Einn félaga okkar, Vilhjálmur Sigurjónsson, TF3VS, hefur þýtt á íslensku: Samskiptareglur radíóamatöra, sem á frummálinu heitir: “Ethics and operating procedures for the radio amateur” og er eftir vel þekkta radíóamatöra, þá John ON4UN og Mark ON4WW.
Næsta fimmtudag 26. febrúar verður kynningar- og rabbfundur um amatörradíói, Jón Þóroddur Jónsson, TF3JA mun vera með framsögu ásamt tveim öðrum mætum mönnum. Kynningin er í tengslum við kynningu á amatörradíói í Tækniskólanum föstudaginn 27. febr. Nánar verður fjallað frá þessari kynningu þegar nær dregur.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3SG - Guðmundur Sveinssonhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3SG - Guðmundur Sveinsson2009-02-21 19:09:162017-07-24 22:11:43Kynningar- og rabbfundur um amatörradíó
Rabbfundur var haldinn um neyðarfjarskipti í félagsheimili Í.R.A., 12 febrúar 2009. Fundurinn hófst klukkan 20.10 og var stungið upp á að Guðmundur Sveinsson, varaformaður félagsins stjórnaði fundinum. Fundurinn var vel sóttur og voru frummælendur þrír, þeir Jón Þóroddur Jónsson TF3JA, Snorri Ingimarsson TF3IK og Andrés Þórarinsson TF3AM.
Jón Þóroddur fjallaði um alheimsskipulag neyðarfjarskipta.
Snorri fjallaði um neyðarfjarskipti jeppamanna og þeirra sem um hálendi landsins fara og nauðsyn þess að geta kallað eftir hjálp hvar sem er og hvenær sem er. Snorri útskýrði fyrir fundarmönnum hvaða aðstæður geta komið upp og sýndi fundarmönnum þau svæði á landinu sem jeppamenn eru sambandslausir.
Andrés fjallaði um fjarskiptaæfingar radíóskáta. Andrés sýndi einnig gamlar myndir af bílum, loftnetum og tækjum og sagði frá reynslu sinni af fjarskiptum innanlands.
Fjallað var um kosti og galla Tetra kerfisins.
Fjallað var um loftnet og loftnetspælingar í hálendisferðum.
Halli TF3HP beindi spurningu til Jóns og spurði um ferilvöktun.
Fjörugar umræður voru á eftir og meðal annars tóku til máls:
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3SG - Guðmundur Sveinssonhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3SG - Guðmundur Sveinsson2009-02-16 19:08:342017-07-24 22:11:43Fundargerð rabbfundar um neyðarfjarskipti
Gagnvirkur rabbfundur um neyðarfjarskipti kl. 20.10 Á fimmtudagskvöld 12. febrúar í ÍRA.
TF3JA: Inngangur og alheimsskipulag neyðarfjarskipta.
TF3IK: Neyðarfjarskipti frá sjónarhóli jeppamanna.
TF3AM: Fjarskiptaæfingar radíóskáta.
Hver um sig fær um 20 mínútur og mikið lagt uppúr að að um er að ræða gagnvirkan rabbfund. Ef tími vinnst til er ætlunin að ræða um heppilega HF-tíðni rétt fyrir ofan 3800 kHz fyrir 4×4 félaga sem ekki eru ennþá búnir að ná sér í radíóamatörréttindi.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3SG - Guðmundur Sveinssonhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3SG - Guðmundur Sveinsson2009-02-10 19:08:032017-07-24 22:11:43Rabbfundur um neyðarfjarskipti
Jón Þóroddur Jónsson, TF3JA mun taka til umfjöllunar neyðarfjarskipti á næsta fimmtudagskvöldi 12. febrúar. Hvað er Í.R.A. að gera í dag og hvað geta íslenskir radíóamatörar lagt af mörkum. Nánar verður sagt frá þegar nær dregur. Mætum tímanlega næsta fimmtudagskvöld.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3SG - Guðmundur Sveinssonhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3SG - Guðmundur Sveinsson2009-02-09 18:47:502017-07-24 22:11:43Neyðarfjarskipti
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3SG - Guðmundur Sveinssonhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3SG - Guðmundur Sveinsson2009-02-04 18:47:172017-07-24 22:11:43Flóamarkaður
Út er komið félagsblaðið CQ TF, 1. tbl. 2009. Blaðið er í stærra lagi, eða 52 bls í A5-broti og fjölbreytt að innihaldi. Bæði er þar að finna greinar frá félagsmönnum um radíófræðin og amatörmennskuna, sem og efni frá stjórn og nefndum ásamt fréttaannál félagsins.
Nokkuð er nú um liðið frá því síðasta CQ TF kom út í ágúst 2008. Í janúar sl. ákvað stjórn Í.R.A. að takast sjálf á hendur útgáfu blaðsins, en lýsir nú eftir nýjum ritstjóra að blaðinu.
Fræðslukvöld verður fimmtudagskvöldið 29. janúar nk. kl. 20.15
TF3DX sýnir 100 W SSB-talstöð sem hann hannaði og smíðaði handa Veðurstofunni fyrir aldarfjórðungi. Stöðin notar aflfeta í sendi og umfremi (redundancy) til að auka rekstraröryggi.
Mætum tímanlega og fáum okkur kaffi áður en að kynningin hefst.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3SG - Guðmundur Sveinssonhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3SG - Guðmundur Sveinsson2009-01-29 18:41:272017-07-24 22:09:07Fræðslukvöld 29. janúar 2009
Í haust fékk félagið afnot af stærra herbergi í Skeljanesinu til að nota sem “sjakk” fyrir félagsstöðina.
Sjakkurinn verður formlega opnaður fimmtudaginn 22. janúar næstkomandi kl. 20.15. Búið er að mála herbergið og tengja græjurnar
Við hvetjum alla félagsmenn til að koma í félagsheimilið og skoða nýja herbergið og fagna nýrri aðstöðu. Það verður auðvitað kaffi á könnuni og vínabrauð.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3SG - Guðmundur Sveinssonhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3SG - Guðmundur Sveinsson2009-01-27 18:37:472017-07-24 22:08:38Sjakkur tekinn í notkun
Fimmtudaginn 8. janúar klukkan 19:21 GMT varð jarðskjálfti í Costa Rica. Jarðskjálftinn mældist 6,2 á Richter-kvarða.
Miðja jarðskjálftans var um 35 km norðaustan við San Jose og um 60 forskjálftar höfðu skekið landið í viku á undan aðal skjálftanum.
Radio Club de Costa Rica (RCCR) – sem er IARU aðildarfélag landsins – hlustar alla á endurvarpa á svæðinu ásamt tíðninni 7090 kHz. Cesar Pio Santos, neyðarstjóri IARU svæðis 2, HR2P, óskar eftir að tíðnini 7090 kHz verði haldið sem mest lausri við almenn amatör-fjarskipti. ARRL hvetur amatöra til að vera á varðbergi vegna neyðarfjarskipta á tíðninni. BNA amatörar eru beðnir um að varast að trufla fjarskipti á spænsku á tíðninni með notkun stafrænna sendinga.
Á fimmtudagskvöldið komandi, 4. desember býður ÍRA upp á amatörbíó. Sýnd verður heimildarmyndin “Digital Voice for Amateur Radio“. Áhugasamir geta sé sýnishorn hér fyrir neðan. Myndin fjallar bæði um stafræna mótun á tali á HF og VHF/UHF. VHF/UHF hlutinn fjallar að mestu um D-Star kerfið.
Sýningin fer fram í húsakynnum Marel, Austurhrauni 9 í Garðabæ.
Gestir eru beðnir um að koma að inngang á vestur enda hússins, ekki aðalinngang. Þar má sjá hringstiga utan á húsinu.
Áhugsamir eru beðnir að mæta tímanlega þar sem hurðin lokast þegar sýning hefst. Sýning hefst kl 20:30. Hefðbundin fimmtudagsopnun í Skeljanesi fellur niður þennan dag.
Samskiptareglur radíóamatöra
Einn félaga okkar, Vilhjálmur Sigurjónsson, TF3VS, hefur þýtt á íslensku: Samskiptareglur radíóamatöra, sem á frummálinu heitir: “Ethics and operating procedures for the radio amateur” og er eftir vel þekkta radíóamatöra, þá John ON4UN og Mark ON4WW.
Pistilinn má finna hér: Siðfræði-og-samskiptasiðir-radíóamatöra.pdf
Ekki er á hverjum degi sem efni fyrir radíóamatöra kemur út á okkar ylhýra og kunnum við Vilhjálmi bestu þakkir fyrir.
Kynningar- og rabbfundur um amatörradíó
Næsta fimmtudag 26. febrúar verður kynningar- og rabbfundur um amatörradíói, Jón Þóroddur Jónsson, TF3JA mun vera með framsögu ásamt tveim öðrum mætum mönnum. Kynningin er í tengslum við kynningu á amatörradíói í Tækniskólanum föstudaginn 27. febr. Nánar verður fjallað frá þessari kynningu þegar nær dregur.
TF3SG
Fundargerð rabbfundar um neyðarfjarskipti
Rabbfundur var haldinn um neyðarfjarskipti í félagsheimili Í.R.A., 12 febrúar 2009. Fundurinn hófst klukkan 20.10 og var stungið upp á að Guðmundur Sveinsson, varaformaður félagsins stjórnaði fundinum. Fundurinn var vel sóttur og voru frummælendur þrír, þeir Jón Þóroddur Jónsson TF3JA, Snorri Ingimarsson TF3IK og Andrés Þórarinsson TF3AM.
Jón Þóroddur fjallaði um alheimsskipulag neyðarfjarskipta.
Snorri fjallaði um neyðarfjarskipti jeppamanna og þeirra sem um hálendi landsins fara og nauðsyn þess að geta kallað eftir hjálp hvar sem er og hvenær sem er. Snorri útskýrði fyrir fundarmönnum hvaða aðstæður geta komið upp og sýndi fundarmönnum þau svæði á landinu sem jeppamenn eru sambandslausir.
Andrés fjallaði um fjarskiptaæfingar radíóskáta. Andrés sýndi einnig gamlar myndir af bílum, loftnetum og tækjum og sagði frá reynslu sinni af fjarskiptum innanlands.
Fjörugar umræður voru á eftir og meðal annars tóku til máls:
Fundinum var slitið upp úr kl. 22.00
Fundargerðina ritar varaformaður, TF3SG
Rabbfundur um neyðarfjarskipti
Gagnvirkur rabbfundur um neyðarfjarskipti kl. 20.10 Á fimmtudagskvöld 12. febrúar í ÍRA.
TF3JA: Inngangur og alheimsskipulag neyðarfjarskipta.
TF3IK: Neyðarfjarskipti frá sjónarhóli jeppamanna.
TF3AM: Fjarskiptaæfingar radíóskáta.
Hver um sig fær um 20 mínútur og mikið lagt uppúr að að um er að ræða gagnvirkan rabbfund. Ef tími vinnst til er ætlunin að ræða um heppilega HF-tíðni rétt fyrir ofan 3800 kHz fyrir 4×4 félaga sem ekki eru ennþá búnir að ná sér í radíóamatörréttindi.
TF3SG
CQ WPX RTTY keppnin
Um næstu helgi, 14. og 15. febrúar fer fram CQ WPX RTTY keppnin.
Við ætlum að vera með sem TF3W frá klúbbstöðinni í Skeljanesi, og hvetjum þá félaga sem hafa áhuga á að vera með að hafa samband við undirritaðan.
Nánar um keppnina hér: http://www.cqwpxrtty.com/rules.htm
TF3GL
Neyðarfjarskipti
Jón Þóroddur Jónsson, TF3JA mun taka til umfjöllunar neyðarfjarskipti á næsta fimmtudagskvöldi 12. febrúar. Hvað er Í.R.A. að gera í dag og hvað geta íslenskir radíóamatörar lagt af mörkum. Nánar verður sagt frá þegar nær dregur. Mætum tímanlega næsta fimmtudagskvöld.
TF3SG
Flóamarkaður
Stefnt er að því að halda flóamarkað í byrjun marsmánaðar. Frekari fréttir verða sagðar síðar.
Áhugasömum er bent á að hafa samband við Guðmund TF3SG í síma 896 0814 eftir kl. 16.00 á daginn
TF3SG
CQ TF 1. tbl. 2009
Út er komið félagsblaðið CQ TF, 1. tbl. 2009. Blaðið er í stærra lagi, eða 52 bls í A5-broti og fjölbreytt að innihaldi. Bæði er þar að finna greinar frá félagsmönnum um radíófræðin og amatörmennskuna, sem og efni frá stjórn og nefndum ásamt fréttaannál félagsins.
Nokkuð er nú um liðið frá því síðasta CQ TF kom út í ágúst 2008. Í janúar sl. ákvað stjórn Í.R.A. að takast sjálf á hendur útgáfu blaðsins, en lýsir nú eftir nýjum ritstjóra að blaðinu.
TF3GL
Fræðslukvöld 29. janúar 2009
Talstöðin frá Hveravöllum
Fræðslukvöld verður fimmtudagskvöldið 29. janúar nk. kl. 20.15
TF3DX sýnir 100 W SSB-talstöð sem hann hannaði og smíðaði handa Veðurstofunni fyrir aldarfjórðungi. Stöðin notar aflfeta í sendi og umfremi (redundancy) til að auka rekstraröryggi.
Mætum tímanlega og fáum okkur kaffi áður en að kynningin hefst.
73
Guðmundur, TF3SG
Sjakkur tekinn í notkun
Í haust fékk félagið afnot af stærra herbergi í Skeljanesinu til að nota sem “sjakk” fyrir félagsstöðina.
Sjakkurinn verður formlega opnaður fimmtudaginn 22. janúar næstkomandi kl. 20.15. Búið er að mála herbergið og tengja græjurnar
Við hvetjum alla félagsmenn til að koma í félagsheimilið og skoða nýja herbergið og fagna nýrri aðstöðu. Það verður auðvitað kaffi á könnuni og vínabrauð.
73
Guðmundur, TF3SG
Jarðskjálfti í Costa Rica – 7090 kHz tilkynnt sem neyðartíðni
Jarðskjálfti í Costa Rica, neyðartíðni ákveðin.
Fimmtudaginn 8. janúar klukkan 19:21 GMT varð jarðskjálfti í Costa Rica. Jarðskjálftinn mældist 6,2 á Richter-kvarða.
Miðja jarðskjálftans var um 35 km norðaustan við San Jose og um 60 forskjálftar höfðu skekið landið í viku á undan aðal skjálftanum.
Radio Club de Costa Rica (RCCR) – sem er IARU aðildarfélag landsins – hlustar alla á endurvarpa á svæðinu ásamt tíðninni 7090 kHz. Cesar Pio Santos, neyðarstjóri IARU svæðis 2, HR2P, óskar eftir að tíðnini 7090 kHz verði haldið sem mest lausri við almenn amatör-fjarskipti. ARRL hvetur amatöra til að vera á varðbergi vegna neyðarfjarskipta á tíðninni. BNA amatörar eru beðnir um að varast að trufla fjarskipti á spænsku á tíðninni með notkun stafrænna sendinga.
Amatörbíó – Heimildarmynd um stafræna mótun á tali
Á fimmtudagskvöldið komandi, 4. desember býður ÍRA upp á amatörbíó. Sýnd verður heimildarmyndin “Digital Voice for Amateur Radio“. Áhugasamir geta sé sýnishorn hér fyrir neðan. Myndin fjallar bæði um stafræna mótun á tali á HF og VHF/UHF. VHF/UHF hlutinn fjallar að mestu um D-Star kerfið.
Sýningin fer fram í húsakynnum Marel, Austurhrauni 9 í Garðabæ.
Gestir eru beðnir um að koma að inngang á vestur enda hússins, ekki aðalinngang. Þar má sjá hringstiga utan á húsinu.
Áhugsamir eru beðnir að mæta tímanlega þar sem hurðin lokast þegar sýning hefst. Sýning hefst kl 20:30. Hefðbundin fimmtudagsopnun í Skeljanesi fellur niður þennan dag.