CQ WORLD-WIDE CW 160 METRA KEPPNIN 2024.
Hefst kl. 22:00 á föstudag 26. janúar og lýkur kl. 22:00 á sunndag 28. janúar.
Keppnin fer fram á CW (morsi) á 160 metrum.
Skilaboð TF stöðva: RST + CQ svæði.
Skilaboð W/VE stöðva: RST + ríki í Bandaríkjunum / fylki í Kanada.
https://www.cq160.com/rules.htm

REF KEPPNIN 2024.
Hefst kl. 12:00 á laugardag 27. janúar og lýkur kl. 12:00 á sunnudag 28. janúar.
Keppnin fer fram á CW (morsi) á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð: RST + raðnúmer.
Microsoft Word – reg_cdfhf_dx.docx (r-e-f.org)

BARTG RTTY SPRINT KEPPNIN 2024.
Hefst kl. 06:00 á laugardag 27. janúar og lýkur kl. 18:00 á sunnudag 28. janúar.
Keppnin fer fram á RTTY (fjarritun) á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð: Raðnúmer.
http://bartg.org.uk/wp/bartg-sprint-contest/

UBA DX SSB KEPPNIN 2024.
Hefst kl. 13:00 á laugardag 27. janúar og lýkur kl. 13:00 á sunnudag 28. janúar.
Skilaboð: RS + raðnúmer.
https://www.uba.be/en/hf/contest-rules/uba-dx-contest

Með ósk um gott gengi.

Stjórn ÍRA.

.

Myndin er af Yaesu FTdx5000MP sendi-/móttökustöðinni sem kom á markað árið 2009 og var mjög vinsæl um árabil hjá radíóamatörum til nota í alþjóðlegum keppnum. Hún er sýnd hér með SM-5000 “Station Monitor” sem var seldur sem aukahlutur.

Brynjólfur Jónsson, TF5B hafði alls 29.628 QSO á árinu 2023. Fjöldi DXCC eininga varð 147.  Þetta er í annað skiptið sem hann er við eða yfir 30 þúsund QSO‘a múrinn. Samböndin voru öll höfð á FT8 samskiptareglum undir MFSK mótun. Til samanburðar, QSO TF5B á ári sl. fjögur ár:

2023: Alls 29.628 QSO
2022: Alls 22.558 QSO.
2021: Alls 25.237 QSO.
2020: Alls 30.103 QSO.

Þess má geta að Billi er með staðfestar alls 297 DXCC einingar og er handhafi 11 DXCC viðurkenninga: Mixed, Phone, RTTY/Digital, 40M, 30M, 20M, 17M, 15M, 12M, 10M og DXCC Challenge.

Hamingjuóskir til Billa með frábæran DX árangur á nýliðnu ári!

Stjórn ÍRA

Loftnet TF5B á Akureyri. Fritzel Fritzel FB-33, 3 staka Yagi loftnet fyrir 14, 21 og 28 MHz; Fritzel tvípóll fyrir 10, 18 og 24 MHz; Hamstick tvípóll (láréttur) fyrir 3.5 MHz; Hamstick tvípóll (láréttur) fyrir 1.8 MHz og Diamond X-30 stangarloftnet fyrir 144/430 MHz. Ljósmynd: TF5B.

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 18. janúar fyrir félagsmenn og gesti frá kl. 20:00 til kl. 22:00.

Fundarsalur, fjarskiptaherbergi og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Góður félagsskapur og nýjustu amatörtímaritin.

QSL stjóri verður búinn að fara í pósthólfið, flokka kortasendingar og raða í hólfin. Kaffiveitingar.

Verið velkomin í Skeljanes!

Stjórn ÍRA.

Ljósmynd úr fundarsal ÍRA í félagsaðstöðunni í Skeljanesi.

Teknar voru saman upplýsingar um TF kallmerki sem fengu skráningu á þyrpingu (e. cluster) vikuna 6.-12. janúar 2024.

Alls fengu 15 TF kallmerki skráningu. Flestir voru QRV á stafrænum mótunum (FT8), en einnig á morsi (CW), fjarritun (RTTY) og tali (SSB). Bönd: 10, 12, 15, 17, 20, 40, 80 og 160 metrar.

Kallmerki fær skráningu þegar leyfishafi [eða hlustari] hefur haft samband við [eða heyrt í] TF kallmerki. Svokallað „self spotting“ er ekki tekið með. Upplýsingarnar eru fengnar á http://new.dxsummit.fi/#/  Sambærilegar síður eru í boði á netinu til samanburðar.

Fyrst er skráð kallmerki, þá tegund(ir) útgeislunar og band/bönd sem kallmerki fær skráningu á.

Til skoðunar er að taka reglulega saman upplýsingar af þessu tagi.

Stjórn ÍRA.

TF1A               FT8 á 10 metrum.
TF1EIN           FT8 á 12 og 60 metrum.
TF1EM            FT8 á 10, 12 og 60 metrum.
TF1OL             FT8 á 10 og 12 metrum.
TF2CT             FT8 á 40 og 160 metrum.
TF2MSN          FT8 á 10, 17 og 160 metrum og SSB á 10 metrum.
TF3AO             RTTY á 10, 20 og 40 metrum.
TF3DC             CW á 10, 12 og 30 metrum.
TF3EK/P          FT8 á 10 metrum.
TF3PKN          FT8 á 10 metrum.
TF3PPN           RTTY á 15 metrum.
TF3VE              FT8 á 10, 12 og 60 metrum.
TF3VG            FT8 á 40 og 60 metrum.
TF5B                FT8 á 10, 10 og 80 metrum.
TF8SM             FT4 og FT8 á á 10 metrum.

Jón Gunnar Harðarson TF3PPN var virkur á RTTY vikuna 5.-12. janúar. Myndin sýnir glæsilega fjarskiptaaðstöðu hans heima í Kópavogi. Ljósmynd: TF3PPN.

YB DX KEPPNIN stendur yfir laugardaginn 13. janúar. Hún hefst kl. 00:00 og lýkur kl. 23:59. Keppnin fer fram á SSB á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð: RST + raðnúmer.
http://ybdxcontest.com/

SKCC Weekend Sprintathon KEPPNIN hefst kl. 12:00 á laugardag 13. janúar og lýkur kl. 24:00 á sunnudag 14. janúar.
Keppnin fer fram á CW á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð: RST + NAFN + NONE („None“ ef menn eru ekki SKCC félagar).
https://www.skccgroup.com/operating_activities/weekend_sprintathon/

UBA PSK63 PREFEX KEPPNIN hefst kl. 12:00 á laugardag 13.  janúar og lýkur kl. 12:00 á sunndag 14. janúar. Keppnin fer fram á BPSK63 á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð: RSQ + raðnúmer.
https://www.uba.be/en/hf/contest-rules/uba-psk63-prefix-contest

NORTH AMERICAN QSO PARTY KEPPNIN hefst kl. 18:00 á laugardag 13. janúar og lýkur kl. 05:59 á sunnudag 14. janúar. Keppnin fer fram á CW á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð: RST + NAFN.
https://www.ncjweb.com/NAQP-Rules.pdf

NRAU BALTIC KEPPNIN, SSB stendur yfir frá kl. 06.30-08:30 á laugardag 13. janúar. Keppnin fer fram á SSB á 80 og 40 metrum.
Skilaboð TF stöðva: RS + raðnúmer + TF.
https://www.nraubaltic.eu/

NRAU BALTIC KEPPNIN, CW stendur yfir frá kl. 09:00-11:00 laugardag 13. janúar. Keppnin fer fram á CW á 80 og 40 metrum.
Skilaboð TF stöðva: RST + raðnúmer + TF.
https://www.nraubaltic.eu/

Með ósk um gott gengi.

Stjórn ÍRA.

.

Sjá skilaboð til íslenskra radíóamatöra um þátttöku í NRAU Baltic keppnunum á laugardag 14. janúar á þessari vefslóð: https://www.youtube.com/watch?reload=9&v=70csn8AXPfI

Þann 14. janúar hefur Margrét Þórhildur Danadrottning verið á veldisstóli í 52 ár. Hún mun þá formlega stíga til hliðar og sama dag og verður Friðrik krónprins krýndur konungur Danaveldis.

Danskir radíóamatörar hafa ákveðið að halda upp á viðburðinn og setja sérstakt kallmerki í loftið, OZ24FX til heiðurs Friðrik X.

Kallmerkið verður sett í loftið 14. janúar kl. 00:01 og verður virkt til 21. janúar kl. 23:59. Til greina kemur, að viðburðurinn verði framlengdur út janúarmánuð.

Kallmerkið verður í loftinu á 160-10 metrum. Miðað er við sambönd á CW, SSB og DIGI mótunum. Radíóamatörar í Evrópu (þ.á.m. á Íslandi) geta sótt um glæsileg viðurkenningarskjöl nái þeir samböndum. Í boði eru: GULL (QSO á 6 böndum); SILFUR (QSO á 4 böndum) og BRONS (QSO á 3 böndum).

QSL: OZ1ACB. Upplýsingar:  oz1acb@wiland.dk

Með ósk um gott gengi.

Stjórn ÍRA.

Margrét Þórhildur drottning og Friðrik krónprins ásamt fleirum í höllinni 4. janúar. Ljósmynd: Keld Navntoft, Kongehuset

Ritstjóri vekur athygli á að enn er hægt að senda efni í næsta tölublað CQ TF, eða fram á laugardagskvöld 14. janúar.

Allt efni um áhugamálið er vel þegið í blaðið, s.s. frásagnir, ljósmyndir, eða jafnvel aðeins punktar og ábendingar um efni sem vinna má úr.

Athygli er vakin á að félagsmönnum er boðið að auglýsa frítt í blaðinu notuð fjarskiptatæki og/eða búnað sem tilheyrir áhugamálinu.

Netfang ritstjóra: saemi@hi.is

Fyrirfram þakkir og 73,

Sæmi, TF3UA
ritstjóri CQ TF.

Björgúlfur Bachmann, TF3EL hefur haft sitt síðasta QSO; merki hans er hljóðnað.

Samkvæmt upplýsingum í Mbl. lést hann á Hjúkrunarheimilinu Eir þann 23. desember s.l. og hefur útför hans farið fram í kyrrþey.

Björgúlfur var á 94. aldursári og handhafi leyfisbréfs radíóamatöra nr. 72.

Um leið og við minnumst Björgúlfs með þökkum og virðingu færum við fjölskyldu hans innilegustu samúðarkveðjur.

Fyrir hönd stjórnar ÍRA,

Jónas Bjarnason, TF3JB
formaður

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 11. Janúar fyrir félagsmenn og gesti frá kl. 20:00 til kl. 22:00.

Fundarsalur, fjarskiptaherbergi og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Góður félagsskapur og nýjustu amatörtímaritin.

Mathías Hagvaag, TF3MH QSL stjóri verður búinn að fara í pósthólfið, flokka kortasendingar og raða í hólfin. Kaffiveitingar.

Verið velkomin í Skeljanes!

Stjórn ÍRA.

Úr félagsstarfinu 22. ágúst 2023. Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A og Georg Kulp TF3GZ skipta út sérhæfðu LNB (e. low-noise block downconverter) við diskloftnet TF3IRA fyrir fjarskipti um QO-100 gervitunglið og koma fyrir og tengja „IceConeFeed v2“ frá Nolle. Ljósmynd: TF3JB.

PODXS 070 CLUB PSKFEST KEPPNIN stendur yfir laugardaginn 6. janúar. Hún hefst kl. 00:00 og lýkur kl. 24:00. Keppnin fer fram á PSK31 tegund útgeislunar á 80, 40, 20, 15 og  10 metrum.
Skilaboð: RST + ICELAND.
https://www.podxs070.com/o7o-club-sponsored-contests/pskfest

WW PMC KEPPNIN hefst kl. 12:00 á laugardag 6. janúar og lýkur kl. 12:00 sunnudag 7. janúar.
Keppnin fer fram á CW og SSB á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð: RS(T) + CQ svæði.
https://www.s59dcd.si/index.php/sl/ww-pmc/ww-pmc-contest-rules

ARRL RTTY ROUNDUP KEPPNIN hefst kl. 18:00 á laugardag 6.  janúar og lýkur kl. 24:00 á sunndag 7. janúar. Keppnin fer fram á RTTY á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð: RST + raðnúmer.
https://www.arrl.org/rtty-roundup

EUCW 160 METRA KEPPNIN stendur yfir frá kl. 20:00-23:00 á laugardag 6. janúar annarsvegar, og frá kl. 04:00-07:00 á sunnudag 7. janúar, hinsvegar. Keppnin fer fram á CW á 160 metra bandinu.
Skilaboð: RST + raðnúmer + nafn.
https://www.eucw.org/eu160.html

Með ósk um gott gengi.

Stjórn ÍRA.

Skemmtileg mynd frá þátttöku Ársæls Óskarssonar TF3AO og Svans Hilmarssonar TF3AB í ARRL Roundup RTTY keppninni frá TF3W í janúar 2013. Ljósmynd: Jón Svavarsson TF3JON.

Næsta tölublað CQ TF, 1. tölublað ársins 2024, kemur út 28. janúar n.k.

Allt efni um áhugamálið er vel þegið í blaðið, s.s. frásagnir, ljósmyndir, eða jafnvel aðeins punktar og ábendingar um efni sem vinna má úr.

Félagsmönnum er boðið að auglýsa frítt í blaðinu notuð fjarskiptatæki og/eða búnað sem tilheyrir áhugamálinu.

Skilafrestur efnis er til 14. janúar n.k. Netfang: saemi@hi.is

Félagskveðjur og 73,

Sæmundur E. Þorsteinsson, TF3UA
ritstjóri CQ TF

.

Forseti sæmdi 14 Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum á nýársdag.

Þar á meðal var félagsmaður okkar, Sigurður Harðarson, TF3WS rafeindavirkjameistari sem fékk riddarakross fyrir störf á sviði fjarskipta- og öryggismála í þágu björgunarsveita, lögreglu og brunavarna.

Við óskum Sigga Harðar, TF3WS innilega til hamingju.

Stjórn ÍRA.

,

,

Frá hátíðlegri athöfn á Bessastöðum á nýársdag 2024. Sigurður Harðarson TF3WS er fjórði frá vinstri.