Andrés Þórarinsson TF1AM kynnir ræðumann kvöldsins, Vilhjálm Í. Sigurjónsson TFVS.

Opið var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 6. mars. Vilhjálmur Í. Sigurjónsson, TF3VS mætti með erindi kvöldsins sem fjallaði um „Logger32 dagbókarforritið; auknar vinsældir þess og nýja möguleika“. Þetta var þriðja erindið á nýrri vordagskrá ÍRA fyrir tímabilið febrúar-maí 2025.

Vilhjálmur kynnti fjarskiptaforritið „Logger32“ sem er mest notaða loggforrit í heimi, ef marka má Logbook of The World (LoTW) og ClubLog. Forritið er ekki stórt að umfangi, en er afar öflugt og hefur þróast stöðugt í fjölda ára. Logger32 er afar viðbragðsfljótt í notkun og er sett ofan á innbyggðan gagnagrunn. Einn kostur Logger32 er það getur tekið forrit frá öðrum og keyrt sem undirforrit og á þann hátt þegið og veitt upplýsingar í og úr loggbókinni. Það tengist þannig auðveldlega öðrum samskiptaforritum t.d. fyrir FT8, RTTY og öllum öðrum slíkum.

Þá er það einstakt að Logger32 kostar ekkert, og er algjörlega frítt til radíóamatöra. Þá er það ekki síður sérstakt að það er ekki einungis á ensku, heldur býðst það með ótal tungumálum og þar á meðal á íslensku, en Vilhjálmur hefur íslenskað það sem hægt er og farist það afar vel úr hendi.

Logger32 er með öflugt innbyggt kerfi sem heldur utan um viðurkenningar radíóamatöra. Í annan stað, er innbyggð tenging yfir netið á þyrpingu (e. cluster) sem veitir upplýsingar um kallmerki sem eru virk í loftinu hverju sinni, á hvaða bandi sem er. Og ef það skyldi koma DXCC eining í loftið sem ekki er þegar skráð á viðkomandi bandi og mótun, þá sprettur það upp, eiginlega með áskorun um að „grípa“ landið. Allt virkar þetta afar vel. Það var gerður góður rómur að erindi Vilhjálms og
fyrirspurnir voru margar.

Erlendir gestir ÍRA þetta fimmtudagskvöld voru hjónin Ole Garpestad, LA2RR, fyrrv. varaforseti IARU, alheimssamtaka landsfélaga radíóamatöra og eiginkona hans, Karin Margot Garpestad, LA8UW.

Sérstakar þakkir til Vilhjálms Í. Sigurjónssonar, TF3VS fyrir fróðlegt og áhugavert erindi. Þess má geta að erindið var tekið upp og má hlaða því niður á þessari vefslóð: https://www.youtube.com/watch?v=Nyc-30JzGI8  Þakkir til Andrésar Þórarinssonar, TF1AM fyrir upptökuna og til Njáls H. Hilmarssonar, TF3NH fyrir að vista upptökuna á netinu.

Alls mættu 19 félagar og 3 gestir þetta ágæta fimmtudagskvöld í mildu vetrarveðri í vesturbænum í Reykjavík.

Stjórn ÍRA.

(Texti: Andrés Þórarinsson, TF1AM varaformaður ÍRA).

Vilhjálmur hóf erindið stundvíslega kl 20:30 og var m.a. fjartengdur við eigin stöð (FlexRadio 6600) heima í Kópavogi..
Menn koma sér fyrir í salnum í Skeljanesi. Fremst: Eiður Kristinn Magnússon TF1EM og Valdimar Már Pétursson (gestur).
Næsta röð: Jón Atli Magnússon TF2AC, Hans Konrad Kristjánsson TF3FG og Þorvaldur Bjarnason TF3TB. Þar fyrir aftan: Ársæll Óskarsson TF3AO og Sveinn Goði Sveinsson TF3ID. Aftast: Mathías Hagvaag TF3MH, Guðjón Már Gíslason TF3GMG og  Ole Garpestad LA2RR (gestur).
Ársæll Óskarsson TF3AO og Vilhjálmur Í . Sigurjónsson TF3VS.
Sérstakir erlendir gestir ÍRA þetta fimmtudagskvöld voru hjónin Karin Margot Garpestad LA8UW og Ole Garpestad LA2RR. Með þeim á mynd er Kristján Benediktsson TF3KB. Ljósmyndir: TF1AM.

ÍRA hefur borist jákvætt svar frá Fjarskiptastofu, 5.3.2025, við ósk félagsins um endurnýjun aukinna heimilda á 6 metra bandi sumarið 2025.

Stofnunin heimilar íslenskum leyfishöfum auknar aflheimildir í 50-50,5 MHz tíðnisviðinu frá og með 1. apríl 2025. Gildistími er 6 mánuðir eða til 31. september. G-leyfishafar fá heimild til að nota allt að 1kW og N-leyfishafar allt að 100W. Hámarks bandbreidd sendinga er 18 kHz. Heimildin er með þeim fyrirvara að komi til truflana á annarri fjarskiptastarfsemi af völdum sendinganna þá skal þeim hætt. Æskilegt er að sendingar fari fram utan byggðar.

Bent er á, að leyfishafar sem hug hafa á að nýta sér heimildina þurfa að sækja um það hjá FST (hrh@fjarskiptastofa.is) á sama hátt og verið hefur um sérheimildir á 160, 60 og 4 metrum – áður en sendingar eru hafnar. Hafi verið fengin heimild í fyrra (2024) gildir hún ekki í ár. Tilgreina skal að sótt sé um aukið afl á 50 MHz.

Ánægjulegt er, að gildistíminn er nú mánuði lengri en á síðasta ári og hefst 1. apríl í stað 1. maí áður. En sérstaklega var sótt um þessa rýmkun í ljósi hagstæðra fjarskiptaskilyrða og að sólblettahámarki lotu (sólarsveiflu) 25 er spáð á þessu ári.

Stjórn ÍRA.

Mynd úr fjarskiptaherbergi TF3IRA í félagsaðstöðunni í Skeljanesi. Ljósmynd: TF3JB.

Vordagskrá ÍRA fyrir tímabilið febrúar-maí 2025 heldur áfram á fimmtudag, 6. mars í Skeljanesi.

Þá mætir Vilhjálmur Í. Sigurjónsson, TF3VS með erindi um „Logger32 dagbókarforritið; auknar vinsældir þess og nýja möguleika“. Húsið opnar kl. 20:00 en Vilhjálmur byrjar stundvíslega kl. 20:30.

Fundarsalur, fjarskiptaherbergi og QSL stofa á 2. hæð verða opin. QSL stjóri verður búinn að fara í pósthólfið og flokka kortasendingar. Sveinn Goði Sveinsson, TF3ID lagar kaffi og tekur fram meðlæti.

Félagsmönnum er bent á að láta erindið ekki framhjá sér fara.

Verið velkomin í Skeljanes!

Stjórn ÍRA.

Stew Perry Topband Challenge.
Keppnin stendur yfir laugardag 8. mars kl. 15:00 til sunnudags 9. mars kl. 15:00.
Hún fer fram á CW á 160 metrum.
Skilaboð: RS(T) + 4 stafa Maidenhead reitur.
https://www.kkn.net/stew

TESLA Memorial HF CW Contest.
Keppnin stendur yfir laugardag 8. mars kl. 18:00 til sunnudags 9. mars kl. 05:59.
Hún fer fram á CW á 40 og 80 metrum.
Skilaboð: RS(T) + 4 stafa Maidenhead reitur.
https://www.radiosport.yu1srs.org.rs/HFTeslaMemorial/index.php/rules

South America 10 Meter Contest.
Keppnin stendur yfir laugardag 8. mars kl. 12:00 til sunnudags 9. mars kl. 12:00.
Hún fer fram á SSB á 10 metrum.
Skilaboð: RS + CQ svæði.
http://sa10m.com.ar/wp/rules/

EA PSK63 Contest.
Keppnin stendur yfir laugardag 8. mars kl. 12:00 til sunnudags 9. mars kl. 12:00.
Hún fer fram á PSK63 á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð EA stöðva: RSQ + hérað á Spáni.
kilaboð annarra: RSQ + raðnúmer.
https://concursos.ure.es/en/eapsk63/bases

SKCC Weekend Sprintathon.
Keppnin stendur yfir laugardag 8. mars kl. 12:00 til sunnudags 9. mars kl. 24:00.
Hún fer fram á CW á 160, 80, 40, 20, 15, 10 metrum og 6 metrum.
Skilaboð: RST + (ríki í USA/fylki í Kanada/DXCC eining) + nafn + (SKCC nr./“none“).
https://www.skccgroup.com/operating_activities/weekend_sprintathon

SARL Field Day Contest.
Keppnin stendur yfir laugardag 8. mars kl. 08:00 til sunnudags 9. mars kl. 10:00.
Hún fer fram á CW, SSB og DIGITAL  á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð: Sjá reglur.
https://www.sarl.org.za/public/contests/contestrules.asp

Með ósk um gott gengi!

Stjórn ÍRA.

Ný stjórn félagsins, sem kjörin var á aðalfundi ÍRA 2025, kom saman á 1. fundi þann 27. febrúar og skipti  með sér verkum. Skipan embætta starfsárið 2025/26 er eftirfarandi:

Jónas Bjarnason TF3JB, formaður.
Andrés Þórarinsson, TF1AM varaformaður.
Georg Kulp, TF3GZ ritari.
Jón Björnsson TF3PW, gjaldkeri.
Njáll H. Hilmarsson, TF3NH meðstjórnandi.
Sæmundur Þorsteinsson TF3UA, varamaður.
Heimir Konráðsson TF1EIN, varamaður.

Stjórn ÍRA.

.

Ný stjórn ÍRA starfsárið 2025/26. Frá vinstri: Sæmundur E. Þorsteinsson TF3UA varastjórn, Georg Kulp TF3GZ ritari, Njáll H. Hilmarsson TF3NH meðstjórnandi, Jónas Bjarnason TF3JB formaður, Andrés Þórarinsson TF1AM varaformaður, Heimir Konráðsson TF1EIN varastjórn og Jón Björnsson TF3PW gjaldkeri. Ljósmynd: TF3JON.

Opið hús verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 27. febrúar fyrir félagsmenn og gesti frá kl. 20:00 til kl. 22:00.

Fundarsalur, fjarskiptaherbergi og QSL stofa á 2. hæð verða opin.

Marhías Hagvaag, TF3MH QSL stjóri verður búinn að fara í pósthólfið og raða kortum.

Góður félagsskapur og nýjustu amatörtímaritin. Sveinn Goði Sveinsson, TF3ID annast Kaffiveitingar.

Verið velkomin í Skeljanes!

Stjórn ÍRA.

Úr félagsstarfinu. Baldvin Þórarinsson TF3-Ø33 lítur yfir tæki og búnað á Flóamarkaði ÍRA að hausti 2022. Athygli er vakin á því, að Flóamarkaður ÍRA að vori 2025 fer fram sunnudaginn 11. maí n.k.

ARRL International DX Contest, SSB.
Keppnin stendur yfir laugardag 1. mars kl. 00:00 til sunnudags 2. mars kl. 24:00.
Hún fer fram á SSB á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð W/VE stöðva: RS + (ríki í USA/fylki í Kanada).
Skilaboð annarra: RS + afl sendis.
https://www.arrl.org/arrl-dx

UBA Spring Contest, CW.
Keppnin stendur yfir sunnudag 2. mars kl. 07:00-11:00
Hún fer fram á CW á 80 metrum.
Skilaboð belgískra stöðva: RST + raðnúmer + 2 bókstafir fyrir UBA deild (e. section).
Skilaboð annarra: RST + raðnúmer.
https://www.uba.be/en/hf/contest-rules/spring-contest-dst

NSARA Contest.
Keppnin stendur yfir sunnudag 2. mars kl. 12:00-16 og kl. 18:00-22:00.
Hún fer fram á CW, SSB og Digital á 80 metrum.
Skilaboð Nova Scotia stöðva: RS(T) + sýsla.
Skilaboð annarra: RS(T) + raðnúmer.
http://nsara.ca/

Með ósk um gott gengi!

Stjórn ÍRA.

Andrés Þórarinsson TF1AM kynnir fyrirlesara kvöldsins, Kristinn Andersen TF3KX. Ljósmynd: TF3GZ.

Opið var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 6. febrúar. Kristinn Andersen, TF3KX mætti með erindi kvöldsins: „QRP afl, heimasmíði og notkun QRP senda“. Þetta var annað erindið á nýrri vordagskrá ÍRA fyrir tímabilið febrúar-maí 2025.

Fundurinn var afbragð. Fyrirlesari kvöldsins, Kristinn Andersen, TF3KX, fór á kostum og sagði vel frá QRP heiminum sem merkir að útsent afl er mest 5W og iðulega minna. Það er ótrúlegt hve langt má ná, en auðvitað byggist það á skilyrðum hverju sinni á því bandi sem unnið er á, og loftnetinu.  Staðsetning skiptir máli. 

Það er samt ekki nauðsynlegt að vera á ferðinni, þá má einfaldlega vera heima í „sjakknum“ og skrúfa aflið niður.  En óneitanlega er gaman að vera á ferðinni og þá gefst iðulega tækifæri á heppilegri staðsetningu sem tekur heimastöðinni fram á allan hátt, og þá sérstaklega niður við sjó. Kristinn sýndi QRP-tæki sem hann á og svaraði fjölmörgum fyrirspurnum úr sal. Á eftir erindinu komu áhugasamir fram og skoðuðu QRP tækin.

Erlendir gestir félagsins voru þau og dr. Tim Koeth, KØETH og XYL Michele, N2OAV sem búa í borginni Brandywine í Maryland [nærri Washington DC] í Bandaríkjunum og eru hér í norðurljósaferð. Þau eru gamalreyndir radíóamatörar og Tim sagðist t.d. hafa beðið Michele á morsi og hún svarað játandi, einnig á morsi.

Sérstakar þakkir til Kristins Andersen, TF3KX fyrir vel flutt, fróðlegt og áhugavert erindi. Þess má geta að erindið var tekið upp og verður til niðurhals fljótlega.

Alls mættu 31 félagi og 3 gestir þetta ágæta fimmtudagskvöld í mildu vetrarveðri í vesturbænum í Reykjavík.

Stjórn ÍRA.

(Texti: Andrés Þórarinsson, TF1AM varaformaður ÍRA).

Kristinn hóf erindið stundvíslega kl 20:30.
Kristinn sýndi margar áhugaverðar glærur og kynnti m.a. sérstaka keppnisflokka sem eru í boði fyrir QRP afl í alþjóðlegum keppnum.
Fremsta röð: Jón Atli Magnússon TF2AC, Gunnar B. Guðlaugsson, TF5NN, Þorvaldur Bjarnason TF3TB og Óskar Ólafur Hauksson, TF3OH. Næsta röð: Eiður Kristinn Magnússon TF1EM, Bernhard M. Svavarsson TF3BS, Kristján Benediktsson TF3KB og Vilhjálmur Í. Sigurjónsson TF3VS. Næsta röð: Ágúst Sigurðsson TF3AU, Georg Kulp TF3GZ og Svein Goði Sveinsson TF3ID. Aðrir á mynd aftar: Sjá mynd neðar.
Ríkharður Þórsson TF8RIX, dr. Tim Koeth, KØETH, Michele Koeth, N2OAV, Guðjón Már Gíslason TF3GMG, Einar Sandoz TF3ES, Sveinbjörn Halldórsson gestur og Pier Albert Kaspersma TF1PA.
Þorvaldur Bjarnason TF3TB, Guðjón Már Gíslason TF3GMG, Einar Sandoz TF3ES, Sveinn Goði Sveinsson TF3ID og Pier Albert Kaspersma TF1PA.
Kristinn Andersen TF3KX og Kristján Benediktsson TF3KB.
Jón Atli Magnússon TF2AC og Óskar Ólafur Hauksson, TF3OH.
Ágúst Sigurðsson TF3AU, Mathías Hagvaag TF3MH og Bernhard M. Svavarsson TF3BS.
Dr. Tim Koeth, KØETH og XYL Michele, N2OAV. Ljósmyndir: TF1AM nema mynd nr. 1: TF3GZ.
Aðalfundur ÍRA 2025 var haldinn í safnaðarheimili Neskirkju í Reykjavík 16. febrúar. Fundarstjóri var kjörinn Vilhjálmur Í. Sigurjónsson TF3VS og sést hann hér í ræðupúlti.
Jónas Bjarnason TF3JB, formaður ÍRA flutti framlagða skýrslu stjórnar fyrir starfsárið 2024/25.
Jón Björnsson TF3PW gjaldkeri ÍRA flutti framlagðan ársreikning félagssjóðs fyrir rekstrarárið 2024.
Slegið á létta strengi á aðalfundi. Vilhjálmur Í. Sigurjónsson TF3VS fundarstjóri í púlti. Aðrir á mynd (frá vinstri): Andrés Þórarinsson TF1AM, Sæmundur E. Þorsteinsson TF3UA, Jónas Bjarnason TF3JB, Georg Kúlp TF3GZ, Njáll H. Hilmarsson TF3NH og Jón Björnsson TF3PW.
Frá vinstri fremst: Mathías Hagvaag TF3MH, Hans Konrad Kristjánsson TF3FG og Kristján Benediktsson TF3KB.
2. röð: Eiður Kristinn Magnússon TF1EM, Sveinn Goði Sveinsson TF3ID og Þór Eysteinsson TF3TE.
3. röð: Gísli Guðnason TF3MK, Sigmundur Karlsson TF3VE, Guðmundur Birgir Pálsson TF3AK, Erling Guðnason TF3E og Finnur Tómasson TF3FT.
4. röð: Wilhelm Sigurðsson TF3AWS, Rúnar Þór Valdimarsson TF3RJ, Hrafnkell Sigurðsson TF8KY og Pier Albert Kaspersma TF1PA.
5. röð: Anna Henriksdóttir TF3VB.
Úr sal. Eiður Kristinn Magnússon TF1EM og Sveinn Goði Sveinsson TF3ID. Aðrir á mynd: Erling Guðnason TF3E og Finnur Tómasson TF3FT. Aftar: Hrafnkell Sigurðsson TF8KY og Pier Albert Kaspersma TF1PA.
Kristján Benediktsson TF3KB NRAU/IARU tengiliður ÍRA flutti skýrslu um alþjóðamálin. Ljósmynd: TF3GZ.
Sæmundur E. Þorsteinsson TF3UA ritstjóri CQ TF flutti skýrslu ritnefndar.
Anna Henriksdóttir TF3VB flutti upplýsingar af vettvangi SYLRA (Scandinavian YL Radio Amateurs). Ljósmyndir: Jón Svavarsson TF3JON. Ljósmynd nr. 7: Georg Kulp TF3GZ.

Teknar voru saman upplýsingar um TF kallmerki sem fengu skráningu á þyrpingu (e. cluster) vikuna 11.-17. febrúar.

síðustu viku ársins, dagana 25.-31. desember. Alls fengu 14 TF kallmerki skráningar. Flestir voru QRV á stafrænum mótunum (FT8 og/eða FT4), en einnig á morsi (CW) og tali (SSB). Bönd: 10, 12, 15, 20, 40,  80 og 160 metrum.

Kallmerki fær skráningu þegar leyfishafi [eða hlustari] hefur haft samband við [eða heyrt í] TF kallmerki. Svokallað „self spotting“ er ekki tekið með. Upplýsingarnar eru fengnar á http://new.dxsummit.fi/#/  Sambærilegar síður eru í boði á netinu til samanburðar.

Fyrst er skráð kallmerki, þá tegund(ir) útgeislunar og band/bönd sem kallmerki fær skráningu á.

Til skoðunar er að taka reglulega saman upplýsingar af þessu tagi.

Stjórn ÍRA.

TF1A                      FT8 á 10 metrum.
TF1EIN                  FT8 á 20 metrum.
TF2AC                   FT8 á 10 metrum.
TF2LL                     SSB á 10 metrum.
TF2R                      CW á 10, 15 og 20 metrum.
TF3DC                   CW á 12 metrum.
TF3EO                   CW á 15 og 20 metrum.
TF3IG                    SSB á 15 metrum.
TF3JB                    CW á 12 metrum.
TF3SG                   CW  á 10, 15, 80 og 160 metrum.
TF3VE                   FT8 á 40 metrum.
TF3W                    CW á 10, 15 og 20 metrum.
TF4WD                 SSB á 20 metrum.
TF8SM                  FT4 á 10 metrum og CW  á 12 og 80 metrum.

Georg Magnsson TF2LL var virkur vikuna 11.-17. febrúar. Myndin er af glæsilegu OptiBeam OB 17-4 Yagi loftneti hans heima í Borgarfirði. Turninn er hækkanlegur í allt að 25 metra hæð. Ljósmynd: TF2LL.

Vordagskrá ÍRA fyrir tímabilið febrúar-maí 2025 heldur áfram á fimmtudag, 20. febrúar í Skeljanesi.

Þá mætir Kristinn Andersen, TF3KX með erindi um „QRP afl, heimasmíði og notkun QRP senda“. Húsið opnar kl. 20:00 en Kristinn byrjar stundvíslega kl. 20:30.

Fundarsalur, fjarskiptaherbergi og QSL stofa á 2. hæð verða opin. QSL stjóri verður búinn að fara í pósthólfið og flokka kortasendingar. Sveinn Goði Sveinsson, TF3ID lagar kaffið og tekur fram meðlæti.

Félagsmönnum er bent á að láta erindið ekki framhjá sér fara.

Verið velkomin í Skeljanes!

Stjórn ÍRA.

CQ 160-Meter Contest, SSB.
Keppnin stendur yfir frá föstudegi 21. febrúar kl. 22:00 til sunnudags 23. febrúar kl. 22:00.
Keppnin fer fram á SSB á 160 metrum.
Skilaboð W/VE stöðva: RS + (ríki í USA/fylki í Kanada).
Skilaboð annarra: RS + CQ svæði.
https://www.cq160.com/rules/index.htm

G-leyfishöfum sem hafa hug á að taka þátt í keppninni er bent á að heilmildir Fjarskiptastofu um aðgang að auknu tíðnisviði á fullu afli eiga við þessa keppni. Sjá upplýsingar hér: https://www.ira.is/serheimild-a-160-metrum-2025/

REF CONTEST, SSB.
Keppnin stendur yfir frá laugardegi 22. febrúar kl. 06:00 til sunnudags 23. febrúar kl. 18:00.
Keppnin fer fram á SSB á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð franskra stöðva: RS + (2 bókstafir „Department“/Forskeyti).
Skilaboð annarra: RS + raðnúmer.
https://concours.r-e-f.org/reglements/actuels/reg_cdfhfdx.pdf

UBA DX CONTEST, CW.
Keppnin stendur yfir frá laugardegi 22. febrúar kl. 13:00 til sunnudags 23. febrúar kl. 13:00.
Keppnin fer fram á CW á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð belgískra stöðva: RST + raðnúmer +  2 bókstafir fyrir landsvæði.
Skilaboð annarra: RS + raðnúmer.
https://www.uba.be/en/hf/contest-rules/uba-dx-contest

North American QSO Party, RTTY.
Keppnin stendur yfir frá laugardegi 22. febrúar kl. 18:00 til sunnudags 23. febrúar kl. 05:59.
Keppnin fer fram á RTTY á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð stöðva í N-Ameríku: RST + nafn + (ríki í USA/fylki í Kanada/DXCC eining).
Skilaboð annarra: RST + nafn + raðnúmer.
https://www.ncjweb.com/NAQP-Rules.pdf

World Wide Patagonia DX Contest.
Keppnin stendur yfir laugardaginn 22. febrúar frá kl. 00:00 til kl. 23:59.
Keppnin fer fram á CW og SSB á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð: RS(T) + 4 stafa Maidenhead reitur (e. grid square).
https://wwpatagonia-arg-dx.com.ar

G-leyfishöfum sem hafa hug á að taka þátt í keppninni er bent á að heilmildir Fjarskiptastofu um aðgang að auknu tíðnisviði á fullu afli eiga við þessa keppni. Sjá upplýsingar á þessari vefslóð: https://www.ira.is/serheimild-a-160-metrum-2025/

Með ósk um gott gengi!

Stjórn ÍRA.