Ólafur Örn Ólafsson, TF1OL heimsótti okkur í Skeljanes 12. október með erindið: „Á ferð um 12 DXCC lönd í Evrópu með stöð í bíl sumarið 2023“.
Ferðalagið hófst í lok maí, þegar Ólafur og XYL ferðuðust með Norröna frá Seyðisfirði og lauk í ágúst þegar fjarskiptabifreiðin var sett í vetrargeymslu í Hollandi. Þessi lönd voru heimsótt: Austurríki, Belgía, Bretland, Danmörk, Frakkland, Holland, Ítalía, Lichtenstein, Lúxemborg, Sviss, Svíþjóð og Þýskaland. Eknir kílómetrar voru alls um 5.600.
Tæki um borð voru ICOM IC-7100 100W sendi-/móttökustöð á HF, 6M, 2M og 70cm. Að auki var Ameritron ALS 500M 500W HF magnari. Einnig ICOM 51D handstöð á 2M og 70cm. Loftnet á HF: 8 m. stangarloftnet (AC Marine) og 6 staka Yagi fyrir 50 MHz. Allt virkaði vel og Óli þurfti sjaldan að grípa til RF magnarans.
Alls voru höfð 5.292 sambönd á SSB og FT8. Þau hjón gistu samtals á 47 tjaldsvæðum í 12 löndum og var hvergi amast við 8 metra háu stangarloftnetinu á bílnum, nema á einum stað í Danmörku.
Lifandi frásögn Óla var afar áhugaverð og fróðleg. Hann kryddaði erindið með mörgum skemmtilegum sögum sem tengdust ferðalaginu. Hann benti t.d. á að skilyrðin á HF hafi alls ekki verið best hátt uppi á fjöllum, eins og t.d. í St. Bernard Pass sem er í 2.649 metra hæð. Þvert á móti hafi mun betri skilyrði verið niðri á láglendinu. Þá sagði hann okkur m.a. frá heimsókn á Ham Radio sýninguna í Friedrichshafen í Þýskalandi.
Erindið tók um klukkustund í flutningi og var farið yfir margar glærur með texta og ljósmyndum. Mikið var spurt og Óli svaraði fyrirspurnum strax og eftir erindið var áfram rætt yfir kaffinu. Sérstakar þakkir til Ólafs Arnar Ólafssonar, TF1OL fyrir vel flutt, áhugavert og fróðlegt erindi í máli og myndum.
Alls mættu 36 félagsmenn (þar af 2 gestir) í Skeljanes þetta ágæta fimmtudagskvöld, þ.á.m. var Ómar Magnússon, TF3WK/OZ1OM sem er búsettur í Óðinsvéum í Danmörku.
Fjarskiptasafn Sigga Harðar að Skógum verður skoðað á laugardag, 14. október. Sigurður Harðarson, TF3WS verður leiðsögumaður okkar um safnið og svarar spurningum.
Áður auglýstri brottför kl. 13 – hefur verið flýtt til kl. 10:30 frá Skeljanesitil að nýta daginn betur. Allt annað er óbreytt, þ.e. farið verður á einkabílum fá Skeljanesi. Aksturstími austur er ca. 1½ klst.
Hugmyndin er, að félagsmenn geti fengið sæti hjá öðrum og deili eldsneytiskostnaði og að 2-3 (eða fleiri) ferðist í hverjum bíl. Félagsmenn ÍRA fá 35% afslátt inn á safnið og er kostnaður 1.620 krónur á mann. Upplýsingar um safnið: https://www.skogasafn.is/is/
Freya Café er staðsett innan Samgöngusafnsins. Kaffihúsið sérhæfir sig í heimagerðum kökum og bakkelsi ásamt úrvali af girnilegum veitingum.
Andrés Þórarinsson, TF1AM hefur með höndum skipulagningu fyrir hönd ÍRA. Félagar eru beðnir um að hafa samband við hann og tilkynna þátttöku. Gott er að vita hverjir geta tekið farþega og hverjir óska eftir að fá far. GSM sími Andrésar er 660-6560. Tölvupóstfang: TF3AM@inernet.is
Góðu ferðaveðri er spáð á laugardag. Góða skemmtun!
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2023-10-11 09:43:462023-10-11 09:45:14FERÐ AÐ SKÓGUM Á LAUGARDAG.
Scandinavian Activity keppnin (SAC) SSB hluti, verður haldinn um næstu helgi, 14.-15. október. Þetta er 24 klst. keppni sem hefst á hádegi á laugardag og lýkur á hádegi á sunnudag.
Radíóamatörar í Danmörku, Íslandi, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð keppa ásamt radíóamatörum á Svalbarða, Bjarnareyju, Álandseyjum, Market Reef, Grælandi og í Færeyjum á móti heiminum og innbyrðis.
Svalbarði og Bjarnareyja – JW Jan Mayen – JX Noregur – LA – LB – LC – LG – LI – LJ – LN Finnland – OF – OG – OH – OI Álandseyjar – OFØ – OGØ – OHØ Market Reef – OJØ Grænland – OX – XP Færeyjar – OW – OY Danmörk – 5P – 5Q – OU – OV – OZ Svíþjóð – 7S – 8S – SA – SB – SC – SD – SE – SF – SG – SH – SI – SJ – SK – SL – SM
Ísland – TF
Félagsstöðin TF3W verður QRV í keppninni. Félagsmenn sem hafa áhuga á að hjálpa til við að virkja stöðina hafi samband við TF3JB. Skipulag verður rætt í Skeljanesi eftir erindi Ólafs Arnar Ólafssonar, TF1OL á fimmtudag 12. október.
Nýja fræðsludagskráin heldur áfram. Á fimmtudag, 12. október mætir Ólafur Örn Ólafsson, TF1OL í Skeljanes og segir okkur ferðasöguna frá því í sumar í máli og myndum, en þá ferðuðust hann og XYL í 85 daga í bíl um Evrópu.
Óli flutti fjarskiptabifreiðina með sér frá Íslandi og hafði sambönd frá 11 DXCC löndum. Hann ferðaðist þannig með „sjakkinn“ með sér, sem er vel útbúin fjarskiptabifreið sem er m.a. með innbyggðan tjakk sem hækka má upp í allt að 12,6m hæð sem gefur hin ýmsu möguleika á HF böndunum og hærri tíðnum.
Félagsmenn eru hvattir til að láta þetta tækifæri ekki framhjá sér fara. Veglegar kaffiveitingar.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2023-10-09 09:55:432023-10-10 16:41:54SKELJANES Á FIMMTUDAG
Opið var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi í dag, laugardag 7. október.
Benedikt Sveinsson, TF3T og Guðmundur Sveinsson, TF3SG mættu í Skeljanes kl. 14:00 og sýndu félagsmönnum Elecraft K4D sendi-/móttökustöð sína. Stöðin var keypt til landsins skömmu fyrir CQ WW morskeppnina í fyrra (2022) og er því innan við ársgömul.
K4D stöðin var sett upp á stóra borðinu í fundarsalnum með stórum Dell borðskjá (snertiskjá) og tengd við OptiBeam OB4-20OWA Yagi loftnet TF3IRA. Benedikt kveikti síðan á tækinu og fjallaði um og sýndi viðstöddum hvernig nota má stöð í þessum gæðaflokki, sem er af svokallaðri „Direct Sampling SDR“ gerð.
K4D er búin stórum 7“ snertiskjá í lit. Allar stillingar eru einfaldar og þótt margir takkar hafi fleiri en eitt hlutverk er staðsetning þeirra hugsuð með tilliti til notkunartíðni sem er til þæginda, bæði dagsdaglega og sérstaklega í keppnum.
Fram kom m.a. að K4D er búin tveimur aðskildum viðtækjum og svokölluðu „Diversity Module“ sem gerir mögulegt að hlusta á tvö merki samtímis. Elecraft, FlexRadio og Apache Labs eru einu framleiðendurnir sem bjóða stöðvar með hreinan aðskilnað á milli tveggja viðtækja, sem tryggir besta mögulega hlustun á veikum DX merkjum.
Tækið er að öllu leyti afar glæsilegt og er í flokki með bestu stöðvum sem er boði eru á markaði fyrir radíóamatöra. K4D kostar um 1 milljóna króna komin til landsins í dag. Upplýsingar: https://ftp.elecraft.com/K4/K4%20Brochure.pdf
Elecraft býður þrjár gerðir af K4 sendi-/móttökustöðvum:
Gerð K4/10-F sem er 10W sendi-/móttökustöð á $4.389.95 Gerð K4-F sem er 100W sendi-/móttökustöð á $4.789.95 Gerð K4D-F sem er 100W sendi-/móttökustöð á $5.789.95
Sérstakar þakkir til Benedikts Sveinssonar, TF3T og Guðmundar Sveinssonar, TF3SG fyrir að koma með tækið í Skeljanes.
Félagsaðstaðan í Skeljanesi verður opin á morgun, laugardag 7. október frá kl. 13:30.
Dagskráin hefst kl. 14:00 og mun Benedikt Sveinsson, TF3T mæta á staðinn og kynna Elecraft K4 sendi-/móttökustöð, sem þeir bræður Guðmundur Sveinsson, TF3SG keyptu til landsins í nóvember í fyrra (2022).
Eftir því sem best er vitað er þetta eina eintakið á landinu. K4 og K4D stöðvarnar eru nýjustu afurðir Elecraft í HF stöðvum, en K4 línan var frumsýnd á Dayton Hamvention sýningunni árið 2019 og er verðugur arftaki K3 og K3S stöðvanna.
Í K4 línunni notar Elecraft m.a. CSSB (e. Extended Single Sideband) tæknina (valkvætt) sem þekkist einnig í stöðvum frá FlexRadio. Elecraft fyrirhugar að bjóða 2 metrana og 4 metrana sem aukabúnað í K4 línuna síðar. Búist er við, að flaggskipið K4HD komi í sölu seint á þessu ári eða því næsta.
Félagsmenn eru hvattir til að láta þetta tækifæri ekki framhjá sér fara. Veglegar kaffiveitingar.
Fyrsta opnunarkvöld félagsins samkvæmt nýrri fræðsludagskrá var 5. október og setti Jónas Bjarnason, TF3JB formaður ÍRA viðburðinn kl. 20:30.
Andrés Þórarinsson, TF1AM varaformaður ÍRA annaðist afhendingu verðlauna í VHF/UHF leikunum 2023 í fjarveru Hrafnkels Sigurðssonar, TF8KY umsjónarmanns og Einar Kjartansson, TF3EK umsjónarmaður annaðist afhendingu verðlauna í TF útileikunum 2023.
Sérstakur gestur félagsins var Íris Lilliendahl, sem færði okkur kaffibrauð og kökur í tilefni þess að eiginmaður hennar, Carl J. Lilliendahl [og félagsmaður ÍRA] hefði orðið 77 ára þennan dag, en hann lést fyrir tæpum þremur árum. Þakkir til Írisar.
Erlendir gestir félagsins voru Greg Zier, KA9VDU og XYL Brenda sem eru búsett í Mcfarland í Wisconsin í Bandaríkjunum. Þetta var í annað skiptið sem þau mættu í Skeljanes, en í millitíðinni höfðu þau farið hringveginn og voru yfir sig hrifin af af náttúru landsins.
Vel heppnað og skemmtilegt fimmtudagskvöld í Skeljanesi. Þakkir til Andrésar og Einars fyrir afbragðsgóð inngangserindi og hamingjuóskir til félagsmanna sem voru viðstaddir til að taka á móti verðlaunum og viðurkenningum fyrir þessa fjarskiptaviðburði félagsins.
Alls voru 33 í húsi (þar af 3 gestir) í Skeljanesi þetta ágæta haustkvöld í vesturbænum í Reykjavík.
TRX DX keppnin 2023 hefst á laugardag 7. október kl. 06:00 og lýkur á sunnudag 8. október kl. 18:00. Keppnin fer fram á morsi og tali á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum. Skilaboð TF stöðva: RS(T) + raðnúmer. https://trcdx.org/img/TRCDXC_rules_eng_2021.pdf
Oceania DX keppnin 2023 hefst á laugardag 7. október kl. 07:00 og lýkur á sunnudag 8. október kl. 07:00. Keppnin fer fram á tali á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum. Skilaboð TF stöðva: RS + raðnúmer. https://www.oceaniadxcontest.com/
UBA ON keppnin 2023 stendur yfir á laugardag 7. október frá kl. 06:00-09:00. Keppnin fer fram á morsi á 80 metrum. Skilaboð TF stöðva: RST + raðnúmer. https://www.uba.be/en/hf/contest-rules/contest
Fyrsta opnunarkvöld félagsins samkvæmt nýrri fræðsludagskrá ÍRA að hausti hefst fimmtudaginn 5. október og verður félagsaðstaðan í Skeljanesi fyrir félagsmenn og gesti frá kl. 20:00 til kl. 22:00.
Dagskrá verður sett kl. 20:30 og verða verðlaunagripir og viðurkenningarskjöl afhent til þeirra félagsmanna sem náðu bestum árangri í VHF/UHF leikunum 2023 og TF útileikunum 2023. Þeir eru:
KiwiSDR viðtæki Árna Helgasonar, TF4AH og Georgs Kulp, TF3GZ yfir netið á Bjargtöngum voru tekin niður í morgun, 3. október þegar rekstraraðili loftnetsturnsins tók hann niður. Leitað er að nýjum stað til uppsetningar fyrir tækin.
Á Bjargtöngum voru 2 KiwiSDR viðtæki. Annað frá TF4AH (tengt 2018) og hitt frá TF3GZ (tengt 2020). Þegar fyrra viðtækið fyllist (8 notendur) færðist hlustunin sjálfvirkt inn á það síðara.
Bent er á að KiwiSDR viðtæki Georgs Kulp, TF3GZ sem sett var upp 22. september s.l. á Stapa á Reykjanesi er virkt. Vefslóð: http://stapi.utvarp.com/
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2023-10-01 13:38:382023-10-01 13:47:03NÝTT CQ TF ER KOMIÐ ÚT
Uppfærð DXCC staða TF kallmerkja er miðað við 1. október 2023. Sautján TF kallmerki eru með virka skráningu. Að þessu sinni hefur staða 6 kallmerkja verið uppfærð frá fyrri lista; alls yfir 40 færslur.
Upplýsingar liggja fyrir um a.m.k. 25 íslensk kallmerki sem hafa sótt um og fengið DXCC viðurkenningar til þessa dags.
FRÁBÆR FIMMTUDAGUR Í SKELJANESI
Ólafur Örn Ólafsson, TF1OL heimsótti okkur í Skeljanes 12. október með erindið: „Á ferð um 12 DXCC lönd í Evrópu með stöð í bíl sumarið 2023“.
Ferðalagið hófst í lok maí, þegar Ólafur og XYL ferðuðust með Norröna frá Seyðisfirði og lauk í ágúst þegar fjarskiptabifreiðin var sett í vetrargeymslu í Hollandi. Þessi lönd voru heimsótt: Austurríki, Belgía, Bretland, Danmörk, Frakkland, Holland, Ítalía, Lichtenstein, Lúxemborg, Sviss, Svíþjóð og Þýskaland. Eknir kílómetrar voru alls um 5.600.
Tæki um borð voru ICOM IC-7100 100W sendi-/móttökustöð á HF, 6M, 2M og 70cm. Að auki var Ameritron ALS 500M 500W HF magnari. Einnig ICOM 51D handstöð á 2M og 70cm. Loftnet á HF: 8 m. stangarloftnet (AC Marine) og 6 staka Yagi fyrir 50 MHz. Allt virkaði vel og Óli þurfti sjaldan að grípa til RF magnarans.
Alls voru höfð 5.292 sambönd á SSB og FT8. Þau hjón gistu samtals á 47 tjaldsvæðum í 12 löndum og var hvergi amast við 8 metra háu stangarloftnetinu á bílnum, nema á einum stað í Danmörku.
Lifandi frásögn Óla var afar áhugaverð og fróðleg. Hann kryddaði erindið með mörgum skemmtilegum sögum sem tengdust ferðalaginu. Hann benti t.d. á að skilyrðin á HF hafi alls ekki verið best hátt uppi á fjöllum, eins og t.d. í St. Bernard Pass sem er í 2.649 metra hæð. Þvert á móti hafi mun betri skilyrði verið niðri á láglendinu. Þá sagði hann okkur m.a. frá heimsókn á Ham Radio sýninguna í Friedrichshafen í Þýskalandi.
Erindið tók um klukkustund í flutningi og var farið yfir margar glærur með texta og ljósmyndum. Mikið var spurt og Óli svaraði fyrirspurnum strax og eftir erindið var áfram rætt yfir kaffinu. Sérstakar þakkir til Ólafs Arnar Ólafssonar, TF1OL fyrir vel flutt, áhugavert og fróðlegt erindi í máli og myndum.
Alls mættu 36 félagsmenn (þar af 2 gestir) í Skeljanes þetta ágæta fimmtudagskvöld, þ.á.m. var Ómar Magnússon, TF3WK/OZ1OM sem er búsettur í Óðinsvéum í Danmörku.
Stjórn ÍRA.
FERÐ AÐ SKÓGUM Á LAUGARDAG.
Fjarskiptasafn Sigga Harðar að Skógum verður skoðað á laugardag, 14. október. Sigurður Harðarson, TF3WS verður leiðsögumaður okkar um safnið og svarar spurningum.
Áður auglýstri brottför kl. 13 – hefur verið flýtt til kl. 10:30 frá Skeljanesi til að nýta daginn betur. Allt annað er óbreytt, þ.e. farið verður á einkabílum fá Skeljanesi. Aksturstími austur er ca. 1½ klst.
Hugmyndin er, að félagsmenn geti fengið sæti hjá öðrum og deili eldsneytiskostnaði og að 2-3 (eða fleiri) ferðist í hverjum bíl. Félagsmenn ÍRA fá 35% afslátt inn á safnið og er kostnaður 1.620 krónur á mann. Upplýsingar um safnið: https://www.skogasafn.is/is/
Freya Café er staðsett innan Samgöngusafnsins. Kaffihúsið sérhæfir sig í heimagerðum kökum og bakkelsi ásamt úrvali af girnilegum veitingum.
Andrés Þórarinsson, TF1AM hefur með höndum skipulagningu fyrir hönd ÍRA. Félagar eru beðnir um að hafa samband við hann og tilkynna þátttöku. Gott er að vita hverjir geta tekið farþega og hverjir óska eftir að fá far. GSM sími Andrésar er 660-6560. Tölvupóstfang: TF3AM@inernet.is
Góðu ferðaveðri er spáð á laugardag. Góða skemmtun!
Stjórn ÍRA.
SAC KEPPNIN 14.-15. OKTÓBER
Scandinavian Activity keppnin (SAC) SSB hluti, verður haldinn um næstu helgi, 14.-15. október. Þetta er 24 klst. keppni sem hefst á hádegi á laugardag og lýkur á hádegi á sunnudag.
Radíóamatörar í Danmörku, Íslandi, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð keppa ásamt radíóamatörum á Svalbarða, Bjarnareyju, Álandseyjum, Market Reef, Grælandi og í Færeyjum á móti heiminum og innbyrðis.
Svalbarði og Bjarnareyja – JW
Jan Mayen – JX
Noregur – LA – LB – LC – LG – LI – LJ – LN
Finnland – OF – OG – OH – OI
Álandseyjar – OFØ – OGØ – OHØ
Market Reef – OJØ
Grænland – OX – XP
Færeyjar – OW – OY
Danmörk – 5P – 5Q – OU – OV – OZ
Svíþjóð – 7S – 8S – SA – SB – SC – SD – SE – SF – SG – SH – SI – SJ – SK – SL – SM
Ísland – TF
Félagsstöðin TF3W verður QRV í keppninni. Félagsmenn sem hafa áhuga á að hjálpa til við að virkja stöðina hafi samband við TF3JB. Skipulag verður rætt í Skeljanesi eftir erindi Ólafs Arnar Ólafssonar, TF1OL á fimmtudag 12. október.
Stjórn ÍRA.
SKELJANES Á FIMMTUDAG
Nýja fræðsludagskráin heldur áfram. Á fimmtudag, 12. október mætir Ólafur Örn Ólafsson, TF1OL í Skeljanes og segir okkur ferðasöguna frá því í sumar í máli og myndum, en þá ferðuðust hann og XYL í 85 daga í bíl um Evrópu.
Óli flutti fjarskiptabifreiðina með sér frá Íslandi og hafði sambönd frá 11 DXCC löndum. Hann ferðaðist þannig með „sjakkinn“ með sér, sem er vel útbúin fjarskiptabifreið sem er m.a. með innbyggðan tjakk sem hækka má upp í allt að 12,6m hæð sem gefur hin ýmsu möguleika á HF böndunum og hærri tíðnum.
Félagsmenn eru hvattir til að láta þetta tækifæri ekki framhjá sér fara. Veglegar kaffiveitingar.
Stjórn ÍRA.
GÓÐUR LAUGARDAGUR Í SKELJANESI
Opið var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi í dag, laugardag 7. október.
Benedikt Sveinsson, TF3T og Guðmundur Sveinsson, TF3SG mættu í Skeljanes kl. 14:00 og sýndu félagsmönnum Elecraft K4D sendi-/móttökustöð sína. Stöðin var keypt til landsins skömmu fyrir CQ WW morskeppnina í fyrra (2022) og er því innan við ársgömul.
K4D stöðin var sett upp á stóra borðinu í fundarsalnum með stórum Dell borðskjá (snertiskjá) og tengd við OptiBeam OB4-20OWA Yagi loftnet TF3IRA. Benedikt kveikti síðan á tækinu og fjallaði um og sýndi viðstöddum hvernig nota má stöð í þessum gæðaflokki, sem er af svokallaðri „Direct Sampling SDR“ gerð.
K4D er búin stórum 7“ snertiskjá í lit. Allar stillingar eru einfaldar og þótt margir takkar hafi fleiri en eitt hlutverk er staðsetning þeirra hugsuð með tilliti til notkunartíðni sem er til þæginda, bæði dagsdaglega og sérstaklega í keppnum.
Fram kom m.a. að K4D er búin tveimur aðskildum viðtækjum og svokölluðu „Diversity Module“ sem gerir mögulegt að hlusta á tvö merki samtímis. Elecraft, FlexRadio og Apache Labs eru einu framleiðendurnir sem bjóða stöðvar með hreinan aðskilnað á milli tveggja viðtækja, sem tryggir besta mögulega hlustun á veikum DX merkjum.
Tækið er að öllu leyti afar glæsilegt og er í flokki með bestu stöðvum sem er boði eru á markaði fyrir radíóamatöra. K4D kostar um 1 milljóna króna komin til landsins í dag. Upplýsingar: https://ftp.elecraft.com/K4/K4%20Brochure.pdf
Elecraft býður þrjár gerðir af K4 sendi-/móttökustöðvum:
Gerð K4/10-F sem er 10W sendi-/móttökustöð á $4.389.95
Gerð K4-F sem er 100W sendi-/móttökustöð á $4.789.95
Gerð K4D-F sem er 100W sendi-/móttökustöð á $5.789.95
Sérstakar þakkir til Benedikts Sveinssonar, TF3T og Guðmundar Sveinssonar, TF3SG fyrir að koma með tækið í Skeljanes.
Stjórn ÍRA.
.
SKELJANES Á MORGUN, LAUGARDAG
Félagsaðstaðan í Skeljanesi verður opin á morgun, laugardag 7. október frá kl. 13:30.
Dagskráin hefst kl. 14:00 og mun Benedikt Sveinsson, TF3T mæta á staðinn og kynna Elecraft K4 sendi-/móttökustöð, sem þeir bræður Guðmundur Sveinsson, TF3SG keyptu til landsins í nóvember í fyrra (2022).
Eftir því sem best er vitað er þetta eina eintakið á landinu. K4 og K4D stöðvarnar eru nýjustu afurðir Elecraft í HF stöðvum, en K4 línan var frumsýnd á Dayton Hamvention sýningunni árið 2019 og er verðugur arftaki K3 og K3S stöðvanna.
Í K4 línunni notar Elecraft m.a. CSSB (e. Extended Single Sideband) tæknina (valkvætt) sem þekkist einnig í stöðvum frá FlexRadio. Elecraft fyrirhugar að bjóða 2 metrana og 4 metrana sem aukabúnað í K4 línuna síðar. Búist er við, að flaggskipið K4HD komi í sölu seint á þessu ári eða því næsta.
Félagsmenn eru hvattir til að láta þetta tækifæri ekki framhjá sér fara. Veglegar kaffiveitingar.
Stjórn ÍRA.
VEL HEPPNUÐ VERÐLAUNAAFHENDING
Fyrsta opnunarkvöld félagsins samkvæmt nýrri fræðsludagskrá var 5. október og setti Jónas Bjarnason, TF3JB formaður ÍRA viðburðinn kl. 20:30.
Andrés Þórarinsson, TF1AM varaformaður ÍRA annaðist afhendingu verðlauna í VHF/UHF leikunum 2023 í fjarveru Hrafnkels Sigurðssonar, TF8KY umsjónarmanns og Einar Kjartansson, TF3EK umsjónarmaður annaðist afhendingu verðlauna í TF útileikunum 2023.
Sérstakur gestur félagsins var Íris Lilliendahl, sem færði okkur kaffibrauð og kökur í tilefni þess að eiginmaður hennar, Carl J. Lilliendahl [og félagsmaður ÍRA] hefði orðið 77 ára þennan dag, en hann lést fyrir tæpum þremur árum. Þakkir til Írisar.
Erlendir gestir félagsins voru Greg Zier, KA9VDU og XYL Brenda sem eru búsett í Mcfarland í Wisconsin í Bandaríkjunum. Þetta var í annað skiptið sem þau mættu í Skeljanes, en í millitíðinni höfðu þau farið hringveginn og voru yfir sig hrifin af af náttúru landsins.
Vel heppnað og skemmtilegt fimmtudagskvöld í Skeljanesi. Þakkir til Andrésar og Einars fyrir afbragðsgóð inngangserindi og hamingjuóskir til félagsmanna sem voru viðstaddir til að taka á móti verðlaunum og viðurkenningum fyrir þessa fjarskiptaviðburði félagsins.
Alls voru 33 í húsi (þar af 3 gestir) í Skeljanesi þetta ágæta haustkvöld í vesturbænum í Reykjavík.
Stjórn ÍRA.
ALÞJÓÐLEGAR KEPPNIR 7.-8. OKTÓBER
TRX DX keppnin 2023 hefst á laugardag 7. október kl. 06:00 og lýkur á sunnudag 8. október kl. 18:00. Keppnin fer fram á morsi og tali á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð TF stöðva: RS(T) + raðnúmer.
https://trcdx.org/img/TRCDXC_rules_eng_2021.pdf
Oceania DX keppnin 2023 hefst á laugardag 7. október kl. 07:00 og lýkur á sunnudag 8. október kl. 07:00. Keppnin fer fram á tali á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð TF stöðva: RS + raðnúmer.
https://www.oceaniadxcontest.com/
Russian WW Digital keppnin 2023 hefst á laugardag 7. október kl. 12:00 og lýkur á sunnudag 8. Október kl. 11:59. Keppnin fer fram á BPSK63 og RTTY á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð TF stöðva: RST (Q) + raðnúmer.
https://www.rdrclub.ru/rdrc-news/russian-ww-digital-contest/51-rus-ww-digi-rules
UBA ON keppnin 2023 stendur yfir á laugardag 7. október frá kl. 06:00-09:00. Keppnin fer fram á morsi á 80 metrum.
Skilaboð TF stöðva: RST + raðnúmer.
https://www.uba.be/en/hf/contest-rules/contest
Með ósk um gott gengi.
Stjórn ÍRA.
.
SKELJANES FIMMTUDAG 5. OKTÓBER
Fyrsta opnunarkvöld félagsins samkvæmt nýrri fræðsludagskrá ÍRA að hausti hefst fimmtudaginn 5. október og verður félagsaðstaðan í Skeljanesi fyrir félagsmenn og gesti frá kl. 20:00 til kl. 22:00.
Dagskrá verður sett kl. 20:30 og verða verðlaunagripir og viðurkenningarskjöl afhent til þeirra félagsmanna sem náðu bestum árangri í VHF/UHF leikunum 2023 og TF útileikunum 2023. Þeir eru:
VHF/UHF leikar, verðlaunagripir:
1. Andrés Þórarinsson, TF1AM – 185.380 heildarstig.
2. Óðinn Þór Hallgrímsson, TF2MSN – 77.880 heildarstig.
3. Hrafnkell Sigurðsson, TF8KY – 49.856 heildarstig.
VHF/UHF leikar, viðurkenningarskjöl fyrir flest sambönd:
1. Óðinn Þór Hallgrímsson, TF2MSN – 215 QSO.
2. Sigmundur Karlsson, TF3VE, TF8KY – 181 QSO.
3. Eiður Kristinn Magnússon, TF1EM – 158 QSO.
TF útileikar, verðlaunagripur:
1. Hrafnkell Sigurðsson – 1.386 heildarstig.
TF útileikar, viðurkenningarskjöl:
1. Hrafnkell Sigurðsson, TF8KY – 1.386 heildarstig.
2. Einar Kjartansson, TF3EK – 1.030 heildarstig.
3. Óðinn Þór Hallgrímsson, TF2MSN – 987 heildarstig.
4. Pier Albert Kaspersma, TF3PKN – 968 heildarstig.
5. Eiður Kristinn Magnússon, TF1EM – 546 heildarstig.
Veglegar kaffiveitingar.
Hamingjuóskir til viðkomandi!
Stjórn ÍRA.
VIÐTÆKIN Á BJARGTÖNGUM QRT
KiwiSDR viðtæki Árna Helgasonar, TF4AH og Georgs Kulp, TF3GZ yfir netið á Bjargtöngum voru tekin niður í morgun, 3. október þegar rekstraraðili loftnetsturnsins tók hann niður. Leitað er að nýjum stað til uppsetningar fyrir tækin.
Á Bjargtöngum voru 2 KiwiSDR viðtæki. Annað frá TF4AH (tengt 2018) og hitt frá TF3GZ (tengt 2020). Þegar fyrra viðtækið fyllist (8 notendur) færðist hlustunin sjálfvirkt inn á það síðara.
Bent er á að KiwiSDR viðtæki Georgs Kulp, TF3GZ sem sett var upp 22. september s.l. á Stapa á Reykjanesi er virkt. Vefslóð: http://stapi.utvarp.com/
Stjórn ÍRA.
NÝTT CQ TF ER KOMIÐ ÚT
Ágætu félagsmenn!
Mér er ánægja að tilkynna um útkomu félagsblaðsins okkar CQ TF 4. tbl. 2023 í dag, 1. október 2023.
Blaðið er vistað á stafrænu formi á heimasíðu félagsins og má sækja það af vefslóðinni hér að neðan.
Vefslóð: https://tinyurl.com/CQTF-2023-4
73 – TF3UA, ritstjóri CQ TF.
DXCC SKRÁNING TF KALLMERKJA
Uppfærð DXCC staða TF kallmerkja er miðað við 1. október 2023. Sautján TF kallmerki eru með virka skráningu. Að þessu sinni hefur staða 6 kallmerkja verið uppfærð frá fyrri lista; alls yfir 40 færslur.
Upplýsingar liggja fyrir um a.m.k. 25 íslensk kallmerki sem hafa sótt um og fengið DXCC viðurkenningar til þessa dags.
Hamingjuóskir til viðkomandi.
Stjórn ÍRA.