Sæmundur E. Þorsteinsson, TF3UA mætti í Skeljanes 13. apríl með erindið Stafræn merkjavinnsla fyrir radíóamatöra.

Hann flutti okkur frábært erindi þar sem hann útskýrði og fór yfir hugtakið “stafræn merkjavinnsla“. Hann úrskýrði m.a. mismunandi merki, þ.e. hliðræn, stakræn og stafræn og hverjir eru kostir og ókostir við stafræna merkjavinnslu. Hann tók dæmi um viðtæki og sendi-/móttökustöðvar radíóamatöra þar sem SDR tæknin hefur verið innleidd og töluverð þróun hefur verið síðustu ár.

Sæmundur fjallaði um sýnatökuregluna og skýrði mikilvægi þess að brjóta hana ekki í stafrænni merkjavinnslu og nefndi dæmi um afleiðingar þess að brjóta regluna. Hann fjallaði einnig um hugbúnaðarradíó og fleiri notkunartilvik fyrir stafræna merkjavinnslu. Að lokum fjallaði hann um A/D og D/A breytur.

Erindið tók um klukkustund í flutningi og var farið yfir margar glærur með texta og ljósmyndum. Fyrirspurnir voru fjölmargar sem Sæmundur svaraði á meðan á flutningi stóð og eftir erindið, var áfram rætt yfir kaffinu. Vefslóð á glærur:
http://www.ira.is/wp-content/uploads/2023/04/Stafraen-merkjavinnsla-fyrir-amatora.pdf

Sérstakar þakkir til Sæmundar E. Þorsteinssonar, TF3UA fyrir vandað, áhugavert og fróðlegt erindi í máli og myndum. Alls mættu 33 félagsmenn og 2 gestir í Skeljanes þetta ágæta fimmtudagskvöld í vorveðri í vesturbænum í Reykjavík.

Stjórn ÍRA.

Sæmundur E. Þorsteinsson TF3UA flutti erindi á vetrardagskrá ÍRA í Skeljanesi.
Sæmundur sýndi fjölmargar glærur með texta og myndum.
Stafræn merkjavinnsla er notuð á mörgum sviðum, m.a. í sendi-/móttökustöðvum fyrir radíóamatöra.
Fremsta röð: Vilhjálmur Í. Sigurjónsson TF3VS, Ágúst H. Bjarnason TF3OM og Þórarinn Benedikz TF3TZ.
Önnur röð: Þorvaldur Bjarnason TF3TB, Einar Kjartansson TF3EK og Georg Kulp TF3GZ.
Þriðja röð: Gunnar Bergþór Pálsson TF2BE, Yngvi Harðarson TF3Y, Mathías Hagvaag TF3MH, Örn Gunnarsson TF3-083 og Hrafnkell Sigurðsson TF8KY.
Fjórða röð: Sveinn Goði Sveinsson TF3ID, Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A og Heimir Konráðsson TF1EIN.
Aftasta röð: Njáll H. Hilmarsson TF3NH. Sigmundur Karlsson TF3VE og Andrés Þórarinsson TF1AM.
Jón Björnsson TF3PW, Vilhjálmur Í. Sigurjónsson TF3VS, Einar Kjartansson TF3EK, Þorvaldur Bjarnason TF3TB og Örn Gunnarsson TF3-083 .
Hrafnkell Sigurðsson TF8KY, Georg Kulp TF3GZ, Sveinn Goði Sveinsson TF3ID, Einar Kjartansson TF3EK og Pier Albert Kaspersma TF3PKN.
Gunnar Bergþór Pálsson TF2BE, Sæmundur E. Þorsteinsson TF3UA og Vilhjálmur Í. Sigurjónsson TF3VS.
Sigmundur Karlsson TF3VE, Heimir Konráðsson TF1EIN og Andrés Þórarinsson TF1AM. Þakkir til Óskars Sverrissonar TF3DC, Georgs Kulp TF3GZ og Jóns Björnssonar TF3PW fyrir ljósmyndir.

Ólafur Björn Ólafsson, TF3ML hefur haft sitt síðasta QSO; merki hans er hljóðnað.

Samkvæmt upplýsingum frá ættingjum lést hann þriðjudaginn 11. apríl.

Ólafur var á 59. aldursári og handhafi leyfisbréfs radíóamatöra nr. 240.

Um leið og við minnumst Ólafs með þökkum og virðingu færum við fjölskyldu hans innilegustu samúðarkveðjur.

Fyrir hönd stjórnar ÍRA,

Jónas Bjarnason, TF3JB
formaður

Á morgun, fimmtudag 13. apríl verður námskeiðið: Fyrstu skrefin í boði í Skeljanesi kl. 17:00-19:00. Óskar Sverrisson, TF3DC leiðbeinir.

“Fyrstu skrefin” eru hugsuð jafnt fyrir nýja sem eldri leyfishafa sem óska eftir tilsögn/leiðbeiningum um hvernig best er að standa að því að fara í loftið. Í boði eru einkatímar með reyndum leyfishafa sem kynnir grundvallaratriði og hefðir.

Markmiðið er að leyfishafi öðlist öryggi í fjarskiptum. Rætt er um áhugamálið og spurningum svarað og að því búnu farið í loftið í fjarskiptaherbergi félagsins. Námskeiðið er einnig hugsað fyrir þá sem t.d. vilja komast í loftið á FT8, RTTY o.fl. en vantar e.t.v. leiðbeiningar. Tímasetning og yfirferð er samkvæmt samráði – en ef þörf er á að menn hittist aftur, er það í boði.

Skráning hjá Óskari Sverrissyni, TF3DC í síma 862-3151 eða með tölvupósti; oskarsv hjá internet.is

Stjórn ÍRA.

Næsti viðburður á vetrardagskrá ÍRA verður í boði fimmtudaginn 13. apríl. Þá mætir Sæmundur E. Þorsteinsson, TF3UA í Skeljanes með erindið: Stafræn merkjavinnsla fyrir radíóamatöra.

Hann mun kynna stafræna merkjavinnslu. Kynna mismunandi merki, þ.e. hliðræn, stakræn og stafræn og hverjir eru kostir og ókostir við stafræna merkjavinnslu. Fjallað verður um sýnatökuregluna og reynt verður að skýra hana út, en hana má alls ekki brjóta í stafrænni merkjavinnslu. Sagt frá afleiðingum þess að brjóta regluna. Loks verður fjallað um hugbúnaðarradíó og nokkur önnur notkunartilvik fyrir stafræna merkjavinnslu.

Félagsmenn eru hvattir til að mæta tímanlega. Erindið hefst stundvíslega kl. 20:30. Veglegar kaffiveitingar.

Stjórn ÍRA.

HOLYLAND DX KEPPNIN fram 14.-15. apríl; hefst föstudag kl. 21:00 og lýkur laugardag kl. 20:59. Bönd: 80, 40, 20, 15 og 10 metrar á CW og SSB. https://www.iarc.org/iarc/Content/docs/Holyland2023eng.pdf

WORKED ALL PROVINCES OF CHINA DX KEPPNIN fer fram 15.-16. apríl; hefst laugardag kl. 06:00 og lýkur sunnudag kl. 05:59. Bönd: 80, 40, 20, 15 og 10 metrar á SSB. http://www.mulandxc.com/index/match_info?id=4

YU DX KEPPNIN fer fram 15.-16. apríl; hefst laugardag kl. 07:00 og lýkur sunnudag kl. 06:59. Bönd: 80, 40, 20, 15 og 10 metrar á CW og SSB. http://www.yudx.yu1srs.org.rs/

DUTCH PACC-DIGI KEPPNIN fer fram á laugardag frá kl. 07:00 til 18:59. Bönd: 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrar á FT4/8 og RTTY. https://www.veron.nl/

CQ MM DX KEPPNIN fer fram 15.-16. apríl; hefst á laugardag kl. 09:00 og lýkur sunnudag kl. 23:59. Bönd: 80, 40, 20, 15 og 10 metrar á CW.  http://www.cqmmdx.com/rules/

ARRL ROOKIE ROUNDUP KEPPNIN fer fram á sunnudag frá kl. 18:00 til 23:59. Bönd: 80, 40, 20, 15 og 10 metrar á SSB.  http://www.arrl.org/rookie-roundup

Með ósk um gott gengi!

Stjórn ÍRA.

.

Nýja HF/50MHz 100W SDR sendi-/móttökustöðin frá Apache Labs; ANAN-G2.

Næsti viðburður á vetrardagskrá ÍRA verður í boði fimmtudaginn 13. apríl. Þá mætir Sæmundur E. Þorsteinsson, TF3UA í Skeljanes með erindið: Stafræn merkjavinnsla fyrir radíóamatöra.

Hann mun kynna stafræna merkjavinnslu. Kynna mismunandi merki, þ.e. hliðræn, stakræn og stafræn og hverjir eru kostir og ókostir við stafræna merkjavinnslu. Fjallað verður um sýnatökuregluna og reynt verður að skýra hana út, en hana má alls ekki brjóta í stafrænni merkjavinnslu. Sagt frá afleiðingum þess að brjóta regluna. Loks verður fjallað um hugbúnaðarradíó og nokkur önnur notkunartilvik fyrir stafræna merkjavinnslu.

Félagsmenn eru hvattir til að mæta tímanlega. Erindið hefst stundvíslega kl. 20:30. Veglegar kaffiveitingar.

Stjórn ÍRA.

.

Páskaleikum ÍRA 2023 lauk á páskadag kl. 18:00. Þátttaka var góð, en alls voru 23 kallmerki skráð til leiks og 22 hafa sent inn dagbókarupplýsingar þegar þetta er skrifað.

Kerfið verður opið til að gera leiðréttingar til miðnættis sunnudaginn 16. apríl n.k. Eftir það munu endanlegar niðurstöður liggja fyrir. Þakkir til félagsmanna fyrir góða þátttöku.

Sérstakar þakkir til Hrafnkels Sigurðssonar, TF8KY umsjónarmanns Páskaleikanna fyrir vel heppnaðan viðburð, frábæran gagnagrunn og framúrskarandi gott utanumhald.

Stjórn ÍRA.

.

Þá er síðari dagurinn kominn og leikunum lýkur í dag, sunnudag kl. 18:00.

Glæsileg þátttaka! Þegar þetta er skrifað alls 23 skráðir. Það er enn ekki of seint að skrá sig ef áhugi er á að taka nokkur sambönd fyrir kl. 18:00. Vefslóð: http://leikar.ira.is/paskar2023/

Félagsstöðin TF3IRA verður aftur QRV í dag (sunnudag) frá kl. 13:00.

Þakkir til Kela, TF8KY fyrir frábært utanumhald og frábæran leikjavef!

Hvetjum til þátttöku, þótt ekki verði nema hluta úr degi!

Stjórn ÍRA.

Georg TF3GZ tekur þátt í Páskaleikunum. Myndin var tekin í gær (laugardag) þegar hann var QRV frá Snæfellsnesi. Mynd: TF3GZ.

Páskaleikarnir hófust í gær, 7. apríl kl. 18 og standa yfir þar til á morgun sunnudag, kl. 18:00.

Félagsstöðin TF3IRA hefur verið QRV í dag, laugardag 8. apríl frá kl. 09. Við reiknum með að verða í loftinu fram undir kl. 16:00. Að öllum líkindum verður TF3IRA einnig QRV á morgun, sunnudag.

Stöðin er virk á 70cm og 2M (FM),  4M (SSB og CW), 6M (SSB og CW) og á 3.637 MHz (SSB og CW).

Þegar þetta er skrifað hafa alls 20 TF kallmerki verið skráð í Páskaleikana. Ath. að það er hægt að nýskrá sig allan tímann á meðan leikarnir stand yfir. Vefslóð: http://leikar.ira.is/paskar2023/

Hvetjum til þátttöku, þótt ekki verði nema hluta úr degi!

Stjórn ÍRA.

Njáll H. Hilmarsson TF3NH virkjar TF3IRA í páskaleikunum 2023.

Stjórn ÍRA  óskar félagsmönnum og fjölskyldum þeirra gleðilegrar páskahátíðar.

Athygli er vakin á páskaleikum félagsins sem hefjast á morgun, föstudag kl. 18 og lýkur á sama tíma á sunnudag.

Hægt er að skrá sig allan tímann sem leikarnir standa yfir. Vefslóð:  http://leikar.ira.is/paskar2023/

Stjórn ÍRA.

.

Páskaleikarnir verða haldnir helgina 7.-9. apríl. Leikarnir hefjast föstudaginn 7. apríl kl. 18:00 og þeim lýkur 9. apríl kl. 18:00.

QSO gilda á: 23cm, 70cm, 2m, 4m, 6m, 80m og síðast en ekki síst – um endurvarpa.

Reglur og skráning á leikjavef TF8KY hér:  http://leikar.ira.is/paskar2023/  
Best er að skrá sig strax en hægt er að skrá sig allan tímann á meðan leikarnir standa yfir.

Hrafnkell, TF8KY umsjónarmaður leikanna svarar spurningum ef einhverjar eru: hrafnk@gmail.com

Félagsstöðin TF3IRA verður a.m.k. QRV á laugardag. Hvetjum til þátttöku, þótt ekki verði sem hluta úr degi eða e.t.v. annan daginn!

Stjórn ÍRA.

Glæsilegir verðlaunagripir eru í boði fyrir fyrstu þrjú sætin.

Sérheimild [2020-2022] til notkunar á 70.000-70.250 MHz rann út um s.l. áramót (31.12.2022).

Leyfishafar skulu sækja sérstaklega um heimild til Fjarskiptastofu fyrir nýtt tveggja ára tímabil á hrh@fjarskiptastofa.is  Það nægir að senda eina umsókn sem gildir fyrir bæði árin, þ.e. 2023 og 2024.

Á þetta er minnt nú, þar sem páskaleikarnir fara fram 7.-9. apríl n.k. og 70 MHz (4 metrar) eru eitt af þeim böndum sem í boði eru í leikunum.

Stjórn ÍRA.