Næsti viðburður á vetrardagskrá ÍRA er í boði fimmtudaginn 27. apríl. Þá mætir Einar Kjartansson, TF3EK í Skeljanes með erindið: „Búnaður og aðferðir sem henta í SOTA“.

SOTA (Summits On The Air) verkefnið var stofnað árið 2002. Það snýst um að fara á fjöll með fjarskiptatæki og búnað og hafa sambönd við aðra leyfishafa á amatörböndunum. Fjallatindar eru skilgreindir sérstaklega í hverju landi; hérlendis eru þeir 910.

Einar mun kynna SOTA verkefnið, fjalla um búnað sem heppilegur er að taka með á fjöll og segja frá eigin reynslu og aðferðum. Hann mun m.a. sýna hluta búnaðarins á staðnum.

Einar er okkar reyndasti maður í SOTA og náði t.d. 1000 stigum í verkefninu þegar á árinu 2020; árangur sem byggði á virkjun 186 íslenskra fjallatinda. Hann er eini íslenski leyfishafinn sem er handhafi „Mountain Goat Trophy“ verðlaunanna. Alls hafa um 20 TF kallmerki skráningu í gagnagrunni SOTA. Heimasíða: https://www.sota.org.uk/

Erindið hefst stundvíslega kl. 20:30. Veglegar kaffiveitingar.

Stjórn ÍRA.

.

Fjarskiptaaðstaða TF3EK á fjallatoppi í sumarsól. Búnaður: Yaesu FT-857D, LDG 100 loftnetsaðlögunarrás og fartölva. Mynd: TF3EK

Áður kynnt erindi Sigurðar R. Jakobssonar, TF3CW: Þátttaka í alþjóðlegum keppnum erlendis frá laugardaginn 22. apríl, frestast af óviðráðanlegum ástæðum.

Ný dagsetning verður kynnt fljótlega. Fyrri tilkynning þessa efnis var sett á netið 17. apríl.

Næsti opnunardagur í Skeljanesi er fimmtudagur 27. apríl. Dagskrá verður auglýst þegar nær dregur.

Stjórn ÍRA.

Sigurður R. Jakobsson TF3CW í keppni frá TF3W í Skeljanesi. Ljósmynd: Jón Svavarsson TF3JON.

Teknar voru saman upplýsingar um TF kallmerki sem fengu skráningu á þyrpingu (e. cluster) vikuna 14.-20. apríl 2023.

Alls fengu 17 TF kallmerki skráningu. Flestir voru QRV á stafrænum mótunum (FT8 og FT4), en einnig á morsi (CW), fjarritun (RTTY) og tali (SSB). Bönd: 12, 15, 17, 20, 40, 60 og 80 metrar.

Kallmerki fær skráningu þegar leyfishafi [eða hlustari] hefur haft samband við [eða heyrt í] TF kallmerki. Svokallað „self spotting“ er ekki tekið með. Upplýsingarnar eru fengnar á http://new.dxsummit.fi/#/   Sambærilegar síður eru í boði á netinu til samanburðar.

Fyrst er skráð kallmerki, þá tegund(ir) útgeislunar og band/bönd sem kallmerki fær skráningu á.

Til skoðunar er að taka reglulega saman upplýsingar af þessu tagi.

Stjórn ÍRA.

TF1A               FT8 á 12 metrum.
TF1CB             SSB á 20 metrum.
TF1EIN            FT8 á 17 og 60 metrum.
TF1EM            FT8 á 17 metrum.
TF2MSN          FT4, FT8 og RTTY á 12, 15, 30, 60 og 80 metrum.
TF3DC             FT4 á 20 metrum.
TF3JB              FT4 á 20 metrum.
TF3MH            FT8 á 12 metrum.
TF3PPN           FT4 Á 15 metrum.
TF3SG             CW á 17 metrum.
TF3VE             FT4 og FT8 á 15, 30 og 60 metrum.
TF3VP             SSB á 20 metrum.
TF3WARD       SSB á 20 metrum.
TF3XO            SSB á 20 metrum.
TF5B               FT8 á 12, 17, 20 og 30 metrum.
TF8KY            SSB á 15 metrum.
TF8YY            SSB Á 20 metrum.

Jakob Ingi Jakobsson TF1CB í Stykkishólmi var virkur vikuna 14.-20. apríl. Myndin er af glæsilegu HEX6B 6 banda Hexbeam loftneti hans frá Eantenna. Ljósmynd: TF1CB.

Sælir félagar!

Úrslit liggja fyrir. Þetta var hörð barátta og „geggjuð“ Páskahelgi. Það voru 23 stöðvar sem léku með. Takk fyrir þátttökuna allir. Góðar stundir með skemmtilegum hópi virkra radíóamatöra.

TF2MSN er “QSO kóngur” leikanna 2023. Hann heldur titlinum sem fyrr!

73 de TF8KY.

.

#NAFN OG KALLMERKIQSO FJÖLDIHEILDARSTIG
1.Hrafnkell Sigurðsson, TF8KY161150.080
2.Andrés Þórarinsson, TF1AM107147.696
3.Óðinn Þór Hallgrímsson, TF2MSN22883.020
4.Georg Kulp, TF3GZ11675.887
5.Jón Ingvar Óskarsson, TF1JI8568.740
6.Einar Kjartansson, TF3EK8266.915
7.Sigmundur Karlsson, TF3VE14143.200
8.Sigurður Smári Hreinsson, TF8SM7423.348
9.Eiður Kristinn Magnússon, TF1EM10422.029
10.Björn Hrafnkelsson, TF8TY4217.920
11.Kristján J. Gunnarsson, TF4WD4215.264
12.Íslenskir radíóamatörar, TF3IRA407.434
13.Valgeir Pétursson, TF3VP227.120
14.Jónas Bjarnason, TF3JB405.890
15.Pier Albert Kaspersma, TF3PKN575.640
16.Erling Guðnason, TF3E304.048
17.Benedikt Sveinsson, TF3T153.015
18.Njáll H. Hilmarsson, TF3NH232.873
19.Guðmundur Birgir Pálsson, TF3AK182.720
20.Jens-Peter Gaertner, TF/DM1KW10621
21.Valtýr Einarsson, TF3VG6116
22Hrafnkell Eiríksson, TF3HR668
23.Kristján Benediktsson, TF3KB310

Bestu óskir til félagsmanna og fjölskyldna þeirra um gleðilegt sumar!

Næsti opnunardagur í Skeljanesi er fimmtudagur 27. apríl.

Stjórn ÍRA.

Kallmerki ÍRA, TF3WARD var virkjað á Alþjóðadag radíóamatöra þriðjudaginn 18. apríl.

Viðskeytið stendur fyrir World Amateur Radio Day en þann dag árið 1925 voru alþjóðasamtök landsfélaga radíóamatöra – International Amateur Radio Union, IARU – stofnuð, fyrir 98 árum.

TF3WARD var virkjað á alþjóðadaginn frá  félagsaðstöðunni í Skeljanesi. Alls voru höfð 390 QSO á 2 metrum FM og 20 metrum SSB og CW. Þar af voru höfð sambönd við 7 íslensk kallmerki.

Sambönd voru höfð við alls 42 DXCC einingar og 10 CQ svæði, þ.á.m. við Ástralíu. TF3JB virkjaði stöðina.

Stjórn ÍRA.

.

Kallmerkið TF3WARD var annars vegar virkjað með ICOM IC-7610 100W HF stöð félagsins á morsi og tali á 14 MHz á alþjóðadaginn og hinsvegar með Yaesu FT-7900 50W VHF/UHF stöð félagsins á FM á 145 MHz. Loftnet á 14 MHz: OptiBeam OB4-20OWA 4 el. Yagi og loftnet á 145 MHz: Diamond X-700HN stangarloftnet. Ljósmynd: TF3JB.

Alþjóðadagur radíóamatöra er 18. apríl. Þann dag árið 1925 voru alþjóðasamtök landsfélaga radíóamatöra – International Amateur Radio Union, IARU – stofnuð, fyrir 98 árum.

Aðildarfélög voru í upphafi 25, en eru í dag 174 talsins í jafn mörgum þjóðlöndum heims með nær 5 milljónir leyfishafa.

Sérstakt kallmerki ÍRA, TF3WARD, verður virkjað á alþjóðadaginn. Viðskeytið stendur fyrir „World Amateur Radio Day“.

Hamingjuóskir til íslenskra radíóamatöra!

Stjórn ÍRA.

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður lokuð fimmtudaginn 20. apríl sem er sumardagurinn fyrsti.

Áður kynnt erindi Sigurðar R. Jakobssonar, TF3CW „Þátttaka í alþjóðlegum keppnum erlendis frá“ laugardaginn 22. apríl frestast af óviðráðanlegum ástæðum. Ný dagsetning verður kynnt fljótlega.

Næsti opnunardagur í Skeljanesi er fimmtudagur 27. apríl. Dagskrá verður auglýst þegar nær dregur.

Stjórn ÍRA.

.

Mynd af inngangi í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi.

YOTA keppnin fer fram á laugardag 22. apríl frá kl. 08:00 til 19:59. Bönd: 80, 40, 20, 15 og 10 metrar á CW og SSB.
https://www.ham-yota.com/contest/

„Youngsters On The Air (YOTA)“ keppnirnar verða þrjár í ár (2023), þ.e. 22. apríl (08:00-19:59) – 22. júlí (10:00-21:59) – og 30. desember (12:00-23:59).

QRP TO THE FIELD keppnin fer fram laugardag 22. apríl frá kl. 08:00-18:00. Bönd 80, 40, 20, 15 og 10 metrar á CW og SSB. http://www.zianet.com/qrp/qrpttf/pg.html

SP DX RTTY keppnin fer fram 22.-23. apríl; hefst á laugardag kl. 12:00 og lýkur sunnudag kl. 12:00. Bönd: 80, 40, 20, 15 og 10 metrar á RTTY. https://pkrvg.org/strona,spdxrttyen.html

INTERNATIONAL VINTAGE keppnin fer fram sunnudaginn 23. apríl. Keppnin er tvískipt: Fyrri hluti fer fram kl. 07:00-11:00 og síðari hluti kl. 17:00-21:00. Bönd: 40 og 80 metrar á CW, SSB og AM. https://vintagecontest.webnode.it/residenti/

Þrír keppnisflokkar eru í boði: (A) Tæki framleidd 1950-1959; (B) 1960-1969; (C) 1970-1979; (D) 1980-1989; og (E) heimasmíðuð tæki.  

Með ósk um gott gengi!

Stjórn ÍRA.

Ari sýnir glæru með mynd af Starlink loftneti á heimahúsi. En búnaðinn má einnig setja upp í hjólhýsum, skipum, flugvélum o.m.fl.

Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A mætti í Skeljanes laugardag 15. apríl með kynningu á nýja Starlink internetbúnaðinum. Afar áhugaverð og vel heppnuð kynning. Ari hefur kynnt sér búnaðinn vel og er einn af fyrstu notendum Starlink hér á landi.

Þetta er merkilegur búnaður því aðeins þarf loftnet sem er 1×1 metri (flatt) og rúmar alls 1280 loftnet. Loftnetið er sett upp fast (e. fixed). Þrífótur og tengibox fylgir fyrir tölvutengingu og viðeigandi kaplar og kostar búnaðurinn 75 þúsund krónur kominn til landsins. Mánaðargjald er 15 þúsund krónur og er niðurhal ótakmarkað.

Uppsetning er einföld, engin mælitæki. Í botni loftnetsins eru mótorar sem stilla netið af í byrjun (en eru ekkert notaðir eftir það). Og ef snjóar þá hitar loftnetið sig sjálft upp og bræðir klaka.

Að sögn Ara hefur Elon Musk látið senda upp yfir 10 þúsund gervitungl til að þjónusta kerfið um allan heim, þ.á.m. hér á landi. Starlink sendir að jafnaði upp 64 ný tungl í hverjum mánuði til viðhalds og til að bæta kerfið. Ari sýndi okkur 18 mínútna myndband sem skýrir kerfið og virkan þess vel, þ.á.m. loftnetið sem er mikill töfragripur.

Sérstakar þakkir til Ara fyrir áhugaverða, fróðlega og vandaða kynningu. Alls mættu 8 félagar og 2 gestir í Skeljanes í 12°C mildu vorveðri í vesturbænum í Reykjavík.

Stjórn ÍRA.

Ari sýndi margar fróðlegar glærur og myndbönd.
Loftnetið og búnaður skoðaður og útskýrður. Þorvaldur Bjarnason TF3TP, Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A, Sveinn Goði Sveinsson TF3ID, Reynir Björnsson TF3JL, Hans Konrad Kristjánsson TF3FG og Kristján Benediktsson TF3KB.
Menn höfðu margar spurningar og var rætt um búnaðinn frá öllum hliðum yfir kaffinu. Þorvaldur Bjarnason TF3TB, Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A, Sveinn Goði Sveinsson TF3ID, Þór Magnússon (gestur), Hans Konrad Kristjánsson TF3FG og Reynir Björnsson TF3JL. Ljósmyndir: TF3JB.

Laugardaginn 15. apríl mætir Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A í Skeljanes með kynninguna: Internet um gervitungl – ódýr valkostur (Starlink).

Ari var í hópi þeirra fyrstu hér á landi sem fékk Starlink búnað frá Elon Musk til að tengjast netinu um gervitungl. Að sögn Ara er niðurhal ótakmarkað og það mesta/besta sem er í boði hér á landi. Sem dæmi, er að horfa samtímis á allt að 5 HD sjónvarpsstöðvar.

Ari ætlar m.a. að upplýsa um kostnað og hvernig hægt er að koma fyrir 1280 loftnetum á 1×1 metra spjaldi og – hvernig hægt er að stýra stefnu frá búnaðinum í eina átt. Hann upplýsir einnig um hraða sem er í boði yfir netið og hvort hann er eins í báðar áttir.

Ennfremur verður svarað spurningum eins og: Virkar búnaðurinn í farartæki sem er á ferð, t.d. í bifreið, húsbílum, hraðbátum, skipum, skemmtiferðaskipum eða flugvélum? Og hvað með virkan frá stöðum eins og t.d. frá Grímsey, Reykjavík og Ísafirði? Og hvort búnaðurinn virkar í snjó, rigningu og roki? Margt fleira spennandi verður upplýst.

Húsið verður opnað kl. 13:00 en Ari byrjar stundvíslega kl. 13:30. Kaffiveitingar frá Björnsbakaríi.

Félagsmenn eru hvattir til að láta þetta efni ekki framhjá sér fara.

Stjórn ÍRA.

Óskar Sverrisson, TF3DC og Guðmundur V. Einarsson, TF3VL mættu í Skeljanes fimmtudaginn 13. apríl kl. 17:00.

Verkefni dagsins var að fara yfir hvernig best er að standa að því að fara í loftið en Guðmundur stóðst amatörpróf til G-leyfis í maí í fyrra (2022) og var nýlega kominn til landsins erlendis frá, þar sem hann festi m.a. kaup á ICOM IC-718 HF stöð ásamt búnaði.

Að lokinni tveggja tíma yfirferð í fjarskiptaherbergi ÍRA þar sem m.a. voru höfð sambönd á SSB, CW og Digital, tók við klukkutími til viðbótar þar sem nýtt IC-718 tæki TF3VL var tengt við loftnet félagsins og prófað. Guðmundur er væntanlegur í loftið innan skamms.

Þakkir til Óskars Sverrissonar, TF3DC fyrir að standa að námskeiðinu og bjóðum Guðmund V. Einarsson, TF3VL velkominn í loftið.

Stjórn ÍRA.

Guðmundur V. Einarsson TF3VL stillir ICOM IC-718 stöðina í fjarskiptaherbergi TF3IRA. Ljósmynd: TF3DC.