„Yongsters On The Air“ verkefnið í IARU Svæði 1 gengst fyrir þremur YOTA keppnum á ári á HF og er markmiðið að stuðla að virkni ungra leyfishafa um allan heim. Allir leyfishafar eru velkomnir að taka þátt burtséð frá aldri. Þrír keppnisdagar eru á ári og er hver keppni 12 klst.
Annar hluti hluti keppninnar í ár (2023) fer fram 22. júlí kl. 10:00-23:59.
Keppnin fer fram á tali og morsi á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum. Skilaboð: RS(T) + aldur leyfishafa.
YOTA verkefnið „Youngsters On The Air“ er sameiginlegt verkefni landsfélaga radíóamatöra innan IARU. Verkefnið hófst árið 2018 og hefur ÍRA hefur tekið þátt frá upphafi. Elín Sigurðardóttir, TF2EQ er ungmennafulltrúi ÍRA og YOTA verkefnisstjóri og Árni Freyr Rúnarsson, TF8RN er aðstoðarverkefnisstjóri.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2023-07-18 12:33:172023-07-18 12:45:10YOTA KEPPNIN ER Á LAUGARDAG
Haustnámskeið ÍRA til amatörprófs verður haldið 25. september til 7. nóvember n.k.
Námskeiðið verður haldið í Háskólanum í Reykjavík og samtímis í boði í staðnámi og fjarnámi. Hægt verður að mæta í kennslustofu í HR þegar það hentar og/eða taka þátt yfir netið þegar það hentar. Miðað er við próf Fjarskiptastofu til amatörleyfis laugardag 11. nóvember.
Námskeiðið er öllum opið og eru ekki gerðar kröfur um sérstaka menntun eða undirbúning. Kennt verður á mánudögum, þriðjudögum og miðvikudögum kl. 18:30-21:30 í kennslustofu M-117.
Námskeiðsgjald er kr. 22.500. Miðað er við að greiðsla hafi borist til gjaldkera fyrir 3. september n.k. Í framhaldi (þann 11. september) verður námsefni á prenti póstlagt. Greiðsluupplýsingar: http://www.ira.is/skraning-a-namskeid/Bent á fræðslustyrki stéttarfélaga og Vinnumálastofnunar til þeirra sem sækja námskeiðið.
Sjá meðfylgjandi vefslóðir um skipulag námskeiðsins, samantekt á vefslóðir um námsefni og kynningarefni um amatör radíó og félagið Íslenskir radíóamatörar (ÍRA).
Fyrirspurnum má beina póstfang félagsins:ira@ira.is
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2023-07-16 17:17:462023-07-16 17:23:03NÁMSKEIÐ TIL AMATÖRPRÓFS
Opið hús var í félagsaðstöðunni í Skeljanesi fimmtudaginn 13. júlí. Sérstakir gestir okkar voru þeir Stefán Sæmundsson, TF3SE og Ásgeir H. Sigurðsson, TF3TV. Stefán er búsettur á Spáni og Ásgeir að nokkru leyti – en þeir eru í heimsókn á landinu um þessar mundir. Ennfremur var John W. Woo, WA6CR frá Novato í Kaliforníu gestur okkar. Hann dvelur á landinu sumarlangt og heimsótti félagið áður 29. júní s.l.
Mikið var rætt um VHF/UHF leikana sem fóru fram 30. júní til 2. júlí s.l., en niðurstöður voru birtar á netinu fyrr um daginn. Það var Andrés Þórarinsson, TF1AM sem sigraði þá með yfirburðum en þeir Óðinn Þór Hallgrímsson, TF2MSN og Hrafnkell Sigurðsson, TF8KY voru í 2. og 3. sæti. Ennfremur var mikið rætt um loftnet (stangarnet, Yagi og HexBeam) og fæðilínur enda er sumartíminn loftnetatími. Loks var rætt um IARU HF World Championship keppnina sem fór fram um nýliðna helgi en a.m.k. sex TF kallmerki hafa sent inn keppnisupplýsingar en frestur til að skila gögnum er til 16. júlí.
Alls mættu 30 félagar og 3 gestir í Skeljanes þetta ágæta fimmtudagskvöld miðsumarsblæstri í vesturbænum í Reykjavík.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2023-07-14 00:08:362023-07-14 00:14:08OPIÐ HÚS VAR Í SKELJANESI 13. JÚLÍ
TF1AM (Andrés) fór á kostum og sigrar með yfirburðum. Vel gert Andrés 👏👏 Þetta var verðskuldaður sigur. Andrés var víðförull og var þvílíkt á ferðinni þótt það hálfa hefði verið nóg!! Ók yfir 1000km fyrir leikinn held ég að hann hafi sagt. Já hann tók þetta alla leið!! Virkjaði fimm 4ra stafa reiti ( HP75, HP84, HP85, HP93 og HP94 ) og landaði 185.380 stigum.
TF2MSN ( Óðinn ) sigrar örugglega í flokki fjölda sambanda. Hann var alltaf að, notaði öll bönd og virtist hlusta alls staðar samtímis. Það var sama hvenær var kallað og á hvaða tíðni. Alltaf svarar Óðinn. Vel gert Óðinn, alvöru virkni 👏👏. Óðinn landaði 215 samböndum í leiknum. Verðskuldað! QSO kóngur 2023!!
Ánægjulegt að sjá þá TF4WD og TF3PKN taka þátt með EchoLink sambandi um endurvarpann í Bláfjöllum. Sjáum kannski meira svona í næstu páskaleikum. Þá hafa stöðvar utan VHF/UHF svæðis möguleika á EchoLink og 80m. Þetta gerir þetta bara skemmtilegra.
Stórkostleg skemmtun allan tímann. Góð virkni, 22 stöðvar spiluðu til stiga í VHF-UHF leikum í þetta skiptið og mikil „traffík“ allan tímann.
Takk fyrir þátttökuna félagar! Flottir radíóamatörar!
Mig langar til að vekja athygli á Youth on the Air Camp (Region 2) sumarbúðunum sem verða haldnar 16.-21. júlí n.k. þar sem krakkar frá norður-, suður- og mið Ameríku virkja kallmerkið VE3YOTA frá búðunum í Ottawa í Kanada.
Þau munu virkja kallmerkið inn á milli vinnustofa eða svefntíma og eru með setta tíma á HF stöðvar 17, 18., 19 og 20. júlí kl. 23:00-02:30 GMT – og um gervitungl 19. júlí kl. 14-17 GMT.
Hægt er að fylgjast með þeim hafa samband við geimfarana í alþjóðlegu geimstöðinni (ISS) og á opnunar- og lokunarhátíð sumarbúðanna á þessari vefslóð: //www.youtube.com/@yotaregion2/streams
Á sömu YouTube rás verða líka sett myndbönd um hvað þau höfðu fyrir stafni yfir daginn.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2023-07-12 10:28:532023-07-12 10:57:00YOTA SUMARBÚÐIR Í KANADA
KiwiSDR viðtækið yfir netið með staðsetningu á Galtastöðum í Flóa, var tekið niður í lok júnímánaðar. Georg Kulp, TF3GZ leitar að nýju QTH fyrir viðtækið.
Þakkir til Georgs fyrir að reka KiwiSDR viðtækin yfir netið, en hann er jafnframt eigandi og rekstraraðili KiwiSDR viðtækisins á Raufarhöfn og annars KiwiSDR viðtækjanna á Bjargtöngum.
Það er vaskur hópur félagsmanna sem standa að baki uppsetningu og annast rekstur og viðhald
viðtækja yfir netið. Þeir leggja metnað í að halda þeim gangandi – svo ekki sé talað um tíma
og fjármuni. Þetta eru Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A, Georg Kulp TF3GZ, Árni Helgason TF4AH og Karl Georg Karlsson TF3CZ, auk annarra sem hafa aðstoðað og komið að uppsetningu og viðhaldi.
ÍRA metur þetta framlag mikils og þakkar þessum félagsmönnum fyrir dugnað og elju við að
sinna verkefninu sem er mikilvægt fyrir radíóamatöra sem gera tilraunir í þessum tíðnisviðum,
auk hlustara og allra sem áhuga hafa á útbreiðslu radíóbylgna
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2023-07-12 07:40:132023-07-12 07:40:30Viðtæki yfir netið að Galtastöðum.
Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 13. júlí fyrir félagsmenn og gesti og verður opið á milli kl. 20-22.
QSL stjóri verður búinn að tæma pósthóf félagsins og raða innkomnum kortum í hólf félagsmanna. Nýjustu tímarit landsfélaga radíóamatöra í nágrannalöndunum liggja frammi. Kaffiveitingar.
Töluvert liggur frammi af radíódóti, bæði niðri og í fundarsal.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2023-07-10 10:41:502023-07-10 10:43:26OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 13. JÚLÍ
Félagsstöðin TF3W var QRV á morsi í IARU HF Championship keppninni helgina 8.-9. júlí. Sigurður R. Jakobsson, TF3CW virkjaði stöðina frá félagsaðstöðunni í Skeljanesi.
Notuð voru þrjú bönd: 20, 15 og 10 metrar og var þetta frumraun á nýju Yagi loftneti félagsins fyrir 18-28 MHz, sem sett var upp í síðustu viku og kom glimrandi vel út.
Heildarfjöldi sambanda var tæplega 1800; nettó fjöldi: 1772. Skipting á milli banda: 20 m. 1100, 15 m. 667 og 10 m. 5 QSO. Fjöldi ITU svæða: 60 og fjöldi HQ stöðva: 35. Viðvera: 13,32 klst. Niðurstaða:645.430 heildarpunktar.
Sérstakar þakkir til Sigurðar R. Jakobssonar, TF3CW fyrir að virkja stöðina.
Nýtt Yagi loftnet fyrir TF3IRA var reist í Skeljanesi þann 2. júlí kl. 15:44. Tengingum og stillingum var lokið í gær, 5. júlí og reyndist standbylgjuhlutfall vera 1.3 eða betra á öllum böndum. Mannvirkið er staðsett í austurhluta portsins í Skeljanesi (við enda gömlu skemmunnar).
Nýja loftnetið er 9 staka Yagi frá OptiBeam, gerð OBDYA9-4, fyrir 17, 15, 12 og 10 metra böndin. Rótor er frá Pro.Sis.Tel, gerð PST2051D. Loftnetið situr í u.þ.b. 11 m. hæð á turni sem Benedikt Sveinsson, TF1T gaf félaginu og Georg Magnússon, TF2LL yfirfór fyrir uppsetningu og smíðaði festingar ásamt rótorfestingu og frágangi á burðarlegu. Loftnetið er fætt með 1/2“ „hardline“ kóaxkapli frá Andrews sem er um 90 m. að lengd.
Báðir framleiðendur veittu félaginu bestu afsláttarkjör. Nettókostnaður félagssjóðs vegna kaupa á loftneti, balun, rótor og stjórnkassa, „hardline“ kóaxi og stýrikapli nemur 210 þúsund krónum. Þá hafa tekjur af sölu radíódóts félagsins á flóamarkaði 9. október 2022 og 7. maí 2023 verið frádregnar.
Sex félagar báru hitann og þungann af uppsetningu og frágangi í Skeljanesi og fá þeir sérstakar þakkir. Það voru Georg Magnússon TF2LL, Sigurður R. Jakobsson TF3CW, Georg Kulp TF3GZ, Sæmundur E. Þorsteinsson TF3UA, Jónas Bjarnason TF3JB og Þórður Adolfsson, TF3DT sem gaf alla vinnu og kom með vörubíl með krana í tvö skipti, sem reyndist ómetanlegt framlag.
Ennfremur ber að þakka Benedikt Sveinssyni TF3T, Heimi Konráðssyni TF1EIN, Ara Þórólfi Jóhannessyni TF1A, Jóni Guðmundssyni TF3LM og Þorvaldi Bjarnasyni TF3TB fyrir aðstoð í sambandi við verkefnið.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2023-07-06 09:22:012023-07-06 09:22:58NÝR TURN OG NÝTT YAGI LOFTNET
Vegna Covid-19 faraldursins var WRTC 2022 frestað um eitt ár. Leikarnir 2022 verða því haldnir helgina 8.-9. júlí 2023 í borginni Bologna á Ítalíu.
WRTC (World Radiosport Team Championship) er einskonar „heimsmeistarakeppni“ radíóamatöra þar sem lið leyfishafa sem eru skipuð þekktum keppnismönnum koma saman og keppa, hvert við annað, öll frá sömu landfræðilegu staðsetningunni. Keppnin er haldin 4. hvert ár og var fyrsta WRTC keppnin haldin í Seattle í Washington Bandaríkjunum árið 1990.
Strangar reglur gilda um loftnet og búnað. Sérhver keppni er undirbúin og henni stjórnað af svokallaðri „fastanefnd“, sem er skipuð sérhæfðum hópi reyndra leyfishafa (sem hljóta tilnefningu eftir ákveðnum reglum) ásamt fulltrúum þess landsfélags radíóamatöra þar sem keppnin er haldin hverju sinni.
Val á keppendum byggir á þátttöku leyfishafa í einhverjum/öllum 24 tiltekinna alþjóðlegra keppna á tveggja ára undangangandi tímabili. Keppnirnar og þátttaka hefur mismunandi vigt, m.a. eftir keppnisflokkum. Alls keppa 58 tveggja manna lið í WRTC 2022 keppninni árið 2023, sem eru frá Evrópu, N-Ameríku, S-Ameríku, Asíu, Afríku og Eyjaálfu.
Öll 63 liðin í WRTC 2022 [árið 2023] eru síðan þátttakendur ásamt radíóamatörum um allan heim í IARU HF Championship keppninni sem fram fer á sama tíma og sömu daga á 3.5, 7, 14, 21 og 28 MHz, SSB og CW.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2023-07-04 13:32:352023-07-06 10:42:13World Radio Team Championship 2023
Næsta námskeið ÍRA til amatörprófs verður haldið í Háskólanum í Reykjavík 25. september til 7. nóvember n.k. Í boði verður hvorttveggja, staðnám og fjarnám.
Námskeiðið er öllum opið og eru ekki gerðar kröfur um sérstaka menntun eða undirbúning. Kennt verður á mánudögum, þriðjudögum og miðvikudögum kl. 18:30-21:30. Hægt er að mæta í kennslustofu í HR þegar það hentar og/eða taka þátt yfir netið þegar það hentar.
Námskeiðsgjald er kr. 22.500. Miðað er við að greiðsla hafi borist til félagsins fyrir 3. september n.k. Í framhaldi verður námsefni á prenti póstlagt. Greiðsluupplýsingar: http://www.ira.is/skraning-a-namskeid/ Bent á fræðslustyrki stéttarfélaga og Vinnumálastofnunar til þeirra sem sækja námskeiðið.
Sjá meðfylgjandi vefslóðir á skipulag námskeiðsins, samantekt á vefslóðir með námsefni og kynningarefni um amatör radíó og félagið Íslenskir radíóamatörar (ÍRA).
Fyrirspurnum má beina póstfang félagsins: ira@ira.is
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2023-07-04 07:46:342023-07-04 07:48:12Námskeið til amatörprófs 25. september
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2023-07-03 23:51:052023-07-03 23:53:41OPIÐ HÚS Í SKELJANESI FIMMTUDAG 6. JÚLÍ
YOTA KEPPNIN ER Á LAUGARDAG
„Yongsters On The Air“ verkefnið í IARU Svæði 1 gengst fyrir þremur YOTA keppnum á ári á HF og er markmiðið að stuðla að virkni ungra leyfishafa um allan heim. Allir leyfishafar eru velkomnir að taka þátt burtséð frá aldri. Þrír keppnisdagar eru á ári og er hver keppni 12 klst.
Annar hluti hluti keppninnar í ár (2023) fer fram 22. júlí kl. 10:00-23:59.
Keppnin fer fram á tali og morsi á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum. Skilaboð: RS(T) + aldur leyfishafa.
YOTA verkefnið „Youngsters On The Air“ er sameiginlegt verkefni landsfélaga radíóamatöra innan IARU. Verkefnið hófst árið 2018 og hefur ÍRA hefur tekið þátt frá upphafi. Elín Sigurðardóttir, TF2EQ er ungmennafulltrúi ÍRA og YOTA verkefnisstjóri og Árni Freyr Rúnarsson, TF8RN er aðstoðarverkefnisstjóri.
Með ósk um gott gengi!
Stjórn ÍRA.
YOTA Contest – Youngsters On The Air (ham-yota.com)
NÁMSKEIÐ TIL AMATÖRPRÓFS
Haustnámskeið ÍRA til amatörprófs verður haldið 25. september til 7. nóvember n.k.
Námskeiðið verður haldið í Háskólanum í Reykjavík og samtímis í boði í staðnámi og fjarnámi. Hægt verður að mæta í kennslustofu í HR þegar það hentar og/eða taka þátt yfir netið þegar það hentar. Miðað er við próf Fjarskiptastofu til amatörleyfis laugardag 11. nóvember.
Námskeiðið er öllum opið og eru ekki gerðar kröfur um sérstaka menntun eða undirbúning. Kennt verður á mánudögum, þriðjudögum og miðvikudögum kl. 18:30-21:30 í kennslustofu M-117.
Námskeiðsgjald er kr. 22.500. Miðað er við að greiðsla hafi borist til gjaldkera fyrir 3. september n.k. Í framhaldi (þann 11. september) verður námsefni á prenti póstlagt. Greiðsluupplýsingar: http://www.ira.is/skraning-a-namskeid/ Bent á fræðslustyrki stéttarfélaga og Vinnumálastofnunar til þeirra sem sækja námskeiðið.
Sjá meðfylgjandi vefslóðir um skipulag námskeiðsins, samantekt á vefslóðir um námsefni og kynningarefni um amatör radíó og félagið Íslenskir radíóamatörar (ÍRA).
Fyrirspurnum má beina póstfang félagsins:ira@ira.is
Stjórn ÍRA.
Skipulag: https://tinyurl.com/namsk-haust23
Vefslóðir á námsefni: https://tinyurl.com/namsefni-haust23
Kynningarefni: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2021/12/Kynning-2022.pdf
OPIÐ HÚS VAR Í SKELJANESI 13. JÚLÍ
Opið hús var í félagsaðstöðunni í Skeljanesi fimmtudaginn 13. júlí. Sérstakir gestir okkar voru þeir Stefán Sæmundsson, TF3SE og Ásgeir H. Sigurðsson, TF3TV. Stefán er búsettur á Spáni og Ásgeir að nokkru leyti – en þeir eru í heimsókn á landinu um þessar mundir. Ennfremur var John W. Woo, WA6CR frá Novato í Kaliforníu gestur okkar. Hann dvelur á landinu sumarlangt og heimsótti félagið áður 29. júní s.l.
Mikið var rætt um VHF/UHF leikana sem fóru fram 30. júní til 2. júlí s.l., en niðurstöður voru birtar á netinu fyrr um daginn. Það var Andrés Þórarinsson, TF1AM sem sigraði þá með yfirburðum en þeir Óðinn Þór Hallgrímsson, TF2MSN og Hrafnkell Sigurðsson, TF8KY voru í 2. og 3. sæti. Ennfremur var mikið rætt um loftnet (stangarnet, Yagi og HexBeam) og fæðilínur enda er sumartíminn loftnetatími. Loks var rætt um IARU HF World Championship keppnina sem fór fram um nýliðna helgi en a.m.k. sex TF kallmerki hafa sent inn keppnisupplýsingar en frestur til að skila gögnum er til 16. júlí.
Alls mættu 30 félagar og 3 gestir í Skeljanes þetta ágæta fimmtudagskvöld miðsumarsblæstri í vesturbænum í Reykjavík.
Stjórn ÍRA.
VHF/UHF LEIKAR 2023; ÚRSLIT
Kæru félagar!
Lokatölur VHF-UHF leika 2023.
TF1AM (Andrés) fór á kostum og sigrar með yfirburðum. Vel gert Andrés 👏👏 Þetta var verðskuldaður sigur. Andrés var víðförull og var þvílíkt á ferðinni þótt það hálfa hefði verið nóg!! Ók yfir 1000km fyrir leikinn held ég að hann hafi sagt. Já hann tók þetta alla leið!! Virkjaði fimm 4ra stafa reiti ( HP75, HP84, HP85, HP93 og HP94 ) og landaði 185.380 stigum.
TF2MSN ( Óðinn ) sigrar örugglega í flokki fjölda sambanda. Hann var alltaf að, notaði öll bönd og virtist hlusta alls staðar samtímis. Það var sama hvenær var kallað og á hvaða tíðni. Alltaf svarar Óðinn. Vel gert Óðinn, alvöru virkni 👏👏. Óðinn landaði 215 samböndum í leiknum. Verðskuldað! QSO kóngur 2023!!
Ánægjulegt að sjá þá TF4WD og TF3PKN taka þátt með EchoLink sambandi um endurvarpann í Bláfjöllum. Sjáum kannski meira svona í næstu páskaleikum. Þá hafa stöðvar utan VHF/UHF svæðis möguleika á EchoLink og 80m. Þetta gerir þetta bara skemmtilegra.
Stórkostleg skemmtun allan tímann. Góð virkni, 22 stöðvar spiluðu til stiga í VHF-UHF leikum í þetta skiptið og mikil „traffík“ allan tímann.
Takk fyrir þátttökuna félagar! Flottir radíóamatörar!
73 de TF8KY
.
YOTA SUMARBÚÐIR Í KANADA
Ágætu félagar!
Mig langar til að vekja athygli á Youth on the Air Camp (Region 2) sumarbúðunum sem verða haldnar 16.-21. júlí n.k. þar sem krakkar frá norður-, suður- og mið Ameríku virkja kallmerkið VE3YOTA frá búðunum í Ottawa í Kanada.
Þau munu virkja kallmerkið inn á milli vinnustofa eða svefntíma og eru með setta tíma á HF stöðvar 17, 18., 19 og 20. júlí kl. 23:00-02:30 GMT – og um gervitungl 19. júlí kl. 14-17 GMT.
Hægt er að fylgjast með þeim hafa samband við geimfarana í alþjóðlegu geimstöðinni (ISS) og á opnunar- og lokunarhátíð sumarbúðanna á þessari vefslóð: //www.youtube.com/@yotaregion2/streams
Á sömu YouTube rás verða líka sett myndbönd um hvað þau höfðu fyrir stafni yfir daginn.
Með góðri kveðju og 73,
Elín Sigurðardóttir, TF2EQ
Ungmennafulltrúi ÍRA
Viðtæki yfir netið að Galtastöðum.
KiwiSDR viðtækið yfir netið með staðsetningu á Galtastöðum í Flóa, var tekið niður í lok júnímánaðar. Georg Kulp, TF3GZ leitar að nýju QTH fyrir viðtækið.
Þakkir til Georgs fyrir að reka KiwiSDR viðtækin yfir netið, en hann er jafnframt eigandi og rekstraraðili KiwiSDR viðtækisins á Raufarhöfn og annars KiwiSDR viðtækjanna á Bjargtöngum.
Það er vaskur hópur félagsmanna sem standa að baki uppsetningu og annast rekstur og viðhald
viðtækja yfir netið. Þeir leggja metnað í að halda þeim gangandi – svo ekki sé talað um tíma
og fjármuni. Þetta eru Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A, Georg Kulp TF3GZ, Árni Helgason TF4AH og Karl Georg Karlsson TF3CZ, auk annarra sem hafa aðstoðað og komið að uppsetningu og viðhaldi.
ÍRA metur þetta framlag mikils og þakkar þessum félagsmönnum fyrir dugnað og elju við að
sinna verkefninu sem er mikilvægt fyrir radíóamatöra sem gera tilraunir í þessum tíðnisviðum,
auk hlustara og allra sem áhuga hafa á útbreiðslu radíóbylgna
Stjórn ÍRA.
OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 13. JÚLÍ
Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 13. júlí fyrir félagsmenn og gesti og verður opið á milli kl. 20-22.
QSL stjóri verður búinn að tæma pósthóf félagsins og raða innkomnum kortum í hólf félagsmanna. Nýjustu tímarit landsfélaga radíóamatöra í nágrannalöndunum liggja frammi. Kaffiveitingar.
Töluvert liggur frammi af radíódóti, bæði niðri og í fundarsal.
Verið velkomin í Skeljanes!
Stjórn ÍRA.
TF3W Í IARU HF KEPPNINNI 2023
Félagsstöðin TF3W var QRV á morsi í IARU HF Championship keppninni helgina 8.-9. júlí. Sigurður R. Jakobsson, TF3CW virkjaði stöðina frá félagsaðstöðunni í Skeljanesi.
Notuð voru þrjú bönd: 20, 15 og 10 metrar og var þetta frumraun á nýju Yagi loftneti félagsins fyrir 18-28 MHz, sem sett var upp í síðustu viku og kom glimrandi vel út.
Heildarfjöldi sambanda var tæplega 1800; nettó fjöldi: 1772. Skipting á milli banda: 20 m. 1100, 15 m. 667 og 10 m. 5 QSO. Fjöldi ITU svæða: 60 og fjöldi HQ stöðva: 35. Viðvera: 13,32 klst. Niðurstaða: 645.430 heildarpunktar.
Sérstakar þakkir til Sigurðar R. Jakobssonar, TF3CW fyrir að virkja stöðina.
Stjórn ÍRA.
NÝR TURN OG NÝTT YAGI LOFTNET
Nýtt Yagi loftnet fyrir TF3IRA var reist í Skeljanesi þann 2. júlí kl. 15:44. Tengingum og stillingum var lokið í gær, 5. júlí og reyndist standbylgjuhlutfall vera 1.3 eða betra á öllum böndum. Mannvirkið er staðsett í austurhluta portsins í Skeljanesi (við enda gömlu skemmunnar).
Nýja loftnetið er 9 staka Yagi frá OptiBeam, gerð OBDYA9-4, fyrir 17, 15, 12 og 10 metra böndin. Rótor er frá Pro.Sis.Tel, gerð PST2051D. Loftnetið situr í u.þ.b. 11 m. hæð á turni sem Benedikt Sveinsson, TF1T gaf félaginu og Georg Magnússon, TF2LL yfirfór fyrir uppsetningu og smíðaði festingar ásamt rótorfestingu og frágangi á burðarlegu. Loftnetið er fætt með 1/2“ „hardline“ kóaxkapli frá Andrews sem er um 90 m. að lengd.
Báðir framleiðendur veittu félaginu bestu afsláttarkjör. Nettókostnaður félagssjóðs vegna kaupa á loftneti, balun, rótor og stjórnkassa, „hardline“ kóaxi og stýrikapli nemur 210 þúsund krónum. Þá hafa tekjur af sölu radíódóts félagsins á flóamarkaði 9. október 2022 og 7. maí 2023 verið frádregnar.
Sex félagar báru hitann og þungann af uppsetningu og frágangi í Skeljanesi og fá þeir sérstakar þakkir. Það voru Georg Magnússon TF2LL, Sigurður R. Jakobsson TF3CW, Georg Kulp TF3GZ, Sæmundur E. Þorsteinsson TF3UA, Jónas Bjarnason TF3JB og Þórður Adolfsson, TF3DT sem gaf alla vinnu og kom með vörubíl með krana í tvö skipti, sem reyndist ómetanlegt framlag.
Ennfremur ber að þakka Benedikt Sveinssyni TF3T, Heimi Konráðssyni TF1EIN, Ara Þórólfi Jóhannessyni TF1A, Jóni Guðmundssyni TF3LM og Þorvaldi Bjarnasyni TF3TB fyrir aðstoð í sambandi við verkefnið.
Stjórn ÍRA.
World Radio Team Championship 2023
Vegna Covid-19 faraldursins var WRTC 2022 frestað um eitt ár. Leikarnir 2022 verða því haldnir helgina 8.-9. júlí 2023 í borginni Bologna á Ítalíu.
WRTC (World Radiosport Team Championship) er einskonar „heimsmeistarakeppni“ radíóamatöra þar sem lið leyfishafa sem eru skipuð þekktum keppnismönnum koma saman og keppa, hvert við annað, öll frá sömu landfræðilegu staðsetningunni. Keppnin er haldin 4. hvert ár og var fyrsta WRTC keppnin haldin í Seattle í Washington Bandaríkjunum árið 1990.
Strangar reglur gilda um loftnet og búnað. Sérhver keppni er undirbúin og henni stjórnað af svokallaðri „fastanefnd“, sem er skipuð sérhæfðum hópi reyndra leyfishafa (sem hljóta tilnefningu eftir ákveðnum reglum) ásamt fulltrúum þess landsfélags radíóamatöra þar sem keppnin er haldin hverju sinni.
Val á keppendum byggir á þátttöku leyfishafa í einhverjum/öllum 24 tiltekinna alþjóðlegra keppna á tveggja ára undangangandi tímabili. Keppnirnar og þátttaka hefur mismunandi vigt, m.a. eftir keppnisflokkum. Alls keppa 58 tveggja manna lið í WRTC 2022 keppninni árið 2023, sem eru frá Evrópu, N-Ameríku, S-Ameríku, Asíu, Afríku og Eyjaálfu.
Vefslóð: https://wrtc.info/wrtc-2022-competition-rules/
Vefslóð: https://www.wrtc2022.it/en/selection-criteria-7.asp
Öll 63 liðin í WRTC 2022 [árið 2023] eru síðan þátttakendur ásamt radíóamatörum um allan heim í IARU HF Championship keppninni sem fram fer á sama tíma og sömu daga á 3.5, 7, 14, 21 og 28 MHz, SSB og CW.
Vefslóð: http://www.arrl.org/iaru-hf-world-championship
Stjórn ÍRA.
Námskeið til amatörprófs 25. september
Næsta námskeið ÍRA til amatörprófs verður haldið í Háskólanum í Reykjavík 25. september til 7. nóvember n.k. Í boði verður hvorttveggja, staðnám og fjarnám.
Námskeiðið er öllum opið og eru ekki gerðar kröfur um sérstaka menntun eða undirbúning. Kennt verður á mánudögum, þriðjudögum og miðvikudögum kl. 18:30-21:30. Hægt er að mæta í kennslustofu í HR þegar það hentar og/eða taka þátt yfir netið þegar það hentar.
Námskeiðsgjald er kr. 22.500. Miðað er við að greiðsla hafi borist til félagsins fyrir 3. september n.k. Í framhaldi verður námsefni á prenti póstlagt. Greiðsluupplýsingar: http://www.ira.is/skraning-a-namskeid/ Bent á fræðslustyrki stéttarfélaga og Vinnumálastofnunar til þeirra sem sækja námskeiðið.
Sjá meðfylgjandi vefslóðir á skipulag námskeiðsins, samantekt á vefslóðir með námsefni og kynningarefni um amatör radíó og félagið Íslenskir radíóamatörar (ÍRA).
Fyrirspurnum má beina póstfang félagsins: ira@ira.is
Stjórn ÍRA.
Skipulag: https://tinyurl.com/namsk-haust23
Vefslóðir á námsefni: https://tinyurl.com/namsefni-haust23
Kynningarefni: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2021/12/Kynning-2022.pdf
OPIÐ HÚS Í SKELJANESI FIMMTUDAG 6. JÚLÍ
Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fyrir félagsmenn og gesti fimmtudaginn 6. júlí kl. 20-22.
Mathías Hagvaag, QSL stjóri verður búinn að tæma pósthólfið, flokka kort og raða í hólfin.
Nýjustu tímarit frá landsfélögum radíóamatöra í nágrannalöndunum liggja frammi. Kaffiveitingar.
Verið velkomin í Skeljanesi!
Stjórn ÍRA.