Síðasta erindi vetrardagskrár Í.R.A. að þessu sinni, verður haldið fimmtudaginn 28. apríl n.k., kl. 20:30 í félagsaðstöðunni í Skeljanesi.
Fyrirlesari er Sæmundur E. Þorsteinsson, TF3UA og fjallar erindi hans um SDR sendi-/móttökutæki.
Hugtakið “SDR” er skammastöfun fyrir Software Defined Radio. Þar ræður innbyggt (eða viðtengt í PC) forrit því um hvers konar tæki er
að ræða. “Hardware” tækisins er einskonar alhliða viðmót milli loftnets og notanda og skilgreinir EKKI hvort um AM, FM, CW o.s.frv.
tæki er að ræða. Mótun og afmótun fer fram í forriti sem ræður þessu, svo það eru engar sérstakar mótara- eða afmótararásir fyrir mis-
munandi hátt.
Margir radíóamatörar þekkja til svokallaðra SDR-stöðva frá fyrirtækinu FlexRadio Systems, en fyrsta stöðin frá þeim var tækið SDR-1000
(markaðssett árið 2003). Þekkt SDR viðtæki á meðal radíóamatöra, eru t.d. frá Perseus viðtækin frá Microtelecom á Ítalíu og Quick-Silver
frá Software Radio Laboratorys í Bandaríkjunum.
Stjórn Í.R.A. hvetur félagsmenn til að taka frá næstkomandi fimmtudagskvöld og mæta stundvíslega. Kaffiveitingar verða í boði félagsins.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2011-04-24 10:23:082017-07-25 12:17:52TF3UA verður með fimmtudagserindið 28. apríl
Aprílhefti CQ TF er komið á vef ÍRA. Félagsmenn geta sótt nýjasta blaðið með því að smella á CQ TF tengilinn efst til vinstri á síðunni, en aðrir hafa einungis aðgang að eldri árgöngum blaðsins.
Næsta blað verður júlíheftið og félagsmenn eru hvattir til að senda efni í það ekki síðar en sunnudaginn 19. júní.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00Kristinn Andersenhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngKristinn Andersen2011-04-21 10:22:302017-07-25 12:18:05CQ TF aprílheftið komið á vefinn
Páskahátíðin nálgast og n.k. fimmtudag, þann 21. apríl n.k. er skírdagur. Svo háttar til að sama dag er ennfremur sumardagurinn fyrsti. Ákveðið hefur verið að félagsaðstaða Í.R.A. við Skeljanes verði lokuð fimmtudaginn 21. apríl. Næsti opnunardagur félagsaðstöðunnar verður fimmtudaginn 28. apríl, en þá lýkur vetrardagskrá félagsins á yfirstandandi starfsári með erindi Sæmundar E. Þorsteinssonar, TF3UA, um SDR sendi-/viðtæki (sem verður nánar kynnt síðar).
Stjórn Í.R.A. óskar félagsmönnum og fjölskyldum þeirra gleðilegra páska og gleðilegs sumars!
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2011-04-19 10:21:442017-07-25 12:17:52Páska- og sumarkveðjur
Alþjóðadagur radíóamatöra er 18. apríl ár hvert og ber að þessu sinni upp á mánudag. Það var þann mánaðardag árið 1925 sem alþjóðasamtök landsfélaga radíóamatöra, International Radio Amateur Union, I.A.R.U., voru stofnuð fyrir 86 árum. Einkunnarorðin eru að þessu sinni “Amateur Radio: The first technology-based social network.” (Tillaga óskast að góðri þýðingu…sendist JB).
Aðildarfélög I.A.R.U. eru í dag starfandi í alls 158 löndum heims með um 3 milljónir leyfishafa.
Stjórn Í.R.A. óskar félagsmönnum til hamingju með daginn!
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2011-04-12 10:21:132017-07-25 12:17:5218. apríl er alþjóðadagur radíóamatöra
Stundatafla vegna síðari hluta námskeiðs Í.R.A. til amatörréttinda sem hófst 7. mars s.l. fylgir hér á eftir. Hún nær yfir tímabilið
frá 11. apríl til 25. maí. Ákveðið hefur verið, að próf fari fram laugardaginn 28. maí kl. 10:00-12:00. Það fer fram á vegum
Póst- og fjarskiptastofnunar og verður haldið í félagsaðstöðu Í.R.A. við Skeljanes.
Í ljós hefur komið, að bls. 44 í námsgögnum (Passport to Amateur Radio) vantaði inn í prentunina. Við þessu hefur verð brugðist
og geta nemendur sótt blaðsíðuna á heimasíðu Í.R.A. undir “Námsefni”. Allar nánari upplýsingar veitir Kjartan H. Bjarnason, TF3BJ,
skólastjóri námskeiðsins. Tölvupóstfang: kjartan.bjarnason hjá nyherji.is.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2011-04-11 10:19:502017-07-25 12:17:52Síðari hluti námskeiðs til amatörréttinda, stundatafla
Fimmtudagskvöldið 14. apríl n.k. kl. 20:30 verður boðið upp á sýningu DVD heimildarmyndar frá DX-leiðangri. Guðmundur Sveinsson, TF3SG, er sýningarstjóri kvöldsins og mun hann kynna myndina. Myndin er í boði Þorvaldar Stefánssonar, TF4M, sem gaf félaginu safn slíkra mynda fyrir nokkru. Þetta verður síðasta opnunarkvöld félagsaðstöðunnar fyrir páska, en fimmtudaginn þar á eftir (21. apríl) ber upp á skírdag.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2011-04-10 10:18:452017-07-25 12:17:52Heimildarmynd frá DX-leiðangri á fimmtudagskvöld
Jónas Bjarnason, TF2JB, fjallaði m.a. um að nú á tímum væri einfaldara og auðveldara að fara í loftið erlendis.
Jónas Bjarnason, TF2JB, flutti fróðlegt erindi í félagsaðstöðu Í.R.A. fimmtudaginn 7. apríl. Erindið nefndi hann QRV á amatörböndum erlendis? Erindið var með sama heiti og fyrirsögn greinar sem hann skrifaði og birtist í 4. tbl. CQ TF í fyrra (2010). Í meginatriðum var gengið út frá efni sem birtist í greininni, sem og nýju efni úr handriti að framhaldsgrein sem er í vinnslu til birtingar í blaðinu.
Leitast var við að setja fram helstu forsendur núgildandi CEPT reglna (tilmæla), sem gera það m.a. að verkum að íslenskir G-leyfishafar geta farið erlendis og verið QRV á amatörböndum í 50 löndum Evrópu; N-leyfishöfum standa til boða 17 lönd í álfunni (eins og er). Einnig var fjallað um þau lönd utan Evrópu sem hafa tileinkað sér CEPT tilskipanir og þar með opnað landamæri sín gagnvart íslenskum og öðrum evrópskum leyfishöfum. Þá var bent á leiðir til að afla heimilda til að fara í loftið í löndum, sem þar standa utan. Ennfremur var fjallað um íslensku reglugerðina í ljósi umræðuefnisins.
Sveinn Guðmundsson, TF3T og fleiri höfðu áhugaverðar spurningar fram að færa um málefnið.
Stjórn Í.R.A. þakkar Jónasi Bjarnasyni, TF2JB, fyrir vel heppnað erindi og Jóni Svavarssyni, TF3LMN, fyrir myndatökuna.
Hér má finna glærur fyrirlestra http://www.ira.is/itarefni/
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2011-04-10 09:51:262017-07-25 12:17:52Fróðlegt og áhugavert fimmtudagserindi hjá TF2JB
Félagsaðstaða Í.R.A. er til húsa að Skeljanesi í Reykjavík. Ljósmynd: Vilhjálmur Í. Sigurjónsson, TF3VS.
Þann 7. apríl s.l. var útbúin sérstök aðstaða vegna uppsetningar á sambyggðri stafavarpa- og internetgátt fyrir skilaboða- og ferilvöktunarkerfið APRS (Automatic Packet Reporting System) í fjarskiptaaðstöðu félagsins í Skeljanesi. Aðstaðan er á sérstöku borði sem sett var upp á milli fjarskiptaborða A og B í stöðvarherbergi. Stafavarpinn (e. digipeter) mun nota kallmerkið TF3RPG og vinna á 144.800 MHz og verður QRV á næstunni. Fyrir er stafavarpi sem staðsettur er í Hraunbæ í Reykjavík og settur var upp til reynslu sumarið 2010 með kallmerkið TF3RPF og verður hann rekinn áfram. Að auki, er rekin sambyggð stafavarpa- og internetgátt af TF8TTY í Reykjanesbæ, sem einnig verður rekin áfram. Ennfremur er fyrirhugað að setja upp APRS stafavarpa á Akureyri.
Meginrök fyrir uppsetningu kerfisins í fjarskiptaaðstöðu Í.R.A., er að tryggja fyrirkomulagið til frambúðar með öruggari samfellu í rekstri kerfisins. Sá hópur félagsmanna, sem einkum stendur að baki APRS verkefninu, eru þeir Jón Þóroddur Jónsson, TF3JA; Ársæll Óskarsson, TF3AO; Haraldur Þórðarson, TF3HP, Samúel Þór Guðjónsson, TF2SUT, Róbert Harry Jónsson, TF8TTY, Þórður Ívarsson, TF5PX og Þór Magnússon, TF3TON. Að auki hafa þeir LA6IM (TF8BK) og TF3WP (DF8WP) komið að verkefninu.
Næsta erindi á vetrardagskrá félagsins verður haldið fimmtudaginn 7. apríl n.k., kl. 20:30 í félagsaðstöðunni í Skeljanesi. Fyrirlesari er Jónas Bjarnason, TF2JB, og nefnist erindið QRV á amatörböndum erlendis? Erindið er með sama heiti og fyrirsögn greinar sem birtist í 4. tbl. CQ TF 2010. Í meginatriðum verður gengið út frá efni sem birtist í greininni, sem og nýju efni úr handriti að óbirtri framhaldsgrein.
Leitast verður við að svara nokkrum algengum spurningum, s.s. “Hvaða lönd eru í boði?”, “Er munur á hvort um er að ræða svokallað “CEPT” land eða ekki?, “Ef um er að ræða CEPT-land, í hve langan tíma gildir leyfið?”, “Hvaða gögn þarf ég að hafa handbær?”, “Er munur á hvort leyfishafi er handhafi íslensks N-leyfis eða G-leyfis?”, “Hvaða kallmerki er mér heimilt að nota?”, “Get ég farið í loftið frá heimastöð leyfishafa í gistilandinu?”.
Stjórn Í.R.A. hvetur félagsmenn til að taka frá næstkomandi fimmtudagskvöld og mæta stundvíslega. Kaffiveitingar verða í boði félagsins.
CEPT er skammstöfun fyrir Conference Européenne de Administrations des Postes et de Telecommunications. Íslensk þýðing: Samtök stjórnvalda á sviði pósts og fjarskipta í Evrópu.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2011-04-03 17:43:002017-07-25 12:17:53TF2JB verður með fimmtudagserindið 7. apríl n.k.
Henry Arnar Hálfdánarson, TF3HRY, fjallaði um tíðnisviðin frá 600 metrum og neðar. Ljósmynd: TF3LMN.
Henry Arnar Hálfdánarson, TF3HRY, flutti áhugavert og fróðlegt erindi í félagsaðstöðu Í.R.A. fimmtudaginn 31. mars s.l. Erindið nefndi hann Loftnet og útgeislun á lægri böndum. Hann fjallaði að mestu um 500 kHz bandið (600 metrana). Eftir inngang um loftnetafræðina, benti Henry á áhugaverðar loftnetslausnir fyrir leyfishafa sem áhugasamir eru um bandið (og jafnvel um enn lægri bönd), þótt þeir hafi ekki góðar aðstæður til uppsetningar loftneta. Í ljós kom, að margt er hægt að gera í þeim efnum þótt verið sé að kljást við “reactive” loftnet, háa spennu, litla nýtni o.s.frv. Hann hafði ýmsa áhugaverða íhluti meðferðis sem notast til smíða á loftnetum á þessum tíðnum. Henry Arnar svaraði fjölda spurninga í lok erindisins. Alls mættu um 25 manns í Skeljanesið að þessu sinni.
Stjórn Í.R.A. þakkar Henry Arnari Hálfdánarsyni, TF3HRY, fyrir vel heppnað erindi og Jóni Svavarssyni, TF3LMN, fyrir myndatökuna.
Myndin var tekin skömmu áður en erindi hófst á ný eftir kaffihlé. Sjá má umræður og áhuga í hverju andliti.
Margt forvitnilegt kom upp úr tösku fyrirlesara. Valdemar G. Valdemarsson, skoðar einn þeirra hluta.
TF3SA og TF3RF. TF3RF: “Já, spólurnar eru engin smásmíði þegar komið er svona langt niður á böndin…”.
Með tilvísan til 16. gr. félagslaga er hér með boðað til aðalfundar Í.R.A. laugardaginn 21. maí 2011. Fundurinn verður haldinn í Princton fundarsal Radisson Blu hótel Sögu við Hagatorg í Reykjavík og hefst stundvíslega kl. 13:00. Dagskrá er samkvæmt 18. gr. félagslaga.
Bent er á, að samkvæmt ákvæði í 26. gr. laganna þurfa tillögur að lagabreytingum að berast stjórn félagsins fyrir 15. apríl n.k. Með tillögum að breytingum skal fylgja skrifleg greinargerð þar sem gerð er grein fyrir ástæðum tillagnanna og væntanlegum áhrifum þeirra
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2011-04-02 17:40:012017-07-25 12:17:53Aðalfundur Í.R.A. verður haldinn laugardaginn 21. maí n.k.
TF3UA verður með fimmtudagserindið 28. apríl
Sæmundur E. Þorsteinsson, TF3UA.
Síðasta erindi vetrardagskrár Í.R.A. að þessu sinni, verður haldið fimmtudaginn 28. apríl n.k., kl. 20:30 í félagsaðstöðunni í Skeljanesi.
Fyrirlesari er Sæmundur E. Þorsteinsson, TF3UA og fjallar erindi hans um SDR sendi-/móttökutæki.
Hugtakið “SDR” er skammastöfun fyrir Software Defined Radio. Þar ræður innbyggt (eða viðtengt í PC) forrit því um hvers konar tæki er
að ræða. “Hardware” tækisins er einskonar alhliða viðmót milli loftnets og notanda og skilgreinir EKKI hvort um AM, FM, CW o.s.frv.
tæki er að ræða. Mótun og afmótun fer fram í forriti sem ræður þessu, svo það eru engar sérstakar mótara- eða afmótararásir fyrir mis-
munandi hátt.
Margir radíóamatörar þekkja til svokallaðra SDR-stöðva frá fyrirtækinu FlexRadio Systems, en fyrsta stöðin frá þeim var tækið SDR-1000
(markaðssett árið 2003). Þekkt SDR viðtæki á meðal radíóamatöra, eru t.d. frá Perseus viðtækin frá Microtelecom á Ítalíu og Quick-Silver
frá Software Radio Laboratorys í Bandaríkjunum.
Stjórn Í.R.A. hvetur félagsmenn til að taka frá næstkomandi fimmtudagskvöld og mæta stundvíslega. Kaffiveitingar verða í boði félagsins.
Upplýsingahlekkur: http://en.wikipedia.org/wiki/Software-defined_radio
CQ TF aprílheftið komið á vefinn
Aprílhefti CQ TF er komið á vef ÍRA. Félagsmenn geta sótt nýjasta blaðið með því að smella á CQ TF tengilinn efst til vinstri á síðunni, en aðrir hafa einungis aðgang að eldri árgöngum blaðsins.
Næsta blað verður júlíheftið og félagsmenn eru hvattir til að senda efni í það ekki síðar en sunnudaginn 19. júní.
Gleðilega páska!
TF3KX
Páska- og sumarkveðjur
Páskahátíðin nálgast og n.k. fimmtudag, þann 21. apríl n.k. er skírdagur. Svo háttar til að sama dag er ennfremur sumardagurinn fyrsti. Ákveðið hefur verið að félagsaðstaða Í.R.A. við Skeljanes verði lokuð fimmtudaginn 21. apríl. Næsti opnunardagur félagsaðstöðunnar verður fimmtudaginn 28. apríl, en þá lýkur vetrardagskrá félagsins á yfirstandandi starfsári með erindi Sæmundar E. Þorsteinssonar, TF3UA, um SDR sendi-/viðtæki (sem verður nánar kynnt síðar).
Stjórn Í.R.A. óskar félagsmönnum og fjölskyldum þeirra gleðilegra páska og gleðilegs sumars!
Jónas Bjarnason, TF2JB,
formaður.
18. apríl er alþjóðadagur radíóamatöra
Alþjóðadagur radíóamatöra er 18. apríl ár hvert og ber að þessu sinni upp á mánudag. Það var þann mánaðardag árið 1925 sem alþjóðasamtök landsfélaga radíóamatöra, International Radio Amateur Union, I.A.R.U., voru stofnuð fyrir 86 árum. Einkunnarorðin eru að þessu sinni “Amateur Radio: The first technology-based social network.” (Tillaga óskast að góðri þýðingu…sendist JB).
Aðildarfélög I.A.R.U. eru í dag starfandi í alls 158 löndum heims með um 3 milljónir leyfishafa.
Stjórn Í.R.A. óskar félagsmönnum til hamingju með daginn!
TF2JB
Síðari hluti námskeiðs til amatörréttinda, stundatafla
Frá prófdegi 23. janúar 2010.
Stundatafla vegna síðari hluta námskeiðs Í.R.A. til amatörréttinda sem hófst 7. mars s.l. fylgir hér á eftir. Hún nær yfir tímabilið
frá 11. apríl til 25. maí. Ákveðið hefur verið, að próf fari fram laugardaginn 28. maí kl. 10:00-12:00. Það fer fram á vegum
Póst- og fjarskiptastofnunar og verður haldið í félagsaðstöðu Í.R.A. við Skeljanes.
Í ljós hefur komið, að bls. 44 í námsgögnum (Passport to Amateur Radio) vantaði inn í prentunina. Við þessu hefur verð brugðist
og geta nemendur sótt blaðsíðuna á heimasíðu Í.R.A. undir “Námsefni”. Allar nánari upplýsingar veitir Kjartan H. Bjarnason, TF3BJ,
skólastjóri námskeiðsins. Tölvupóstfang: kjartan.bjarnason hjá nyherji.is.
TF2JB
Heimildarmynd frá DX-leiðangri á fimmtudagskvöld
Guðmundur Sveinsson, TF3SG
Fimmtudagskvöldið 14. apríl n.k. kl. 20:30 verður boðið upp á sýningu DVD heimildarmyndar frá DX-leiðangri. Guðmundur Sveinsson, TF3SG, er sýningarstjóri kvöldsins og mun hann kynna myndina. Myndin er í boði Þorvaldar Stefánssonar, TF4M, sem gaf félaginu safn slíkra mynda fyrir nokkru. Þetta verður síðasta opnunarkvöld félagsaðstöðunnar fyrir páska, en fimmtudaginn þar á eftir (21. apríl) ber upp á skírdag.
Kaffiveitingar verða í boði félagsins.
TF2JB
Fróðlegt og áhugavert fimmtudagserindi hjá TF2JB
Jónas Bjarnason, TF2JB, fjallaði m.a. um að nú á tímum væri einfaldara og auðveldara að fara í loftið erlendis.
Jónas Bjarnason, TF2JB, flutti fróðlegt erindi í félagsaðstöðu Í.R.A. fimmtudaginn 7. apríl. Erindið nefndi hann QRV á amatörböndum erlendis? Erindið var með sama heiti og fyrirsögn greinar sem hann skrifaði og birtist í 4. tbl. CQ TF í fyrra (2010). Í meginatriðum var gengið út frá efni sem birtist í greininni, sem og nýju efni úr handriti að framhaldsgrein sem er í vinnslu til birtingar í blaðinu.
Leitast var við að setja fram helstu forsendur núgildandi CEPT reglna (tilmæla), sem gera það m.a. að verkum að íslenskir G-leyfishafar geta farið erlendis og verið QRV á amatörböndum í 50 löndum Evrópu; N-leyfishöfum standa til boða 17 lönd í álfunni (eins og er). Einnig var fjallað um þau lönd utan Evrópu sem hafa tileinkað sér CEPT tilskipanir og þar með opnað landamæri sín gagnvart íslenskum og öðrum evrópskum leyfishöfum. Þá var bent á leiðir til að afla heimilda til að fara í loftið í löndum, sem þar standa utan. Ennfremur var fjallað um íslensku reglugerðina í ljósi umræðuefnisins.
Sveinn Guðmundsson, TF3T og fleiri höfðu áhugaverðar spurningar fram að færa um málefnið.
Stjórn Í.R.A. þakkar Jónasi Bjarnasyni, TF2JB, fyrir vel heppnað erindi og Jóni Svavarssyni, TF3LMN, fyrir myndatökuna.
Hér má finna glærur fyrirlestra http://www.ira.is/itarefni/
Fimm fimmtudagserindi komin á heimasíðuna
Nú hafa alls fimm fimmtudagserindi á Power Point glærum verið færð inn á heimasíðu Í.R.A. Þau eru:
Erindi Halldórs Guðmundssonar, TF3HZ, um JT65A og WSPR tegundir útgeislunar (frá 11.3.2010).
Erindi Sigurður R. Jakobssonar, TF3CW og Yngva Harðarsonar, TF3Y, um keppnir radíóamatöra og keppnisþátttöku (frá 17.2.2011).
Erindi Vilhjálms Þórs Kjartanssonar, TF3DX, um sendiloftnet TF4M á 160 metrunum; sjónarmið við hönnun, fyrri hluti (frá 24.2.2011).
Erindi Vilhjálms Þórs Kjartanssonar, TF3DX, um sendiloftnet TF4M á 160 metrunum; sjónarmið við hönnun, síðari hluti( frá 17.3.2011). Og
Erindi Jónasar Bjarnason, TF2JB, um hvernig leyfishafar bera sig að við að verða QRV erlendis (frá 7. apríl 2011).
Erindin má finna undir veftré og leit á heimasíðu, undir “Upplýsingar” og kemur þá upp undirsíðan: Ítarefni – glærur og fleira frá fræðslukvöldum.
Sjá nánar: http://www.ira.is/itarefni/
Ný APRS sambyggð stafavarpa- og internetgátt
Félagsaðstaða Í.R.A. er til húsa að Skeljanesi í Reykjavík. Ljósmynd: Vilhjálmur Í. Sigurjónsson, TF3VS.
Þann 7. apríl s.l. var útbúin sérstök aðstaða vegna uppsetningar á sambyggðri stafavarpa- og internetgátt fyrir skilaboða- og ferilvöktunarkerfið APRS (Automatic Packet Reporting System) í fjarskiptaaðstöðu félagsins í Skeljanesi. Aðstaðan er á sérstöku borði sem sett var upp á milli fjarskiptaborða A og B í stöðvarherbergi. Stafavarpinn (e. digipeter) mun nota kallmerkið TF3RPG og vinna á 144.800 MHz og verður QRV á næstunni. Fyrir er stafavarpi sem staðsettur er í Hraunbæ í Reykjavík og settur var upp til reynslu sumarið 2010 með kallmerkið TF3RPF og verður hann rekinn áfram. Að auki, er rekin sambyggð stafavarpa- og internetgátt af TF8TTY í Reykjanesbæ, sem einnig verður rekin áfram. Ennfremur er fyrirhugað að setja upp APRS stafavarpa á Akureyri.
Meginrök fyrir uppsetningu kerfisins í fjarskiptaaðstöðu Í.R.A., er að tryggja fyrirkomulagið til frambúðar með öruggari samfellu í rekstri kerfisins. Sá hópur félagsmanna, sem einkum stendur að baki APRS verkefninu, eru þeir Jón Þóroddur Jónsson, TF3JA; Ársæll Óskarsson, TF3AO; Haraldur Þórðarson, TF3HP, Samúel Þór Guðjónsson, TF2SUT, Róbert Harry Jónsson, TF8TTY, Þórður Ívarsson, TF5PX og Þór Magnússon, TF3TON. Að auki hafa þeir LA6IM (TF8BK) og TF3WP (DF8WP) komið að verkefninu.
Nánari upplýsingar um APRS: http://en.wikipedia.org/wiki/Automatic_Packet_Reporting_System
Til að fylgjast með umferð: http://aprs.fi/
TF2JB
TF2JB verður með fimmtudagserindið 7. apríl n.k.
Jónas Bjarnason, TF2JB.
Næsta erindi á vetrardagskrá félagsins verður haldið fimmtudaginn 7. apríl n.k., kl. 20:30 í félagsaðstöðunni í Skeljanesi. Fyrirlesari er Jónas Bjarnason, TF2JB, og nefnist erindið QRV á amatörböndum erlendis? Erindið er með sama heiti og fyrirsögn greinar sem birtist í 4. tbl. CQ TF 2010. Í meginatriðum verður gengið út frá efni sem birtist í greininni, sem og nýju efni úr handriti að óbirtri framhaldsgrein.
Leitast verður við að svara nokkrum algengum spurningum, s.s. “Hvaða lönd eru í boði?”, “Er munur á hvort um er að ræða svokallað “CEPT” land eða ekki?, “Ef um er að ræða CEPT-land, í hve langan tíma gildir leyfið?”, “Hvaða gögn þarf ég að hafa handbær?”, “Er munur á hvort leyfishafi er handhafi íslensks N-leyfis eða G-leyfis?”, “Hvaða kallmerki er mér heimilt að nota?”, “Get ég farið í loftið frá heimastöð leyfishafa í gistilandinu?”.
Stjórn Í.R.A. hvetur félagsmenn til að taka frá næstkomandi fimmtudagskvöld og mæta stundvíslega. Kaffiveitingar verða í boði félagsins.
CEPT er skammstöfun fyrir Conference Européenne de Administrations des Postes et de Telecommunications.
Íslensk þýðing: Samtök stjórnvalda á sviði pósts og fjarskipta í Evrópu.
TF2JB
Vel heppnað fimmtudagserindi hjá TF3HRY
Henry Arnar Hálfdánarson, TF3HRY, fjallaði um tíðnisviðin frá 600 metrum og neðar. Ljósmynd: TF3LMN.
Henry Arnar Hálfdánarson, TF3HRY, flutti áhugavert og fróðlegt erindi í félagsaðstöðu Í.R.A. fimmtudaginn 31. mars s.l. Erindið nefndi hann Loftnet og útgeislun á lægri böndum. Hann fjallaði að mestu um 500 kHz bandið (600 metrana). Eftir inngang um loftnetafræðina, benti Henry á áhugaverðar loftnetslausnir fyrir leyfishafa sem áhugasamir eru um bandið (og jafnvel um enn lægri bönd), þótt þeir hafi ekki góðar aðstæður til uppsetningar loftneta. Í ljós kom, að margt er hægt að gera í þeim efnum þótt verið sé að kljást við “reactive” loftnet, háa spennu, litla nýtni o.s.frv. Hann hafði ýmsa áhugaverða íhluti meðferðis sem notast til smíða á loftnetum á þessum tíðnum. Henry Arnar svaraði fjölda spurninga í lok erindisins. Alls mættu um 25 manns í Skeljanesið að þessu sinni.
Stjórn Í.R.A. þakkar Henry Arnari Hálfdánarsyni, TF3HRY, fyrir vel heppnað erindi og Jóni Svavarssyni, TF3LMN, fyrir myndatökuna.
Myndin var tekin skömmu áður en erindi hófst á ný eftir kaffihlé. Sjá má umræður og áhuga í hverju andliti.
Margt forvitnilegt kom upp úr tösku fyrirlesara. Valdemar G. Valdemarsson, skoðar einn þeirra hluta.
TF3SA og TF3RF. TF3RF: “Já, spólurnar eru engin smásmíði þegar komið er svona langt niður á böndin…”.
TF2JB
Aðalfundur Í.R.A. verður haldinn laugardaginn 21. maí n.k.
Með tilvísan til 16. gr. félagslaga er hér með boðað til aðalfundar Í.R.A. laugardaginn 21. maí 2011. Fundurinn verður haldinn í Princton fundarsal Radisson Blu hótel Sögu við Hagatorg í Reykjavík og hefst stundvíslega kl. 13:00. Dagskrá er samkvæmt 18. gr. félagslaga.
Bent er á, að samkvæmt ákvæði í 26. gr. laganna þurfa tillögur að lagabreytingum að berast stjórn félagsins fyrir 15. apríl n.k. Með tillögum að breytingum skal fylgja skrifleg greinargerð þar sem gerð er grein fyrir ástæðum tillagnanna og væntanlegum áhrifum þeirra
Fyrir hönd stjórnar,
Jónas Bjarnason, TF2JB,
formaður Í.R.A.