Aðalfundur ÍRA árið 2024 var haldinn sunnudaginn 16. febrúar í fundarsal safnaðarheimilis Neskirkju við Hagatorg í Reykjavík. Á fundinum fóru fram venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt félagslögum.
Embættismenn fundarins voru kjörnir þeir Vilhjálmur Í. Sigurjónsson TF3VS, fundarstjóri og Sæmundur E. Þorsteinsson, TF3UA, fundarritari. Alls sóttu 29 félagar fundinn.
Eftirtaldir skipa stjórn félagsins fyrir starfstímabilið 2025/26:
Jónas Bjarnason, TF3JB formaður (endurkjörinn). Jón Björnsson, TF3PW (kjörinn aðalmaður til 2 ára). Andrés Þórarinsson, TF1AM (kjörinn aðalmaður til 2 ára). Njáll H. Hilmarsson, TF3NH (situr sitt síðara tímabil sem aðalmaður). Georg Kulp, TF3GZ (situr sitt síðara tímabil sem aðalmaður). Sæmundur Þorsteinsson, TF3UA varamaður (endurkjörinn). Heimir Konráðsson, TF1EIN varamaður (endurkjörinn).
Skoðunarmenn reikninga voru endurkjörnir þeir Haukur Konráðsson, TF3HK og Yngvi Harðarson, TF3Y og til vara, Vilhjálmur Í. Sigurjónsson, TF3VS. Félagsgjald var samþykkt kr. 8.000 fyrir árið 2025/26.
Stjórn mun skipta með sér verkum fljótlega.
Skýrsla stjórnar og önnur aðalfundargögn verða til birtingar innan tíðar á PDF formi á heimasíðu.
Stjórn ÍRA.
Mynd frá aðalfundi ÍRA í safnaðarheimili Neskirkju í Reykjavík 16. febrúar 2025. Kristján Benediktsson TF3KB flytur skýrslu NRAU/IARU tengiliðar ÍRA um alþjóðamálin. Ljósmynd: TF3GZ.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2025-02-14 16:37:352025-02-14 16:39:31AÐALFUNDUR ÍRA ER Á SUNNUDAG.
Bent er á, að sjálfsagt er að sækja um sérheimildir til Fjarskiptastofu á 4 metrum (70.000-70.250 MHz) og á 60 metrum (5260-5410 kHz) í sama tölvupósti.
Þar sem heimildirnar eru báðar veittar til 2 ára, þ.e. 2025 og 2026 eru leyfishafar hvattir til að einfalda málið og sækja um þær í einum tölvupósti.
Leyfishafar sem hug hafa á að starfa á ofangreindum tíðnisviðum þurfa því sækja um það sérstaklega til Fjarskiptastofu á vefslóðir: hrh@fst.is og fst@fst.is
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2025-02-10 18:55:522025-02-10 19:08:00UMSÓKNIR FYRIR 4M OG 60M BÖNDIN.
ARRL International DX Contest, CW. Keppnin fer fram laugardag 15. febrúar kl. 00:00 til sunnudags 16. febrúar kl. 24:00. Hún fer fram á CW á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum. Skilaboð W/VE stöðva: RST + (ríki í USA/fylki í Kanada). Skilaboð annarra: RST + afl sendis. https://www.arrl.org/arrl-dx
Russian PSK WW Contest. Keppnin fer fram laugardag 15. febrúar kl. 12:00 til sunnudags 16. febrúar kl. 11:59. Hún fer fram á BPSK31, BPSK63, BPSK125 á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum. Skilaboð RU stöðva: RST + 2 bókstafir fyrir landssvæði (e. oblast). https://www.rdrclub.ru/russian-ww-psk-contest/49-rus-ww-psk-rules
Opið var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 6. febrúar. Kristján Benediktsson, TF3KB mætti með erindi kvöldsins, um „Alþjóðastarf radíóamatöra, m.a. IARU, NRAU og ITU“. Þetta var fyrsta erindið á nýrri vordagskrá ÍRA fyrir tímabilið febrúar-maí 2025.
Kristján sagði í upphafi að ekki gerðu sér allir grein fyrir því hversu mikið árangur radíóamatöra í tíðnimálum byggir á þeim grunngildum sem framsýnir forystumenn þeirra mótuðu í upphafi. Fram kom m.a. að tíðnisvið [til ráðstöfunar] er takmarkað og það eru margir um hituna. Skipulag amatörfélaganna og landssamtaka þeirra sem og mikil vinna í alþjóðaráðum, hefur skilað þeim árangri í gegnum áratugina þannig að síður hefur verið þrengt að radíóamatörum, heldur hafa tíðniheimildir jafnvel rýmkast.
Kristján sagði, að árangri hafi verið náð fyrir ötult starf innan alþjóðasamtaka radíóamatörfélaga, IARU sem og í starfi landsfélaganna þar sem málin eru rædd vandlega, sameinast um tillögur og talað fyrir breytingum hjá fjarskiptayfirvöldum hvers lands, og þannig undirbúin frumvörp sem náðst hafa í gegn á alþjóðlegum tíðniákvörðunarráðstefnum ITU, “World Radio Conferences, WRC“ sem eru skuldbindandi fyrir aðildarríkin (e. plenipotentiary).
Einungis fyrir faglegt og vandað undirbúningsstarf hafa fjarskiptayfirvöld samþykkt margar tillögur radíóamatöra og fært inn í alþjóðareglugerðir. Hér á landi er það Fjarskiptastofa sem er stjórnvald fjarskipta og er tengiliður okkar við stofnunina formaður ÍRA, Jónas Bjarnason TF3JB, sem hefur unnið vel að þessum málum í mörg ár. Radíóamatörar eiga IARU sem og landsfélögunum mikið að þakka. Gerður var góður rómur að erindi Kristjáns sem svaraði mörgum fyrirspurnum.
Sérstakar þakkir til Kristjáns Benediktssonar, TF3KB fyrir vel flutt erindi, fróðlegt og áhugavert. Þess má geta að erindið var tekið upp og verður til niðurhals fljótlega. Sjá má glærur frá erindi Kristjáns á heimasíðu ÍRA: https://www.ira.is/erindi-tf3kb-i-skeljanesi-6-februar-2025/
Alls mættu 19 félagar þetta ágæta fimmtudagskvöld í stilltu vetrarveðri í vesturbænum í Reykjavík.
Kristján var með margar áhugaverðar glærur. Á myndinni fjallaði hann um ráðstefnu IARU Svæðis-1 sem haldin var í Serbíu 2023. Ljósmynd: TF3VS.Áhugaverður árangur á tíðniákvörðunarráðstefnum ITU (WRC) dreginn saman og sýndur fyrir tímabilið 1979-2023. Ljósmynd: TF3GZ .Mynd úr sal. Eiður K. Magnússon TF1EM, Sveinn Goði Sveinsson TF3ID, Mathías Hagvaag TF3MH, Erling Guðnason TF3E og Einar Sandoz TF3ES. Ljósmynd: TF3VS. Eftir erindið var áfram rætt um málefni kvöldsins yfir kaffinu. Kristján Benediktsson TF3KB, Þorvaldur Bjarnason TF3TB og Vilhjálmur Í. Sigurjónsson TF3VS ræða alþjóðamálin. Ljósmynd: TF1AM.Við stóra fundarborðið. Mathías Hagvaag TF3MH, Guðjón Már Gíslason TF3GMG, Einar Sandoz TF3ES og Sveinn Goði Sveinsson TF3ID. Ljósmynd: TF1AM.
Laugardaginn 25. janúar var ÍRA með móttöku í Skeljanesi fyrir nýja leyfishafa sem sem tóku þátt í námskeiði félagsins til amatörprófs haustið 2024 og náðu prófi Fjarskiptastofu til amatörleyfis 2. nóvember s.l.
Meðal efnis sem nýjum leyfishöfum var bent á að gæti verið nytsamlegt, var samantekt greina sem birtust [einkum] í félagsblaðinu CQ TF á árunum 2028-2024.
Mikil ánægja var með þessa samantekt og hefur verið ákveðið að bjóða öllum félagsmönnum að nýta sér þessar upplýsingar ef áhugi er fyrir hendi, sbr. meðfylgjandi vefslóð á heimasíðu ÍRA.
Mynd frá 25. janúar s.l.Ríkharður Þórsson TF8RIX kallar “CQ DX á 10 metra bandinu”. Vilhjálmur Í. Sigurjónsson TF3VS fylgist með. Aðrir á mynd: Guðjón Már Gíslason TF3GMG, Yngvi Harðarson TF3Y og Gunnar B. Guðlaugsson TF5NN. Ljósmynd: TF3KB.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2025-02-05 14:35:092025-02-05 14:36:05VALIÐ EFNI ÚR CQ TF 2018-2024.
ÍRA hefur borist jákvætt svar frá Fjarskiptastofu við ósk félagsins um rýmkun tíðni- og aflheimilda á 5 MHz (60 metra bandi).
Íslenskum leyfishöfum stendur til boða [frá og með deginum í dag], að sækja um tímabundna undanþágu til notkunar á tíðnisviðinu 5260-5410 kHz í tilraunaskyni með eftirfarandi skilyrðum:
(1) Leyfilegar eru allar mótunaraðferðir og hámarksbandbreidd er 8 kHz; (2) hámarks útgeislað afl er 1000 w fyrir G-leyfishafa og 100 w fyrir N-leyfishafa; (3) heimildin er með þeim fyrirvara að komi til truflana á annarri fjarskiptastarfsemi verður að hætta sendingum strax; (4) heimildin gildir til 2 ára, þ.e. til 31.12.2026; og (5) kallmerki skal notast í upphafi og lok fjarskiptasambands og með viðeigandi reglulegu millibili á meðan fjarskiptasamband varir.
Leyfishafar sem hug hafa á að starfa á tilgreindu tíðnisviði, skulu sækja um það sérstaklega til Fjarskiptastofu (hrh@fst.is og fst@fst.is) á sama hátt og undanþágur á 1.8 MHz og 70 MHz.
Stjórn ÍRA fagnar heimild Fjarskiptastofu, sem mun gera íslenskum leyfishöfum kleyft að gera tilraunir á mun rýmra tíðnisviði (150 kHz) og auknu afli. Núverandi heimild á 60 metrum er í tíðnisviðinu 5351.5–5366.5 kHz (15 kHz bandbreidd) og er hámarksafl 15W (EIRP).
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2025-02-04 09:28:582025-02-04 09:49:02AUKNAR HEIMILDIR Á 60 METRA BANDI.
Vordagskrá ÍRA fyrir tímabilið febrúar-maí 2025 hefst fimmtudaginn 6. febrúar í Skeljanesi.
Þá mætir Kristján Benediktsson, TF3KB með erindi um „Alþjóðastarf radíóamatöra, m.a. IARU, NRAU og ITU“. Húsið opnar kl. 20:00 en Kristján byrjar stundvíslega kl. 20:30.
Fundarsalur, fjarskiptaherbergi og QSL stofa á 2. hæð verða opin. QSL stjóri verður búinn að fara í pósthólfið og flokka kortasendingar. Sveinn Goði Sveinsson, TF3ID lagar kaffið og tekur fram meðlæti.
Félagsmönnum er bent á að láta erindið ekki framhjá sér fara.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2025-02-02 15:23:442025-02-02 15:24:28TF3KB VERÐUR Í SKELJANESI 6. FEBRÚAR.
CQ WW RTTY WPX CONTEST. Keppnin stendur yfir laugardag 8. febrúar kl. 00:00 til sunnudags 9. febrúar kl. 23:59. Hún fer fram á RTTY á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum. Skilaboð: RST + raðnúmer. https://cqwpxrtty.com/rules.htm
FISTS SATURDAY SPRINT CW CONTEST. Keppnin stendur yfir laugardag 8. febrúar kl. 00:00 til kl. 23:59. Hún fer fram á CW á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum. Skilaboð FISTS félaga: RST + nafn + FISTS nr. + (ríki í USA/fylki í Kanada/DXCC eining). Skilaboð annarra: RST + nafn + „0“ + (ríki í USA/fylki í Kanada/DXCC eining). https://fistsna.org/operating.php#sprints
SKCC WEEKEND SPRINTATHON CW CONTEST. Keppnin stendur yfir laugardag 8. febrúar kl. 12:00 til sunnudags 9. febrúar kl. 24:00. Hún fer fram á CW á 160, 80, 40. 20, 15, 10 og 6 metrum. Skilaboð: RST + (ríki í USA/fylki í Kanada/DXCC eining) + nafn + (SKCC nr./“NONE“) https://www.skccgroup.com/operating_activities/weekend_sprintathon
KCJ TOPBAND CONTEST, CW. Keppnin stendur yfir laugardag 8. febrúar kl. 12:00 til sunnudags 9. febrúar kl. 12:00. Hún fer fram á CW á 160 metrum. Skilaboð JA stöðva: RST + 2 bókstafir fyrir stjórnsýslusvæði. Skilaboð annarra: RST + CQ svæði. https://kcj-cw.com/j_index.htm
FRÉTTIR FRÁ AÐALFUNDI ÍRA 2025.
Aðalfundur ÍRA árið 2024 var haldinn sunnudaginn 16. febrúar í fundarsal safnaðarheimilis Neskirkju við Hagatorg í Reykjavík. Á fundinum fóru fram venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt félagslögum.
Embættismenn fundarins voru kjörnir þeir Vilhjálmur Í. Sigurjónsson TF3VS, fundarstjóri og Sæmundur E. Þorsteinsson, TF3UA, fundarritari. Alls sóttu 29 félagar fundinn.
Eftirtaldir skipa stjórn félagsins fyrir starfstímabilið 2025/26:
Jónas Bjarnason, TF3JB formaður (endurkjörinn).
Jón Björnsson, TF3PW (kjörinn aðalmaður til 2 ára).
Andrés Þórarinsson, TF1AM (kjörinn aðalmaður til 2 ára).
Njáll H. Hilmarsson, TF3NH (situr sitt síðara tímabil sem aðalmaður).
Georg Kulp, TF3GZ (situr sitt síðara tímabil sem aðalmaður).
Sæmundur Þorsteinsson, TF3UA varamaður (endurkjörinn).
Heimir Konráðsson, TF1EIN varamaður (endurkjörinn).
Skoðunarmenn reikninga voru endurkjörnir þeir Haukur Konráðsson, TF3HK og Yngvi Harðarson, TF3Y og til vara, Vilhjálmur Í. Sigurjónsson, TF3VS. Félagsgjald var samþykkt kr. 8.000 fyrir árið 2025/26.
Stjórn mun skipta með sér verkum fljótlega.
Skýrsla stjórnar og önnur aðalfundargögn verða til birtingar innan tíðar á PDF formi á heimasíðu.
Stjórn ÍRA.
AÐALFUNDUR ÍRA ER Á SUNNUDAG.
Ágæti félagsmaður!
Minnt er á að aðalfundur ÍRA verður haldinn sunnudaginn 16. febrúar 2025.
Fundurinn verður haldinn í safnaðarheimili Neskirkju við Hagatorg í Reykjavík og hefst stundvíslega kl. 14:00.
Dagskrá er samkvæmt 19. gr. félagslaga.
f.h. stjórnar ÍRA,
Jónas Bjarnason, TF3JB
formaður
UMSÓKNIR FYRIR 4M OG 60M BÖNDIN.
Vegna fyrirspurnar.
Bent er á, að sjálfsagt er að sækja um sérheimildir til Fjarskiptastofu á 4 metrum (70.000-70.250 MHz) og á 60 metrum (5260-5410 kHz) í sama tölvupósti.
Þar sem heimildirnar eru báðar veittar til 2 ára, þ.e. 2025 og 2026 eru leyfishafar hvattir til að einfalda málið og sækja um þær í einum tölvupósti.
Leyfishafar sem hug hafa á að starfa á ofangreindum tíðnisviðum þurfa því sækja um það sérstaklega til Fjarskiptastofu á vefslóðir: hrh@fst.is og fst@fst.is
Stjórn ÍRA.
http://www.ira.is/serheimild-a-70-mhz-endurnyjud-2/
http://www.ira.is/auknar-heimildir-a-60-metra-bandi/
OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 13. FEBRÚAR.
Opið hús verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 13. febrúar fyrir félagsmenn og gesti frá kl. 20:00 til kl. 22:00.
Fundarsalur, fjarskiptaherbergi og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Góður félagsskapur og nýjustu amatörtímaritin. Kaffiveitingar.
Verið velkomin í Skeljanes!
Stjórn ÍRA.
ALÞJÓÐLEGAR KEPPNIR 15. TIL 16. FEBRÚAR.
ARRL International DX Contest, CW.
Keppnin fer fram laugardag 15. febrúar kl. 00:00 til sunnudags 16. febrúar kl. 24:00.
Hún fer fram á CW á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð W/VE stöðva: RST + (ríki í USA/fylki í Kanada).
Skilaboð annarra: RST + afl sendis.
https://www.arrl.org/arrl-dx
Russian PSK WW Contest.
Keppnin fer fram laugardag 15. febrúar kl. 12:00 til sunnudags 16. febrúar kl. 11:59.
Hún fer fram á BPSK31, BPSK63, BPSK125 á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð RU stöðva: RST + 2 bókstafir fyrir landssvæði (e. oblast).
https://www.rdrclub.ru/russian-ww-psk-contest/49-rus-ww-psk-rules
Feld Hell Sprint CONTEST.
Keppnin fer fram laugardaginn 15. febrúar kl. 19:00 til kl. 20:59.
Hún fer fram á Feld Hell á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð: Sjá reglur.
https://sites.google.com/site/feldhellclub/Home/contests/sprints/bingo-sprint
Með ósk um gott gengi!
Stjórn ÍRA.
FRÓÐLEGT ERINDI TF3KB Í SKELJANESI.
Opið var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 6. febrúar. Kristján Benediktsson, TF3KB mætti með erindi kvöldsins, um „Alþjóðastarf radíóamatöra, m.a. IARU, NRAU og ITU“. Þetta var fyrsta erindið á nýrri vordagskrá ÍRA fyrir tímabilið febrúar-maí 2025.
Kristján sagði í upphafi að ekki gerðu sér allir grein fyrir því hversu mikið árangur radíóamatöra í tíðnimálum byggir á þeim grunngildum sem framsýnir forystumenn þeirra mótuðu í upphafi. Fram kom m.a. að tíðnisvið [til ráðstöfunar] er takmarkað og það eru margir um hituna. Skipulag amatörfélaganna og landssamtaka þeirra sem og mikil vinna í alþjóðaráðum, hefur skilað þeim árangri í gegnum áratugina þannig að síður hefur verið þrengt að radíóamatörum, heldur hafa tíðniheimildir jafnvel rýmkast.
Kristján sagði, að árangri hafi verið náð fyrir ötult starf innan alþjóðasamtaka radíóamatörfélaga, IARU sem og í starfi landsfélaganna þar sem málin eru rædd vandlega, sameinast um tillögur og talað fyrir breytingum hjá fjarskiptayfirvöldum hvers lands, og þannig undirbúin frumvörp sem náðst hafa í gegn á alþjóðlegum tíðniákvörðunarráðstefnum ITU, “World Radio Conferences, WRC“ sem eru skuldbindandi fyrir aðildarríkin (e. plenipotentiary).
Einungis fyrir faglegt og vandað undirbúningsstarf hafa fjarskiptayfirvöld samþykkt margar tillögur radíóamatöra og fært inn í alþjóðareglugerðir. Hér á landi er það Fjarskiptastofa sem er stjórnvald fjarskipta og er tengiliður okkar við stofnunina formaður ÍRA, Jónas Bjarnason TF3JB, sem hefur unnið vel að þessum málum í mörg ár. Radíóamatörar eiga IARU sem og landsfélögunum mikið að þakka. Gerður var góður rómur að erindi Kristjáns sem svaraði mörgum fyrirspurnum.
Sérstakar þakkir til Kristjáns Benediktssonar, TF3KB fyrir vel flutt erindi, fróðlegt og áhugavert. Þess má geta að erindið var tekið upp og verður til niðurhals fljótlega. Sjá má glærur frá erindi Kristjáns á heimasíðu ÍRA: https://www.ira.is/erindi-tf3kb-i-skeljanesi-6-februar-2025/
Alls mættu 19 félagar þetta ágæta fimmtudagskvöld í stilltu vetrarveðri í vesturbænum í Reykjavík.
Stjórn ÍRA.
(Texti: Andrés Þórarinsson, TF1AM varaformaður ÍRA).
AÐALFUNDUR ÍRA 2025
Ágæti félagsmaður!
Minnt er á að aðalfundur ÍRA verður haldinn sunnudaginn 16. febrúar 2025.
Fundurinn verður haldinn í safnaðarheimili Neskirkju við Hagatorg í Reykjavík og hefst stundvíslega kl. 14:00.
Dagskrá er samkvæmt 19. gr. félagslaga.
f.h. stjórnar ÍRA,
Jónas Bjarnason, TF3JB
formaður
VALIÐ EFNI ÚR CQ TF 2018-2024.
Laugardaginn 25. janúar var ÍRA með móttöku í Skeljanesi fyrir nýja leyfishafa sem sem tóku þátt í námskeiði félagsins til amatörprófs haustið 2024 og náðu prófi Fjarskiptastofu til amatörleyfis 2. nóvember s.l.
Meðal efnis sem nýjum leyfishöfum var bent á að gæti verið nytsamlegt, var samantekt greina sem birtust [einkum] í félagsblaðinu CQ TF á árunum 2028-2024.
Mikil ánægja var með þessa samantekt og hefur verið ákveðið að bjóða öllum félagsmönnum að nýta sér þessar upplýsingar ef áhugi er fyrir hendi, sbr. meðfylgjandi vefslóð á heimasíðu ÍRA.
Fyrst er smellt á vefslóðina: https://www.ira.is/valid-efni-ur-cq-tf-2018-2024/
Síðan má smella á slóðina sem er allra neðst til vinstri: „new.laugard.25.1.2025“ og kalla fram skjalið í heild.
Stjórn ÍRA.
AUKNAR HEIMILDIR Á 60 METRA BANDI.
ÍRA hefur borist jákvætt svar frá Fjarskiptastofu við ósk félagsins um rýmkun tíðni- og aflheimilda á 5 MHz (60 metra bandi).
Íslenskum leyfishöfum stendur til boða [frá og með deginum í dag], að sækja um tímabundna undanþágu til notkunar á tíðnisviðinu 5260-5410 kHz í tilraunaskyni með eftirfarandi skilyrðum:
(1) Leyfilegar eru allar mótunaraðferðir og hámarksbandbreidd er 8 kHz; (2) hámarks útgeislað afl er 1000 w fyrir G-leyfishafa og 100 w fyrir N-leyfishafa; (3) heimildin er með þeim fyrirvara að komi til truflana á annarri fjarskiptastarfsemi verður að hætta sendingum strax; (4) heimildin gildir til 2 ára, þ.e. til 31.12.2026; og (5) kallmerki skal notast í upphafi og lok fjarskiptasambands og með viðeigandi reglulegu millibili á meðan fjarskiptasamband varir.
Leyfishafar sem hug hafa á að starfa á tilgreindu tíðnisviði, skulu sækja um það sérstaklega til Fjarskiptastofu (hrh@fst.is og fst@fst.is) á sama hátt og undanþágur á 1.8 MHz og 70 MHz.
Stjórn ÍRA fagnar heimild Fjarskiptastofu, sem mun gera íslenskum leyfishöfum kleyft að gera tilraunir á mun rýmra tíðnisviði (150 kHz) og auknu afli. Núverandi heimild á 60 metrum er í tíðnisviðinu 5351.5–5366.5 kHz (15 kHz bandbreidd) og er hámarksafl 15W (EIRP).
Stjórn ÍRA.
TF3KB VERÐUR Í SKELJANESI 6. FEBRÚAR.
Vordagskrá ÍRA fyrir tímabilið febrúar-maí 2025 hefst fimmtudaginn 6. febrúar í Skeljanesi.
Þá mætir Kristján Benediktsson, TF3KB með erindi um „Alþjóðastarf radíóamatöra, m.a. IARU, NRAU og ITU“. Húsið opnar kl. 20:00 en Kristján byrjar stundvíslega kl. 20:30.
Fundarsalur, fjarskiptaherbergi og QSL stofa á 2. hæð verða opin. QSL stjóri verður búinn að fara í pósthólfið og flokka kortasendingar. Sveinn Goði Sveinsson, TF3ID lagar kaffið og tekur fram meðlæti.
Félagsmönnum er bent á að láta erindið ekki framhjá sér fara.
Verið velkomin í Skeljanes!
Stjórn ÍRA.
ALÞJÓÐLEGAR KEPPNIR 8.-9. FEBRÚAR.
CQ WW RTTY WPX CONTEST.
Keppnin stendur yfir laugardag 8. febrúar kl. 00:00 til sunnudags 9. febrúar kl. 23:59.
Hún fer fram á RTTY á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð: RST + raðnúmer.
https://cqwpxrtty.com/rules.htm
FISTS SATURDAY SPRINT CW CONTEST.
Keppnin stendur yfir laugardag 8. febrúar kl. 00:00 til kl. 23:59.
Hún fer fram á CW á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð FISTS félaga: RST + nafn + FISTS nr. + (ríki í USA/fylki í Kanada/DXCC eining).
Skilaboð annarra: RST + nafn + „0“ + (ríki í USA/fylki í Kanada/DXCC eining).
https://fistsna.org/operating.php#sprints
SKCC WEEKEND SPRINTATHON CW CONTEST.
Keppnin stendur yfir laugardag 8. febrúar kl. 12:00 til sunnudags 9. febrúar kl. 24:00.
Hún fer fram á CW á 160, 80, 40. 20, 15, 10 og 6 metrum.
Skilaboð: RST + (ríki í USA/fylki í Kanada/DXCC eining) + nafn + (SKCC nr./“NONE“)
https://www.skccgroup.com/operating_activities/weekend_sprintathon
KCJ TOPBAND CONTEST, CW.
Keppnin stendur yfir laugardag 8. febrúar kl. 12:00 til sunnudags 9. febrúar kl. 12:00.
Hún fer fram á CW á 160 metrum.
Skilaboð JA stöðva: RST + 2 bókstafir fyrir stjórnsýslusvæði.
Skilaboð annarra: RST + CQ svæði.
https://kcj-cw.com/j_index.htm
DUTCH PACC CONTEST.
Keppnin stendur yfir laugardag 8. febrúar kl. 12:00 til sunnudags 9. febrúar kl. 12:00.
Hún fer fram á CW og SSB á 160, 80, 40. 20, 15 og 10.
Skilaboð PA stöðva: RS(T) + 2 bókstafir fyrir landssvæði í Hollandi.
Skilaboð annarra: RS(T) + raðnúmer.
https://www.veron.nl/vereniging/commissies-en-werkgroepen/traffic-bureau/hf-contesten/pacc-contest
F9AA CUP CONTEST.
Keppnin stendur yfir laugardag 8. febrúar kl. 12:00 til sunnudags 9. febrúar kl. 12:00.
Hún fer fram á CW á 80, 40. 20, 15, 10 og 2 metrum.
Skilaboð: RST + raðnúmer.
https://www.site.urc.asso.fr/index.php/om-yl/concours/trophee-f9aa
AÐALFUNDUR ÍRA 2025 – FUNDARBOÐ
Ágæti félagsmaður!
Með tilvísan til 17. gr. félagslaga, er hér með boðað til aðalfundar ÍRA sunnudaginn 16. febrúar 2025.
Fundurinn verður haldinn í safnaðarheimili Neskirkju við Hagatorg í Reykjavík og hefst stundvíslega kl. 14:00.
Dagskrá er samkvæmt 19. gr. félagslaga.
Nánar er vísað í fundarboð sem birt var í 1. tbl. CQ TF 2025 og sent var í tölvupósti til allra félagsmanna 26. janúar s.l.
Reykjavík 1. febrúar 2025,
f.h. stjórnar ÍRA,
Jónas Bjarnason, TF3JB
formaður