TF útileikum ÍRA 2023 lauk í dag, 7. ágúst á hádegi.
Á annan tug leyfishafa tóku þátt og voru stöðvar virkar frá öllum landshlutum, nema Austurlandi. Flest sambönd voru á tali (SSB) en einnig á morsi (CW). Ekki er vitað um að menn hafi notað FT8 eða FT4 samskiptaháttinn. Tíðnin 3.633 MHz á 80 metrum var mest notuð ásamt 1.845 MHz á 160 metrum, 7.120 MHz á 40 metrum og 5.363 MHz á 60 metra bandi.
Skilyrði til fjarskipta innanlands voru erfið fyrri daginn, en úr rættist þegar leið á keppnina. Félagsstöðin TF3IRA var virk bæði á laugardag og sunnudag og voru alls höfð alls 52 sambönd frá Skeljanesi. Ánægjulegt erindi barst frá Fjarskiptastofu fyrir leikana þess efnis, að leyfishafar hefðu heimild til að nota allt að 100W í tilraunum á 60 metra bandi í útileikunum.
Fjarskiptadagbókum má skila með því að fylla út eyðublað á vefslóðinni https://eik.klaki.net/cgi-bin/utileikar Einnig má senda gögnin á stafrænu formi, t.d. adif, í tölvupósti á ira@ira.is Frestur til að ganga frá dagbókum er til 13. ágúst.
Hrafnkell Sigurðsson, TF8KY hefur sett upp Excel skjal fyrir dagbókafærslur í útileikunum. Þátttakendur geta sent skjalið á Kela hrafnk@gmail.com eftir verslunarmannahelgina og hann mun útbúa skriftu sem gerir mögulegt að setja færslurnar beint inn í gagnagrunninn hjá TF3EK. Sækið skjalið hér (það verður að afrita slóðina í nýjan flipa, það virkar ekki að smella á hlekkinn): http://cloudqso.com/downloads/Utileikar.xlsx
Þakkir til félagsmanna fyrir þátttökuna. Sérstakar þakkir fær Einar Kjartansson, TF3EK umsjónarmaður TF útileikana fyrir góða kynningu og utanumhald.
Útileikarnir 2023 voru hálfnaðir á hádegi í dag, sunnudaginn 6. ágúst.
Afar erfið fjarskiptaskilyrði voru í framan af degi í gær (laugardag), en strax betri í gærkvöldi og nokkuð góð í morgun (sunnudag).
Félagsstöðin TF3IRA var starfrækt frá hádegi í gær og aftur í morgun (sunnudag) frá kl. 10 og voru alls 52 sambönd komin í dagbókina á hádegi, bæði á morsi og tali. Sambönd voru m.a. við stöðvar á Garðskaga, Akranesi, Borgarfirði, Sauðárkróki, Stokkseyri og á höfuðborgarsvæðinu.
Hafa má sambönd má sambönd hvenær sem er á leikjatímanum, svo fremi að a.m.k. 8 klst. séu liðnar frá fyrra sambandi, en mælt er með þessum tímum síðari dag leikanna:
TF útileikarnir verða haldnir um verslunarmannahelgina. Þeir hefjast á hádegi laugardag 5. ágúst og lýkur á hádegi á mánudag 7. ágúst, frídag verslunarmanna.
Félagsstöðin TF3IRA verður virk í leikunum á 160, 80, 60 og 40 metrum SSB og CW, a.m.k. frá hádegi á laugardag og fram eftir degi og frá kl. 11 á sunnudag og fram eftir degi.
Félagar sem vilja hjálpa til við að virkja félagsstöðina eru velkomnir í Skeljanes.
Einar Kjartansson, TF3EK umsjónarmaður leikanna veitir allar upplýsingar: einar52@gmail.com
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2023-08-03 10:16:322023-08-03 14:47:58ÚTILEIKARNIR BYRJA Á LAUGARDAG
TF útileikarnir verða haldnir um verslunarmannahelgina. Þeir hefjast á hádegi laugardag 5. ágúst og lýkur á hádegi á mánudag 7. ágúst, frídag verslunarmanna.
Reglum hefur verið breytt lítið eitt frá fyrra ári. Ekki er lengur sett hámark á þann tíma sem stöð má vera opin. Nú má nota þær mótanir sem samrýmast reglugerðinni og bandplani IARU Svæðis 1. Lágmarks upplýsingar sem skiptast þarf á eru nú aðeins fjögurra stafa Maidenhead reitur (e. grid square).
Líkt og fyrri ár, heimilar Fjarskiptastofa þátttakendum að nota allt að 100W á 60 m. bandi, þannig að ekki þarf að sækja sérstaklega um aukna aflheimild.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2023-07-31 10:17:442023-07-31 11:16:35TF ÚTILEIKARNIR ERU UM HELGINA
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2023-07-31 08:00:402023-07-31 08:01:50OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 3. ÁGÚST
Félagsstöðin TF3W var QRV á morsi í RSGB IOTA keppninni helgina 29.-30. júlí. Sigurður R. Jakobsson, TF3CW virkjaði stöðina frá félagsaðstöðunni í Skeljanesi.
Notuð voru öll bönd [keppninnar]: 80, 40, 20, 15 og 10 metrar og var þetta frumraun á nýju endafæddu 40 m. löngu vírloftneti félagsins fyrir 80 og 40 metra böndin, sem sett var upp 26. júlí s.l. og kom glimrandi vel út.
Unnið var í loftnetum félagsins í Skeljanesi miðvikudaginn 26. júlí.
Skipt var út „skotti“ frá „hardline“ kapli sem fæðir OptiBeam Yagi loftnetið á 20 metrum, auk þess sem skipt var út stögum sem ganga út á bómuna. Í annan stað var sett upp nýtt loftnet fyrir 80 og 40 metra böndin.
Georg Kulp, TF3GZ hafði útbúið nýtt „skott“ sem var tengt yfir í „hardline“ kapalinn. Stögin sem ganga út á bómuna voru einnig endurnýjuð og annaðist Sigurður R. Jakobsson, TF3CW innkaup á nauðsynlegu efni. Allt kom frábærlega vel út; standbylgja: 1,14.
Þá var sett upp nýtt 40 metra langt endafætt tveggja banda loftnet frá HyEnd Antenna fyrir 80 og 40 metra böndin. Það var strengt frá sama röri og 160 metra endafædda loftnetið er fest við – yfir í nýja turninn sem settur var upp í byrjun mánaðarins. Allt kom vel út; standbylgja 1,69 á 80 metrum og 1,05 á 40 metrum.
Þakkir til Sigurðar R. Jakobssonar TF3CW, Georgs Kulp TF3GZ og Jónasar Bjarnasonar TF3JB fyrir frábært vinnuframlag. Armar-vinnulyftur ehf., fá ennfremur sérstakar þakkir fyrir stuðninginn.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2023-07-27 09:12:422023-07-28 12:47:35LOFTNETAVINNA Í SKELJANESI
Næsta námskeið ÍRA til amatörprófs verður haldið 25. september til 7. nóvember og próf Fjarskiptastofu til amatörleyfis laugardag 11. nóvember.
Námskeiðið verður haldið í Háskólanum í Reykjavík – samtímis í staðnámi og fjarnámi. Í boði er að mæta í kennslustofu þegar það hentar og taka þátt yfir netið þegar það hentar. Námskeiðið er öllum opið og eru ekki gerðar kröfur um sérstaka menntun eða undirbúning. Kennt verður á mánudögum, þriðjudögum og miðvikudögum kl. 18:30-21:30 í kennslustofu M-117.
Námskeiðsgjald er kr. 22.500. Greiðsla þarf að hafa borist gjaldkera fyrir 3. september n.k. Í framhaldi (þann 15. september) verður námsefni á prenti póstlagt. Greiðsluupplýsingar: http://www.ira.is/skraning-a-namskeid/ Bent á fræðslustyrki stéttarfélaga og Vinnumálastofnunar til þeirra sem sækja námskeiðið.
Fyrirspurnir eru velkomnar á póstfang félagsins: ira@ira.is
Alls koma 10 leiðbeinendur að kennslu á námskeiðinu. Þeir eru: Kristinn Andersen TF3KX, Ágúst Úlfar Sigurðsson TF3AU, Henry Arnar Hálfdánarson TF3HRY, Haukur Konráðsson TF3HK, Njáll H. Hilmarsson TF3NH, Vilhjálmur Þór Kjartansson TF3DX, Hrafnkell Eiríksson TF3HR, Andrés Þórarinsson TF1AM, Sæmundur E. Þorsteinsson TF3UA og Óskar Sverrisson TF3DC.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2023-07-25 16:25:592023-07-25 16:30:38NÁMSKEIÐ TIL AMATÖRPRÓFS Í SEPTEMBER
RSGB IOTA keppnin hefst á laugardag 29. júlí kl. 12 á hádegi og lýkur á sama tíma á sunnudag. Keppnin fer fram á morsi og/eða tali á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Markmiðið er að ná samböndum við eins margar aðrar stöðvar radíóamatöra um heiminn eins og frekast er unnt. Sambönd við stöðvar á eyjum sem hafa IOTA númer gefa margfaldara.
Þátttakendur hér á landi gefa upp RS(T) + raðnúmer + IOTA númer. IOTA númerið fyrir Ísland er E-021 (fastalandið) – en EU-71 fyrir Vestmannaeyjar og EU-168 ef leyfishafi er staddur á einhverri annarri eyju við landið.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2023-07-24 07:15:322023-07-24 07:16:30OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 27. JÚLÍ
Opið hús var í félagsaðstöðunni í Skeljanesi fimmtudaginn 20. júlí. Sérstakur gestur okkar var Alexander Björn Kerff Nielsen, OZ2ALX sem er staddur hér á landi í námsferð, en hann er nemandi í „Civilingeniør, Fysik og Teknologi“ deild Syddansk Universitet (SDU).
Mikið var rætt um fjarskiptastöðvar á HF og VHF/UHF og annan búnað, s.s. loftnet og fæðilínur. Margir eru einmitt að vinna í loftnetum þessa dagana. Einnig var rætt um fjarskipti um gervitungl, en Alexander vinnur m.a. að smíði gervihnattar með öðrum verkfræðinemum í Danmörku. Fram kom, að sumir eru þegar farnir að undirbúa sig fyrir útileikana, en TF útileikarnir verða haldnir 5.-7. ágúst n.k.
Alls mættu 12 félagar og 1 gestir í Skeljanes þetta ágæta fimmtudagskvöld í sumarblíðu í vesturbænum í Reykjavík.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2023-07-21 13:04:532023-07-21 13:12:13OPIÐ HÚS VAR Í SKELJANESI 20. JÚLÍ
Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 20. júlí frá kl. 20-22 fyrir félagsmenn og gesti.
Fjarskiptaherbergi TF3IRA og herbergi QSL stofunnar á 2. hæð verða opin. Nýjustu tímarit landsfélaga radíóamatöra í nágrannalöndunum liggja frammi í fundarsal á 1. hæð.
Mathías Hagvaag, TF3MH QSL stjóri félagsins verður búinn að fara í pósthólf félagsins og raða innkomnum kortum í hólf félagsmanna. Kaffiveitingar.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2023-07-19 17:02:292023-07-19 17:04:39OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 20. JÚLÍ
VEL HEPPNAÐIR ÚTILEIKAR
TF útileikum ÍRA 2023 lauk í dag, 7. ágúst á hádegi.
Á annan tug leyfishafa tóku þátt og voru stöðvar virkar frá öllum landshlutum, nema Austurlandi. Flest sambönd voru á tali (SSB) en einnig á morsi (CW). Ekki er vitað um að menn hafi notað FT8 eða FT4 samskiptaháttinn. Tíðnin 3.633 MHz á 80 metrum var mest notuð ásamt 1.845 MHz á 160 metrum, 7.120 MHz á 40 metrum og 5.363 MHz á 60 metra bandi.
Skilyrði til fjarskipta innanlands voru erfið fyrri daginn, en úr rættist þegar leið á keppnina. Félagsstöðin TF3IRA var virk bæði á laugardag og sunnudag og voru alls höfð alls 52 sambönd frá Skeljanesi. Ánægjulegt erindi barst frá Fjarskiptastofu fyrir leikana þess efnis, að leyfishafar hefðu heimild til að nota allt að 100W í tilraunum á 60 metra bandi í útileikunum.
Fjarskiptadagbókum má skila með því að fylla út eyðublað á vefslóðinni https://eik.klaki.net/cgi-bin/utileikar Einnig má senda gögnin á stafrænu formi, t.d. adif, í tölvupósti á ira@ira.is Frestur til að ganga frá dagbókum er til 13. ágúst.
Hrafnkell Sigurðsson, TF8KY hefur sett upp Excel skjal fyrir dagbókafærslur í útileikunum. Þátttakendur geta sent skjalið á Kela hrafnk@gmail.com eftir verslunarmannahelgina og hann mun útbúa skriftu sem gerir mögulegt að setja færslurnar beint inn í gagnagrunninn hjá TF3EK. Sækið skjalið hér (það verður að afrita slóðina í nýjan flipa, það virkar ekki að smella á hlekkinn): http://cloudqso.com/downloads/Utileikar.xlsx
Þakkir til félagsmanna fyrir þátttökuna. Sérstakar þakkir fær Einar Kjartansson, TF3EK umsjónarmaður TF útileikana fyrir góða kynningu og utanumhald.
Stjórn ÍRA.
TF ÚTILEIKARNIR Í FULLUM GANGI
Útileikarnir 2023 voru hálfnaðir á hádegi í dag, sunnudaginn 6. ágúst.
Afar erfið fjarskiptaskilyrði voru í framan af degi í gær (laugardag), en strax betri í gærkvöldi og nokkuð góð í morgun (sunnudag).
Félagsstöðin TF3IRA var starfrækt frá hádegi í gær og aftur í morgun (sunnudag) frá kl. 10 og voru alls 52 sambönd komin í dagbókina á hádegi, bæði á morsi og tali. Sambönd voru m.a. við stöðvar á Garðskaga, Akranesi, Borgarfirði, Sauðárkróki, Stokkseyri og á höfuðborgarsvæðinu.
Hafa má sambönd má sambönd hvenær sem er á leikjatímanum, svo fremi að a.m.k. 8 klst. séu liðnar frá fyrra sambandi, en mælt er með þessum tímum síðari dag leikanna:
• Sunnudagur: 17:30-19:00.
• Mánudagur: 10:00-12:00.
Félagsmenn eru hvattir til að taka þátt.
Stjórn ÍRA.
Reglur TF-útileika: https://eik.klaki.net/tmp/reglur23.pdf
Vefsíða fyrir innslátt á loggum: https://eik.klaki.net/cgi-bin/utileikar
Eldri reglur: https://www.ira.is/tf-utileikar-eldri-reglur/
Dagbókarblað til útprentunar: http://www.ira.is/dagbokareydublad-fyrir-tf-utileika-2023/
ÚTILEIKARNIR BYRJA Á LAUGARDAG
TF útileikarnir verða haldnir um verslunarmannahelgina. Þeir hefjast á hádegi laugardag 5. ágúst og lýkur á hádegi á mánudag 7. ágúst, frídag verslunarmanna.
Félagsstöðin TF3IRA verður virk í leikunum á 160, 80, 60 og 40 metrum SSB og CW, a.m.k. frá hádegi á laugardag og fram eftir degi og frá kl. 11 á sunnudag og fram eftir degi.
Félagar sem vilja hjálpa til við að virkja félagsstöðina eru velkomnir í Skeljanes.
Einar Kjartansson, TF3EK umsjónarmaður leikanna veitir allar upplýsingar: einar52@gmail.com
Félagsmenn eru hvattir til að taka þátt!
Stjórn ÍRA.
Reglur TF-útileika: https://eik.klaki.net/tmp/reglur23.pdf
Vefsíða fyrir innslátt á loggum: https://eik.klaki.net/cgi-bin/utileikar
Eldri reglur: https://www.ira.is/tf-utileikar-eldri-reglur/
Dagbókarblað til útprentunar: http://www.ira.is/dagbokareydublad-fyrir-tf-utileika-2023/
.
TF ÚTILEIKARNIR ERU UM HELGINA
TF útileikarnir verða haldnir um verslunarmannahelgina. Þeir hefjast á hádegi laugardag 5. ágúst og lýkur á hádegi á mánudag 7. ágúst, frídag verslunarmanna.
Reglum hefur verið breytt lítið eitt frá fyrra ári. Ekki er lengur sett hámark á þann tíma sem stöð má vera opin. Nú má nota þær mótanir sem samrýmast reglugerðinni og bandplani IARU Svæðis 1. Lágmarks upplýsingar sem skiptast þarf á eru nú aðeins fjögurra stafa Maidenhead reitur (e. grid square).
Líkt og fyrri ár, heimilar Fjarskiptastofa þátttakendum að nota allt að 100W á 60 m. bandi, þannig að ekki þarf að sækja sérstaklega um aukna aflheimild.
Reglur TF-útileika: https://eik.klaki.net/tmp/reglur23.pdf
Vefsíða fyrir innslátt á loggum: https://eik.klaki.net/cgi-bin/utileikar
Ábendingar varðandi loftnet: https://eik.klaki.net/tmp/loftnet.pdf
Eldri reglur: https://www.ira.is/tf-utileikar-eldri-reglur/
Einar Kjartansson, TF3EK, umsjónarmaður leikanna, veitir allar upplýsingar: einar52@gmail.com
Félagsmenn eru hvattir til að taka þátt!
Stjórn ÍRA.
OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 3. ÁGÚST
Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 3. ágúst fyrir félagsmenn og gesti frá kl. 20 til 22.
Fjarskiptaherbergi TF3IRA og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Nýjustu tímarit radíóamatöra liggja frammi í fundarsal á 1. hæð.
QSL stjóri verður búinn að fara í pósthólf félagsins og raða innkomnum kortum í hólf félagsmanna. Kaffiveitingar.
Verið velkomin í Skeljanes!
Stjórn ÍRA.
TF3W Í RSGB IOTA KEPPNINNI 2023
Félagsstöðin TF3W var QRV á morsi í RSGB IOTA keppninni helgina 29.-30. júlí. Sigurður R. Jakobsson, TF3CW virkjaði stöðina frá félagsaðstöðunni í Skeljanesi.
Notuð voru öll bönd [keppninnar]: 80, 40, 20, 15 og 10 metrar og var þetta frumraun á nýju endafæddu 40 m. löngu vírloftneti félagsins fyrir 80 og 40 metra böndin, sem sett var upp 26. júlí s.l. og kom glimrandi vel út.
Heildarfjöldi sambanda var 1527; nettó fjöldi: 1511. Fjöldi sambanda eftir böndum: 80M = 43, 40M = 197, 20M =831, 15M = 398 og 10M = 42 samabönd. Fjöldi IOTA eininga: 152 og fjöld punkta: 11.145. Viðvera: 21 klst. Niðurstaða: 1.770.040 heildarpunktar.
Sérstakar þakkir til Sigurðar R. Jakobssonar, TF3CW fyrir að virkja stöðina.
Stjórn ÍRA.
LOFTNETAVINNA Í SKELJANESI
Unnið var í loftnetum félagsins í Skeljanesi miðvikudaginn 26. júlí.
Skipt var út „skotti“ frá „hardline“ kapli sem fæðir OptiBeam Yagi loftnetið á 20 metrum, auk þess sem skipt var út stögum sem ganga út á bómuna. Í annan stað var sett upp nýtt loftnet fyrir 80 og 40 metra böndin.
Georg Kulp, TF3GZ hafði útbúið nýtt „skott“ sem var tengt yfir í „hardline“ kapalinn. Stögin sem ganga út á bómuna voru einnig endurnýjuð og annaðist Sigurður R. Jakobsson, TF3CW innkaup á nauðsynlegu efni. Allt kom frábærlega vel út; standbylgja: 1,14.
Þá var sett upp nýtt 40 metra langt endafætt tveggja banda loftnet frá HyEnd Antenna fyrir 80 og 40 metra böndin. Það var strengt frá sama röri og 160 metra endafædda loftnetið er fest við – yfir í nýja turninn sem settur var upp í byrjun mánaðarins. Allt kom vel út; standbylgja 1,69 á 80 metrum og 1,05 á 40 metrum.
Þakkir til Sigurðar R. Jakobssonar TF3CW, Georgs Kulp TF3GZ og Jónasar Bjarnasonar TF3JB fyrir frábært vinnuframlag. Armar-vinnulyftur ehf., fá ennfremur sérstakar þakkir fyrir stuðninginn.
Stjórn ÍRA.
NÁMSKEIÐ TIL AMATÖRPRÓFS Í SEPTEMBER
Næsta námskeið ÍRA til amatörprófs verður haldið 25. september til 7. nóvember og próf Fjarskiptastofu til amatörleyfis laugardag 11. nóvember.
Námskeiðið verður haldið í Háskólanum í Reykjavík – samtímis í staðnámi og fjarnámi. Í boði er að mæta í kennslustofu þegar það hentar og taka þátt yfir netið þegar það hentar. Námskeiðið er öllum opið og eru ekki gerðar kröfur um sérstaka menntun eða undirbúning. Kennt verður á mánudögum, þriðjudögum og miðvikudögum kl. 18:30-21:30 í kennslustofu M-117.
Námskeiðsgjald er kr. 22.500. Greiðsla þarf að hafa borist gjaldkera fyrir 3. september n.k. Í framhaldi (þann 15. september) verður námsefni á prenti póstlagt. Greiðsluupplýsingar: http://www.ira.is/skraning-a-namskeid/ Bent á fræðslustyrki stéttarfélaga og Vinnumálastofnunar til þeirra sem sækja námskeiðið.
Fyrirspurnir eru velkomnar á póstfang félagsins: ira@ira.is
Stjórn ÍRA.
Skipulag: https://tinyurl.com/namsk-haust23
Vefslóðir á námsefni: https://tinyurl.com/namsefni-haust23
Kynningarefni: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2021/12/Kynning-2022.pdf
Alls koma 10 leiðbeinendur að kennslu á námskeiðinu. Þeir eru: Kristinn Andersen TF3KX, Ágúst Úlfar Sigurðsson TF3AU, Henry Arnar Hálfdánarson TF3HRY, Haukur Konráðsson TF3HK, Njáll H. Hilmarsson TF3NH, Vilhjálmur Þór Kjartansson TF3DX, Hrafnkell Eiríksson TF3HR, Andrés Þórarinsson TF1AM, Sæmundur E. Þorsteinsson TF3UA og Óskar Sverrisson TF3DC.
RSGB IOTA KEPPNIN 2023
RSGB IOTA keppnin hefst á laugardag 29. júlí kl. 12 á hádegi og lýkur á sama tíma á sunnudag. Keppnin fer fram á morsi og/eða tali á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Markmiðið er að ná samböndum við eins margar aðrar stöðvar radíóamatöra um heiminn eins og frekast er unnt. Sambönd við stöðvar á eyjum sem hafa IOTA númer gefa margfaldara.
Þátttakendur hér á landi gefa upp RS(T) + raðnúmer + IOTA númer. IOTA númerið fyrir Ísland er E-021 (fastalandið) – en EU-71 fyrir Vestmannaeyjar og EU-168 ef leyfishafi er staddur á einhverri annarri eyju við landið.
Með ósk um gott gengi!
Stjórn ÍRA.
https://www.rsgbcc.org/hf/rules/2023/riota.shtml
OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 27. JÚLÍ
Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 27. júlí frá kl. 20 til kl. 22 fyrir félagsmenn og gesti.
Fjarskiptaherbergi TF3IRA og herbergi QSL stofu á 2. hæð verða opin. Nýjustu tímarit radíóamatöra liggja frammi í fundarsal á 1. hæð.
QSL stjóri verður búinn að fara í pósthólf félagsins og raða innkomnum kortum í hólf félagsmanna. Kaffiveitingar.
Verið velkomin í Skeljanes!
Stjórn ÍRA.
OPIÐ HÚS VAR Í SKELJANESI 20. JÚLÍ
Opið hús var í félagsaðstöðunni í Skeljanesi fimmtudaginn 20. júlí. Sérstakur gestur okkar var Alexander Björn Kerff Nielsen, OZ2ALX sem er staddur hér á landi í námsferð, en hann er nemandi í „Civilingeniør, Fysik og Teknologi“ deild Syddansk Universitet (SDU).
Mikið var rætt um fjarskiptastöðvar á HF og VHF/UHF og annan búnað, s.s. loftnet og fæðilínur. Margir eru einmitt að vinna í loftnetum þessa dagana. Einnig var rætt um fjarskipti um gervitungl, en Alexander vinnur m.a. að smíði gervihnattar með öðrum verkfræðinemum í Danmörku. Fram kom, að sumir eru þegar farnir að undirbúa sig fyrir útileikana, en TF útileikarnir verða haldnir 5.-7. ágúst n.k.
Alls mættu 12 félagar og 1 gestir í Skeljanes þetta ágæta fimmtudagskvöld í sumarblíðu í vesturbænum í Reykjavík.
Stjórn ÍRA.
OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 20. JÚLÍ
Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 20. júlí frá kl. 20-22 fyrir félagsmenn og gesti.
Fjarskiptaherbergi TF3IRA og herbergi QSL stofunnar á 2. hæð verða opin. Nýjustu tímarit landsfélaga radíóamatöra í nágrannalöndunum liggja frammi í fundarsal á 1. hæð.
Mathías Hagvaag, TF3MH QSL stjóri félagsins verður búinn að fara í pósthólf félagsins og raða innkomnum kortum í hólf félagsmanna. Kaffiveitingar.
Verið velkomin í Skeljanes!
Stjórn ÍRA.