Sigurður R. Jakobsson TF3CW í fjarskiptaherbergi TF3IRA í október s.l. Ljósmynd: TF3LMN.
Alls skiluðu fimm íslenskar stöðvar gögnum til keppnisnefndar CQ tímaritsins vegna þátttöku í morshluta CQ World-Wide DX keppninnar sem haldin var helgina 24.-25. nóvember s.l. Bráðabirgðaniðurstöður (e. claimed scores) hafa nú verið birtar á heimasíðu keppnisnefndar. Samkvæmt þeim, náði Sigurður R. Jakobsson, TF2CW, 2. sætinu yfir Evrópu (silfurverðlaunum) og 4. sæti yfir heiminn. Sigurður keppti á 14 MHz í einmenningsflokki, háafli, aðstoð. Þetta er glæsilegur árangur miðað við afar óhagstæð skilyrði framan af fyrri keppnisdeginum og staðfestir enn einu sinni, að Sigurður er í hópi bestu keppnismanna í heimi.
Aðrar stöðvar reyndust vera með ágætan árangur. Þar má nefna TF4X sem náði 14. sæti yfir Evrópu og 35. sæti yfir heiminn í sínum keppnisflokki og TF3SG sem náði 29. sæti yfir Evrópu og 25. sæti yfir heiminn í sínum keppnisflokki. Sjá nánar í meðfylgjandi töflu.
Stjórn Í.R.A. óskar Sigurði R. Jakobssyni, TF3CW, innilega til hamingju með þennan glæsilega árangur svo og öðrum þátttakendum með þeirra niðurstöður.
Keppnisflokkur
Kallmerki
Yfir heiminn
Yfir Evrópu
Heildarstig
Einmenningsflokkur, 20 metrar, háafl, aðstoð
TF3CW
4. sæti
2. sæti
1,114,920
Einmenningsflokkur, 80 metrar, háafl, aðstoð
TF3SG
35. sæti
29. sæti
44,304
Einmenningsflokkur, öll bönd, lágafl
TF3DX/M
580. sæti
337. sæti
135,036
Einmenningsflokkur, öll bönd, lágafl, aðstoð
TF3VS
520. sæti
260. sæti
34,668
Fleirmenningsflokkur, öll bönd, háafl, aðstoð
TF4X*
35. sæti
14. sæti
9,436,500
*TF4X op’s: G3SWH N3ZZ TF3DC TF3Y UA3AB WA6O.
Hægt er að skoða bráðabirgðaniðurstöður (e. claimed scores) í einstökum keppnisflokkum á heimasíðu keppnisnefndar CQ tímaritsins á þessari vefslóð: http://www.cqww.com/claimed.htm?mode=cw
Almenn ánægja ríkir meðal félagsmanna Í.R.A. með umfjöllun RÚV í innslagi um starfsemi radíóamatöra sem sýnt var í frétta- og þjóðlífsþættinum Landanum, sem sýndur var sunnudaginn 2. desember s.l.
Stjórn Í.R.A. þakkar þeim Leifi Haukssyni og Einari Rafnssynistarfsmönnum RÚV fyrir framúrskarandi vel unnið verkefni og fagleg vinnubrögð.
Kristján Benediktsson, TF3KB, verður með næsta erindi á vetrardagskrá félagsins. Það verður haldið fimmtudaginn 6. desember n.k. í félagsaðstöðunnni við Skeljanes undir yfirskiftinni Endurbætt bandplan fyrir IARU Svæði 1.
Tíðniheimildir radíóamatöra eru settar fram í reglugerðum í sérhverju aðildarlanda ITU, þ.m.t. hér á landi og eru að miklu leyti samræmdar um allan heim. Ísland er hluti af IARU Svæði 1 og á ráðstefnum landsfélaga á svæðinu sem haldnar eru þriðja hvert ár, eru ríkjandi bandplön m.a. til umfjöllunar. Á ráðstefnu Svæðis 1 (haustið 2011) var samþykkt uppfærsla á planinu og mun Kristján m.a. kynna þær breytingar.
Erindið hefst stundvíslega kl. 20:30 og hvetur stjórn Í.R.A. félagsmenn til að mæta tímanlega. Kaffiveitingar.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2012-12-02 21:56:542017-07-19 21:57:47TF3KB verður með fimmtudagserindið
RÚV menn við upptöku í fjarskiptaherbergi TF3IRA 21. nóvember s.l. Frá vinstri: Leifur Hauksson RÚV, Einar Rafnsson RÚV og Jónas Bjarnason TF3JB formaður Í.R.A. Ljósmynd: TF3KB.
Landinn er frétta- og þjóðlífsþáttur þar sem fréttamenn RÚV færa áhorfendum fréttir og fróðleik. Markmiðið er þó ekki síst að segja sögur af fólkinu í landinu. Í næsta þætti Landans, sem sýndur verður á morgun, sunnudag, verður innslag um starfsemi radíóamatöra, m.a. frá keppnisþátttöku og fleira. Þátturinn er á dagskrá sunnudaginn 2. desember kl. 19:40.
Stjórn Í.R.A. þakkar framlag þeirra félagsmanna sem komu að verkefninu.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2012-12-01 21:55:472017-07-19 21:56:45Innslag um radíóamatöra á RÚV á sunnudag
RÚV menn við upptöku í fjarskiptaherbergi TF3IRA 21. nóvember s.l. Frá vinstri: Leifur Hauksson RÚV, Einar Rafnsson RÚV og Jónas Bjarnason TF3JB formaður Í.R.A. Ljósmynd: TF3KB.
Landinn er frétta- og þjóðlífsþáttur þar sem fréttamenn RÚV færa áhorfendum fréttir og fróðleik. Markmiðið er þó ekki síst að segja sögur af fólkinu í landinu. Í næsta þætti Landans, sem sýndur verður á morgun, sunnudag, verður innslag um starfsemi radíóamatöra, m.a. frá keppnisþátttöku og fleira. Þátturinn er á dagskrá sunnudaginn 2. desember kl. 19:40.
Stjórn Í.R.A. þakkar framlag þeirra félagsmanna sem komu að verkefninu.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2012-12-01 10:21:492017-07-19 10:22:43Innslag um radíóamatöra á RÚV á sunnudag
Guðmundur Löve TF3GL flutti erindi um endurvarpsstöðvar á VHF/UHF í Skeljanesi 29. nóvember.
Guðmundur Löve, TF3GL, flutti fróðlegt erindi í félagsaðstöðu Í.R.A. við Skeljanes fimmtudaginn 29. nóvember s.l. undir heitinu: Áhugaverðar nýjungar í endurvarpsstöðvum á VHF/UHF.
Hann fjallaði m.a. um samanburð á merkjum frá endurvarpa, bílstöð og handstöð á VHF og UHF, út frá mismunandi tæknilegum forsendum og mismunandi staðsetningu endurvarpa, s.s. á Skarðsmýrarfjalli, Skálafelli, í Bláfjöllum, Vestmannaeyjum, á Garðskaga og víðar. Guðmundur sýndi m.a. afar áhugaverðar útbreiðslumyndir í Radio Mobile forriti VE2DBE.
Miklar umræður fóru fram yfir kaffibollum (og dönskum piparkökum) og síðan færðu menn sig yfir á tússtöfluna eftir að formlegu erindi lauk. Alls mættu 25 félagsmenn í Skeljanes þrátt fyrir rigningu og hvassviðri í höfuðborginni og áttu saman fróðlega og skemmtilega kvöldstund.
Stjórn Í.R.A. þakkar Guðmundi Löve, TF3GL vel heppnað og áhugavert erindi og TF3JB og TF3SB,
fyrir myndatökuna.
Sýna má áhugaverðar og nákvæmar útbreiðslumyndir í “Radio Mobile” forritinu; hér frá 4 endurvörpum.
TF3ARI skýrði m.a. frá fyrirhugaðri uppsetningu nýs FM endurvarpa í eigu TF3ML á Skarðsmýrarfjalli.
Menn hlustuðu af athygli þegar TF3GL ræddi mikilvægi næmni endurvarpa og jákvæð áhrif tónlæsingar.
Áhugaverðar umræður fóru m.a. fram um aukna möguleika með innleiðslu “kross-band” varpa á UHF.
Hluti nemenda sem sat próf til amatörleyfis í félagsaðstöðunni við Skeljanes í maí 2011.
Stjórn Í.R.A. samþykkti nýlega á fundi sínum, að félagið bjóði á næstunni upp á námskeið til undirbúnings amatörprófs. Fyrirhugað er að námskeiðið standi yfir um 10 vikna skeið, frá febrúar til apríl n.k. og ljúki með prófi Póst- og fjarskiptastofnunar laugardaginn 4. maí 2013.
Námskeiðið verður kvöldnámskeið og verður kennt tvö kvöld í viku, 2 kennslustundir í senn. Það verður opið öllum og ekki eru gerðar kröfur um sérstaka menntun eða undirbúning. Tekið skal fram, að stjórnvöld gera ekki lengur kröfur um morskunnáttu þannig að morskennsla er ekki hluti af námskeiðinu.
Áhugasamir eru beðnir um að skrá nafn sitt og tölvupóstfang á “ira hjá ira.is”. Ath. að skráningu fylgir engin skuldbinding, en veitir félaginu mikilvægar upplýsingar um fyrirhugaðan fjölda nemenda. Fyrirspurnum má beina á sama töluvpóstfang. Námskeiðsgjald verður 14 þúsund krónur fyrir félagsmenn Í.R.A., en 19 þúsund krónur fyrir aðra. Inni í þessu verði eru öll námsgögn.
Skráning verður opin til og með 28. desember n.k. Félagið setur þann fyrirvara um námskeiðshald, að
lágmarksþátttaka fáist.
________
Prófkröfur Póst- og fjarskiptastofnunar til amatörleyfis miðast við 5. gr. reglugerðar nr. 348/2004 og tilmæli CEPT nr. 61-02 eftir því sem við á og eru tvískiptar, þ.e. annars vegar fyrir N-próf og hins vegar fyrir G-próf. Prófkröfur eru eftirfarandi til N-prófs:
1. Grunnatriði í rafmagns- og radíófræði.
2. Innlendar og alþjóðlegar reglur og aðferðir í viðskiptum.
3. Helstu atriði í lögum um fjarskipti og reglugerð um radíóáhugamenn.
Prófkröfur stofnunarinnar til amatörleyfis miðast við 5. gr. reglugerðar nr. 348/2004 og tilmæli CEPT nr. 61-02 eftir því sem við á. Þær eru eftirfarandi til G-prófs:
1. Tækni: Raf-, rafsegul- og radíófræði; íhlutir; rásir; viðtæki; sendar; loftnet og sendilínur; útbreiðsla rafsegulbylgna; mælingar; truflanir og truflanavernd; öryggismál í sambandi við rafmagn.
2. Innlendar og alþjóðareglur um viðskipti og aðferðir: Stöfun með orðum; Q-skammstafanir; skammstafanir sem eru notaðar í viðskiptum; alþjóðleg neyðarmerki, neyðarköll og fjarskipti í náttúruhamförum; kallmerki; og skipulag alþjóðlegu radíóáhugamannasamtakanna (IARU) á tíðnisviðum radíóáhugamanna.
3. Innlendar og alþjóðlegar reglur um þráðlaus fjarskipti áhugamanna: Radíóreglugerð ITU; reglur CEPT; og innlend löggjöf, reglugerðir og leyfisskilyrði.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2012-11-28 10:17:472017-07-19 10:19:08Námskeið fyrir próf til amatörleyfis, skráning
Vitað er um a.m.k. fimm TF kallmerki sem voru QRV í CQ World-Wide DX morskeppninni sem haldin var um s.l. helgi, 24.-25. nóvember, þ.e. TF2CW, TF3SG, TF3VS, TF4X og TF8GX.TF2CW keppti í einmenningsflokki á 14 MHz, háafli, aðstoð og hafði alls 3.059 QSO. TF4X (ops: G3SWH, N3ZZ,WA6O, UA3AB, TF3DC og TF3Y) keppti í fleirmenningsflokki á öllum böndum, háafli, 2 sendar og hafði alls 7.771 QSO.
Þessi útkoma er afspyrnu góð hjá báðum stöðvum, m.a. með tilliti til þess hve slök skilyrðin voru, u.þ.b. hálfan fyrri dag keppninnar. Ekki liggja fyrir upplýsingar um fjölda sambanda hjá TF3SG, TF3VS og TF8GX. Nánari umfjöllun verður birt um keppnina strax og bráðabirgðaniðurstöður (e. claimed scores) verða fáanlegar hjá keppnisnefnd CQ tímaritsins, sem líklega verður innan tveggja vikna.
Stjórn Í.R.A. óskar þátttakendum innilega til hamingju með árangurinn.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2012-11-27 10:16:142017-07-19 10:17:41Góður árangur í CQ WW miðað við skilyrði
Guðmundur Löve, TF3GL, flytur næsta fimmtudagserindi á vetrardagskrá Í.R.A. Það
verður haldið í félagsaðstöðunni í Skeljanesi þann 29. nóvember n.k. kl. 20:30.
Umræðuefnið er: Áhugaverðar nýjungar í endurvarpsstöðvum radíóamatöra á VHF/UHF.
Stjórn Í.R.A. hvetur félagsmenn til að mæta tímanlega. Kaffiveitingar verða í boði
félagsins.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2012-11-25 10:15:322017-07-19 10:16:03TF3GL verður með fimmtudagserindið 29. nóv
Nýr tengiliður gagnvart LoTW. Mathías Hagvaag, TF3-Ø35, var formlega skipaður tengiliður Í.R.A. gagnvart Logbook of the World, LoTW, á stjórnarfundi í félaginu þann 6. nóvember s.l. Mathías tók við verkefninu til bráðabirgða þann 2. október s.l. þegar Ársæll Óskarsson, TF3AO, óskaði eftir að verða leystur frá störfum. Verkefnið varðar eftirtalin kallmerki félagsins: TF3IRA, TF8IRA, TF3W og TF3HQ. Þess má geta að Mathías gegnir jafnframt embætti QSL stjóra félagsins fyrir útsend kort.
Undirbúningur vetrardagskrár 2013.
Fyrsti fundur til undirbúnings síðari hluta vetrardagskrár Í.R.A. var haldinn þann 21. nóvember s.l. Verkefnið er undir stjórn Andrésar Þórarinssonar, TF3AM, varaformanns Í.R.A., en Jónas Bjarnason, TF3JB, formaður og Kjartan H. Bjarnason, TF3BJ, eru til aðstoðar (en sama fyrirkomulag var viðhaft vegna yfirstandandi vetrardagskrár). Á fundinum var ákveðið að mæla með því við stjórn félagsins, að síðari hluti vetrardagskrárinnar hefjist á sérstökum fimmtudagsfundi þann 24. janúar n.k., þar sem VHF málefni verði í brennipunkti.
Tilflutningar í Skeljanesi.
Þann 14. nóvember voru tímaritaskápar félagsins fluttir til í fundarsalnum á 1. hæð. Þeir eru nú staðsettir þar sem ljósritunarvél félagsins var staðsett áður, en hún hefur fengið nýjn stað í salnum inn af hurðinni út á pallinn. Í raun eru tímaritaskáparnir nú í fyrsta skipti vel aðgengilegir, samanborið við fyrri staðsetningu. Ástæða þessara breytingar er, að fyrirhugað er að aðilar sem við deilum fundarsalnum með, fái nokkurt magn bóka sem verða vistaðar í salnum. Á meðfylgjandi ljósmyndum (neðar á síðunni) má m.a. sjá þrjá nýja bókaskápa sem komið hefur verið fyrir í salnum.
Merkingar í fjarskiptaherbergi
Þann 5. nóvember s.l., var komið fyrir merkingum við APRS stafvarpann í fjarskiptaherbergi félagsins. Í raun hefur staðið til, að koma merkingu af þessu tagi fyrir allt frá því stafvarpinn var tengdur þann 2. apríl 2010 og enn frekar eftir að hann fékk sérstakt kallmerki, TF3RPG, þann 10. júní 2011. Á merkispjaldinu, fyrir neðan kallmerkið, TF3RPG, stendur: APRS stafvapi á 144.800 MHz. Sjá ljósmynd neðar á síðunni.
Tímaritaskápar félagsins eru vel staðsettir og hafa mun betri aðkomu félagsmanna nú en fyrir breytingarnar.
Mynd úr salnum eftir breytingu. Ljósu bókaskáparnir eru staðsettir þar sem tímaritaskápar Í.R.A. voru áður.
Bókaskápur er kominn í salinn við gluggann. Myndirnar tvær á veggnum (fyrir ofan stólana) eru úr félgagsstarfinu.
Á merkispjandinu á veggnum stendur: TF3RPG, APRS stafvarpi á 144.800 MHz.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2012-11-24 10:13:052017-07-19 10:15:25Fréttir úr Skeljanesi í nóvember
3. sunnudagsopnun á yfirstandandi vetrardagskrá verður haldin sunnudaginn 25. nóvember n.k. kl. 10:30 í félagsaðstöðu Í.R.A. við Skeljanes. Jónas Bjarnason, TF3JB, mætir í sófaumræður og er yfirskriftin: Reglugerðarmál.
Veitt verður yfirlit yfir reglugerðir um starfsemi radíóamatöra hér á landi frá upphafi og stiklað á stóru, en m.a. staðnæmst reglugerðina 1977 þegar við fengum m.a. “restina” af 80 metra bandinu, SSTV og RTTY; reglugerðina 1982 þegar við fengum 160 metra bandið o.s.frv. Þá verður núgildandi reglugerð frá 2004 skoðuð með tilliti til þess hvað það er sem við helst viljum breyta og hvaða heimildir nágrannalöndin (t.d. Noregur) hafa umfram okkur. Síðan verða metnar líkur á nýju amatörbandi á WRC-2015 og litið á þróun reglugerðarmála er varða radíóamatöra í heiminum. Húsið verður opnað kl. 10 árdegis og er miðað við að dagskrá verði tæmd á hádegi.
Stjórn Í.R.A. hvetur félagsmenn til að mæta tímanlega. Kaffiveitingar.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2012-11-23 10:11:122017-07-19 10:12:36TF3JB verður á 3. sunnudagsopnun vetrarins
CQ World-Wide DX CW keppnin 2012 verður haldin um næstu helgi, dagana 24.-25. nóvember. Keppnin er 48 klst. keppni og hefst kl. 00:00 á laugardag og lýkur kl. 23:59 á sunnudag. CQ World-Wide er fram á öllum böndum, þ.e. 80, 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum. Í boði eru fjölmargir keppnisriðlar, bæði fyrir einmennings- og fleirmenningsþáttöku (sjá reglur). Keppnisskilaboð eru einföld, RST+CQ svæði (e. zone), t.d. 599-40.
Þátttaka var góð frá TF í fyrra (2011) og sendu alls 9 stöðvar inn keppnisdagbækur. Sigurður R. Jakobsson, TF3CW, náði afburðaárangi (882,444 stigum) sem tryggði honum 3. sæti yfir heiminn og 2. sætið yfir Evrópu í einmenningsflokki á 14 MHz, hámarksafli.
Keppnin er stærsta alþjóðlega keppni ársins á morsi og skipta þátttakendur tugum þúsunda um allan heim. Stjórn Í.R.A. hvetur félagsmenn til að taka þátt í keppninni.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2012-11-21 10:10:252017-07-19 10:11:05CQ WW morskeppnin 2012 er um helgina
Glæsilegur árangur TF2CW í CQ WW keppninni
Sigurður R. Jakobsson TF3CW í fjarskiptaherbergi TF3IRA í október s.l. Ljósmynd: TF3LMN.
Alls skiluðu fimm íslenskar stöðvar gögnum til keppnisnefndar CQ tímaritsins vegna þátttöku í morshluta CQ World-Wide DX keppninnar sem haldin var helgina 24.-25. nóvember s.l. Bráðabirgðaniðurstöður (e. claimed scores) hafa nú verið birtar á heimasíðu keppnisnefndar. Samkvæmt þeim, náði Sigurður R. Jakobsson, TF2CW, 2. sætinu yfir Evrópu (silfurverðlaunum) og 4. sæti yfir heiminn. Sigurður keppti á 14 MHz í einmenningsflokki, háafli, aðstoð. Þetta er glæsilegur árangur miðað við afar óhagstæð skilyrði framan af fyrri keppnisdeginum og staðfestir enn einu sinni, að Sigurður er í hópi bestu keppnismanna í heimi.
Aðrar stöðvar reyndust vera með ágætan árangur. Þar má nefna TF4X sem náði 14. sæti yfir Evrópu og 35. sæti yfir heiminn í sínum keppnisflokki og TF3SG sem náði 29. sæti yfir Evrópu og 25. sæti yfir heiminn í sínum keppnisflokki. Sjá nánar í meðfylgjandi töflu.
Stjórn Í.R.A. óskar Sigurði R. Jakobssyni, TF3CW, innilega til hamingju með þennan glæsilega árangur svo og öðrum þátttakendum með þeirra niðurstöður.
Keppnisflokkur
Kallmerki
Yfir heiminn
Yfir Evrópu
Heildarstig
TF3CW
4. sæti
2. sæti
1,114,920
TF3SG
35. sæti
29. sæti
44,304
TF3DX/M
580. sæti
337. sæti
135,036
TF3VS
520. sæti
260. sæti
34,668
TF4X*
35. sæti
14. sæti
9,436,500
*TF4X op’s: G3SWH N3ZZ TF3DC TF3Y UA3AB WA6O.
Hægt er að skoða bráðabirgðaniðurstöður (e. claimed scores) í einstökum keppnisflokkum á heimasíðu keppnisnefndar CQ tímaritsins á þessari vefslóð: http://www.cqww.com/claimed.htm?mode=cw
Almenn ánægja með umfjöllun RÚV
Almenn ánægja ríkir meðal félagsmanna Í.R.A. með umfjöllun RÚV í innslagi um starfsemi radíóamatöra sem sýnt var í frétta- og þjóðlífsþættinum Landanum, sem sýndur var sunnudaginn 2. desember s.l.
Stjórn Í.R.A. þakkar þeim Leifi Haukssyni og Einari Rafnssynistarfsmönnum RÚV fyrir framúrskarandi vel unnið verkefni og fagleg vinnubrögð.
Sjá má þáttinn með því að smella á eftirfarandi vefslóð.
http://www.ruv.is/sarpurinn/landinn/02122012/radioamatorar
TF3KB verður með fimmtudagserindið
Kristján Benediktsson, TF3KB
Kristján Benediktsson, TF3KB, verður með næsta erindi á vetrardagskrá félagsins. Það verður haldið fimmtudaginn 6. desember n.k. í félagsaðstöðunnni við Skeljanes undir yfirskiftinni Endurbætt bandplan fyrir IARU Svæði 1.
Tíðniheimildir radíóamatöra eru settar fram í reglugerðum í sérhverju aðildarlanda ITU, þ.m.t. hér á landi og eru að miklu leyti samræmdar um allan heim. Ísland er hluti af IARU Svæði 1 og á ráðstefnum landsfélaga á svæðinu sem haldnar eru þriðja hvert ár, eru ríkjandi bandplön m.a. til umfjöllunar. Á ráðstefnu Svæðis 1 (haustið 2011) var samþykkt uppfærsla á planinu og mun Kristján m.a. kynna þær breytingar.
Erindið hefst stundvíslega kl. 20:30 og hvetur stjórn Í.R.A. félagsmenn til að mæta tímanlega. Kaffiveitingar.
Innslag um radíóamatöra á RÚV á sunnudag
RÚV menn við upptöku í fjarskiptaherbergi TF3IRA 21. nóvember s.l. Frá vinstri: Leifur Hauksson RÚV, Einar Rafnsson RÚV og Jónas Bjarnason TF3JB formaður Í.R.A. Ljósmynd: TF3KB.
Landinn er frétta- og þjóðlífsþáttur þar sem fréttamenn RÚV færa áhorfendum fréttir og fróðleik. Markmiðið er þó ekki síst að segja sögur af fólkinu í landinu. Í næsta þætti Landans, sem sýndur verður á morgun, sunnudag, verður innslag um starfsemi radíóamatöra, m.a. frá keppnisþátttöku og fleira. Þátturinn er á dagskrá sunnudaginn 2. desember kl. 19:40.
Stjórn Í.R.A. þakkar framlag þeirra félagsmanna sem komu að verkefninu.
Innslag um radíóamatöra á RÚV á sunnudag
RÚV menn við upptöku í fjarskiptaherbergi TF3IRA 21. nóvember s.l. Frá vinstri: Leifur Hauksson RÚV, Einar Rafnsson RÚV og Jónas Bjarnason TF3JB formaður Í.R.A. Ljósmynd: TF3KB.
Landinn er frétta- og þjóðlífsþáttur þar sem fréttamenn RÚV færa áhorfendum fréttir og fróðleik. Markmiðið er þó ekki síst að segja sögur af fólkinu í landinu. Í næsta þætti Landans, sem sýndur verður á morgun, sunnudag, verður innslag um starfsemi radíóamatöra, m.a. frá keppnisþátttöku og fleira. Þátturinn er á dagskrá sunnudaginn 2. desember kl. 19:40.
Stjórn Í.R.A. þakkar framlag þeirra félagsmanna sem komu að verkefninu.
Vel heppnað fimmtudagserindi TF3GL
Guðmundur Löve TF3GL flutti erindi um endurvarpsstöðvar á VHF/UHF í Skeljanesi 29. nóvember.
Guðmundur Löve, TF3GL, flutti fróðlegt erindi í félagsaðstöðu Í.R.A. við Skeljanes fimmtudaginn 29. nóvember s.l. undir heitinu: Áhugaverðar nýjungar í endurvarpsstöðvum á VHF/UHF.
Hann fjallaði m.a. um samanburð á merkjum frá endurvarpa, bílstöð og handstöð á VHF og UHF, út frá mismunandi tæknilegum forsendum og mismunandi staðsetningu endurvarpa, s.s. á Skarðsmýrarfjalli, Skálafelli, í Bláfjöllum, Vestmannaeyjum, á Garðskaga og víðar. Guðmundur sýndi m.a. afar áhugaverðar útbreiðslumyndir í Radio Mobile forriti VE2DBE.
Miklar umræður fóru fram yfir kaffibollum (og dönskum piparkökum) og síðan færðu menn sig yfir á tússtöfluna eftir að formlegu erindi lauk. Alls mættu 25 félagsmenn í Skeljanes þrátt fyrir rigningu og hvassviðri í höfuðborginni og áttu saman fróðlega og skemmtilega kvöldstund.
Stjórn Í.R.A. þakkar Guðmundi Löve, TF3GL vel heppnað og áhugavert erindi og TF3JB og TF3SB,
fyrir myndatökuna.
Sýna má áhugaverðar og nákvæmar útbreiðslumyndir í “Radio Mobile” forritinu; hér frá 4 endurvörpum.
TF3ARI skýrði m.a. frá fyrirhugaðri uppsetningu nýs FM endurvarpa í eigu TF3ML á Skarðsmýrarfjalli.
Menn hlustuðu af athygli þegar TF3GL ræddi mikilvægi næmni endurvarpa og jákvæð áhrif tónlæsingar.
Áhugaverðar umræður fóru m.a. fram um aukna möguleika með innleiðslu “kross-band” varpa á UHF.
Námskeið fyrir próf til amatörleyfis, skráning
Hluti nemenda sem sat próf til amatörleyfis í félagsaðstöðunni við Skeljanes í maí 2011.
Stjórn Í.R.A. samþykkti nýlega á fundi sínum, að félagið bjóði á næstunni upp á námskeið til undirbúnings amatörprófs. Fyrirhugað er að námskeiðið standi yfir um 10 vikna skeið, frá febrúar til apríl n.k. og ljúki með prófi Póst- og fjarskiptastofnunar laugardaginn 4. maí 2013.
Námskeiðið verður kvöldnámskeið og verður kennt tvö kvöld í viku, 2 kennslustundir í senn. Það verður opið öllum og ekki eru gerðar kröfur um sérstaka menntun eða undirbúning. Tekið skal fram, að stjórnvöld gera ekki lengur kröfur um morskunnáttu þannig að morskennsla er ekki hluti af námskeiðinu.
Áhugasamir eru beðnir um að skrá nafn sitt og tölvupóstfang á “ira hjá ira.is”. Ath. að skráningu fylgir engin skuldbinding, en veitir félaginu mikilvægar upplýsingar um fyrirhugaðan fjölda nemenda. Fyrirspurnum má beina á sama töluvpóstfang. Námskeiðsgjald verður 14 þúsund krónur fyrir félagsmenn Í.R.A., en 19 þúsund krónur fyrir aðra. Inni í þessu verði eru öll námsgögn.
Skráning verður opin til og með 28. desember n.k. Félagið setur þann fyrirvara um námskeiðshald, að
lágmarksþátttaka fáist.
________
Prófkröfur Póst- og fjarskiptastofnunar til amatörleyfis miðast við 5. gr. reglugerðar nr. 348/2004 og tilmæli CEPT nr. 61-02 eftir því sem við á og eru tvískiptar, þ.e. annars vegar fyrir N-próf og hins vegar fyrir G-próf. Prófkröfur eru eftirfarandi til N-prófs:
1. Grunnatriði í rafmagns- og radíófræði.
2. Innlendar og alþjóðlegar reglur og aðferðir í viðskiptum.
3. Helstu atriði í lögum um fjarskipti og reglugerð um radíóáhugamenn.
Prófkröfur stofnunarinnar til amatörleyfis miðast við 5. gr. reglugerðar nr. 348/2004 og tilmæli CEPT nr. 61-02 eftir því sem við á. Þær eru eftirfarandi til G-prófs:
1. Tækni: Raf-, rafsegul- og radíófræði; íhlutir; rásir; viðtæki; sendar; loftnet og sendilínur; útbreiðsla rafsegulbylgna; mælingar; truflanir og truflanavernd; öryggismál í sambandi við rafmagn.
2. Innlendar og alþjóðareglur um viðskipti og aðferðir: Stöfun með orðum; Q-skammstafanir; skammstafanir sem eru notaðar í viðskiptum; alþjóðleg neyðarmerki, neyðarköll og fjarskipti í náttúruhamförum; kallmerki; og skipulag alþjóðlegu radíóáhugamannasamtakanna (IARU) á tíðnisviðum radíóáhugamanna.
3. Innlendar og alþjóðlegar reglur um þráðlaus fjarskipti áhugamanna: Radíóreglugerð ITU; reglur CEPT; og innlend löggjöf, reglugerðir og leyfisskilyrði.
Góður árangur í CQ WW miðað við skilyrði
TF2CW keppti frá Norðtungu 3 í Borgarfirði.
TF4X keppti frá Otradal í Vesturbyggð.
Vitað er um a.m.k. fimm TF kallmerki sem voru QRV í CQ World-Wide DX morskeppninni sem haldin var um s.l. helgi, 24.-25. nóvember, þ.e. TF2CW, TF3SG, TF3VS, TF4X og TF8GX.TF2CW keppti í einmenningsflokki á 14 MHz, háafli, aðstoð og hafði alls 3.059 QSO. TF4X (ops: G3SWH, N3ZZ, WA6O, UA3AB, TF3DC og TF3Y) keppti í fleirmenningsflokki á öllum böndum, háafli, 2 sendar og hafði alls 7.771 QSO.
Þessi útkoma er afspyrnu góð hjá báðum stöðvum, m.a. með tilliti til þess hve slök skilyrðin voru, u.þ.b. hálfan fyrri dag keppninnar. Ekki liggja fyrir upplýsingar um fjölda sambanda hjá TF3SG, TF3VS og TF8GX. Nánari umfjöllun verður birt um keppnina strax og bráðabirgðaniðurstöður (e. claimed scores) verða fáanlegar hjá keppnisnefnd CQ tímaritsins, sem líklega verður innan tveggja vikna.
Stjórn Í.R.A. óskar þátttakendum innilega til hamingju með árangurinn.
________
Vefslóð á heimasíðu keppnisnefndar CQ tímaritsins:
http://www.cqww.com/
TF3GL verður með fimmtudagserindið 29. nóv
Guðmundur Löve, TF3GL.
Guðmundur Löve, TF3GL, flytur næsta fimmtudagserindi á vetrardagskrá Í.R.A. Það
verður haldið í félagsaðstöðunni í Skeljanesi þann 29. nóvember n.k. kl. 20:30.
Umræðuefnið er: Áhugaverðar nýjungar í endurvarpsstöðvum radíóamatöra á VHF/UHF.
Stjórn Í.R.A. hvetur félagsmenn til að mæta tímanlega. Kaffiveitingar verða í boði
félagsins.
Fréttir úr Skeljanesi í nóvember
Matthías Hagvaag, TF3MH.
Nýr tengiliður gagnvart LoTW.
Mathías Hagvaag, TF3-Ø35, var formlega skipaður tengiliður Í.R.A. gagnvart Logbook of the World, LoTW, á stjórnarfundi í félaginu þann 6. nóvember s.l. Mathías tók við verkefninu til bráðabirgða þann 2. október s.l. þegar Ársæll Óskarsson, TF3AO, óskaði eftir að verða leystur frá störfum. Verkefnið varðar eftirtalin kallmerki félagsins: TF3IRA, TF8IRA, TF3W og TF3HQ. Þess má geta að Mathías gegnir jafnframt embætti QSL stjóra félagsins fyrir útsend kort.
Undirbúningur vetrardagskrár 2013.
Fyrsti fundur til undirbúnings síðari hluta vetrardagskrár Í.R.A. var haldinn þann 21. nóvember s.l. Verkefnið er undir stjórn Andrésar Þórarinssonar, TF3AM, varaformanns Í.R.A., en Jónas Bjarnason, TF3JB, formaður og Kjartan H. Bjarnason, TF3BJ, eru til aðstoðar (en sama fyrirkomulag var viðhaft vegna yfirstandandi vetrardagskrár). Á fundinum var ákveðið að mæla með því við stjórn félagsins, að síðari hluti vetrardagskrárinnar hefjist á sérstökum fimmtudagsfundi þann 24. janúar n.k., þar sem VHF málefni verði í brennipunkti.
Tilflutningar í Skeljanesi.
Þann 14. nóvember voru tímaritaskápar félagsins fluttir til í fundarsalnum á 1. hæð. Þeir eru nú staðsettir þar sem ljósritunarvél félagsins var staðsett áður, en hún hefur fengið nýjn stað í salnum inn af hurðinni út á pallinn. Í raun eru tímaritaskáparnir nú í fyrsta skipti vel aðgengilegir, samanborið við fyrri staðsetningu. Ástæða þessara breytingar er, að fyrirhugað er að aðilar sem við deilum fundarsalnum með, fái nokkurt magn bóka sem verða vistaðar í salnum. Á meðfylgjandi ljósmyndum (neðar á síðunni) má m.a. sjá þrjá nýja bókaskápa sem komið hefur verið fyrir í salnum.
Merkingar í fjarskiptaherbergi
Þann 5. nóvember s.l., var komið fyrir merkingum við APRS stafvarpann í fjarskiptaherbergi félagsins. Í raun hefur staðið til, að koma merkingu af þessu tagi fyrir allt frá því stafvarpinn var tengdur þann 2. apríl 2010 og enn frekar eftir að hann fékk sérstakt kallmerki, TF3RPG, þann 10. júní 2011. Á merkispjaldinu, fyrir neðan kallmerkið, TF3RPG, stendur: APRS stafvapi á 144.800 MHz. Sjá ljósmynd neðar á síðunni.
Tímaritaskápar félagsins eru vel staðsettir og hafa mun betri aðkomu félagsmanna nú en fyrir breytingarnar.
Mynd úr salnum eftir breytingu. Ljósu bókaskáparnir eru staðsettir þar sem tímaritaskápar Í.R.A. voru áður.
Bókaskápur er kominn í salinn við gluggann. Myndirnar tvær á veggnum (fyrir ofan stólana) eru úr félgagsstarfinu.
Á merkispjandinu á veggnum stendur: TF3RPG, APRS stafvarpi á 144.800 MHz.
TF3JB verður á 3. sunnudagsopnun vetrarins
Jónas Bjarnason, TF3JB
3. sunnudagsopnun á yfirstandandi vetrardagskrá verður haldin sunnudaginn 25. nóvember n.k. kl. 10:30 í félagsaðstöðu Í.R.A. við Skeljanes. Jónas Bjarnason, TF3JB, mætir í sófaumræður og er yfirskriftin: Reglugerðarmál.
Veitt verður yfirlit yfir reglugerðir um starfsemi radíóamatöra hér á landi frá upphafi og stiklað á stóru, en m.a. staðnæmst reglugerðina 1977 þegar við fengum m.a. “restina” af 80 metra bandinu, SSTV og RTTY; reglugerðina 1982 þegar við fengum 160 metra bandið o.s.frv. Þá verður núgildandi reglugerð frá 2004 skoðuð með tilliti til þess hvað það er sem við helst viljum breyta og hvaða heimildir nágrannalöndin (t.d. Noregur) hafa umfram okkur. Síðan verða metnar líkur á nýju amatörbandi á WRC-2015 og litið á þróun reglugerðarmála er varða radíóamatöra í heiminum. Húsið verður opnað kl. 10 árdegis og er miðað við að dagskrá verði tæmd á hádegi.
Stjórn Í.R.A. hvetur félagsmenn til að mæta tímanlega. Kaffiveitingar.
________
Núgildandi reglugerð um starfsemi radíóamatöra má nálgast á þessari vefslóð:
http://stjornartidindi.is/Advert.aspx?ID=8ebada7d-0f5f-4187-ba63-515ebb303d72
CQ WW morskeppnin 2012 er um helgina
CQ World-Wide DX CW keppnin 2012 verður haldin um næstu helgi, dagana 24.-25. nóvember. Keppnin er 48 klst. keppni og hefst kl. 00:00 á laugardag og lýkur kl. 23:59 á sunnudag. CQ World-Wide er fram á öllum böndum, þ.e. 80, 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum. Í boði eru fjölmargir keppnisriðlar, bæði fyrir einmennings- og fleirmenningsþáttöku (sjá reglur). Keppnisskilaboð eru einföld, RST+CQ svæði (e. zone), t.d. 599-40.
Þátttaka var góð frá TF í fyrra (2011) og sendu alls 9 stöðvar inn keppnisdagbækur. Sigurður R. Jakobsson, TF3CW, náði afburðaárangi (882,444 stigum) sem tryggði honum 3. sæti yfir heiminn og 2. sætið yfir Evrópu í einmenningsflokki á 14 MHz, hámarksafli.
Keppnin er stærsta alþjóðlega keppni ársins á morsi og skipta þátttakendur tugum þúsunda um allan heim. Stjórn Í.R.A. hvetur félagsmenn til að taka þátt í keppninni.
Sjá keppnisreglur hér: http://www.cqww.com/rules.htm
Heimasíða keppninnar: http://www.cqww.com/