Í dag, 5. febrúar bættist við innanlandsviðtæki til hlustunar á HF tíðnum yfir netið. Það er staðsett á Sauðárkróki. Loftnet er 20 metra langur vír (LW).
Um er að ræða KiwiSDR viðtæki í eigu Georgs Kulp, TF3GZ sem Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A forritaði, en Kristján J. Gunnarsson, TF3WD hýsir tækið í húsnæði sem er á hans vegum í útjaðri Króksins, ekki langt frá Steinullarverksmiðjunni – sem aftur er steinsnar frá höfninni.
KiwiSDR viðtækin vinna frá 10 kHz upp í 30 MHz. Hægt er að hlusta á AM, FM, SSB og CW sendingar og má velja bandbreidd sem hentar hverri mótun. Allt að átta notendur geta verið skráðir inn á viðtækið samtímis.
Stjórn ÍRA þakkar verðmætt framlag. Hér um að ræða mikilvæga viðbót fyrir radíóamatöra sem gera tilraunir í þessum tíðnisviðum, auk hlustara og allra sem hafa áhuga á útbreiðslu radíóbylgna.
Jákvætt svar hefur borist frá Fjarskiptastofu við ósk stjórnar ÍRA um að næsta próf til amatörleyfis verði haldið í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi, laugardaginn 16. mars n.k.
Eftir að námskeiði félagsins til amatörprófs lauk í haust var um að ræða nokkurn fjölda þátttakenda sem ekki höfðu möguleika á að mæta til prófs 11. nóvember s.l. Hugmyndin er, að gera þessum aðilum kleift að sitja nú próf til amatörleyfis.
Þar sem um er að ræða einskonar sjúkrapróf/upptökupróf verður ekki í boði námskeið eða annar undirbúningur á vegum félagsins. Prófið er án kostnaðar, er öllum opið og eru ekki gerðar kröfur um sérstaka menntun eða undirbúning.
Áhugasamir eru hvattir til að skrá sig til prófs með því að senda tölvupóst á ira@ira.is eigi síðar en 8. mars n.k.
Fyrirspurnir eru velkomnar á póstfang félagsins: ira@ira.is
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2024-02-05 10:38:132024-02-05 10:42:58PRÓF TIL AMATÖRLEYFIS 16. MARS
CQ WW WPX RTTY CONTEST Hefst kl. 00:00 á laugardag 10. febrúar / lýkur kl. 23:59 á sunnudag 11. febrúar. Keppnin fer fram á RTTY á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum. Skilaboð: RST + raðnúmer. https://www.cqwpxrtty.com/rules.htm
SKCC WEEKEND SPRINTATHON CONTEST Hefst kl. 12:00 á laugardag 10. febrúar / lýkur kl. 24:00 á sunnudag 11. febrúar. Keppnin fer fram á CW á 160, 80, 40, 20, 15, 10 og 6 metrum. Skilaboð SKCC félaga: RST + (ríki í Bandaríkjunum eða fylki í Kanada eða DXCC eining) + nafn + SKCC númer. Skilaboð annarra: RST + (ríki í Bandaríkjunum eða fylki í Kanada eða DXCC eining) + nafn + NONE. https://www.skccgroup.com/operating_activities/weekend_sprintathon/
KCJ TOPBAND CONTEST Hefst kl. 12:00 á laugardag 10. febrúar / lýkur kl. 12:00 á sunnudag 11. febrúar. Keppnin fer fram á CW á 160 metrum. Skilaboð JA stöðva: RST + stjórnsýslusvæði/svæðiskóði. Skilaboð annarra: RST + CQ svæði. https://kcj-cw.com/j_index.htm
OMISS QSO PARTY CONTEST Hefst k. 15:00 á laugardag 10. febrúar / lýkur kl. 15:00 á sunnudag 11. febrúar. Keppnin fer fram á SSB á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum. Skilaboð OMISS félaga: RS + (ríki í Bandaríkjunum eða fylki í Kanada eða DXCC eining) + OMISS númer. Skilaboð annarra: RS + (ríki í Bandaríkjunum eða fylki í Kanada eða DXCC eining). https://www.omiss.net/Facelift/qsoparty.php
BALKAN HF CONTEST Fer fram laugardaginn 10. febrúar. Hefst kl. 13:00 og lýkur kl. 17:00. Keppnin fer fram á CW og SSB á 80 og 40 metrum. Skilaboð: RS(T) og QSO númer. https://www.bfra.bg/event/464
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2024-02-04 14:01:062024-02-04 14:02:36OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 8. FEBRÚAR
Andrés Þórarinsson, TF1AM mætti í Skeljanes fimmtudaginn 1. febrúar með með erindið: “Heppilegar tíðnir á stuttbylgju til innanlandsfjarskipta“.
Sýndar voru myndir frá gömlu góðu Víbon-tímunum þegar hver bíll var með sitt Gufunes-loftnet á þakinu. Rakin voru nokkur dæmi um fjarskipti úr leitum og frá radíóæfingum og árangur tengdur við stöðu himinhvolfana þann daginn, þ.e. fjölda sólbletta, kyrrð (eða ókyrrð) í segulsviði, norðurljós, K-stuðul o fl. Ekkert augljóst samhengi er á meðal þessara þátta.
Þá var vísað í viðamiklar rannsóknir á vegum Bandaríkjamanna sem ásamt öðrum ráku háloftastöðvar víða um heim, en þessar stöðvar sendu tíðnisvíp upp og mældu tímann sem tók fyrir merkið að koma aftur niður, þannig má finna hæstu tíðni (MUF) sem hægt er að nota svo og hæð endurvarpsbelta og var samantektin var gefin út í þremur þykkum heftum.
Svíar gáfu út hefti þar sem spáð var fyrir um heppilegustu tíðni allt eftir tíma dags, mánuði og eftir sólblettum. Niðurstaðan af öllu þessu er sú að að sumarlagi má trúlega nota eina tíðni allan sólarhringinn til fjarskipta um allt land með loftbylgju, en á vetrum er allt annað upp á teninginn þar sem velja þarf sífellt hærri tíðni frá sólarupprás og fram að hádegi og síðan sífellt lægri tíðni allt fram í myrkur. Ef miklar truflanir að nóttu eru þá gæti verið ráð að nota lóðrétta stöng fyrir jarðbylgju og jafnvel hlusta á lárétt net sem síður eru næm fyrir truflunum.
Að lokum var bent á TF útileika ÍRA sem heppilegan vettvang til að æfa þessa tækni alla, auðvitað væri áhugavert ef útileikarnir væru síðar um haustið þegar frekar þarf að flakka á milli tíðna. Erindinu var vel tekið og talsvert spurt. Alls voru um 30 manns í sal og 11 fjartengdir yfir netið. Á eftir sátu menn og spjölluðu um þessi mál og um heima og geima.
Sérstakar þakkir til Andrésar Þórarinssonar, TF1AM fyrir afar fróðlegt, áhugavert og vel flutt erindi sem veitti góða innsýn inn í þennan spennandi þátt áhugamálsins, sem útbreiðsla radíóbylgna á stuttbylgju er innanlands. Einnig sérstakar þakkir til Hrafnkels Sigurðssonar, TF8KY fyrir tæknistjórn við að streyma viðburðinum. Alls tóku 42 félagar og gestir þátt í viðburðinum þetta frábæra fimmtudagskvöld í Skeljanesi; 30 á staðnum og 12 tengdir yfir netið.
10-10 International Winter Contest, SSB Hefst kl. 00:01 á laugardag 3. febrúar og lýkur kl. 23:59 á sunnudag 4. febrúar. Keppnin fer fram á SSB á 10 metrum. Skilaboð 10-10 félagsmanna: RS + nafn + 10-10 félagsnúmer + (ríki í Bandaríkjunum eða fylki í Kanada eða DXCC eining) Skilaboð annarra: RS + nafn + 0 + (ríki í Bandaríkjunum eða fylki í Kanada eða DXCC eining). https://www.ten-ten.org/index.php/activity/2013-07-22-20-26-48/qso-party-rules
MEXICO RTTY INTERNATIONAL CONTEST Hefst kl. 12:00 á laugardag 3. febrúar og lýkur kl. 23:59 á sunnudag 4. febrúar. Keppnin fer fram á RTTY á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum. Skilaboð stöðva í Mexíkó: RST + fylki í Mexíkó. Skilaboð annarra: RST + raðnúmer. https://rtty.fmre.mx/reglas.html
EUROPEAN UNION DX CONTEST Hefst kl. 12:00 á laugardag 3. febrúar og lýkur kl. 12:00 á sunnudag 4. febrúar. Keppnin fer fram á CW og SSB á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum. Skilaboð stöðva í ESB löndum: RS(T) + ESB þjóðland (4 stafa kóði). Skilaboð annarra: RS(T) + ITU svæði. http://www.eudx-contest.com/rules/
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2024-01-28 12:59:182024-01-28 13:25:42NÝTT CQ TF ER KOMIÐ ÚT
Andrés Þórarinsson, TF1AM mætir í Skeljanes fimmtudagskvöldið 1. febrúar með erindið: „Heppilegar tíðnir á stuttbylgju til innanlandsfjarskipta“.
Viðamiklar rannsóknir hafa verið gerðar um allan heim um langt árabil á bestu tíðnum til fjarskipta, allt eftir vegalengd, tíma dag, árstíðum og fjölda sólbletta. Ein slík rannsóknarstöð var lengi staðsett í Gufunesi. Sagt verður m.a. frá niðurstöðunum og útskýrt hvernig þær geta hjálpað íslenskum radíóamatörum að hafa samband hvert á land sem er á hvaða tíma dags sem er.
Félagsmenn eru hvattir til að láta þetta efni ekki framhjá sér fara.
QSL stjóri verður búinn að tæma pósthólfið og raða kortum í hólfin. Kaffiveitingar.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2024-01-27 20:24:212024-02-01 19:51:06ANDRÉS TF1AM Í SKELJANESI 1. FEBRÚAR
Líkt og skýrt var frá á þessum vettvangi 7. desember s.l., náði Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A þeim árangri að uppfylla kröfur fyrir útgáfu fyrstU DXCC Satellite viðurkenningarinnar á Íslandi.
Viðurkenningarskjalið sjálft hefur nú borist til Ara. Það var formlega gefið út 30. október, nr. 485 og er undirritað af forseta ARRL, Richard A. Roderick, K5UR.
Þetta er 14. DXCC viðurkenning Ara sem hafði þessar fyrir: DXCC Mixed, Phone, RTTY/Digital, 80M, 40M, 30M, 20M, 17M, 15M, 12M, 10M, DXCC Challenge og 5BDXCC.
Þess má geta, að aðeins 10 leyfishafar á Norðurlöndunum eru handhafar DXCC Satellite viðurkenningarinnar: Í Svíþjóð (6), Finnlandi (2), Noregi (1) og nú á Íslandi (1).
Innilegar hamingjuóskir til Ara með þennan frábæra árangur.
Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi var opin fimmtudaginn 25. janúar. Góðar umræður, menn hressir og TF3IRA var í loftinu á 14 MHz á morsi.
Sérstakur gestur okkar var Sergii Matlash, US5LB frá Úkraínu. Serge hefur verið búsettur á Suðurnesjum um nokkurra mánaða skeið. Hann er mikill áhugamaður um mors og færði félaginu að gjöf tvo morslykla. Annar er borðlykill og hinn er lykill af burðarstöð. Þetta eru lyklar í fullkomnu lagi sem gefa mjúka og örugga lyklun. Þakkir til Serge fyrir góða gjöf. Lyklunum verður fundinn staður í fjarskiptaherbergi TF3IRA.
Alls mættu 11 félagar og 1 gestur í Skeljanes þetta ágæta fimmtudagskvöld þrátt fyrir erfiða vetrarfærð í höfuðborginni.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2024-01-26 09:23:422024-01-26 09:25:35OPIÐ VAR Í SKELJANESI 25. JANÚAR
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2024-01-23 13:22:272024-01-23 13:22:29OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 25. JANÚAR
NÝTT KIWISDR VIÐTÆKI QRV YFIR NETIÐ
Í dag, 5. febrúar bættist við innanlandsviðtæki til hlustunar á HF tíðnum yfir netið. Það er staðsett á Sauðárkróki. Loftnet er 20 metra langur vír (LW).
Um er að ræða KiwiSDR viðtæki í eigu Georgs Kulp, TF3GZ sem Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A forritaði, en Kristján J. Gunnarsson, TF3WD hýsir tækið í húsnæði sem er á hans vegum í útjaðri Króksins, ekki langt frá Steinullarverksmiðjunni – sem aftur er steinsnar frá höfninni.
Vefslóð: http://krokur.utvarp.com
KiwiSDR viðtækin vinna frá 10 kHz upp í 30 MHz. Hægt er að hlusta á AM, FM, SSB og CW sendingar og má velja bandbreidd sem hentar hverri mótun. Allt að átta notendur geta verið skráðir inn á viðtækið samtímis.
Stjórn ÍRA þakkar verðmætt framlag. Hér um að ræða mikilvæga viðbót fyrir radíóamatöra sem gera tilraunir í þessum tíðnisviðum, auk hlustara og allra sem hafa áhuga á útbreiðslu radíóbylgna.
Stjórn ÍRA.
.
PRÓF TIL AMATÖRLEYFIS 16. MARS
Jákvætt svar hefur borist frá Fjarskiptastofu við ósk stjórnar ÍRA um að næsta próf til amatörleyfis verði haldið í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi, laugardaginn 16. mars n.k.
Eftir að námskeiði félagsins til amatörprófs lauk í haust var um að ræða nokkurn fjölda þátttakenda sem ekki höfðu möguleika á að mæta til prófs 11. nóvember s.l. Hugmyndin er, að gera þessum aðilum kleift að sitja nú próf til amatörleyfis.
Þar sem um er að ræða einskonar sjúkrapróf/upptökupróf verður ekki í boði námskeið eða annar undirbúningur á vegum félagsins. Prófið er án kostnaðar, er öllum opið og eru ekki gerðar kröfur um sérstaka menntun eða undirbúning.
Áhugasamir eru hvattir til að skrá sig til prófs með því að senda tölvupóst á ira@ira.is eigi síðar en 8. mars n.k.
Fyrirspurnir eru velkomnar á póstfang félagsins: ira@ira.is
Stjórn ÍRA.
.
ALÞJÓÐLEGAR KEPPNIR 10.-11. FEBRÚAR.
CQ WW WPX RTTY CONTEST
Hefst kl. 00:00 á laugardag 10. febrúar / lýkur kl. 23:59 á sunnudag 11. febrúar.
Keppnin fer fram á RTTY á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð: RST + raðnúmer.
https://www.cqwpxrtty.com/rules.htm
SKCC WEEKEND SPRINTATHON CONTEST
Hefst kl. 12:00 á laugardag 10. febrúar / lýkur kl. 24:00 á sunnudag 11. febrúar.
Keppnin fer fram á CW á 160, 80, 40, 20, 15, 10 og 6 metrum.
Skilaboð SKCC félaga: RST + (ríki í Bandaríkjunum eða fylki í Kanada eða DXCC eining) + nafn + SKCC númer.
Skilaboð annarra: RST + (ríki í Bandaríkjunum eða fylki í Kanada eða DXCC eining) + nafn + NONE.
https://www.skccgroup.com/operating_activities/weekend_sprintathon/
KCJ TOPBAND CONTEST
Hefst kl. 12:00 á laugardag 10. febrúar / lýkur kl. 12:00 á sunnudag 11. febrúar.
Keppnin fer fram á CW á 160 metrum.
Skilaboð JA stöðva: RST + stjórnsýslusvæði/svæðiskóði.
Skilaboð annarra: RST + CQ svæði.
https://kcj-cw.com/j_index.htm
DUTCH PACC CONTEST
Hefst kl. 12:00 á laugardag 10. febrúar / lýkur kl. 12:00 á sunnudag 11. febrúar.
Keppnin fer fram á CW og SSB á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð PA stöðva: RS(T) + hérað/sýsla.
Skilaboð annarra: RS(T) + raðnúmer.
http://www.veron.nl/vereniging/commissies-en-werkgroepen/traffic-bureau/hf-contesten/pacc-contest/
OMISS QSO PARTY CONTEST
Hefst k. 15:00 á laugardag 10. febrúar / lýkur kl. 15:00 á sunnudag 11. febrúar.
Keppnin fer fram á SSB á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð OMISS félaga: RS + (ríki í Bandaríkjunum eða fylki í Kanada eða DXCC eining) + OMISS númer.
Skilaboð annarra: RS + (ríki í Bandaríkjunum eða fylki í Kanada eða DXCC eining).
https://www.omiss.net/Facelift/qsoparty.php
BALKAN HF CONTEST
Fer fram laugardaginn 10. febrúar. Hefst kl. 13:00 og lýkur kl. 17:00.
Keppnin fer fram á CW og SSB á 80 og 40 metrum.
Skilaboð: RS(T) og QSO númer.
https://www.bfra.bg/event/464
Með ósk um gott gengi.
Stjórn ÍRA.
OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 8. FEBRÚAR
Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 8. febrúar fyrir félagsmenn og gesti frá kl. 20:00 til kl. 22:00.
Fundarsalur, fjarskiptaherbergi og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Góður félagsskapur og nýjustu amatörtímaritin.
Mathías Hagvaag, TF3MH QSL stjóri verður búinn að fara í pósthólfið, flokka kortasendingar og raða í hólfin. Kaffiveitingar.
Verið velkomin í Skeljanes!
Stjórn ÍRA.
.
FRÁBÆRT ERINDI ANDRÉSAR, TF1AM
Andrés Þórarinsson, TF1AM mætti í Skeljanes fimmtudaginn 1. febrúar með með erindið: “Heppilegar tíðnir á stuttbylgju til innanlandsfjarskipta“.
Sýndar voru myndir frá gömlu góðu Víbon-tímunum þegar hver bíll var með sitt Gufunes-loftnet á þakinu. Rakin voru nokkur dæmi um fjarskipti úr leitum og frá radíóæfingum og árangur tengdur við stöðu himinhvolfana þann daginn, þ.e. fjölda sólbletta, kyrrð (eða ókyrrð) í segulsviði, norðurljós, K-stuðul o fl. Ekkert augljóst samhengi er á meðal þessara þátta.
Þá var vísað í viðamiklar rannsóknir á vegum Bandaríkjamanna sem ásamt öðrum ráku háloftastöðvar víða um heim, en þessar stöðvar sendu tíðnisvíp upp og mældu tímann sem tók fyrir merkið að koma aftur niður, þannig má finna hæstu tíðni (MUF) sem hægt er að nota svo og hæð endurvarpsbelta og var samantektin var gefin út í þremur þykkum heftum.
Svíar gáfu út hefti þar sem spáð var fyrir um heppilegustu tíðni allt eftir tíma dags, mánuði og eftir sólblettum. Niðurstaðan af öllu þessu er sú að að sumarlagi má trúlega nota eina tíðni allan sólarhringinn til fjarskipta um allt land með loftbylgju, en á vetrum er allt annað upp á teninginn þar sem velja þarf sífellt hærri tíðni frá sólarupprás og fram að hádegi og síðan sífellt lægri tíðni allt fram í myrkur. Ef miklar truflanir að nóttu eru þá gæti verið ráð að nota lóðrétta stöng fyrir jarðbylgju og jafnvel hlusta á lárétt net sem síður eru næm fyrir truflunum.
Að lokum var bent á TF útileika ÍRA sem heppilegan vettvang til að æfa þessa tækni alla, auðvitað væri áhugavert ef útileikarnir væru síðar um haustið þegar frekar þarf að flakka á milli tíðna. Erindinu var vel tekið og talsvert spurt. Alls voru um 30 manns í sal og 11 fjartengdir yfir netið. Á eftir sátu menn og spjölluðu um þessi mál og um heima og geima.
Sérstakar þakkir til Andrésar Þórarinssonar, TF1AM fyrir afar fróðlegt, áhugavert og vel flutt erindi sem veitti góða innsýn inn í þennan spennandi þátt áhugamálsins, sem útbreiðsla radíóbylgna á stuttbylgju er innanlands. Einnig sérstakar þakkir til Hrafnkels Sigurðssonar, TF8KY fyrir tæknistjórn við að streyma viðburðinum. Alls tóku 42 félagar og gestir þátt í viðburðinum þetta frábæra fimmtudagskvöld í Skeljanesi; 30 á staðnum og 12 tengdir yfir netið.
Stjórn ÍRA.
CQ WW DX SSB KEPPNIN 2023
Niðurstöður í CQ WW DX SSB keppninni 28.-29. október 2023 eru birtar í marshefti CQ tímaritsins 2024.
Alls voru sendar inn dagbækur fyrir 9 TF kallmerki í eftirtöldum fjórum keppnisflokkum (og undirflokkum):
Hamingjuóskir til viðkomandi.
Stjórn ÍRA.
ALÞJÓÐLEGAR KEPPNIR 3.-4. FEBRÚAR.
10-10 International Winter Contest, SSB
Hefst kl. 00:01 á laugardag 3. febrúar og lýkur kl. 23:59 á sunnudag 4. febrúar.
Keppnin fer fram á SSB á 10 metrum.
Skilaboð 10-10 félagsmanna: RS + nafn + 10-10 félagsnúmer + (ríki í Bandaríkjunum eða fylki í Kanada eða DXCC eining)
Skilaboð annarra: RS + nafn + 0 + (ríki í Bandaríkjunum eða fylki í Kanada eða DXCC eining).
https://www.ten-ten.org/index.php/activity/2013-07-22-20-26-48/qso-party-rules
MEXICO RTTY INTERNATIONAL CONTEST
Hefst kl. 12:00 á laugardag 3. febrúar og lýkur kl. 23:59 á sunnudag 4. febrúar.
Keppnin fer fram á RTTY á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð stöðva í Mexíkó: RST + fylki í Mexíkó.
Skilaboð annarra: RST + raðnúmer.
https://rtty.fmre.mx/reglas.html
EUROPEAN UNION DX CONTEST
Hefst kl. 12:00 á laugardag 3. febrúar og lýkur kl. 12:00 á sunnudag 4. febrúar.
Keppnin fer fram á CW og SSB á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð stöðva í ESB löndum: RS(T) + ESB þjóðland (4 stafa kóði).
Skilaboð annarra: RS(T) + ITU svæði.
http://www.eudx-contest.com/rules/
F9AA CUP CONTEST
Hefst kl. 12:00 laugardag 3. febrúar og lýkur kl. 12:00 á sunnudag 4. febrúar.
Keppnin fer fram á morsi á 80, 40, 20, 15, 10 og 2 metrum.
Skilaboð: RST og raðnúmer.
https://www.site.urc.asso.fr/index.php/om-yl/concours/trophee-f9aa
Með ósk um gott gengi.
Stjórn ÍRA.
NÝTT CQ TF ER KOMIÐ ÚT
Ágætu félagsmenn!
Mér er ánægja að tilkynna um útkomu félagsblaðsins okkar CQ TF 1. tbl. 2024 í dag, 28. janúar.
Blaðið er vistað á stafrænu formi á heimasíðu félagsins og má sækja það af vefslóðinni hér að neðan.
Vefslóð: http://tinyurl.com/CQTF-2024-1
73 – TF3UA, ritstjóri CQ TF.
.
ANDRÉS TF1AM Í SKELJANESI 1. FEBRÚAR
Andrés Þórarinsson, TF1AM mætir í Skeljanes fimmtudagskvöldið 1. febrúar með erindið: „Heppilegar tíðnir á stuttbylgju til innanlandsfjarskipta“.
Viðamiklar rannsóknir hafa verið gerðar um allan heim um langt árabil á bestu tíðnum til fjarskipta, allt eftir vegalengd, tíma dag, árstíðum og fjölda sólbletta. Ein slík rannsóknarstöð var lengi staðsett í Gufunesi. Sagt verður m.a. frá niðurstöðunum og útskýrt hvernig þær geta hjálpað íslenskum radíóamatörum að hafa samband hvert á land sem er á hvaða tíma dags sem er.
Félagsmenn eru hvattir til að láta þetta efni ekki framhjá sér fara.
QSL stjóri verður búinn að tæma pósthólfið og raða kortum í hólfin. Kaffiveitingar.
Verið velkomin í Skeljanes!
Stjórn ÍRA.
.
FYRSTA DXCC SATELLITE VIÐURKENNINGIN
Líkt og skýrt var frá á þessum vettvangi 7. desember s.l., náði Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A þeim árangri að uppfylla kröfur fyrir útgáfu fyrstU DXCC Satellite viðurkenningarinnar á Íslandi.
Viðurkenningarskjalið sjálft hefur nú borist til Ara. Það var formlega gefið út 30. október, nr. 485 og er undirritað af forseta ARRL, Richard A. Roderick, K5UR.
Þetta er 14. DXCC viðurkenning Ara sem hafði þessar fyrir: DXCC Mixed, Phone, RTTY/Digital, 80M, 40M, 30M, 20M, 17M, 15M, 12M, 10M, DXCC Challenge og 5BDXCC.
Þess má geta, að aðeins 10 leyfishafar á Norðurlöndunum eru handhafar DXCC Satellite viðurkenningarinnar: Í Svíþjóð (6), Finnlandi (2), Noregi (1) og nú á Íslandi (1).
Innilegar hamingjuóskir til Ara með þennan frábæra árangur.
Stjórn ÍRA.
OPIÐ VAR Í SKELJANESI 25. JANÚAR
Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi var opin fimmtudaginn 25. janúar. Góðar umræður, menn hressir og TF3IRA var í loftinu á 14 MHz á morsi.
Sérstakur gestur okkar var Sergii Matlash, US5LB frá Úkraínu. Serge hefur verið búsettur á Suðurnesjum um nokkurra mánaða skeið. Hann er mikill áhugamaður um mors og færði félaginu að gjöf tvo morslykla. Annar er borðlykill og hinn er lykill af burðarstöð. Þetta eru lyklar í fullkomnu lagi sem gefa mjúka og örugga lyklun. Þakkir til Serge fyrir góða gjöf. Lyklunum verður fundinn staður í fjarskiptaherbergi TF3IRA.
Alls mættu 11 félagar og 1 gestur í Skeljanes þetta ágæta fimmtudagskvöld þrátt fyrir erfiða vetrarfærð í höfuðborginni.
Stjórn ÍRA.
OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 25. JANÚAR
Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 25. janúar fyrir félagsmenn og gesti frá kl. 20:00 til kl. 22:00.
Fundarsalur, fjarskiptaherbergi og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Góður félagsskapur og nýjustu amatörtímaritin.
Mathías Hagvaag, TF3MH QSL stjóri verður búinn að fara í pósthólfið, flokka kortasendingar og raða í hólfin. Kaffiveitingar.
Verið velkomin í Skeljanes!
Stjórn ÍRA.