvpóstfang. Námskeiðsgjald verður 14 þúsund krónur fyrir félagsmenn Í.R.A., en 19 þúsund krónur fyrir aðra. Inni í þessu verði eru öll námsgögn.
Skráning verður opin til og með 28. desember n.k. Félagið setur þann fyrirvara um námskeiðshald, að lágmarksþátttaka fáist.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2012-12-12 22:09:582017-07-19 22:11:02Skráning opin til 28. desember n.k.
Síðasti viðburður á yfirstandandi vetrardagskrá er jólakaffi Í.R.A. sem haldið verður í félagsaðstöðunni í Skeljanesi fimmtudaginn 13. desember næstkomandi. Húsið verður opnað kl. 20:00 að venju.
Þetta verður jafnframt síðasta opnun félagsaðstöðunnar á þessu ári en hún verður næst opin fimmtudaginn 3. janúar 2013.
Stjórn Í.R.A. hvetur félagsmenn til að mæta tímanlega.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2012-12-11 22:09:202017-07-19 22:09:52Jólakaffi Í.R.A. verður á fimmtudag
Kjartan H. Bjarnason TF3BJ stýrði umræðum um PIC smáörgjörva þann 9. desember í Skeljanesi.
Kjartan H. Bjarnason, TF3BJ, stýrði umræðum á 4. sunnudagsopnun á yfirstandandi vetrardagskrá félagsins í Skeljanesi, þann 9. desember. Hann flutti fyrst u.þ.b. 40 mín. inngang um PIC örgjörva með PowerPoint glærum til skýringar. Í framhaldi fóru fram skemmtilegar umræður, en Kjartan hafði komið með margskonar PIC „konstrúksjónir” úr eigin safni, sem gengu á milli manna til skoðunar; auk þess sem aðrir félagsmenn komu með eigin smíðar til að sýna öðrum. Umræðum lauk á settum tíma, upp úr hádegi. Alls mættu 11 félagar í Skeljanes þennan veðurmilda sunnudagsmorgun.
Stjórn Í.R.A. þakkar Kjartani H. Bjarnasyni, TF3BJ, fyrir fróðlegan og vel heppnaðan viðburð. Þakkir einnig til TF3JB og TF3SB fyrir ljósmyndirnar.
Hressir á sunnudagsmorgni í Skeljanesi. Frá vinstri: Sigurbjörn Þór Bjarnason TF3SB, Brynjólfur Jónsson TF5B, Mathías Hagvaag TF3-Ø35 og Örnólfur Hall TF3AH.
Í fremri hluta salarins voru menn líka hressir. Sigurður Óskar Óskarsson TF2WIN, Vilhjálmur Ívar Sigurjónsson TF3VS, Guðmundur Sveinsson TF3SG og Jón Þóroddur Jónsson TF3JB.
Umræður í kaffihléi. Frá vinstri: Kjartan H. Bjarnason TF3BJ, Vilhjálmur Ívar Sigurjónsson TF3VS og Haraldur Þórðarson TF3HP.
Áramótaútsending korta frá TF Í.R.A. QSL Bureau, kortastofu, fer að þessu sinni fram mánudaginn 14. janúar 2013. Áramótaútsending er í raun, þegar nánast öll kort sem safnast hafa upp hjá stofunni, (t.d. til smærri staða) eru “hreinsuð upp” og póstlögð til systurstofa kortastofunnar innan landsfélaga radíóamatöra um heiminn.
Síðasti skiladagur vegna áramótaútsendingar 2012/2013 er fimmtudagskvöldið 3. janúar 2013. Þau kort sem berast í QSL kassann í Skeljanesi það kvöld, verða örugg um að komast í flokkun og til útsendingar í janúar.
Kristján Benediktsson TF3KB flutti fróðlegt erindi um bandplön á amatörböndum þann 6. desember.
Kristján Benediktsson, TF3KB, flutti fimmtudagserindið í félagsaðstöðunni í Skeljanesi 6. desember
s.l. Erindið fjallaði um Endurbætt HF bandplan fyrir IARU Svæði 1.Kristján útskýrði fyrst þörfina fyrir skipulag af þessu tagi, þ.e. niðurskiptingu tíðnisviðanna eftir mismunandi tegund útgeislunar og notkun. Hann skýrði einnig vel alþjóðastarfið að baki setningar leiðbeinandi reglna af þessu tagi og fór yfir bandplönin fyrir amatörböndin frá 136 kHz til 30 MHz og skýrði helstu breytingar sem gerðar voru á ráðstefnu í IARU Svæði 1 í ágúst 2011. Erindið var mjög fróðlegt og vel flutt og spurðu félagsmenn margra spurninga.
Félagi okkar, Guðmundur Ingi Hjálmtýsson, TF3IG, sá fundarmönnum fyrir veislukaffi í tilefni 70 ára afmælis síns. Alls mættu tæplega 30 félagsmenn í Skeljanes að þessu sinni.
Stjórn Í.R.A. þakkar Kristjáni Benediktssyni, TF3KB, fyrir vel heppnað og áhugavert erindi og Guðmund Inga Hjálmtýssyni, TF3IG, fyrir veislukaffið og óskar honum og fjölskyldu hans innilega til hamingju með stórafmælið þann 13. desember n.k. Þá er Jóni Svavarssyni, TF3LMN og Sigurbirni Þór Bjarnasyni, TF3SB, þakkað fyrir fyrir meðfylgjandi myndir.
Frá vinstri: Carl J. Lilliendahl TF3KJ, Gunnar Svanur Hjálmarsson TF3FIN, Sigurður Óskar Óskarsson TF2WIN, Mathías Hagvaag TF3-Ø35, Kjartan H. Bjarnason TF3BJ, Heimir Konráðsson TF1EIN, Sigurbjörn Þór Bjarnason TF3SB og Baldvin Þórarinsson TF3-Ø33.
Frá vinstri: Höskuldur Elíasson TF3RF, Vilhjálmur Ívar Sigurjónsson TF3VS, Vilhjálmur Þór Kjartansson TF3DX, Ársæll Óskarsson TF3AO, Guðmundur Ingi Hjálmtýsson TF3IG (afmælisbarn), Jón Þóroddur Jónsson TF3JA og Brynjólfur Jónsson TF5B.
Jón Gunnar Harðarson TF3PPN, G. Svanur Hjálmarsson TF3FIN og Sigurður Ó. Óskarsson TF2WIN.
Glaðst yfir góðum veitingum. Frá vinstri: Ársæll Óskarsson TF3AO, Vilhjálmur Ívar Sigurjónsson TF3VS, Höskuldur Elíasson TF3RF og Sigurbjörn Þór Bjarnason TF3SB.
Myndin er aðeins af hluta þess viðurgernings sem í boði var með kaffinu í tilefni stórafmælis TF3IG.
Kjartan H. Bjarnason TF3BJ leiðir umræður á sunnudagsopnun þann 9. desember. Ljósm.: TF3LMN.
Kjartan H. Bjarnason, TF3BJ, leiðir umræður á 4. sunnudagsopnun vetrarins á yfirstandandi vetrardagskrá, sunnudaginn 9. desember n.k. Umfjöllunarefnið í sófaumræðum er PIC smáörgjörvarásir. Húsið verður opnað kl. 10 árdegis og er miðað við að dagskrá verði tæmd á hádegi.
Stjórn Í.R.A. hvetur félagsmenn til að mæta tímanlega. Kaffiveitingar.
________
Fyrirkomulag umræðna í sunnudagsopnunum er hugsað sem afslappuð, þ.e. þar sem menn sitja með kaffibolla í stóra sófasettinu á messutíma og ræða amatör radíó. Tiltekinn leyfishafi sem hefur staðgóða þekkingu á viðkomandi umræðuefni, nú PIC smáörgjörvarásum, leiðir umræðuna og svarar spurningum
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2012-12-07 22:02:262017-07-19 22:03:20TF3BJ verður á 4. sunnudagsopnun vetrarins
CQ TF, 4. tbl. 2012 er komið út og hefur verið sent til allra félagsmanna í tölvupósti. Þetta hefti
er nokkru síðar á ferðinni en til stóð. Sæmundur, TF3UA, hljóp hins vegar undir bagga og kom
blaðinu endanlega saman og kann ég honum kærar þakkir, ásamt Vilhjálmi Ívari, TF3VS og
formanni vorum, Jónasi, TF3JB. Njótið lestrarins og hátíðanna sem fara í hönd. 73 – Kiddi, TF3KX.
CQ TF er að þessu sinni 42 blaðsíður að stærð. Meðal efnis:
Ritstjóra- og aðstoðarmannsspjall eftir Sæmund E. Þorsteinsson TF3UA.
Frá formanni eftir Jónas Bjarnason TF3JB.
TF VHF leikar 2012 eftir Guðmund Löve TF3GL.
TF útileikar 2012 eftir Bjarna Sverrisson TF3GB.
Alþjóðlega vita- og vitaskipahelgin 2012 eftir Jónas Bjarnason TF3JB.
SYLRA ferð til Porvoo í Finnlandi 2011 eftir Önnu Henriksdóttur TF3VB og Völu Dröfn Hauksdóttur TF3VD.
Kaup á nýrri HF amatörstöð veturinn 2012 eftir Jónas Bjarnason TF3JB.
Fundargerðir stjórnarfunda eftir Sæmund E. Þorsteinsson TF3UA.
Keppnisdagatal radíóamatöra nóvember 2012 – febrúar 2013eftir Sæmund E. Þorsteinsson TF3UA.
Vetrardagskrá 2012/2013 eftir Andrés Þórarinsson TF3AM.
Blaðið verður bráðlega sett inn á vefsvæði CQ TF á heimasíðu félagsins.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2012-12-07 22:01:432017-07-19 22:02:19CQ TF desemberblað er komið út
Skilafrestur í CQ TF er sunnudagur 30. desember
Skilafrestur efnis í janúarhefti félagsblaðsins okkar, CQ TF, 1. tbl. 2013 er nk. sunnudag, 30. desember. Félagsmenn eru hvattir til að leggja til efni, annaðhvort með því að skrifa sjálfir, senda ritstjóra línu eða slá á þráðinn. Hér eru dæmi um nokkur atriði sem áhugavert væri að heyra um frá félögum okkar…
73 – Kiddi, TF3KX – ritstjóri CQ TF. Netfang: cqtf@ira.is
Jóla- og nýárskveðjur.
Stjórn Í.R.A. óskar félagsmönnum og fjölskyldum þeirra gleðilegrar
jólahátíðar og farsældar á nýju ári.
Félagsaðstaðan í Skeljanesi verður næst opin fimmtudaginn 3. janúar
2013.
Skráningu lýkur föstudaginn 28. desember
Fyrirhugað er að haldið verði námskeið til amatörprófs eftir áramót á vegum Í.R.A.
Fyrirhugað er að Í.R.A. bjóði upp á námskeiðið til amatörprófs, sem standi yfir frá
febrúar til apríl n.k. og ljúki með prófi Póst- og fjarskiptastofnunar laugardaginn 4.
maí 2013.
Námskeiðið verður kvöldnámskeið og verður kennt tvö kvöld í viku, 2 kennslustundir
í senn. Það verður opið öllum og ekki eru gerðar kröfur um sérstaka menntun eða
undirbúning. Tekið skal fram, að stjórnvöld gera ekki lengur kröfur um morskunnáttu
þannig að morskennsla er ekki hluti af námskeiðinu.
Áhugasamir eru beðnir um að skrá nafn sitt og tölvupóstfang á “ira hjá ira.is”. Ath.
að skráningu fylgir engin skuldbinding, en veitir félaginu mikilvægar upplýsingar um
fyrirhugaðan fjölda nemenda. Fyrirspurnum má beina á sama töluvpóstfang.
Skráning verður opin til og með 28. desember n.k. Félagið setur þann fyrirvara,
að lágmarksþátttaka fáist. Námskeiðsgjald verður 14 þúsund krónur fyrir félagsmenn
en 19 þúsund krónur fyrir aðra. Inni í þessu verði eru öll námsgögn.
Orðsending frá gjaldkera.
Gjaldkeri minnir á að eindagi félagsgjalda var þann 1. september s.l. og brátt er árið á enda. Innheimt er samkvæmt tvennskonar félagsaðild, þ.e. fyrir félagsmenn á aldrinum 16-66 ára og fyrir félagsmenn á aldrinum 67 ára og eldri, maka félagsmanna og yngra fólk en 16 ára. Fyrrnefndi hópurinn greiðir fullt gjald, 6000 krónur og síðarnefndi hópurinn hálft gjald, 3000 krónur.
Félagsmenn sem ekki hafa fengið erindi um greiðslu félagsgjalds, vilja fá heimild til að skipta greiðslu eða eiga annað erindi við gjaldkera vegna innheimtunnar, eru beðnir að snúa sér til undirritaðs.
73,
Kjartan H. Bjarnason, TF3BJ,
gjaldkeri Í.R.A.
kjartan(hjá)skyggnir.is
Endurnýjun tímabundinna sérheimilda
Athygli leyfishafa er vakin á því að sækja þarf sérstaklega um heimild(ir) til notkunar á eftirtöldum tíðnisviðum sem eru til tímabundinnar úthlutunar, ýmist á árinu 2013 eða á árunum 2013-2014. Leyfishöfum sem hafa heimildir Póst- og fjarskiptastofnunar til að vinna í einhverju eða öllum þessara tíðnisviða (sem renna út þann 31. desemeber n.k.) er góðfúslega bent á, að PFS fer þess á leit að leyfishafar sendi inn nýjar umsóknir fyrir þessi tíðnisvið fyrir ofangreind tímabil. Umrædd tíðnisvið eru:
Bent er á, að senda má umsóknir í tölvupósti á póstföngin hrh(hjá)pfs.is eða pfs(hjá)pfs.is Sækja má um heimild til notkunar á einu eða á öllum ofangreindum tíðnisviðum í sama tölvupósti. Leyfishöfum er jafnframt bent á, að kynna sér skilyrði stofnunarinnar fyrir leyfisveitingum; sbr. tilgreindar vefslóðir neðar á síðunni.
F.h. stjórnar Í.R.A.,
Jónas Bjarnason, TF3JB,
formaður.
Skráning opin til 28. desember n.k.
Frá vinstri (fyrir enda kennslustofunnar): TF3KX (prófnefnd), TF3DX (formaður prófnefndar), TF8SM (prófnefnd), TF3GW (leiðbeinandi á námskeiðinu) og TF3HR (skólastjóri námskeiðsins). Á myndinni má sjá þegar úrlausnum var dreift til nemenda eftir prófið. Ljósmynd: TF2JB.
Stjórn Í.R.A. samþykkti nýlega á fundi sínum, að félagið bjóði á næstunni upp á námskeið til undirbúnings amatörprófs. Fyrirhugað er að námskeiðið standi yfir um 10 vikna skeið, frá febrúar til apríl n.k. og ljúki með prófi Póst- og fjarskiptastofnunar laugardaginn 4. maí 2013.
Námskeiðið verður kvöldnámskeið og verður kennt tvö kvöld í viku, 2 kennslustundir í senn. Það verður opið öllum og ekki eru gerðar kröfur um sérstaka menntun eða undirbúning. Tekið skal fram, að stjórnvöld gera ekki lengur kröfur um morskunnáttu þannig að morskennsla er ekki hluti af námskeiðinu.
Áhugasamir eru beðnir um að skrá nafn sitt og tölvupóstfang á “ira hjá ira.is”. Ath. að skráningu fylgir engin skuldbinding, en veitir félaginu mikilvægar upplýsingar um fyrirhugaðan fjölda nemenda. Fyrirspurnum má beina á sama töluvpóstfang. Námskeiðsgjald verður 14 þúsund krónur fyrir félagsmenn Í.R.A., en 19 þúsund krónur fyrir aðra. Inni í þessu verði eru öll námsgögn.
Skráning verður opin til og með 28. desember n.k. Félagið setur þann fyrirvara um námskeiðshald, að lágmarksþátttaka fáist.
Jólakaffi Í.R.A. verður á fimmtudag
Síðasti viðburður á yfirstandandi vetrardagskrá er jólakaffi Í.R.A. sem haldið verður í félagsaðstöðunni í Skeljanesi fimmtudaginn 13. desember næstkomandi. Húsið verður opnað kl. 20:00 að venju.
Þetta verður jafnframt síðasta opnun félagsaðstöðunnar á þessu ári en hún verður næst opin fimmtudaginn 3. janúar 2013.
Stjórn Í.R.A. hvetur félagsmenn til að mæta tímanlega.
Skemmtilegur sunnudagur í Skeljanesi
Kjartan H. Bjarnason TF3BJ stýrði umræðum um PIC smáörgjörva þann 9. desember í Skeljanesi.
Kjartan H. Bjarnason, TF3BJ, stýrði umræðum á 4. sunnudagsopnun á yfirstandandi vetrardagskrá félagsins í Skeljanesi, þann 9. desember. Hann flutti fyrst u.þ.b. 40 mín. inngang um PIC örgjörva með PowerPoint glærum til skýringar. Í framhaldi fóru fram skemmtilegar umræður, en Kjartan hafði komið með margskonar PIC „konstrúksjónir” úr eigin safni, sem gengu á milli manna til skoðunar; auk þess sem aðrir félagsmenn komu með eigin smíðar til að sýna öðrum. Umræðum lauk á settum tíma, upp úr hádegi. Alls mættu 11 félagar í Skeljanes þennan veðurmilda sunnudagsmorgun.
Stjórn Í.R.A. þakkar Kjartani H. Bjarnasyni, TF3BJ, fyrir fróðlegan og vel heppnaðan viðburð. Þakkir einnig til TF3JB og TF3SB fyrir ljósmyndirnar.
Hressir á sunnudagsmorgni í Skeljanesi. Frá vinstri: Sigurbjörn Þór Bjarnason TF3SB, Brynjólfur Jónsson TF5B, Mathías Hagvaag TF3-Ø35 og Örnólfur Hall TF3AH.
Í fremri hluta salarins voru menn líka hressir. Sigurður Óskar Óskarsson TF2WIN, Vilhjálmur Ívar Sigurjónsson TF3VS, Guðmundur Sveinsson TF3SG og Jón Þóroddur Jónsson TF3JB.
Umræður í kaffihléi. Frá vinstri: Kjartan H. Bjarnason TF3BJ, Vilhjálmur Ívar Sigurjónsson TF3VS og Haraldur Þórðarson TF3HP.
Áramótahreinsun hjá kortastofu Í.R.A.
Áramótaútsending korta frá TF Í.R.A. QSL Bureau, kortastofu, fer að þessu sinni fram mánudaginn 14. janúar 2013. Áramótaútsending er í raun, þegar nánast öll kort sem safnast hafa upp hjá stofunni, (t.d. til smærri staða) eru “hreinsuð upp” og póstlögð til systurstofa kortastofunnar innan landsfélaga radíóamatöra um heiminn.
Síðasti skiladagur vegna áramótaútsendingar 2012/2013 er fimmtudagskvöldið 3. janúar 2013. Þau kort sem berast í QSL kassann í Skeljanesi það kvöld, verða örugg um að komast í flokkun og til útsendingar í janúar.
Reykjavík 9. desember 2012,
Mathías Hagvaag, TF3-Ø35, QSL stjóri Í.R.A.
Vel heppnað fimmtudagserindi hjá TF3KB
Kristján Benediktsson TF3KB flutti fróðlegt erindi um bandplön á amatörböndum þann 6. desember.
Kristján Benediktsson, TF3KB, flutti fimmtudagserindið í félagsaðstöðunni í Skeljanesi 6. desember
s.l. Erindið fjallaði um Endurbætt HF bandplan fyrir IARU Svæði 1.Kristján útskýrði fyrst þörfina fyrir skipulag af þessu tagi, þ.e. niðurskiptingu tíðnisviðanna eftir mismunandi tegund útgeislunar og notkun. Hann skýrði einnig vel alþjóðastarfið að baki setningar leiðbeinandi reglna af þessu tagi og fór yfir bandplönin fyrir amatörböndin frá 136 kHz til 30 MHz og skýrði helstu breytingar sem gerðar voru á ráðstefnu í IARU Svæði 1 í ágúst 2011. Erindið var mjög fróðlegt og vel flutt og spurðu félagsmenn margra spurninga.
Félagi okkar, Guðmundur Ingi Hjálmtýsson, TF3IG, sá fundarmönnum fyrir veislukaffi í tilefni 70 ára afmælis síns. Alls mættu tæplega 30 félagsmenn í Skeljanes að þessu sinni.
Stjórn Í.R.A. þakkar Kristjáni Benediktssyni, TF3KB, fyrir vel heppnað og áhugavert erindi og Guðmund Inga Hjálmtýssyni, TF3IG, fyrir veislukaffið og óskar honum og fjölskyldu hans innilega til hamingju með stórafmælið þann 13. desember n.k. Þá er Jóni Svavarssyni, TF3LMN og Sigurbirni Þór Bjarnasyni, TF3SB, þakkað fyrir fyrir meðfylgjandi myndir.
Frá vinstri: Carl J. Lilliendahl TF3KJ, Gunnar Svanur Hjálmarsson TF3FIN, Sigurður Óskar Óskarsson TF2WIN, Mathías Hagvaag TF3-Ø35, Kjartan H. Bjarnason TF3BJ, Heimir Konráðsson TF1EIN, Sigurbjörn Þór Bjarnason TF3SB og Baldvin Þórarinsson TF3-Ø33.
Frá vinstri: Höskuldur Elíasson TF3RF, Vilhjálmur Ívar Sigurjónsson TF3VS, Vilhjálmur Þór Kjartansson TF3DX, Ársæll Óskarsson TF3AO, Guðmundur Ingi Hjálmtýsson TF3IG (afmælisbarn), Jón Þóroddur Jónsson TF3JA og Brynjólfur Jónsson TF5B.
Jón Gunnar Harðarson TF3PPN, G. Svanur Hjálmarsson TF3FIN og Sigurður Ó. Óskarsson TF2WIN.
Glaðst yfir góðum veitingum. Frá vinstri: Ársæll Óskarsson TF3AO, Vilhjálmur Ívar Sigurjónsson TF3VS, Höskuldur Elíasson TF3RF og Sigurbjörn Þór Bjarnason TF3SB.
Myndin er aðeins af hluta þess viðurgernings sem í boði var með kaffinu í tilefni stórafmælis TF3IG.
TF3BJ verður á 4. sunnudagsopnun vetrarins
Kjartan H. Bjarnason TF3BJ leiðir umræður á sunnudagsopnun þann 9. desember. Ljósm.: TF3LMN.
Kjartan H. Bjarnason, TF3BJ, leiðir umræður á 4. sunnudagsopnun vetrarins á yfirstandandi vetrardagskrá, sunnudaginn 9. desember n.k. Umfjöllunarefnið í sófaumræðum er PIC smáörgjörvarásir. Húsið verður opnað kl. 10 árdegis og er miðað við að dagskrá verði tæmd á hádegi.
Stjórn Í.R.A. hvetur félagsmenn til að mæta tímanlega. Kaffiveitingar.
________
Fyrirkomulag umræðna í sunnudagsopnunum er hugsað sem afslappuð, þ.e. þar sem menn sitja með kaffibolla í stóra sófasettinu á messutíma og ræða amatör radíó. Tiltekinn leyfishafi sem hefur staðgóða þekkingu á viðkomandi umræðuefni, nú PIC smáörgjörvarásum, leiðir umræðuna og svarar spurningum
CQ TF desemberblað er komið út
CQ TF, 4. tbl. 2012 er komið út og hefur verið sent til allra félagsmanna í tölvupósti. Þetta hefti
er nokkru síðar á ferðinni en til stóð. Sæmundur, TF3UA, hljóp hins vegar undir bagga og kom
blaðinu endanlega saman og kann ég honum kærar þakkir, ásamt Vilhjálmi Ívari, TF3VS og
formanni vorum, Jónasi, TF3JB. Njótið lestrarins og hátíðanna sem fara í hönd. 73 – Kiddi, TF3KX.
CQ TF er að þessu sinni 42 blaðsíður að stærð. Meðal efnis:
Blaðið verður bráðlega sett inn á vefsvæði CQ TF á heimasíðu félagsins.