Í.R.A. hefur borist erindi Póst- og fjarskiptastofnar dagsett fimmtudaginn 6. janúar 2011 þess efnis, að íslenskum leyfishöfum er veittur aðgangur að tíðnisviðinu 1850-1900 kHz í tilgreindum alþjóðlegum keppnum radíóamatöra. Í annan stað er G-leyfishöfum nú heimilt að nota fullt afl í sviðinu (þ.e. 1kW). Erindi Póst- og fjarskiptastofnunar er í samræmi við beiðni félagsins þessa efnis, sem send var stofnuninni þann 30. desember s.l.

Heimildin er tímabundin, þ.e. gildir fyrir almanaksárið 2011. Hún er veitt á víkjandi grundvelli (forgangsflokkur 2). Þeir leyfishafar sem óska að vinna í umræddu tíðnisviði í einhverri neðangreindra keppna framangreindri aflheimild, þurfa að sækja um það sérstaklega til stofnunarinnar hverju sinni, á netfangið: hrh hjá pfs.is.

Heimild PFS gildir um eftirfarandi tilgreindar alþjóðlegar keppnir í meðfylgjandi töflu (í tímaröð eftir mánuðum):

Keppni Teg. útg. Hefst Lýkur Tímalengd
CQ World-wide 160 metra keppnin
Unknown macro: {center}CW

Föstudag 28. janúar kl. 22:00 Sunnudag 30. janúar kl. 22:00
Unknown macro: {center}48 klst.

ARRL DX keppnin
Unknown macro: {center}CW

Laugardag 19. febrúar kl. 00:00 Sunnudag 20. febrúar kl. 23:59
Unknown macro: {center}48 klst.

CQ World-wide 160 metra keppnin
Unknown macro: {center}SSB

Föstudag 25. febrúar kl. 22:00 Sunnudag 27. febrúar kl. 22:00
Unknown macro: {center}48 klst.

ARRL DX keppnin
Unknown macro: {center}SSB

Laugardag 5. mars kl. 00:00 Sunnudag 6. mars kl. 23:59
Unknown macro: {center}48 klst.

CQ WPX keppnin
Unknown macro: {center}SSB

Laugardag 26. mars kl.00:00 Sunnudag 27. mars kl. 23:59
Unknown macro: {center}48 klst.

CQ WPX keppnin
Unknown macro: {center}CW

Laugardag 28. maí kl. 00:00 Sunnudag 29. maí kl. 23:59
Unknown macro: {center}48 klst.

IARU HF Championship keppnin
Unknown macro: {center}CW/SSB

Laugardag 9. júlí kl. 12:00 Sunnudag 10. júlí kl. 12:00
Unknown macro: {center}24 klst.

CQ World-wide DX keppnin
Unknown macro: {center}SSB

Laugardag 29. október kl. 00:00 Sunnudag 30. október kl. 23:59
Unknown macro: {center}48 klst.

CQ World-wide DX keppnin
Unknown macro: {center}CW

Laugardag 26. nóvember kl. 00:00 Sunnudag 27. nóvember kl. 23.59
Unknown macro: {center}48 klst.

ARRL 160 metra keppnin
Unknown macro: {center}CW

Föstudag 2. desember kl. 22:00 Sunnudag 3. desember kl. 16:00
Unknown macro: {center}40 klst.

Stjórn Í.R.A. fagnar þessum áfanga fyrir hönd íslenskra leyfishafa.

Myndir úr félagsstarfi Í.R.A. 2009-2010. Ljósmyndir: TF3LMN og TF2JB.

Fyrsta opnunarkvöld ársins í félagsaðstöðunni í Skeljanesi verður fimmtudagskvöldið 6. janúar n.k. kl. 20-22. Heitt verður á könnunni.

 TF2JB

Unnið við SteppIR 3E Yagi loftnet TF3IRA veturinn 2009/2010. Ljósmynd: TF2JB.

Vetraráætlun félagsins fyrir tímabilið febrúar-apríl 2011 liggur nú fyrir sbr. meðfylgjandi töflu. Áætlunin verður nánar til kynningar í nýju tölublaði CQ TF (1. tbl. 2011). Samkvæmt áætluninni eru alls 10 erindi í boði (jafn marga fimmtudaga), auk smíðanámskeiðs og “Win-Test” námskeiðs. Þá hefjast sunnudagsopnanir í félagsaðstöðunni á ný þann 12. febrúar n.k. Alls er um að ræða um 20 viðburði, en flóamarkaður að vori verður auglýstur sérstaklega þegar það að kemur í byrjun maí n.k. Það er skoðun undirritaðs, að afar vel hafi til tekist með skipulagningu verkefnisins, sem var í höndum Erlings Guðnasonar, TF3EE, varaformanns.

F E B R Ú A R
Mánaðard. Vikudagur Viðburður Upplýsingar Fyrirlesari/leiðbeinandi Tímasetning Skýringar
3. febrúar fimmtudagur Heimildarmynd DVD mynd frá DX leiðangri í boði TF4M Guðmundur Sveinsson, TF3SG 20:30-22:00 Kaffihlé kl. 21:00
8. febrúar þriðjudagur Smíðakvöld (fyrra) Smíðakvöld C (verður kynnt síðar) Vilhjálmur Í. Sigurjónsson, TF3VS 20:00-22:30 Skráning: ritari@ira.is
10. febrúar fimmtudagur Erindi Keppnir og keppnisþátttaka Sigurður Jakobsson, TF3CW og Yngvi Harðarson, TF3Y 20:30-22:00 Kaffihlé kl. 21:15
13. febrúar sunnudagur Opið hús Umræðuþema: Quad loftnet Jón Ingvar Óskarsson, TF1JI 10:30-12:00 1. sunnudagsopnun
15. febrúar þriðjudagur Smíðakvöld (síðara) Verkefni C, framhald frá 8. febrúar Vilhjálmur Í. Sigurjónsson, TF3VS 20:00-22:30 Kaffi á könnunni
17. febrúar fimmtudagur Erindi APRS verkefnið í höfn Jón Þóroddur Jónsson, TF3JA 20:30-22:00 Kaffihlé kl. 21:15
20. febrúar sunnudagur Opið hús Umræðuþema: Að læra mors Guðmundur Sveinsson, TF3SG 10:30-12:00 2. sunnudagsopnun
24. febrúar fimmtudagur Erindi Efni erindis er til nánari ákvörðunar Vilhjálmur Þór Kjartansson, TF3DX 20:30-22:00 Kaffihlé kl. 21.15
27. febrúar sunnudagur Opið hús Umræðuþema: Fæðilínur Sæmundur E. Þorsteinsson, TF3UA 10:30-12:00 3. sunnudagsopnun
M A R S
Mánaðard. Vikudagur Viðburður Upplýsingar Fyrirlesari/leiðbeinandi Tímasetning Skýringar
3. mars fimmtudagur Erindi Viðurkenningaskjöl radíóamatöra Jónas Bjarnason, TF2JB og Guðlaugur K. Jónsson, TF8GX 20:30-22:00 Kaffihlé kl. 21:15
6. mars sunnudagur Opið hús Umræmuþema: RTTY Ársæll Óskarsson, TF3AO 10:30-12:00 4. sunnudagsopnun
10. mars fimmtudagur Erindi Loftnet sem allir geta smíðað Andrés Þórarinsson, TF3AM 20:30-22:00 Kaffihlé kl. 21:15
13. mars sunnudagur Opið hús Umræðuþema: Reglugerðarmál Jónas Bjarnason, TF2JB 10:30-12:00 5. sunnudagsopnun
17. mars fimmtudagur Erindi Efni erindis er til nánari ákvöðrunar Vilhjálmur Þór Kjartansson, TF3DX 20:30-22:00 Kaffihlé kl. 21:15
24. mars fimmtudagur Erindi Reynslan af rekstri “EchoLink” á Íslandi Þór Þórisson, TF3GW 20:30-22:00 Kaffihlé kl. 21:15
31. mars fimmtudagur Erindi Loftnet og útgeislun á lægri böndum Henrý Arnar Hálfdánarson, TF3HRY 20:30-22:00 Kaffihlé kl. 21:15
A P R Í L
Mánaðard. Vikudagur Viðburður Upplýsingar Fyrirlesari/leiðbeinandi Tímasetning Skýringar
5. apríl þriðjudagur “WinTest” fyrri dagur “WinTest” keppnisforritið Yngvi Harðarson, TF3Y 18:30-21:00 Skráning: ritari@ira.is
7. apríl fimmtudagur Erindi QRV á amatörböndum erlendis? Jónas Bjarnason, TF2JB 20:30-22:00 Kaffihlé kl. 21:15
12. apríl þriðjudagur “WinTest” síðari dagur “WintestTest” keppnisforritið Yngvi Harðarson, TF3Y 18:30-21:00 Kaffi á könnunni
14. apríl fimmtudagur Heimildarmynd DVD mynd frá DX leiðangri í boði TF4M Guðmundur Sveinsson, TF3SG 20:30-21:30 Kaffihlé kl. 21:00
28. apríl fimmtudagur Erindi SDR sendi-/móttökutæki Sæmundur E. Þorsteinsson, TF3UA 20:30-22:00 Kaffihlé kl. 21:15

73 de TF2JB.

Stjórn Í.R.A. óskar félagsmönnum og fjölskyldum þeirra farsældar á nýju ári.

Stjórn Í.R.A. sendi erindi til Póst- og fjarskiptastofnunar í dag, 30. desember, með ósk um framlengingu á núgildandi heimild til handa íslenskum leyfishöfum um aðgang að tíðnisviðinu 1850-1900 kHz í tilgreindum alþjóðlegum keppnum radíóamatöra, en núgildandi heimild frá 25. janúar s.l. rennur út 31. desember. Í annan stað, fer félagið þess á leit við stofnunina, að íslenskir leyfishafar fái heimild til að nota fullt afl, 1000W, í tíðnisviðinu í alþjóðlegum keppnum á árinu 2011.

Í gögnum sem fylgja erindinu, kemur m.a. fram að Post- og teletilsynet heimilar norskum leyfishöfum aðgang að öllu tíðnisviðinu á 160 metrum á fullu afli (1000W) í alþjóðlegum keppnum. Ennfremur kemur fram, að a.m.k. Belgía, Hvíta Rússland, Slóvakía, Tékkland og Spánn veita sínum leyfishöfum verulega aukið afl (allt að 3kW) í tilgreindum alþjóðlegum keppnum.

Stjórn Í.R.A. gerir sér væntingar um jákvæð viðbrögð stofnunarinnar.

Stjórn Í.R.A. óskar félagsmönnum og fjölskyldum þeirra gleðilegrar jólahátíðar og farsældar á nýju ári.

Líkt og fram kom á þessum vettvangi 13. desember s.l., hefur Póst- og fjarskiptastofnunin (PFS) ákveðið að framlengja núverandi tímabundnar heimildir íslenskra leyfishafa í 500 kHz og 70 MHz tíðnisviðunum til tveggja ára, þ.e. út árið 2012. Heimildin á 5 MHz bandinu er jafnframt framlengd um tvö ár, en í stað 8 fastra tíðna áður, hafa íslenskir leyfishafar nú fengið nýja 150 kHz heimild á 5260-5410 kHz.

Athygli er vakin á því, að þeir leyfishafar sem áhuga hafa á að gera tilraunir í einhverju eða á öllum þessara tíðnisviða, þurfa sérstaklega að sækja um það til stofnunarinnar. Eldri heimildir gilda einvörðungu til 31. desember n.k. Nægjanlegt er að senda tölvupóst til stofnunarinnar, á hrh hjá pfs.is.

Salurinn var þétt skipaður enda umfjöllunarefnið áhugavert. Ljósmynd: TF3LMN.

“Við eigum náttúrlega að fylgja stöðlum í stærð og þykkt QSL korta” sagði Bjarni, TF3GB. Ljósmynd: TF3LMN.

Bjarni sýndi og ræddi mismunandi gerðir QSL korta; TF3HQ er eitt af kallmerkjum félagsins. Ljósmynd: TF3LMN.

Bjarni Sverrisson, TF3GB, flutti síðasta fimmtudagserindið á vetrardagskrá félagsins á þessu ári, fimmtudagskvöldið 16. desember. Erindið nefndist “QSL kort; hönnun, framleiðsla, notkun o.fl.”. Bjarni kynnti m.a. áhugaverðar nýjungar í framleiðslu QSL korta, en tiltölulega auðvelt er nú orðið að framleiða eigin kort eftir að sérhönnuð forrit komu til sögunnar (sem m.a. eru fáanleg á netinu). Hann fjallaði einnig um hefðir og skynsemi í QSL málum og hagkvæmni þess að nota QSL Bureau. Alls hlýddu 25 félagsmenn á erindið. Bjarni mun fylgja erindinu eftir með sérstakri grein um QSL kort sem verður til birtingar í CQ TF.

Áður auglýst sunnudagsopnun á morgun, 19. desember, fellur niður.

Opið verður fimmtudagskvöldið 30. desember n.k. frá kl. 20:00 eins og venjulega.

Sveinn Bragi Sveinsson, TF3SNN

Kjartan H. Bjarnason, TF3BJ

Sveinn Bragi Sveinsson, TF3SNN, hefur ákveðið að hætta í stjórn Í.R.A. Kjartan H. Bjarnason, TF3BJ, hefur tekið sæti hans í stjórn sem meðstjórnandi. Frá þessu var gengið á stjórnarfundi í félaginu í gær, 17. desember. Sveinn Bragi hefur jafnframt, frá sama tíma, látið af störfum hvað varðar önnur verkefni sem hann hafði umsjón með. Í þakkarávarpi á fundinum í gær, komst formaður m.a. þannig að orði að Sveinn Bragi hafi unnið vel fyrir félagið og það væri ósk hans og stjórnar að Sveinn Bragi kæmi á ný til liðs við félagið þegar hann sæi sér það fært. Sveinn Bragi var kosinn í stjórn á aðalfundi 2009 til tveggja ára.

Kjartan Bjarnason, TF3BJ, nýr meðstjórnandi, er handhafi leyfisbréfs nr. 100 frá 1977 og gekk í Í.R.A. sama ár. Hann hefur sinnt mörgum trúnaðarstörfum fyrir félagið í gegnum tíðina, m.a. gengt embætti formanns, varaformanns, ritara, gjaldkera og nú síðast sem varamaður í stjórn. Hann starfaði jafnframt um árabil sem félagslega kjörinn endurskoðandi, ritstjóri CQ TF og VHF Manager. Stjórn félagsins býður Kjartan velkominn til starfa.

TF2JB

Félagsmenn eru minntir á að skilafrestur efnis í næsta hefti CQ TF er nk. sunnudag, 19. desember.  Ef efni er í undirbúningi væri gott að heyra um það fyrir þann tíma.  Allt efni er vel þegið – greinar, frásagnir, myndir og punktar.  Hafa má samband í tölvupósti eða síma og ritstjóri getur tekið að sér að skrifa texta úr því efni sem honum er sent.

Stefnt er að því að vinna blaðið milli jóla og nýárs og janúarheftið komi því út fljótlega eftir áramót.  Allar athugasemdir og ábendingar v. blaðið eru vel þegnar.

73 / jólakveðjur… Kiddi, TF3KX

Kristinn Andersen, TF3KX
Austurgötu 42, 220 Hafnarfjörður

Netfang: cqtf@ira.is
GSM:  825-8130

Bjarni Sverrisson, TF3GB. Myndin er tekin vorið 2010.

Næsta fimmtudagserindi á vetrardagskrá félagsins verður haldið fimmtudaginn 16. desember kl. 20:30. Fyrirlesari kvöldsins er Bjarni Sverrisson, TF3GB.

Erindið nefnist “QSL kort; hönnun, framleiðsla, notkun o.fl.”. Bjarni mun m.a. kynna áhugaverðar nýjungar í framleiðslu QSL korta.

Félagar, mætum stundvíslega! Kaffiveitingar verða í fundarhléi kl. 21:15. Meðlæti verður í boði Geirabakarís í Borgarnesi.