65 ár verða liðin frá stofnun félagsins Íslenskir radíóamatörar, Í.R.A., þann 14. ágúst n.k. Í tilefni þess hefur verið ákveðið að halda kaffiboð fyrir félagsmenn og fjölskyldur þeirra á afmælisdaginn (sem ber upp á sunnudag) í félagsaðstöðunni við Skeljanes í Reykjavík. Byrjað verður kl. 14 og lýkur viðburðinum kl. 17. Boðið verður upp á íslenskar vöfflur og pönnukökur með þeyttum rjóma og vanilluís. Það er von stjórnar félagsins að sem flestir félagsmenn sjái sér fært að renna við í Skeljanesinu og þiggja þjóðlegar kaffiveitingar.
F.h. stjórnar Í.R.A.,
Jónas Bjarnason, TF2JB,
formaður.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2011-08-07 18:11:002017-03-28 18:12:26Í.R.A. verður 65 ára þann 14. ágúst n.k.
Í garðinum hjá TF3DX og TF3GD. Formleg afhending rits Í.R.A., Siðfræði og samskiptasiðir radíóamatöra. Frá vinstri: Vilhjálmur TF3DX; Guðrún TF3GD; John ON4UN; Jónas TF2JB; og Kristján TF3KB. Ljósmynd: TF3LMN.
John Devoldere, ON4UN, gerði góðan stans á landinu í nokkrar klukkustundir í gær (4. ágúst) á leið sinni vestur um haf. Þetta var einkaheimsókn til Vilhjálms Þórs Kjartanssonar, TF3DX og konu hans, Guðrúnar Hannesdóttur, TF3GD. Undirritaður átti þess kost að hitta John á heimili þeirra hjóna ásamt Kristjáni Benediktssyni, TF3KB. Við það tækifæri var honum formlega afhent eintak af ritinu Siðfræði og samskiptasiðir radíóamatöra sem er þýðing Vilhjálms Í. Sigurjónssonar, TF3VS, á riti þeirra John Devoldere, ON4UN og Mark Demeuleneere, ON4WW, Ethics and Operating Proceduresfor the Radio Amateur. Fram kom, að íslenska þýðingin, sem Í.R.A. gaf út þann 13. ágúst 2009 var annað tungumálið sem ritið var þýtt á yfir heiminn. Það hefur nú verið þýtt á alls 28 tungumál.
John, ON4UN, færði Í.R.A. nýjustu útgáfu bókar sinnar “ON4UN’s Low-Band DXing” að gjöf. Ljósm.: TF3LMN.
Við sama tækifæri færði John félaginu nýjustu útgáfu af bók sinni “ON4UN’s Low-Band DXing.” Um er að ræða 5. útgáfu bókarinnar. John áritaði bókina með eftirfarandi texta: „To all Í.R.A. members. Enjoy the book and good luck on the low bands. Iceland: 4. August 2011, John Devoldere, ON4UN”.
Vilhjálmur sýnir John áhugaverða ljósmynd úr amatörstarfinu. Ljósmynd: TF3LMN.
Vilhjálmur og John við bifreið Vilhjálms (sjá aðlögunarrásina fyrir 160m fyrir miðri framrúðu). Ljósmynd: TF3LMN.
Undirritaður óskar að þakka þeim Vilhjálmi og Guðrúnu fyrir frábærar móttökur og tækifærið að eiga þess kost að hitta
John, ON4UN, sem er goðsögn í lifanda lífi á meðal radíóamatöra. Einnig þakkir til Kristjáns, TF3KB, IARU tengiliðar félagsins sem og til og Jóns Svavarssonar, TF3LMN fyrir mjög góðar ljósmyndir.
Jónas Bjarnason, TF2JB,
formaður Í.R.A.
Stutt kynning. John Devoldere, ON4UN, hefur verið leyfishafi í tæpa hálfa öld og mikið starfað fyrir amatörhreyfinguna, m.a. sem formaður og stjórnarmaður í eigin landsfélagi radíóamatöra í Belgíu, UBA, sem og á alþjóðlegum vettvangi, t.d. innan IARU Svæðis 1. Hann er rafmagnsverkfræðingur að mennt og hefur skrifað fjölda greina og bóka í gegnum tíðina sem snerta áhugamál radíóamatöra, einkum um loftnet, skilyrði til fjarskipta og notkun tíðnisviðanna 3.5 MHz og 1.8 MHz. Hann er jafnvígur á morsi og tali og mikill keppnismaður og margverðlaunaður sem slíkur og verið reglulegur þátttakandi í stærstu alþjóðlegum keppnum radíóamatöra í gegnum tíðina. Hann var kosinn á heiðurslista keppnismanna af CQ tímaritinu árið 1997 (e. CQ Contest Hall of Fame). John er handhafi DXCC viðurkenningarskjals nr. 1 yfir heiminn á 80 metrum og handhafi Worked All Zones Award (WAZ) viðurkenningarskjals nr. 3 yfir heiminn á 160 metrum. Miðað við síðustu uppfærslu ARRL fyrir 160 metra bandið, er hann með skráður með staðfestar 312 DXCC einingar (e. entities). Það tryggir honum bestan árangur í Evrópu og 10. bestan árangur yfir heiminn.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2011-08-05 18:07:592017-03-28 18:10:55John Devoldere, ON4UN, á Íslandi
Framkvæmdanefnd Vita- og vitaskipahelgarinnnar 2011. Frá vinstri: TF3JA, TF8SM og TF3SNN. Ljósm.: TF2JB. (Myndin hér að ofan var tekin í Skeljanesi á fyrsta vinnufundi nefndarinnar í fyrra þann 5. ágúst 2010).
Hin árlega Vita- og vitaskipahelgi verður haldin helgina 20. til 21. ágúst n.k. Í ljósi víðtæks áhuga félagsmanna hefur stjórn félagsins samþykkt að styðja það að viðburðurinn verði haldinn við Garðskagavita, annað árið í röð. Til að fylgja þeirri ákvörðun eftir (að höfðu samráði) var ákveðið að framlengja umboð framkvæmdanefndar síðustu Vita- og vitaskipahelgar sem var valin á félagsfundi í fyrra og þótti standa sig mjög vel. Þeir sem skipa framkvæmdanefnd Vita- og vitaskipahelgar 2011 eru: Sveinn Bragi Sveinsson, TF3SNN (formaður);Sigurður Smári Hreinsson, TF8SM; og Jón Þóroddur Jónsson, TF3JA (sjá mynd að ofan). Meginhlutverk nefndarinnar er að annast undirbúning viðburðarins. Að venju mun félagið leggja til tæki og búnað sem nefndin telur nauðsynlegan.
Nánar verður fjallað um undirbúning viðburðarins, aðstöðuna og fyrirkomulag á staðnum þegar nær dregur. Nefndarmenn munu taka á móti ábendingum félagsmanna og svara fyrirspurnum, en einnig má sjá upplýsingar á heimasíðu Ayr Amateur Radio Group í Skotlandi sem stendur fyrir Vita- og vitaskipahelgunum: http://illw.net/
Stjórn Í.R.A. býður nefndarmenn velkomna til starfa.
Stjórn Í.R.A. hefur samþykkt að mæla með því að íslenskir leyfishafar taki upp tíðniskiptingu systurfélags okkar í Noregi (NRRL) á 600 og 60 metrum. Eins og staðan er í dag, búa radíóamatörar í flestum löndum í IARU Svæði 1 við takmarkaðar heimildir á þessum böndum, þ.e. heimildir á 600 metrum eru ekki samræmdar og á 60 metrum eru heimilaðar á bilinu frá 5-8 fastar tíðnir. Vegna þessa er ekki í gildi niðurskipting á þessum tíðnisviðum frá hendi IARU Svæðis 1.
Með tilliti til þess að á Íslandi og í Noregi er samræmd tíðniúthlutun, þ.e. á 5260-5410 kHz (60 metrum) annarsvegar og á 493-510 kHz (600 metrum) hinsvegar, þykir skynsamlegt að samræma skipulag notkunar í löndunum. Fyrir liggur, að þessi niðurskipting geti orðið vísir að nýrri tíðniskipan IARU Svæðis 1 þegar þar að kemur (sbr. að gert er ráð fyrir stafrænum teg. útgeislunar, sem enn eru ekki heimilaðar í TF og LA). Í ljósi þessa er mælt með eftirfarandi niðurskiptingu tíðnisviðanna:
Tíðnisviðið 493-510 kHz (600 metrar)
Viðmiðunartíðni
Teg. útgeislunar
Teg. notkunar
500 kHz
Mors (A1A)
Almenn kalltíðni
503 kHz
Mors (A1A)
Almenn samskipti
Tíðnisviðið 5260-5410 kHz (60 metrar)
Viðmiðunartíðni
Teg. útgeislunar
Teg. notkunar
Tilgreint tíðnisvið fyrir mismunandi teg. útgeislunar
5310 kHz
Mors (A1A)
Almenn kalltíðni
5305-5315 kHz (eingöngu mors)
5335 kHz
QRP, allar teg. útgeislunar
Almenn kalltíðni
5330-5340 kHz (allar teg. útgeislunar, en QRP afl)
U5355 kHz
Stafrænar teg. útgeislunar
Almenn kalltíðni
5350-5360 kHz (stafrænar teg. útgeislunar)
5375 kHz
Tal (J3E, USB)
Almenn kalltíðni
5375-5390 kHz (eingöngu tal)
5403,5 kHz
Tal (J3E, USB)
Almenn kalltíðni, DX
Þess er farið á leit, að eftirtaldar fastar tíðnir (sendiaflestur á USB) séu sem minnst notaðar, þar sem sumar þessara tíðna eru ennþá einu möguleikar annarra leyfishafa í öðrum löndum í IARU Svæði 1 til að vinna í tíðnisviðinu.
Íslenskir leyfishafar þurfa að sækja sérstaklega um heimild til Póst- og fjarskiptastofnunar til að gera tilraunir í ofangreindum tíðnisviðum. Núgildandi heimildir okkar gilda til 31.12.2012.
(1) 493-510 kHz. Heimild er bundin við notkun á morsi (A1A tegund útgeislunar). Hámarks leyfilegt útgangsafl er 100W á víkjandi grundvelli. (2) 5260-5410 kHz. Heimild er bundin við notkun á morsi (A1A) og tali (J3E, USB tegund útgeislunar). Hámarksbandbreidd merkis er 3 kHz. Hámarks leyfilegt útgangsafl er 100W á víkjandi grundvelli.
Heimildir í þessum tíðnisviðum eru veittar með þeim fyrirvara að komi til truflana á annarri fjarskiptastarfsemi, en þá verður að hætta sendingum strax. Kallmerki skal notast við upphaf og endi fjarskiptasambands og með viðeigandi reglulegu millibili á meðan fjarskiptasamband varir. N-leyfishafar og G-leyfishafar njóta sömu réttinda. Sækja má um heimild á tölvupósti til PFS á hrh@pfs.is.
Fyrir þá sem vilja fræðast um þessi nýju tíðnisvið er bent á greinar um 500 kHz og 5 MHz böndin sem birtust í 2. tbl. CQ TF 2010, bls. 18 annarsvegar, og bls. 22 hinsvegar. Ath. að til þess að meðfylgjandi hlekkur opnist, þarf viðkomandi félagsmaður að vera með skráðan aðgang. Sækja má um aðgang ti félagsins á tölvupóstfangið ira hjá ira.is
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2011-07-27 11:37:182017-03-26 14:19:26Samræmt skipulag á 600 og 60 metrum fyrir TF og LA
Til glöggvunar, er hér sýnt nákvæmara kort yfir kallsvæðaskiptingu Íslands með megináherslu á TFØ.
Skilgreining á hálendissvæðinu TFØ er eftirfarandi:
Lokað svæði sem umlykur óbyggðir og miðhálendi landsins, að undanskildum mannvirkjabeltum. Lokaða svæðið og mannvirkjabeltin eru skv. skilgreiningu samvinnunefndar um svæðisskipulag miðhálendisins. Í mannvirkjabeltum mið-hálendisins gildir venjuleg kallsvæðaskipting eftir staðsetningu miðað við stjórnsýslumörk.
Matthías Hagvaag, TF3-Ø35 og Guðlaugur K. Jónsson, TF8GX í félagsaðstöðu Í.R.A. 21. júlí. Ljósmynd: TF2JB.
Matthías Hagvaag, TF3-Ø35 og Guðlaugur K. Jónsson, TF8GX, mæltu sér mót í félagsaðstöðu Í.R.A. í Skeljanesi fimmtudaginn 21. júlí. Matthías lagði þá fyrir Guðlaug (sem er trúnaðarmaður ARRL vegna DXCC-umsókna hér á landi) síðustu kortin vegna umsóknar um DXCC á morsi fyrir félagsstöðina TF3IRA. Með þeirri umsókn hefur nú verið sótt um þrjár gerðir af DXCC viðurkenningarskjölum fyrir félagsstöðina, þ.e. fyrir mors (CW), tal (Phone) og blandað (Mixed). Fjöldi eininga (e. entities) að baki hverri umsókn eru alls 103, 103 og 127. Fljótlega verður fjórðu umsókninni bætt við, sem er fyrir RTTY sambönd.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2011-07-23 11:24:012017-03-26 11:24:40Umsókn um DXCC fyrir TF3IRA í höfn
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00Kristinn Andersenhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngKristinn Andersen2011-07-13 11:22:342017-03-26 11:23:53CQ TF júlí 2011 komið út
Póst- og fjarskiptastofnun hefur kallað eftir samráði við hagsmunaaðila um nýja tíðnistefnu til næstu fjögurra ára, þ.e. 2011-2014. Skjal stofnunarinnar þessa efnis, auk sérstaks umræðuskjals um farnetsþjónustur og úthlutun tilheyrandi tíðnisviða var birt á heimasíðu PFS þann 1. júlí s.l. Frestur er gefinn til að skila umsögnum og athugasemdum til 19. ágúst n.k. Stjórn Í.R.A. mun fjalla um þann hluta stefnu Póst- og fjarskiptastofnunar sem varðar radíóamatöra sérstaklega, á fundi sem haldinn verður fljótlega.
Inntak erindis stofnunarinnar er eftirfarandi (ath. hér birt stytt):
PFS kallar eftir samráði: Tíðnistefna PFS og sérstakt umræðuskjal um farnetsþjónustur og úthlutun tilheyrandi tíðnisviða
Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) birtir nú stefnu sína um stjórnun tíðnisviðsins fyrir árin 2011 – 2014 og kallar eftir samráði við hagsmunaaðila um skjalið. Með því vill stofnunin hvetja til umræðu og skoðanaskipta um framtíð tíðnimála. Sérstakt umræðuskjal er sett fram um farnetsþjónustur og úthlutun tilheyrandi tíðnisviða sem er einnig fjallað um í tíðnistefnunni.
Óskar stofnunin eftir umsögnum hagsmunaaðila um bæði skjölin. Frestur til að skila umsögnum og athugasemdum er til kl. 12:00 föstudaginn 19. ágúst 2011. Senda skal umsagnir í tölvupósti á netfangið thorleifur(hjá)pfs.is. Óskað er eftir að vísað verði til númers þeirra töluliða tíðnistefnunnar sem umsagnir eiga við um. Stofnunin áskilur sér rétt til að birta efni innsendra umsagna, þó án þess að birta nöfn umsagnaraðila.
_____________________________________________________________________________________________________________________________________
Á blaðsíðu 27 í tíðnistefnu Póst- og fjarskiptastofnunar er þessi texti um starfsemi radíóamatöra:
6.11 Radíóáhugamannaþjónusta. Þjónusta fyrir radíóáhugamenn (radíóamatöra) er viðurkennd af hálfu ITU með formlegri þjónustuskilgreiningu í fjarskiptareglum og sérstaklega úthlutuðu tíðnisviði fyrir þá. Það er mat PFS að auka þurfi fræðslu og eftirlit með þessari þjónustu og meta hvort ástæða sé til að endurskoða hámarkssendistyrk sem leyfður er í þéttbýli Þá verður metið hvort ástæða er til að gera kröfur um tiltekna lágmarksfjarlægð loftnets frá íbúðarhúsnæði m.t.t. alþjóðlegra viðmiða.
6.12 Eftirlit með tíðnisviðinu.
PFS hyggst auka frumkvæðiseftirlit með tíðnisviðinu. Stofnunin hefur á síðustu árum bætt tækjakost sinn sem gerir henni kleift að fylgjast með að tíðninotkun sé í samræmi við tíðniheimildir og þau skilyrði sem þar eru sett.
PFS mun styrkja enn frekar upplýsingakerfi stofnunarinnar til að auðvelda utanumhald mikilvægra upplýsinga um tíðniúthlutanir og staðsetningarupplýsinga fjarskiptavirkja.
Sérstakt tillit verður tekið til mikilvægra fjarskipta við úthlutun tíðna og staðsetningu fjarskiptavirkja. Þannig verði komið í veg fyrir hugsanlegar truflanir á mikilvægum fjarskiptum. Með mikilvægum fjarskiptum er t.d. átt við öryggisfjarskipti og flugfjarskipti.
Spurningar: Hver er skoðun hagsmunaaðila á eftirliti PFS með tíðnisviðinu? Er þörf á þessari auknu áherslu?
Annað
Er eitthvað annað sem hagsmunaaðilar vilja koma á framfæri varðandi tíðnistefnuna?
Alls fara átta leyfishafar til Jan Mayen; hér eru fimm þeirra. Jón Ágúst, TF3ZA, er fjórði frá vinstri. Ljósm.: TF3ARI.
Ari Þór Jóhannesson, TF3ARI, heimsótti bækistöðvar JX5O leiðangursins í Laugarnesi í Reykjavík í gær, þann 3. júlí. Samkvæmt áætlun átti hópurinn að leggja úr höfn á Dalvík í dag kl. 20 (4. júlí). Þegar Ara bar að garði voru prófanir svo gott sem um garð gengnar og allt var samkvæmt áætlun og hafði gengið vel. Rafstöðvar voru prufukeyrðar, sendi-/mótttökustöðvar, loftnet og annar búnaður. Ari tók nokkrar ljósmyndir við þetta tækifæri sem sjá má hér á eftir. Leiðangursmenn áætla að verða í loftinu frá Jan Mayen dagana 6.-14. júlí n.k. Ara skildist á leiðangursmönnum að enginn þeirra hafi reynslu af skútusiglingum og sagðist hann hafa mælt með að þeir taki með sér sjóveikitöflur (en Ari hefur töluverða reynslu af skútusiglingum). Áætlaðar vinnutíðnir leiðangursins voru annars birtar hér á heimasíðunni nýlega. Heimasíða leiðangursins: http://janmayen2011.org/jx7vpa og http://janmayen2011.org/
Björn Mohr, SM0DMG, við Icom IC-7400 stöðina. Hann var mjög ánægður með purfukeyrslu á HexBeam netinu.
HexBeam loftnetið við bækistöðvar leiðangursins í Laugarnesi í Reykjavík, séð úr fjarlægð. Ljósmynd: TF3ARI.
Bestu þakkir til TF3ARI fyrir myndirnar og upplýsingarnar.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2011-07-04 11:19:532017-03-26 11:21:05JX5O DX-leiðangurinn er lagður af stað
Innheimta félagsgjalda Í.R.A. stendur nú yfir og hófst með útsendingu gíróseðla til félagsmanna þann 8. júní s.l. Samkvæmt félagslögum er Innheimt eftir tvennskonar félagsaðild, þ.e. fyrir félagsmenn á aldrinum 16-66 ára og fyrir félagsmenn á aldrinum 67 ára og eldri, maka félagsmanna og yngra fólk en 16 ára. Fyrrnefndi hópurinn greiðir fullt gjald, 4000 krónur og síðarnefndi hópurinn greiðir hálft gjald, 2000 krónur. Fjárhæð árgjalds var ákveðin á aðalfundi félagsins þann 21. maí s.l.
Yfirstandandi félagsár sem nú er til innheimtu er fyrir tímbilið 2011/2012, þ.e. 12 mánaða tímabilið júní 2011 til maí 2012. Þetta er þriðja félagsárið sem félagsgjald er óbreytt að krónutölu, eða 4000 krónur. Félagsmenn sem ekki hafa fengið erindi um greiðslu félagsgjalds, vilja fá heimild til að skipta greiðslu eða eiga annað erindi við gjaldkera vegna innheimtunnar, eru beðnir að snúa sér til undirritaðs.
73 de Gísli Ófeigsson, TF3G,
gjaldkeri Í.R.A.
(tf3g@amsat.org).
Jan, OY3JE, notar sambyggt 4 staka Quad loftnet á 70 MHz og 50 MHz böndunum.
Þann 2. júlí náðist líklega fyrsta sambandið á milli Íslands og Færeyja á 70 MHz. Þeir sem höfðu sambandið voru Stephan Senz, TF/DL3GCS og Jan Egholm, OY3JE. Sambandið var haft á MS; QRG 70.169.9 MHz og JT6M teg. útgeislunar. Fram kom í tölvupósti frá Jan í dag, að sambandið hafi alls tekið 1,5 klst. Hann notaði sambyggt 4 staka Quad loftnet fyrir 70 MHz og 50 MHz böndin. Hann sagði ennfremur, að það væri aðeins í um 2 metra hæð yfir þaki. Ekki er vitað um búnað Stephan, TF/DL3GCS. Fram kom hjá Jan, að með sambandinu við TF í dag er hann alls kominn með 29 DXCC einingar á 70 MHz og flest þeirra sambanda væru MS sambönd á JT65 eða FSK441 teg. útgeislunar.
Ofangreint samband er að öllum líkindum fyrsta sambandið á 70 MHz á milli landanna tveggja, a.m.k. á núverandi leyfistímabili sem hófst þann 19. febrúar 2010. En líkt og fram kom á þessum vettvangi nýlega, stundaði Einar Pálsson, TF3EA (sk) stundaði tilraunir á 70 MHz og hafði heimild til að nota bandið til MS tilrauna á sínum tíma. Samkvæmt upplýsingum í 1. tbl. CQ TF 1970, hafði hann fyrsta DX sambandið á MS á 4 metrunum þann 27. júní 1969. Það var við breska radíóamatöra, þ.e. G3JVL og síðan G8LY. Hugsanlegt er, að aðrir leyfishafar hafi fengið heimildir til að nota 70 MHz frá því Einar heitinn stundaði sínar tilraunir, en slíkar upplýsingar liggja ekki fyrir þegar þetta er skrifað. Áhugavert væri að frétta ef einhverjir muna slíkt, en Vilhjálmur Í. Sigurjónsson, TF3VS, telur sig jafnvel muna eftir skrifum um virkni frá TF á 70 MHz í RadCom blaðinu fyrir einhverjum árum.
Þess má geta, að tveir breskir leyfishafar eru væntanlegir til landsins í lok þessa mánaðar og munu dveljast hérlendis út ágústmánuð. Þeir hafa báðir fengið heimild Póst- og fjarskiptastofnunarinnar til að gera tilraunir í 70 MHz tíðnisviðinu.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2011-07-02 11:18:252017-03-26 11:19:13Líklega fyrsta TF-OY QSO á 70 MHz
Fyrirhugað er, að leiðangursmenn hittist í Reykjavík á morgun, laugardaginn 2. júlí og síðan verði farið til Dalvíkur á mánudag. Í framhaldi, verður lagt upp frá Dalvík að kvöldi sama dags (4. júlí). Farkosturinn er seglskúta og er áætlað að koma í höfn á Jan Mayen að morgni 6. júlí. Haldið verður til Íslands á ný að morgni 15. júlí og áætlað er að leiðangurinn komi til Ísafjarðar um hádegisbilið þann 16. júlí. Aðrir leyfishafar (auk Jóns) eru: Stan SQ8X; Vicky SV2KBS/LA7VPA; Bernhard HB9ASZ; Leszek NI1L; Björn SM0MDG; Tom SQ9C; og Pete SQ9DIE.
DX-leiðangurinn til Jan Mayen, JX5O, dagana 6.-14. júlí n.k., verður QRV á eftirfarandi vinnutíðnum/teg. útgeislunar samkvæmt böndum:
Unknown macro: {center}Band (metrar)
Unknown macro: {center}CW
Unknown macro: {center}RTTY
BPSK 63
SSB
Unknown macro: {center}40
7.024 up
Unknown macro: {center}7.034 up
Unknown macro: {center}7.038 up
7.074 up + 7.144 RX NA
Unknown macro: {center}30
10.124 up
Unknown macro: {center}10.141 up
10.141 up
Unknown macro: {center}n/a
Unknown macro: {center}20
14.034 up
Unknown macro: {center}14.086 up
14.074 up
Unknown macro: {center}14.215 up
Unknown macro: {center}17
18.084 up
Unknown macro: {center}18.105 up
18.098 up
Unknown macro: {center}18.135 up
Unknown macro: {center}15
21.034 up
Unknown macro: {center}21.086 up
21.068 up
Unknown macro: {center}21.275 up
Unknown macro: {center}12
24.904 up
Unknown macro: {center}24.920 up
24.920 up
Unknown macro: {center}24.955 up
Unknown macro: {center}10
28.034 up
Unknown macro: {center}28.090 up
28.074 up
Unknown macro: {center}28.505 up
Unknown macro: {center}6
50.094 up
Unknown macro: {center}n/a
Unknown macro: {center}n/a
Unknown macro: {center}50.120 up
Stjórn Í.R.A. óskar Jóni Ágúst og öðrum leiðangursmönnum góðrar ferðar.
Í.R.A. verður 65 ára þann 14. ágúst n.k.
65 ár verða liðin frá stofnun félagsins Íslenskir radíóamatörar, Í.R.A., þann 14. ágúst n.k. Í tilefni þess hefur verið ákveðið að halda kaffiboð fyrir félagsmenn og fjölskyldur þeirra á afmælisdaginn (sem ber upp á sunnudag) í félagsaðstöðunni við Skeljanes í Reykjavík. Byrjað verður kl. 14 og lýkur viðburðinum kl. 17. Boðið verður upp á íslenskar vöfflur og pönnukökur með þeyttum rjóma og vanilluís. Það er von stjórnar félagsins að sem flestir félagsmenn sjái sér fært að renna við í Skeljanesinu og þiggja þjóðlegar kaffiveitingar.
F.h. stjórnar Í.R.A.,
Jónas Bjarnason, TF2JB,
formaður.
John Devoldere, ON4UN, á Íslandi
Í garðinum hjá TF3DX og TF3GD. Formleg afhending rits Í.R.A., Siðfræði og samskiptasiðir radíóamatöra. Frá vinstri: Vilhjálmur TF3DX; Guðrún TF3GD; John ON4UN; Jónas TF2JB; og Kristján TF3KB. Ljósmynd: TF3LMN.
John Devoldere, ON4UN, gerði góðan stans á landinu í nokkrar klukkustundir í gær (4. ágúst) á leið sinni vestur um haf. Þetta var einkaheimsókn til Vilhjálms Þórs Kjartanssonar, TF3DX og konu hans, Guðrúnar Hannesdóttur, TF3GD. Undirritaður átti þess kost að hitta John á heimili þeirra hjóna ásamt Kristjáni Benediktssyni, TF3KB. Við það tækifæri var honum formlega afhent eintak af ritinu Siðfræði og samskiptasiðir radíóamatöra sem er þýðing Vilhjálms Í. Sigurjónssonar, TF3VS, á riti þeirra John Devoldere, ON4UN og Mark Demeuleneere, ON4WW, Ethics and Operating Procedures for the Radio Amateur. Fram kom, að íslenska þýðingin, sem Í.R.A. gaf út þann 13. ágúst 2009 var annað tungumálið sem ritið var þýtt á yfir heiminn. Það hefur nú verið þýtt á alls 28 tungumál.
John, ON4UN, færði Í.R.A. nýjustu útgáfu bókar sinnar “ON4UN’s Low-Band DXing” að gjöf. Ljósm.: TF3LMN.
Við sama tækifæri færði John félaginu nýjustu útgáfu af bók sinni “ON4UN’s Low-Band DXing.” Um er að ræða 5. útgáfu bókarinnar. John áritaði bókina með eftirfarandi texta: „To all Í.R.A. members. Enjoy the book and good luck on the low bands. Iceland: 4. August 2011, John Devoldere, ON4UN”.
Vilhjálmur sýnir John áhugaverða ljósmynd úr amatörstarfinu. Ljósmynd: TF3LMN.
Vilhjálmur og John við bifreið Vilhjálms (sjá aðlögunarrásina fyrir 160m fyrir miðri framrúðu). Ljósmynd: TF3LMN.
Undirritaður óskar að þakka þeim Vilhjálmi og Guðrúnu fyrir frábærar móttökur og tækifærið að eiga þess kost að hitta
John, ON4UN, sem er goðsögn í lifanda lífi á meðal radíóamatöra. Einnig þakkir til Kristjáns, TF3KB, IARU tengiliðar félagsins sem og til og Jóns Svavarssonar, TF3LMN fyrir mjög góðar ljósmyndir.
Jónas Bjarnason, TF2JB,
formaður Í.R.A.
Stutt kynning. John Devoldere, ON4UN, hefur verið leyfishafi í tæpa hálfa öld og mikið starfað fyrir amatörhreyfinguna, m.a. sem formaður og stjórnarmaður í eigin landsfélagi radíóamatöra í Belgíu, UBA, sem og á alþjóðlegum vettvangi, t.d. innan IARU Svæðis 1. Hann er rafmagnsverkfræðingur að mennt og hefur skrifað fjölda greina og bóka í gegnum tíðina sem snerta áhugamál radíóamatöra, einkum um loftnet, skilyrði til fjarskipta og notkun tíðnisviðanna 3.5 MHz og 1.8 MHz. Hann er jafnvígur á morsi og tali og mikill keppnismaður og margverðlaunaður sem slíkur og verið reglulegur þátttakandi í stærstu alþjóðlegum keppnum radíóamatöra í gegnum tíðina. Hann var kosinn á heiðurslista keppnismanna af CQ tímaritinu árið 1997 (e. CQ Contest Hall of Fame). John er handhafi DXCC viðurkenningarskjals nr. 1 yfir heiminn á 80 metrum og handhafi Worked All Zones Award (WAZ) viðurkenningarskjals nr. 3 yfir heiminn á 160 metrum. Miðað við síðustu uppfærslu ARRL fyrir 160 metra bandið, er hann með skráður með staðfestar 312 DXCC einingar (e. entities). Það tryggir honum bestan árangur í Evrópu og 10. bestan árangur yfir heiminn.
Undirbúningur Vita- og vitaskipahelgarinnar hafinn
Framkvæmdanefnd Vita- og vitaskipahelgarinnnar 2011. Frá vinstri: TF3JA, TF8SM og TF3SNN. Ljósm.: TF2JB. (Myndin hér að ofan var tekin í Skeljanesi á fyrsta vinnufundi nefndarinnar í fyrra þann 5. ágúst 2010).
Hin árlega Vita- og vitaskipahelgi verður haldin helgina 20. til 21. ágúst n.k. Í ljósi víðtæks áhuga félagsmanna hefur stjórn félagsins samþykkt að styðja það að viðburðurinn verði haldinn við Garðskagavita, annað árið í röð. Til að fylgja þeirri ákvörðun eftir (að höfðu samráði) var ákveðið að framlengja umboð framkvæmdanefndar síðustu Vita- og vitaskipahelgar sem var valin á félagsfundi í fyrra og þótti standa sig mjög vel. Þeir sem skipa framkvæmdanefnd Vita- og vitaskipahelgar 2011 eru: Sveinn Bragi Sveinsson, TF3SNN (formaður); Sigurður Smári Hreinsson, TF8SM; og Jón Þóroddur Jónsson, TF3JA (sjá mynd að ofan). Meginhlutverk nefndarinnar er að annast undirbúning viðburðarins. Að venju mun félagið leggja til tæki og búnað sem nefndin telur nauðsynlegan.
Nánar verður fjallað um undirbúning viðburðarins, aðstöðuna og fyrirkomulag á staðnum þegar nær dregur. Nefndarmenn munu taka á móti ábendingum félagsmanna og svara fyrirspurnum, en einnig má sjá upplýsingar á heimasíðu Ayr Amateur Radio Group í Skotlandi sem stendur fyrir Vita- og vitaskipahelgunum: http://illw.net/
Stjórn Í.R.A. býður nefndarmenn velkomna til starfa.
Samræmt skipulag á 600 og 60 metrum fyrir TF og LA
Heimasmíðaður 100W sendir á 500 kHz
Heimasmíðaður 100W sendir á 500 kHz. Sjá: http://www.500kc.com/N4ICK/index.htm
Stjórn Í.R.A. hefur samþykkt að mæla með því að íslenskir leyfishafar taki upp tíðniskiptingu systurfélags okkar í Noregi (NRRL) á 600 og 60 metrum. Eins og staðan er í dag, búa radíóamatörar í flestum löndum í IARU Svæði 1 við takmarkaðar heimildir á þessum böndum, þ.e. heimildir á 600 metrum eru ekki samræmdar og á 60 metrum eru heimilaðar á bilinu frá 5-8 fastar tíðnir. Vegna þessa er ekki í gildi niðurskipting á þessum tíðnisviðum frá hendi IARU Svæðis 1.
Með tilliti til þess að á Íslandi og í Noregi er samræmd tíðniúthlutun, þ.e. á 5260-5410 kHz (60 metrum) annarsvegar og á 493-510 kHz (600 metrum) hinsvegar, þykir skynsamlegt að samræma skipulag notkunar í löndunum. Fyrir liggur, að þessi niðurskipting geti orðið vísir að nýrri tíðniskipan IARU Svæðis 1 þegar þar að kemur (sbr. að gert er ráð fyrir stafrænum teg. útgeislunar, sem enn eru ekki heimilaðar í TF og LA). Í ljósi þessa er mælt með eftirfarandi niðurskiptingu tíðnisviðanna:
Tíðnisviðið 493-510 kHz (600 metrar)
Viðmiðunartíðni
Teg. útgeislunar
Teg. notkunar
500 kHz
503 kHz
Tíðnisviðið 5260-5410 kHz (60 metrar)
Viðmiðunartíðni
Teg. útgeislunar
Teg. notkunar
Tilgreint tíðnisvið fyrir mismunandi teg. útgeislunar
5310 kHz
5335 kHz
U5355 kHz
5375 kHz
5403,5 kHz
Þess er farið á leit, að eftirtaldar fastar tíðnir (sendiaflestur á USB) séu sem minnst notaðar, þar sem sumar þessara tíðna eru ennþá einu möguleikar annarra leyfishafa í öðrum löndum í IARU Svæði 1 til að vinna í tíðnisviðinu.
5280 kHz 5278.5 kHz
5290 kHz 5288.5 kHz
5332 kHz 5330.5 kHz
5348 kHz 5346.5 kHz
5368 kHz 5366.5 kHz
5373 kHz 5371.5 kHz
5400 kHz 5398.5 kHz
Íslenskir leyfishafar þurfa að sækja sérstaklega um heimild til Póst- og fjarskiptastofnunar til að gera tilraunir í ofangreindum tíðnisviðum. Núgildandi heimildir okkar gilda til 31.12.2012.
(1) 493-510 kHz. Heimild er bundin við notkun á morsi (A1A tegund útgeislunar). Hámarks leyfilegt útgangsafl er 100W á víkjandi grundvelli.
(2) 5260-5410 kHz. Heimild er bundin við notkun á morsi (A1A) og tali (J3E, USB tegund útgeislunar). Hámarksbandbreidd merkis er 3 kHz. Hámarks leyfilegt útgangsafl er 100W á víkjandi grundvelli.
Heimildir í þessum tíðnisviðum eru veittar með þeim fyrirvara að komi til truflana á annarri fjarskiptastarfsemi, en þá verður að hætta sendingum strax. Kallmerki skal notast við upphaf og endi fjarskiptasambands og með viðeigandi reglulegu millibili á meðan fjarskiptasamband varir. N-leyfishafar og G-leyfishafar njóta sömu réttinda. Sækja má um heimild á tölvupósti til PFS á hrh@pfs.is.
Fyrir þá sem vilja fræðast um þessi nýju tíðnisvið er bent á greinar um 500 kHz og 5 MHz böndin sem birtust í 2. tbl. CQ TF 2010, bls. 18 annarsvegar, og bls. 22 hinsvegar. Ath. að til þess að meðfylgjandi hlekkur opnist, þarf viðkomandi félagsmaður að vera með skráðan aðgang. Sækja má um aðgang ti félagsins á tölvupóstfangið ira hjá ira.is
TF útileikarnir 2011, skilgreining á kallsvæði TFØ
Til glöggvunar, er hér sýnt nákvæmara kort yfir kallsvæðaskiptingu Íslands með megináherslu á TFØ.
Skilgreining á hálendissvæðinu TFØ er eftirfarandi:
Lokað svæði sem umlykur óbyggðir og miðhálendi landsins, að undanskildum mannvirkjabeltum. Lokaða svæðið og mannvirkjabeltin eru skv. skilgreiningu samvinnunefndar um svæðisskipulag miðhálendisins. Í mannvirkjabeltum mið-hálendisins gildir venjuleg kallsvæðaskipting eftir staðsetningu miðað við stjórnsýslumörk.
Sjá hér: http://www.ira.is/tf-svaedaskiptin/
Bestu þakkir til Kristjáns Benediktssonar, TF3KB.
Umsókn um DXCC fyrir TF3IRA í höfn
Matthías Hagvaag, TF3-Ø35 og Guðlaugur K. Jónsson, TF8GX í félagsaðstöðu Í.R.A. 21. júlí. Ljósmynd: TF2JB.
Matthías Hagvaag, TF3-Ø35 og Guðlaugur K. Jónsson, TF8GX, mæltu sér mót í félagsaðstöðu Í.R.A. í Skeljanesi fimmtudaginn 21. júlí. Matthías lagði þá fyrir Guðlaug (sem er trúnaðarmaður ARRL vegna DXCC-umsókna hér á landi) síðustu kortin vegna umsóknar um DXCC á morsi fyrir félagsstöðina TF3IRA. Með þeirri umsókn hefur nú verið sótt um þrjár gerðir af DXCC viðurkenningarskjölum fyrir félagsstöðina, þ.e. fyrir mors (CW), tal (Phone) og blandað (Mixed). Fjöldi eininga (e. entities) að baki hverri umsókn eru alls 103, 103 og 127. Fljótlega verður fjórðu umsókninni bætt við, sem er fyrir RTTY sambönd.
Matthías hefur þegar hafið vinnu við að taka saman kort fyrir “Worked All Zones” eða “WAZ” viðurkenningarskjalið. Reglur fyrir það hafa verið þýddar á íslensku og má lesa þær með að smella á eftirfarandi hlekk: http://www.cq-amateur-radio.com/cq_awards/cq_waz_awards/cq_waz_rules_icelandic.pdf
Stjórn Í.R.A. þakkar þeim Matthíasi og Guðlaugi fyrir aðkomu að verkefninu.
CQ TF júlí 2011 komið út
Júlíhefti félagsblaðsins okkar, CQ TF, er komið út og er aðgengilegt félagsmönnum á vef ÍRA
Stefna PFS um stjórnun tíðnisviðsins 2011-2014
Póst- og fjarskiptastofnun hefur kallað eftir samráði við hagsmunaaðila um nýja tíðnistefnu til næstu fjögurra ára, þ.e. 2011-2014. Skjal stofnunarinnar þessa efnis, auk sérstaks umræðuskjals um farnetsþjónustur og úthlutun tilheyrandi tíðnisviða var birt á heimasíðu PFS þann 1. júlí s.l. Frestur er gefinn til að skila umsögnum og athugasemdum til 19. ágúst n.k. Stjórn Í.R.A. mun fjalla um þann hluta stefnu Póst- og fjarskiptastofnunar sem varðar radíóamatöra sérstaklega, á fundi sem haldinn verður fljótlega.
Inntak erindis stofnunarinnar er eftirfarandi (ath. hér birt stytt):
PFS kallar eftir samráði: Tíðnistefna PFS og sérstakt umræðuskjal um farnetsþjónustur og úthlutun tilheyrandi tíðnisviða
Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) birtir nú stefnu sína um stjórnun tíðnisviðsins fyrir árin 2011 – 2014 og kallar eftir samráði við hagsmunaaðila um skjalið. Með því vill stofnunin hvetja til umræðu og skoðanaskipta um framtíð tíðnimála. Sérstakt umræðuskjal er sett fram um farnetsþjónustur og úthlutun tilheyrandi tíðnisviða sem er einnig fjallað um í tíðnistefnunni.
Óskar stofnunin eftir umsögnum hagsmunaaðila um bæði skjölin. Frestur til að skila umsögnum og athugasemdum er til kl. 12:00 föstudaginn 19. ágúst 2011. Senda skal umsagnir í tölvupósti á netfangið thorleifur(hjá)pfs.is. Óskað er eftir að vísað verði til númers þeirra töluliða tíðnistefnunnar sem umsagnir eiga við um. Stofnunin áskilur sér rétt til að birta efni innsendra umsagna, þó án þess að birta nöfn umsagnaraðila.
_____________________________________________________________________________________________________________________________________
Á blaðsíðu 27 í tíðnistefnu Póst- og fjarskiptastofnunar er þessi texti um starfsemi radíóamatöra:
6.11 Radíóáhugamannaþjónusta. Þjónusta fyrir radíóáhugamenn (radíóamatöra) er viðurkennd af hálfu ITU með formlegri þjónustuskilgreiningu í fjarskiptareglum og sérstaklega úthlutuðu tíðnisviði fyrir þá. Það er mat PFS að auka þurfi fræðslu og eftirlit með þessari þjónustu og meta hvort ástæða sé til að endurskoða hámarkssendistyrk sem leyfður er í þéttbýli Þá verður metið hvort ástæða er til að gera kröfur um tiltekna lágmarksfjarlægð loftnets frá íbúðarhúsnæði m.t.t. alþjóðlegra viðmiða.
6.12 Eftirlit með tíðnisviðinu.
Spurningar: Hver er skoðun hagsmunaaðila á eftirliti PFS með tíðnisviðinu? Er þörf á þessari auknu áherslu?
Annað
Er eitthvað annað sem hagsmunaaðilar vilja koma á framfæri varðandi tíðnistefnuna?
Tíðnistefnu PFS (27 bls.) má nálgast á þessum hlekk: http://www.pfs.is/default.aspx?cat_id=112&module_id=220&element_id=3259
JX5O DX-leiðangurinn er lagður af stað
Alls fara átta leyfishafar til Jan Mayen; hér eru fimm þeirra. Jón Ágúst, TF3ZA, er fjórði frá vinstri. Ljósm.: TF3ARI.
Ari Þór Jóhannesson, TF3ARI, heimsótti bækistöðvar JX5O leiðangursins í Laugarnesi í Reykjavík í gær, þann 3. júlí. Samkvæmt áætlun átti hópurinn að leggja úr höfn á Dalvík í dag kl. 20 (4. júlí). Þegar Ara bar að garði voru prófanir svo gott sem um garð gengnar og allt var samkvæmt áætlun og hafði gengið vel. Rafstöðvar voru prufukeyrðar, sendi-/mótttökustöðvar, loftnet og annar búnaður. Ari tók nokkrar ljósmyndir við þetta tækifæri sem sjá má hér á eftir. Leiðangursmenn áætla að verða í loftinu frá Jan Mayen dagana 6.-14. júlí n.k. Ara skildist á leiðangursmönnum að enginn þeirra hafi reynslu af skútusiglingum og sagðist hann hafa mælt með að þeir taki með sér sjóveikitöflur (en Ari hefur töluverða reynslu af skútusiglingum). Áætlaðar vinnutíðnir leiðangursins voru annars birtar hér á heimasíðunni nýlega. Heimasíða leiðangursins: http://janmayen2011.org/jx7vpa og http://janmayen2011.org/
Björn Mohr, SM0DMG, við Icom IC-7400 stöðina. Hann var mjög ánægður með purfukeyrslu á HexBeam netinu.
HexBeam loftnetið við bækistöðvar leiðangursins í Laugarnesi í Reykjavík, séð úr fjarlægð. Ljósmynd: TF3ARI.
Bestu þakkir til TF3ARI fyrir myndirnar og upplýsingarnar.
Innheimta félagsgjalda 2011-2012 er hafin
Innheimta félagsgjalda Í.R.A. stendur nú yfir og hófst með útsendingu gíróseðla til félagsmanna þann 8. júní s.l. Samkvæmt félagslögum er Innheimt eftir tvennskonar félagsaðild, þ.e. fyrir félagsmenn á aldrinum 16-66 ára og fyrir félagsmenn á aldrinum 67 ára og eldri, maka félagsmanna og yngra fólk en 16 ára. Fyrrnefndi hópurinn greiðir fullt gjald, 4000 krónur og síðarnefndi hópurinn greiðir hálft gjald, 2000 krónur. Fjárhæð árgjalds var ákveðin á aðalfundi félagsins þann 21. maí s.l.
Yfirstandandi félagsár sem nú er til innheimtu er fyrir tímbilið 2011/2012, þ.e. 12 mánaða tímabilið júní 2011 til maí 2012. Þetta er þriðja félagsárið sem félagsgjald er óbreytt að krónutölu, eða 4000 krónur. Félagsmenn sem ekki hafa fengið erindi um greiðslu félagsgjalds, vilja fá heimild til að skipta greiðslu eða eiga annað erindi við gjaldkera vegna innheimtunnar, eru beðnir að snúa sér til undirritaðs.
73 de Gísli Ófeigsson, TF3G,
gjaldkeri Í.R.A.
(tf3g@amsat.org).
Líklega fyrsta TF-OY QSO á 70 MHz
Jan, OY3JE, notar sambyggt 4 staka Quad loftnet á 70 MHz og 50 MHz böndunum.
Þann 2. júlí náðist líklega fyrsta sambandið á milli Íslands og Færeyja á 70 MHz. Þeir sem höfðu sambandið voru Stephan Senz, TF/DL3GCS og Jan Egholm, OY3JE. Sambandið var haft á MS; QRG 70.169.9 MHz og JT6M teg. útgeislunar. Fram kom í tölvupósti frá Jan í dag, að sambandið hafi alls tekið 1,5 klst. Hann notaði sambyggt 4 staka Quad loftnet fyrir 70 MHz og 50 MHz böndin. Hann sagði ennfremur, að það væri aðeins í um 2 metra hæð yfir þaki. Ekki er vitað um búnað Stephan, TF/DL3GCS. Fram kom hjá Jan, að með sambandinu við TF í dag er hann alls kominn með 29 DXCC einingar á 70 MHz og flest þeirra sambanda væru MS sambönd á JT65 eða FSK441 teg. útgeislunar.
Ofangreint samband er að öllum líkindum fyrsta sambandið á 70 MHz á milli landanna tveggja, a.m.k. á núverandi leyfistímabili sem hófst þann 19. febrúar 2010. En líkt og fram kom á þessum vettvangi nýlega, stundaði Einar Pálsson, TF3EA (sk) stundaði tilraunir á 70 MHz og hafði heimild til að nota bandið til MS tilrauna á sínum tíma. Samkvæmt upplýsingum í 1. tbl. CQ TF 1970, hafði hann fyrsta DX sambandið á MS á 4 metrunum þann 27. júní 1969. Það var við breska radíóamatöra, þ.e. G3JVL og síðan G8LY. Hugsanlegt er, að aðrir leyfishafar hafi fengið heimildir til að nota 70 MHz frá því Einar heitinn stundaði sínar tilraunir, en slíkar upplýsingar liggja ekki fyrir þegar þetta er skrifað. Áhugavert væri að frétta ef einhverjir muna slíkt, en Vilhjálmur Í. Sigurjónsson, TF3VS, telur sig jafnvel muna eftir skrifum um virkni frá TF á 70 MHz í RadCom blaðinu fyrir einhverjum árum.
Þess má geta, að tveir breskir leyfishafar eru væntanlegir til landsins í lok þessa mánaðar og munu dveljast hérlendis út ágústmánuð. Þeir hafa báðir fengið heimild Póst- og fjarskiptastofnunarinnar til að gera tilraunir í 70 MHz tíðnisviðinu.
Vinnutíðnir komnar fyrir JX5O DX-leiðangurinn
Jón Ágúst Erlingsson, TF3ZA.
Fyrirhugað er, að leiðangursmenn hittist í Reykjavík á morgun, laugardaginn 2. júlí og síðan verði farið til Dalvíkur á mánudag. Í framhaldi, verður lagt upp frá Dalvík að kvöldi sama dags (4. júlí). Farkosturinn er seglskúta og er áætlað að koma í höfn á Jan Mayen að morgni 6. júlí. Haldið verður til Íslands á ný að morgni 15. júlí og áætlað er að leiðangurinn komi til Ísafjarðar um hádegisbilið þann 16. júlí. Aðrir leyfishafar (auk Jóns) eru: Stan SQ8X; Vicky SV2KBS/LA7VPA; Bernhard HB9ASZ; Leszek NI1L; Björn SM0MDG; Tom SQ9C; og Pete SQ9DIE.
DX-leiðangurinn til Jan Mayen, JX5O, dagana 6.-14. júlí n.k., verður QRV á eftirfarandi vinnutíðnum/teg. útgeislunar samkvæmt böndum:
BPSK 63
SSB
Stjórn Í.R.A. óskar Jóni Ágúst og öðrum leiðangursmönnum góðrar ferðar.
Sjá heimasíðu leiðangursins: http://janmayen2011.org/jx7vpa og http://janmayen2011.org/
(þess má geta, að Jón Ágúst er sonur Erlings Guðnasonar, TF3EE).