Benedikt Sveinsson TF3CY stöðvarstjóri við stjórnvölinn á TF3IRA. Jón Þóroddur Jónsson TF3JA og Vilhjálmur Ívar Sigurjónsson TF3VS fylgjast með. Á myndinn má sjá (fyrir neðan hljóðnemann) Dell 19″ LCD borðskjá sem félaginu barst nýlega að gjöf. Ljósmynd: Óskar Sverrisson, TF3DC.
Síðari kynningin á gervihnattafjarskiptum á yfirstandandi vetrardagskrá fór fram í dag, 12. nóvember. Að sögn Benedikts Sveinssonar, TF3CY, gekk ekki vel að komast í samband að þessu sinni, en hlustað var m.a. eftir AO-7, AO-27, AO-51 og FO-29. Af þeim var AO-7 t.d. í skugga og ekki náðist í FO-29 vegna truflana. Ánægja var engu að síður með kynninguna, samanber meðfylgjandi tölvupóst frá félagsmanni: “Mjög áhugaverð kynning hjá Benedikt. Hluti af metnaðarfullriuppbyggingu félagsstöðvarinnar sem virðist á góðri leið”.
Þess má geta, að hugmyndin er að félagið festi kaup á „tracking” hugbúnaði af gerðinni Nova (NfW version 2.2c) sem mun koma í stað hugbúnaðarins sem fylgir með Ham Radio Deluxe (og notaður hefur verið hingað til). Innkaupsverð er tæplega 7 þúsund krónur. Tilkoma nýs “tracking” hugbúnaðar mun auðvelda öll fjarskipti frá stöðinni um gervihnetti.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2011-11-12 21:48:312017-03-29 21:49:29Gervihnattafjarskipti frá TF3IRA í dag
Myndin er af VHF og UHF loftnetum TF3IRA sem eru notuð til fjarskipta um gervihnetti ásamt öðrum búnaði stöðvarinnar. Formagnararnir eru í ljósa kassanum fyrir neðan rótorinn. Ljósmynd: Jón Svavarsson, TF3LMN.
Næsti viðburður á fyrri hluta vetrardagskrár félagsins 2011/2012 fer fram laugardaginn 12. nóvember kl. 14-17. Þá mun Benedikt Sveinsson, TF3CY, verða með kynningu á því hvernig DX-sambönd fara fram um gervitungl og býður upp á sýnikennslu frá félagsstöðinni, TF3IRA. Þetta er spennandi viðburður, þar sem langþráðu takmarki var náð í haust þegar stöðin varð loks að fullu QRV til fjarskipta af þessu tagi.
Viðburðurinn nú, er endurtekning á viðburði af sama tagi sem fram fór 22. október s.l. Að sögn Benedikts, voru þá höfð sambönd um þrjá hnetti, en sá tími sem gefst til fjarskipta er mismunandi og fer eftir því á hvernig braut þeir eru umhverfis jörðina. Bendikt sagði að AO-7 hafi t.d. verið inni í 20-25 mínútur. Á þeim tíma gefst tími til að hafa mörg sambönd hvort heldur er á morsi, tali eða stafrænum tegundum útgeislunar.
Stjórn Í.R.A. hvetur félagsmenn sem hafa í hyggju að koma sér upp búnaði til gervihnattafjarskipta eða hafa áhuga á fjarskiptum af þessu tagi að að koma á staðinn og kynna sér af eign raun hvernig búnaðurinn virkar og hvernig fjarskiptin fara fram.
____________
Stutt yfirlit yfir gervihnattabúnað TF3IRA:
(1) VHF/UHF hringpóluð Yagi loftnet frá M2. VHF loftnetið er af 2MCP14 gerð; 14 staka með 10.2 dBdc ávinningi. UHF loftnetið er af 436CP30 gerð; 30 staka með 14.15 dBdc ávinningi. (2) Rótor er frá Yaesu af G-5400B gerð, sambyggður fyrir lóðréttar og láréttar stillingar. Með honum fylgir fjölstillikassi (e. Elevation Azimuth Dual Controller) stýranlegur frá tölvu. (3) VHF og UHF formagnarar eru frá SSB-Electronic GmbH. Mögnun er 20 dB/0,8 dB suðhlutfall á VHF og 20 dB/0,9 dB suð-hlutfall á UHF. (4) Kenwood TS-2000 sendi-/móttökustöð félagsins er notuð til fjarskipta um gervitungl. Hún er 100W á 144-146 MHz og 50W á 430-440 MHz.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2011-11-07 21:47:052017-03-29 21:48:23Fjarskipti um gervitungl frá TF3IRA
Myndin er af heimasmíðuðum 100W mors sendi André V. Kestleloot, N4ICK, sem vinnur í 500 kHz tíðnisviðinu.
Auknar líkur eru nú á að nýtt 600 metra amatörband í tíðnisviðinu 472-480 kHz verði að veruleika á WRC-12 tíðni-
ráðstefnunni sem haldin verður í Genf í byrjun næsta árs.
Skýrt var frá stöðu þessa máls (eins og það stóð þá) á þessum vettvangi þann 5. október s.l. Nú er því við að bæta,
að á fundi undirbúningsnefndar CEPT ríkjanna 48 sem haldinn var dagana 1.-4. nóvember s.l., var samþykkt samhljóða
að mæla með úthlutun þessa 8 kHz bands til radíóamatöra á WRC-12 ráðstefnunni samkvæmt svokallaðri “ECP sam-
þykkt” (European Common Proposal). Staða þessa máls í dag er því sú að tryggt hefur verið að tillagan um nýtt amatör-
band á 600 metrum verður tekin á dagskrá á WRC-12.
Það var Colin Thomas, G3PSM, sem var í forsvari fyrir málið f.h. IARU Svæðis 1 á undirbúningsfundinum sem lauk í gær
í Ungverjalandi. Þess má geta að Colin er jafnframt stjórnarmaður í framkvæmdanefnd Svæðis 1.
_______________
Rifja má upp, að íslenskir leyfishafar fengu fyrst heimild til að vinna á 600 metrum (á víkjandi grundvelli) 19. febrúar 2010,
út það ár. Heimildin var síðan endurnýjuð þann 13. desember 2010 og gildir hún út árið 2012. Heimilað tíðnisvið er 493-
510 kHz. Nánari umfjöllun um 600 metra bandið má sjá í 1. tbl. CQ TF 2011 (bls. 26).
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2011-11-05 21:43:312017-03-29 21:44:34Auknar líkur á nýju 600 metra amatörbandi
Hustler G6-144B loftnetið sem tengt er við TF1RPB. Ljósmynd: TF3WS.
Endurvarpsstöð félagsins í Bláfjöllum, TF1RPB, hefur verið úti í nokkurn tíma. Ástæða þess er, að stagfesta fyrir burðarstaur loftnetsins við stöðina mun hafa gefið sig og hann fallið til jarðar. Staurinn mun þó hafa fallið á “réttu” hliðina, þ.e. þannig að loftnetið er óskemmt.
Að sögn Þórs Þórissonar, TF3GW, kom þetta í ljós þegar Guðmundur Sigurðsson, TF3GS, fór á staðinn í byrjun vikunnar. Þess má geta til viðbótar, að þannig háttar til að ekkert undirlendi er á staðnum og var staurinn festur á stálplötu sem var boruð ofan í klöppina og sáu stögin þannig alfarið um að halda honum lóðréttum (sbr. meðfylgjandi ljósmynd).
Þegar þessar línur eru skrifaðar eru unnið að því að gera TF1RPB QRV á ný. Vonir standa til að það takist innan tíðar, a.m.k. til bráðabirgða. Stjórn Í.R.A. þakkar aðkomu þeirra Guðmundar Sigurðssonar TF3GS, Þórs Þórissonar, TF3GW og Sigurðar Harðarsonar, TF3WS að málinu.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2011-11-05 21:42:332017-03-29 21:43:24Sendingar frá TF1RPB liggja niðri
Guðmundur Löve TF3GL útskýrði vel hversu auðvelt er að gefa sér mismunandi forsendur í EZNEC forritinu.
Guðmundur Löve, TF3GL, flutti fróðlegt erindi í félagsaðstöðu Í.R.A. við Skeljanes fimmtudaginn 3. nóvember.
Hann sagði frá og útskýrði tölvuforritið EZNEC sem “hermir” eftir virkan loftneta. Hann fór vel yfir virkni forritsins með því
að taka dæmi um nokkrar grunngerðir loftneta, s.s. tvípóla, lóðréttra stangarneta, Windom neta o.fl.
Guðmundur sýndi m.a. áhrif fjarlægðar yfir mismunandi leiðandi jörð, áhrif staðsetningar (bæði fyrir lóðréttar stangir og
tvípóla) og ræddi m.a. mismunandi fjölda radíala samanborið við staðsetningu stangarnets á húsþaki.
Að sögn Guðmundar eru fleiri forrit eru aðgengileg radíóamatörum sem herma eftir virkni loftneta, en EZNEC hefur náð
hvað mestri útbreiðslu, sem er vel skiljanlegt eftir að hafa séð hversu aðgengilegt forritið er og þá möguleika sem það
býður. Höfundur EZNEC er Roy W. Lewallen, W7EL. Á þriðja tug félagsmanna hlýddu á erindið.
Stjórn Í.R.A. þakkar Guðmundi Löve, TF3GL, fyrir vel heppnaða og áhugaverða kvöldstund. Ennfremur Ara Þórólfi fyrir
heimabakaða kaffimeðlætið.
Guðmundur sýndi m.a. niðurstöðu EZNEC fyrir ýmis stangarloftnet og útskýrði niðurstöðurnar síðan nánar á töflu.
Baldvin Þórarinsson TF3-033 og Bjarni Sverrisson TF3GB. Bjarni spurði Guðmund m.a. um “V” loftnet á hvolfi.
Smári TF8SM og Guðjón Helgi TF3WO voru áhugasamir um mismunandi útfærslur loftneta fyrir TF8SDR.
Í kaffihléi. Haraldur Þórðarson TF3HP Jón Gunnar Harðarson TF3PPN og Guðmundur Ingi Hjálmtýsson TF3IG.
Ari Þór Jóhannesson TF3ARI og Kjartan H. Bjarnason TF3BJ skoða nýjar VHF/UHF handstöðvar í fundarhléi.
Guðmundur Löve, TF3GL, flytur fimmtudagserindið á vetrardagskrá félagsins í þessari viku, þann 3. nóvember n.k.
Hann mun segja frá og halda fræðsluerindi um EZNEC forritið. Nokkur forrit eru til sem herma eftir loftnetum, en óhætt er að segja
að EZNEC hefur í seinni tíð náð töluverðri útbreiðslu. Erindi Guðmundar hefst kl. 20:30 í félagsaðstöðu Í.R.A. við Skeljanes.
Virkni EZNEC verður kynnt með því að fara gegnum nokkrar grunngerðir loftneta, en áhugasamir geta sent óskir eða ábendingar
um tiltekin viðfangsefni til Guðmundar í tölvupósti.
Stjórn Í.R.A. hvetur félagsmenn til að fjölmenna. Kaffiveitingar verða í boði félagssjóðs.
_____________
EZNEC loftnetaforritið var hannað af Roy W. Lewallen, W7EL. Hann var viðtakandi „Technical Excellence Award” á Dayton
sýningunni í Ohio í Bandaríkjunum í maí 2011. Hér á eftir fylgir umsögn dómnefndar:
Technical Excellence – Our Technical Achievement Award winner is Roy W. Lewallen, W7EL. Roy has been an amateur radio
operator since 1957. He is now best known for developing EZNEC antenna analysis software, introducing its predecessor
ELNEC in 1990. EZNEC and EZNEC+ are powerful but very easy-to-use programs for modeling and analyzing nearly any kind
of antenna in its actual operating environment. Continually sharing his expertise with the amateur community, Roy has written
numerous articles for QST, and contributed to other ARRL publications including the ARRL Antenna Book. These articles touch
on just all subject matter on antennas, feed lines and related subjects. Roy works as an electronics engineering consultant and
enjoys Field Day, backpacking, cross country skiing, and flying his Cessna 150.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2011-10-31 13:59:172017-03-29 14:00:09Guðmundur TF3GL verður með fimmtudagserindið
Októberhefti félagsblaðs ÍRA, CQ TF, er komið út. Félagsmenn geta sótt blaðið á vef félagsins á slóðinni http://www.ira.is/cq-tf/, velja árið 2011 neðst á síðunni og smella svo á blaðið (nauðsynlegt er að vera loggaður inn á vefinn).
Athugið að nýjustu blöðin eru aðeins aðgengileg skuldlausum félagsmönnum. Hafið samband við gjaldkera ( gjaldkeri@ira.is ) ef þarf.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00Kristinn Andersenhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngKristinn Andersen2011-10-30 13:58:152017-03-29 13:59:08CQ TF októberheftið komið út
Vilhjálmur Þór Kjartansson TF3DX var með afar vel heppnað fimmtudagserindi 27. október.
Vilhjálmur Þór Kjartansson, TF3DX, flutti áhugavert og vel heppnað fimmtudagserindi í Skeljanesi í gær, 27. október, sem hann nefndi “Merki og mótun”. Erindið byggir á fyrirlestrum sem hann flutti vorið 2011 fyrir nemendur á námskeiði félagsins til amatörprófs.
Vilhjálmur kynnti erindið þannig: “…að hugmyndin væri að leggja grunn hjá þeim sem skemmra væru komnir um leið og efnið væri hugsað til að gagnast þeim sem væru farnir að pæla dýpra”. Þetta gekk eftir enda efnið vel fram sett og skemmtilega flutt.
Minnst var á bandbeidd morsmerkja út frá AM með kassabylgju (..didididi..) þar sem grunntíðnin er jöfn sendihraðanum í stöfum á mínútu deilt með 12. Í lokin var lauslega drepið á stillingu SSB senda og nauðsyn þess að skoða merkið í góðri bandbreidd, ekki eftir að það hefur farið um þrönga síu í “góðu” viðtæki. Miklar umræður urðu á eftir og var fundi ekki slitið fyrr en kl. 22:30. Alls sóttu á þriðja tug félagsmanna erindið.
Stjórn Í.R.A. þakkar Vilhjálmi Þór Kjartanssyni, TF3DX, fyrir framlag hans, Jóni Svavarssyni, TF3LMN, fyrir myndatöku og Ara Þórólfi Jóhannessyni, TF3ARI, fyrir kaffimeðlætið.
Vilhjálmur fjallaði m.a. um mikilvægi þess að stilla sendi rétt út á SSB”.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2011-10-28 12:41:322017-07-25 12:43:35Vilhjálmur TF3DX fór á kostum í Skeljanesi
Póst- og fjarskiptastofnun kynnti á vef sínum í dag, 27. október, um drög að nýrri fjarskiptaáætlun sem eru til umsagnar hjá innanríkisráðuneytinu, en ráðherra hefur ákveðið að leggja nýja fjarskiptaáætlun fyrir Alþingi á 140. löggjafarþingi nú í haust. Verkefnið var unnið í innanríkisráðuneytinu með aðkomu Póst- og fjarskiptastofnunar, auk vinnuhópa úr stjórnkerfinu í umsjón verkefnisstjórnar um endurskoðun fjarskiptaáætlunar.
Hluti framsettra draga varða radíóamatöra, sem skilgreinda fjarskiptaþjónustu, en drögin hafa að öðru leyti mjög víðtæka skírskotun. Frestur til að skila inn athugasemdum er til og með 10. nóvember n.k. Stjórn Í.R.A. mun fjalla um drögin á fundi sínum þann 3. nóvember nk. Sjá nánar meðfylgjandi texta sem fenginn er á heimasíðu ráðuneytisins:
____________
Innanríkisráðherra hefur ákveðið að leggja nýja fjarskiptaáætlun fyrir Alþingi á 140. löggjafarþingi nú í haust. Verkefnið var unnið í ráðuneytinu með aðkomu Póst- og fjarskiptastofnunar, auk vinnuhópa úr stjórnkerfinu í umsjón verkefnisstjórnar um endurskoðun fjarskiptaáætlunar.
Hér á vefnum er að finna drög að þingsályktun um tólf ára fjarskiptaáætlun og drög að fjögurra ára framkvæmdaáætlun. Fjarskiptaáætlun mun ná til sama tímabils og samgönguáætlun, þ.e. tólf ára stefnumótunar auk fjögurra ára framkvæmdaáætlunar. Efnistökum áætlunarinnar er ætlað að vera víðtækari en í fyrri fjarskiptaáætlun sem gilti fyrir árin 2005-2010 og er meðal annars fjallað um póstmál, rafræn samskipti, stafræna miðlun og samspil allra þessara málaflokka. Grundvallarmarkmið fjarskiptaáætlunar verða hliðstæð markmiðum samgönguáætlunar sem ásamt samræmdum tímasetningum greiða fyrir samþættingu við hana. Þessi markmið eru.
Aðgengileg og greið fjarskipti Hagkvæm og skilvirk fjarskipti Umhverfisvæn fjarskipti Örugg fjarskipti.
Innanríkisráðuneytið auglýsir hér með þingsályktun um tólf ára fjarskiptaáætlun fyrir árin 2011-2022 og þingsályktun (framkvæmdaáætlun) til fjögurra ára frá 2011-2014. Frestur til að skila inn athugasemdum er til og með 10. nóvember 2011. Athugasemdir skal senda bréfleiðis á innanríkisráðuneytið, Sölvhólsgötu 7, 150 Reykjavík eða með tölvupósti á netfangið postur@irr.is.
____________
Vefslóð fyrir drög að þingsályktun um fjarskiptaáætlun fyrir 2011-2014 og fjarskiptaáætlun 2011-2022:
Í samtali við Ara Þórólf Jóhannesson, TF3ARI, á þriðjudag (25. október) kom m.a. fram, að þeir Sigurður Smári Hreinsson, TF8SM, hafi sett upp Windom loftnet (í stað eldra LW loftnets) til viðtöku merkja suður á Garðskaga um s.l. helgi. Truflanir í viðtöku eru þó enn í ca. S5 á mæli og á eftir að finna upptök þeirra. Ari sagði, að búið væri að skipta um viðskiptaaðila fyrir nettengingu en nýlega var gerður samningur við Nova. Þá hefur verið sett upp loftnet fyrir TF8SDR á 2 metra bandinu sem það var til á staðanum. Um er að ræða 5/8-? loftnet sem áður hefur líklega verið notað fyrir radíóvita á vegum félagsins þar á staðnum.
Í ljósi ábendinga þess efnis, að „packet” merki hafa verið send út á vegum Í.R.A. undir kallmerkinu TF3NOS í gegnum tíðina á tíðninni á 144.650 MHz (sem TF8SDR hafði fengið úthlutað) hafði stjórn félagins frumkvæði að því að hafa samband við Ara, með tillögu um nýja tíðni í stað þeirrar fyrrnefndu. Félagið gerði tillögu um tíðnina 144.550 MHz og gerði hann ekki athugasemdir við það. Í framhaldi var erindi sent til Póst- og fjarskiptastofnunar með ósk um úthlutun á 144.550 MHz fyrir TF8SDR. Erindi barst frá stofnuninni í dag (26. október) það sem það mál gekk eftir. Ari sagði, að hugmyndin væri að hefja 2 metra sendingarnar með merkjum af 3637 kHz jafnvel um komandi helgi eða strax og aðstæður leyfa.
Stjórn Í.R.A. þakkar Ara gott samstarf og óskar honum góðs gengis með áhugavert verkefni.
Mælingahús háloftadeildar Raunvísindastofnunar H.Í. í Leirvogi. Mælingar hafa verið gerðar frá árinu 1957.
Miklar truflanir eru í segulsviðinu um þessar mundir. Þær hófust í gær (24. október) um kl. 18:30, sbr. meðfylgjandi línurit. Á línuritunum
hér fyrir neðan má sjá stöðuna kl. 09 í morgun (25. október). Spáin er þess efnis að truflanir haldi áfram í dag og að ójafnvægis muni
gæta jafnvel fram á fimmtudag (27. október).
Efsta ritið (Z) sýnir styrkleika segulsviðs jarðar í stefnu lóðrétt niður, næsta línurit (H) sýnir láréttan styrkleika sviðsins og neðsta línuritið
(D) sýnir áttavitastefnuna. Z og H eru sýnd í einingunum nanotesla (nT), en D er sýnt í gráðum sem reiknast sólarsinnis frá norðri
um austur upp í 360°. Ef D er t.d. 346° merkir það að misvísun áttavitans í Leirvogi er 346° til austurs eða 14° til vesturs (360-346=14).
Meðalmisvísun á Reykjavíkursvæðinu er um 2° meiri til vesturs og væri þá um 16° V í þessu dæmi.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2011-10-25 13:54:452017-03-29 13:55:37Truflanir í segulsviðinu
Vilhjálmur Þór Kjartansson, TF3DX, flytur fimmtudagserindið á vetrardagskrá félagsins í þessari viku, þann 27. október n.k. Umræðuefnið er „Merki og mótun” og byggir á kennsluefni sem hann útbjó fyrir námskeið Í.R.A. til amatörprófs s.l. vor.
Það er vaxandi gróska í merkjafræðilegri þróun amatörfjarskipta, og því heppilegra að leggja fremur áherslu á grunnhugmyndir þeirra fræða en sögulega röð mótunaraðferða. Vilhjálmur mun t.d. útskýra DSB-SC (e. double sideband, suppressed carrier) á undan AM, en ekki öfugt, eins flestir hafa alist upp við til þessa.
Stjórn Í.R.A. hvetur félagsmenn til að fjölmenna. Kaffiveitingar verða í boði félagssjóðs.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2011-10-24 13:53:572017-03-29 13:54:37Vilhjálmur TF3DX verður með fimmtudagserindið
Gervihnattafjarskipti frá TF3IRA í dag
Benedikt Sveinsson TF3CY stöðvarstjóri við stjórnvölinn á TF3IRA. Jón Þóroddur Jónsson TF3JA og Vilhjálmur Ívar Sigurjónsson TF3VS fylgjast með. Á myndinn má sjá (fyrir neðan hljóðnemann) Dell 19″ LCD borðskjá sem félaginu barst nýlega að gjöf. Ljósmynd: Óskar Sverrisson, TF3DC.
Síðari kynningin á gervihnattafjarskiptum á yfirstandandi vetrardagskrá fór fram í dag, 12. nóvember. Að sögn Benedikts Sveinssonar, TF3CY, gekk ekki vel að komast í samband að þessu sinni, en hlustað var m.a. eftir AO-7, AO-27, AO-51 og FO-29. Af þeim var AO-7 t.d. í skugga og ekki náðist í FO-29 vegna truflana. Ánægja var engu að síður með kynninguna, samanber meðfylgjandi tölvupóst frá félagsmanni: “Mjög áhugaverð kynning hjá Benedikt. Hluti af metnaðarfullri uppbyggingu félagsstöðvarinnar sem virðist á góðri leið”.
Þess má geta, að hugmyndin er að félagið festi kaup á „tracking” hugbúnaði af gerðinni Nova (NfW version 2.2c) sem mun koma í stað hugbúnaðarins sem fylgir með Ham Radio Deluxe (og notaður hefur verið hingað til). Innkaupsverð er tæplega 7 þúsund krónur. Tilkoma nýs “tracking” hugbúnaðar mun auðvelda öll fjarskipti frá stöðinni um gervihnetti.
Fjarskipti um gervitungl frá TF3IRA
Myndin er af VHF og UHF loftnetum TF3IRA sem eru notuð til fjarskipta um gervihnetti ásamt öðrum búnaði stöðvarinnar. Formagnararnir eru í ljósa kassanum fyrir neðan rótorinn. Ljósmynd: Jón Svavarsson, TF3LMN.
Næsti viðburður á fyrri hluta vetrardagskrár félagsins 2011/2012 fer fram laugardaginn 12. nóvember kl. 14-17. Þá mun Benedikt Sveinsson, TF3CY, verða með kynningu á því hvernig DX-sambönd fara fram um gervitungl og býður upp á sýnikennslu frá félagsstöðinni, TF3IRA. Þetta er spennandi viðburður, þar sem langþráðu takmarki var náð í haust þegar stöðin varð loks að fullu QRV til fjarskipta af þessu tagi.
Viðburðurinn nú, er endurtekning á viðburði af sama tagi sem fram fór 22. október s.l. Að sögn Benedikts, voru þá höfð sambönd um þrjá hnetti, en sá tími sem gefst til fjarskipta er mismunandi og fer eftir því á hvernig braut þeir eru umhverfis jörðina. Bendikt sagði að AO-7 hafi t.d. verið inni í 20-25 mínútur. Á þeim tíma gefst tími til að hafa mörg sambönd hvort heldur er á morsi, tali eða stafrænum tegundum útgeislunar.
Stjórn Í.R.A. hvetur félagsmenn sem hafa í hyggju að koma sér upp búnaði til gervihnattafjarskipta eða hafa áhuga á fjarskiptum af þessu tagi að að koma á staðinn og kynna sér af eign raun hvernig búnaðurinn virkar og hvernig fjarskiptin fara fram.
____________
Stutt yfirlit yfir gervihnattabúnað TF3IRA:
(1) VHF/UHF hringpóluð Yagi loftnet frá M2. VHF loftnetið er af 2MCP14 gerð; 14 staka með 10.2 dBdc ávinningi. UHF loftnetið er af 436CP30 gerð; 30 staka með 14.15 dBdc ávinningi. (2) Rótor er frá Yaesu af G-5400B gerð, sambyggður fyrir lóðréttar og láréttar stillingar. Með honum fylgir fjölstillikassi (e. Elevation Azimuth Dual Controller) stýranlegur frá tölvu. (3) VHF og UHF formagnarar eru frá SSB-Electronic GmbH. Mögnun er 20 dB/0,8 dB suðhlutfall á VHF og 20 dB/0,9 dB suð-hlutfall á UHF. (4) Kenwood TS-2000 sendi-/móttökustöð félagsins er notuð til fjarskipta um gervitungl. Hún er 100W á 144-146 MHz og 50W á 430-440 MHz.
Auknar líkur á nýju 600 metra amatörbandi
Myndin er af heimasmíðuðum 100W mors sendi André V. Kestleloot, N4ICK, sem vinnur í 500 kHz tíðnisviðinu.
Auknar líkur eru nú á að nýtt 600 metra amatörband í tíðnisviðinu 472-480 kHz verði að veruleika á WRC-12 tíðni-
ráðstefnunni sem haldin verður í Genf í byrjun næsta árs.
Skýrt var frá stöðu þessa máls (eins og það stóð þá) á þessum vettvangi þann 5. október s.l. Nú er því við að bæta,
að á fundi undirbúningsnefndar CEPT ríkjanna 48 sem haldinn var dagana 1.-4. nóvember s.l., var samþykkt samhljóða
að mæla með úthlutun þessa 8 kHz bands til radíóamatöra á WRC-12 ráðstefnunni samkvæmt svokallaðri “ECP sam-
þykkt” (European Common Proposal). Staða þessa máls í dag er því sú að tryggt hefur verið að tillagan um nýtt amatör-
band á 600 metrum verður tekin á dagskrá á WRC-12.
Það var Colin Thomas, G3PSM, sem var í forsvari fyrir málið f.h. IARU Svæðis 1 á undirbúningsfundinum sem lauk í gær
í Ungverjalandi. Þess má geta að Colin er jafnframt stjórnarmaður í framkvæmdanefnd Svæðis 1.
_______________
Rifja má upp, að íslenskir leyfishafar fengu fyrst heimild til að vinna á 600 metrum (á víkjandi grundvelli) 19. febrúar 2010,
út það ár. Heimildin var síðan endurnýjuð þann 13. desember 2010 og gildir hún út árið 2012. Heimilað tíðnisvið er 493-
510 kHz. Nánari umfjöllun um 600 metra bandið má sjá í 1. tbl. CQ TF 2011 (bls. 26).
Vefslóð með upplýsingum um 100W sendi André, N4ICK: http://www.500kc.com/N4ICK/index.htm
Sendingar frá TF1RPB liggja niðri
Hustler G6-144B loftnetið sem tengt er við TF1RPB. Ljósmynd: TF3WS.
Endurvarpsstöð félagsins í Bláfjöllum, TF1RPB, hefur verið úti í nokkurn tíma. Ástæða þess er, að stagfesta fyrir burðarstaur loftnetsins við stöðina mun hafa gefið sig og hann fallið til jarðar. Staurinn mun þó hafa fallið á “réttu” hliðina, þ.e. þannig að loftnetið er óskemmt.
Að sögn Þórs Þórissonar, TF3GW, kom þetta í ljós þegar Guðmundur Sigurðsson, TF3GS, fór á staðinn í byrjun vikunnar. Þess má geta til viðbótar, að þannig háttar til að ekkert undirlendi er á staðnum og var staurinn festur á stálplötu sem var boruð ofan í klöppina og sáu stögin þannig alfarið um að halda honum lóðréttum (sbr. meðfylgjandi ljósmynd).
Þegar þessar línur eru skrifaðar eru unnið að því að gera TF1RPB QRV á ný. Vonir standa til að það takist innan tíðar, a.m.k. til bráðabirgða. Stjórn Í.R.A. þakkar aðkomu þeirra Guðmundar Sigurðssonar TF3GS, Þórs Þórissonar, TF3GW og Sigurðar Harðarsonar, TF3WS að málinu.
Vel heppnað fimmtudagserindi TF3GL
Guðmundur Löve TF3GL útskýrði vel hversu auðvelt er að gefa sér mismunandi forsendur í EZNEC forritinu.
Guðmundur Löve, TF3GL, flutti fróðlegt erindi í félagsaðstöðu Í.R.A. við Skeljanes fimmtudaginn 3. nóvember.
Hann sagði frá og útskýrði tölvuforritið EZNEC sem “hermir” eftir virkan loftneta. Hann fór vel yfir virkni forritsins með því
að taka dæmi um nokkrar grunngerðir loftneta, s.s. tvípóla, lóðréttra stangarneta, Windom neta o.fl.
Guðmundur sýndi m.a. áhrif fjarlægðar yfir mismunandi leiðandi jörð, áhrif staðsetningar (bæði fyrir lóðréttar stangir og
tvípóla) og ræddi m.a. mismunandi fjölda radíala samanborið við staðsetningu stangarnets á húsþaki.
Að sögn Guðmundar eru fleiri forrit eru aðgengileg radíóamatörum sem herma eftir virkni loftneta, en EZNEC hefur náð
hvað mestri útbreiðslu, sem er vel skiljanlegt eftir að hafa séð hversu aðgengilegt forritið er og þá möguleika sem það
býður. Höfundur EZNEC er Roy W. Lewallen, W7EL. Á þriðja tug félagsmanna hlýddu á erindið.
Stjórn Í.R.A. þakkar Guðmundi Löve, TF3GL, fyrir vel heppnaða og áhugaverða kvöldstund. Ennfremur Ara Þórólfi fyrir
heimabakaða kaffimeðlætið.
Guðmundur sýndi m.a. niðurstöðu EZNEC fyrir ýmis stangarloftnet og útskýrði niðurstöðurnar síðan nánar á töflu.
Baldvin Þórarinsson TF3-033 og Bjarni Sverrisson TF3GB. Bjarni spurði Guðmund m.a. um “V” loftnet á hvolfi.
Smári TF8SM og Guðjón Helgi TF3WO voru áhugasamir um mismunandi útfærslur loftneta fyrir TF8SDR.
Í kaffihléi. Haraldur Þórðarson TF3HP Jón Gunnar Harðarson TF3PPN og Guðmundur Ingi Hjálmtýsson TF3IG.
Ari Þór Jóhannesson TF3ARI og Kjartan H. Bjarnason TF3BJ skoða nýjar VHF/UHF handstöðvar í fundarhléi.
Guðmundur TF3GL verður með fimmtudagserindið
Guðmundur Löve, TF3GL.
Guðmundur Löve, TF3GL, flytur fimmtudagserindið á vetrardagskrá félagsins í þessari viku, þann 3. nóvember n.k.
Hann mun segja frá og halda fræðsluerindi um EZNEC forritið. Nokkur forrit eru til sem herma eftir loftnetum, en óhætt er að segja
að EZNEC hefur í seinni tíð náð töluverðri útbreiðslu. Erindi Guðmundar hefst kl. 20:30 í félagsaðstöðu Í.R.A. við Skeljanes.
Virkni EZNEC verður kynnt með því að fara gegnum nokkrar grunngerðir loftneta, en áhugasamir geta sent óskir eða ábendingar
um tiltekin viðfangsefni til Guðmundar í tölvupósti.
Stjórn Í.R.A. hvetur félagsmenn til að fjölmenna. Kaffiveitingar verða í boði félagssjóðs.
_____________
EZNEC loftnetaforritið var hannað af Roy W. Lewallen, W7EL. Hann var viðtakandi „Technical Excellence Award” á Dayton
sýningunni í Ohio í Bandaríkjunum í maí 2011. Hér á eftir fylgir umsögn dómnefndar:
Technical Excellence – Our Technical Achievement Award winner is Roy W. Lewallen, W7EL. Roy has been an amateur radio
operator since 1957. He is now best known for developing EZNEC antenna analysis software, introducing its predecessor
ELNEC in 1990. EZNEC and EZNEC+ are powerful but very easy-to-use programs for modeling and analyzing nearly any kind
of antenna in its actual operating environment. Continually sharing his expertise with the amateur community, Roy has written
numerous articles for QST, and contributed to other ARRL publications including the ARRL Antenna Book. These articles touch
on just all subject matter on antennas, feed lines and related subjects. Roy works as an electronics engineering consultant and
enjoys Field Day, backpacking, cross country skiing, and flying his Cessna 150.
Vefsíða til upplýsingar um EZNEC forritið: http://www.eznec.com/
CQ TF októberheftið komið út
Októberhefti félagsblaðs ÍRA, CQ TF, er komið út. Félagsmenn geta sótt blaðið á vef félagsins á slóðinni http://www.ira.is/cq-tf/, velja árið 2011 neðst á síðunni og smella svo á blaðið (nauðsynlegt er að vera loggaður inn á vefinn).
Athugið að nýjustu blöðin eru aðeins aðgengileg skuldlausum félagsmönnum. Hafið samband við gjaldkera ( gjaldkeri@ira.is ) ef þarf.
Njótið lestrarins!
73 – Kiddi, TF3KX / ritstjóri CQ TF
Vilhjálmur TF3DX fór á kostum í Skeljanesi
Vilhjálmur Þór Kjartansson TF3DX var með afar vel heppnað fimmtudagserindi 27. október.
Vilhjálmur Þór Kjartansson, TF3DX, flutti áhugavert og vel heppnað fimmtudagserindi í Skeljanesi í gær, 27. október, sem hann nefndi “Merki og mótun”. Erindið byggir á fyrirlestrum sem hann flutti vorið 2011 fyrir nemendur á námskeiði félagsins til amatörprófs.
Vilhjálmur kynnti erindið þannig: “…að hugmyndin væri að leggja grunn hjá þeim sem skemmra væru komnir um leið og efnið væri hugsað til að gagnast þeim sem væru farnir að pæla dýpra”. Þetta gekk eftir enda efnið vel fram sett og skemmtilega flutt.
Minnst var á bandbeidd morsmerkja út frá AM með kassabylgju (..didididi..) þar sem grunntíðnin er jöfn sendihraðanum í stöfum á mínútu deilt með 12. Í lokin var lauslega drepið á stillingu SSB senda og nauðsyn þess að skoða merkið í góðri bandbreidd, ekki eftir að það hefur farið um þrönga síu í “góðu” viðtæki. Miklar umræður urðu á eftir og var fundi ekki slitið fyrr en kl. 22:30. Alls sóttu á þriðja tug félagsmanna erindið.
Stjórn Í.R.A. þakkar Vilhjálmi Þór Kjartanssyni, TF3DX, fyrir framlag hans, Jóni Svavarssyni, TF3LMN, fyrir myndatöku og Ara Þórólfi Jóhannessyni, TF3ARI, fyrir kaffimeðlætið.
Vilhjálmur fjallaði m.a. um mikilvægi þess að stilla sendi rétt út á SSB”.
Fjarskiptaáætlun 2011-2014 og 2011-2022
Póst- og fjarskiptastofnun kynnti á vef sínum í dag, 27. október, um drög að nýrri fjarskiptaáætlun sem eru til umsagnar hjá innanríkisráðuneytinu, en ráðherra hefur ákveðið að leggja nýja fjarskiptaáætlun fyrir Alþingi á 140. löggjafarþingi nú í haust. Verkefnið var unnið í innanríkisráðuneytinu með aðkomu Póst- og fjarskiptastofnunar, auk vinnuhópa úr stjórnkerfinu í umsjón verkefnisstjórnar um endurskoðun fjarskiptaáætlunar.
Hluti framsettra draga varða radíóamatöra, sem skilgreinda fjarskiptaþjónustu, en drögin hafa að öðru leyti mjög víðtæka skírskotun. Frestur til að skila inn athugasemdum er til og með 10. nóvember n.k. Stjórn Í.R.A. mun fjalla um drögin á fundi sínum þann 3. nóvember nk. Sjá nánar meðfylgjandi texta sem fenginn er á heimasíðu ráðuneytisins:
____________
Innanríkisráðherra hefur ákveðið að leggja nýja fjarskiptaáætlun fyrir Alþingi á 140. löggjafarþingi nú í haust. Verkefnið var unnið í ráðuneytinu með aðkomu Póst- og fjarskiptastofnunar, auk vinnuhópa úr stjórnkerfinu í umsjón verkefnisstjórnar um endurskoðun fjarskiptaáætlunar.
Hér á vefnum er að finna drög að þingsályktun um tólf ára fjarskiptaáætlun og drög að fjögurra ára framkvæmdaáætlun. Fjarskiptaáætlun mun ná til sama tímabils og samgönguáætlun, þ.e. tólf ára stefnumótunar auk fjögurra ára framkvæmdaáætlunar. Efnistökum áætlunarinnar er ætlað að vera víðtækari en í fyrri fjarskiptaáætlun sem gilti fyrir árin 2005-2010 og er meðal annars fjallað um póstmál, rafræn samskipti, stafræna miðlun og samspil allra þessara málaflokka. Grundvallarmarkmið fjarskiptaáætlunar verða hliðstæð markmiðum samgönguáætlunar sem ásamt samræmdum tímasetningum greiða fyrir samþættingu við hana. Þessi markmið eru.
Aðgengileg og greið fjarskipti
Hagkvæm og skilvirk fjarskipti
Umhverfisvæn fjarskipti
Örugg fjarskipti.
Innanríkisráðuneytið auglýsir hér með þingsályktun um tólf ára fjarskiptaáætlun fyrir árin 2011-2022 og þingsályktun (framkvæmdaáætlun) til fjögurra ára frá 2011-2014. Frestur til að skila inn athugasemdum er til og með 10. nóvember 2011. Athugasemdir skal senda bréfleiðis á innanríkisráðuneytið, Sölvhólsgötu 7, 150 Reykjavík eða með tölvupósti á netfangið postur@irr.is.
____________
Vefslóð fyrir drög að þingsályktun um fjarskiptaáætlun fyrir 2011-2014 og fjarskiptaáætlun 2011-2022:
http://www.innanrikisraduneyti.is/frettir/nr/27320
Ný tíðni fyrir TF8SDR, 144.550 MHz
Ari Þór Jóhannesson, TF3ARI.
Í samtali við Ara Þórólf Jóhannesson, TF3ARI, á þriðjudag (25. október) kom m.a. fram, að þeir Sigurður Smári Hreinsson, TF8SM, hafi sett upp Windom loftnet (í stað eldra LW loftnets) til viðtöku merkja suður á Garðskaga um s.l. helgi. Truflanir í viðtöku eru þó enn í ca. S5 á mæli og á eftir að finna upptök þeirra. Ari sagði, að búið væri að skipta um viðskiptaaðila fyrir nettengingu en nýlega var gerður samningur við Nova. Þá hefur verið sett upp loftnet fyrir TF8SDR á 2 metra bandinu sem það var til á staðanum. Um er að ræða 5/8-? loftnet sem áður hefur líklega verið notað fyrir radíóvita á vegum félagsins þar á staðnum.
Í ljósi ábendinga þess efnis, að „packet” merki hafa verið send út á vegum Í.R.A. undir kallmerkinu TF3NOS í gegnum tíðina á tíðninni á 144.650 MHz (sem TF8SDR hafði fengið úthlutað) hafði stjórn félagins frumkvæði að því að hafa samband við Ara, með tillögu um nýja tíðni í stað þeirrar fyrrnefndu. Félagið gerði tillögu um tíðnina 144.550 MHz og gerði hann ekki athugasemdir við það. Í framhaldi var erindi sent til Póst- og fjarskiptastofnunar með ósk um úthlutun á 144.550 MHz fyrir TF8SDR. Erindi barst frá stofnuninni í dag (26. október) það sem það mál gekk eftir. Ari sagði, að hugmyndin væri að hefja 2 metra sendingarnar með merkjum af 3637 kHz jafnvel um komandi helgi eða strax og aðstæður leyfa.
Stjórn Í.R.A. þakkar Ara gott samstarf og óskar honum góðs gengis með áhugavert verkefni.
Truflanir í segulsviðinu
Mælingahús háloftadeildar Raunvísindastofnunar H.Í. í Leirvogi. Mælingar hafa verið gerðar frá árinu 1957.
Miklar truflanir eru í segulsviðinu um þessar mundir. Þær hófust í gær (24. október) um kl. 18:30, sbr. meðfylgjandi línurit. Á línuritunum
hér fyrir neðan má sjá stöðuna kl. 09 í morgun (25. október). Spáin er þess efnis að truflanir haldi áfram í dag og að ójafnvægis muni
gæta jafnvel fram á fimmtudag (27. október).
Efsta ritið (Z) sýnir styrkleika segulsviðs jarðar í stefnu lóðrétt niður, næsta línurit (H) sýnir láréttan styrkleika sviðsins og neðsta línuritið
(D) sýnir áttavitastefnuna. Z og H eru sýnd í einingunum nanotesla (nT), en D er sýnt í gráðum sem reiknast sólarsinnis frá norðri
um austur upp í 360°. Ef D er t.d. 346° merkir það að misvísun áttavitans í Leirvogi er 346° til austurs eða 14° til vesturs (360-346=14).
Meðalmisvísun á Reykjavíkursvæðinu er um 2° meiri til vesturs og væri þá um 16° V í þessu dæmi.
Gögn eru endurnýjuð á tíu mínútna fresti. Sjá nánar vefslóð: http://www.raunvis.hi.is/~halo/leirvogur.html
Vilhjálmur TF3DX verður með fimmtudagserindið
Vilhjálmur Þór Kjartansson, TF3DX.
Vilhjálmur Þór Kjartansson, TF3DX, flytur fimmtudagserindið á vetrardagskrá félagsins í þessari viku, þann 27. október n.k. Umræðuefnið er „Merki og mótun” og byggir á kennsluefni sem hann útbjó fyrir námskeið Í.R.A. til amatörprófs s.l. vor.
Það er vaxandi gróska í merkjafræðilegri þróun amatörfjarskipta, og því heppilegra að leggja fremur áherslu á grunnhugmyndir þeirra fræða en sögulega röð mótunaraðferða. Vilhjálmur mun t.d. útskýra DSB-SC (e. double sideband, suppressed carrier) á undan AM, en ekki öfugt, eins flestir hafa alist upp við til þessa.
Stjórn Í.R.A. hvetur félagsmenn til að fjölmenna. Kaffiveitingar verða í boði félagssjóðs.