CQ WW DX CONTEST, RTTY Keppnin stendur yfir frá laugardegi 28. sept. kl. 00:00 til sunnudags 29. sept. kl. 24.00. Keppnin fer fram á RTTY á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum. Skilaboð: 48 ríki USA og Kanada: RST + CQ svæði + ríki í USA/fylki í Kanada. Skilaboð annarra: RST + CQ svæði (TF=40). https://cqwwrtty.com
MAINE QSO PARTY Keppnin stendur yfir frá laugardegi 28. sept. kl. 12:00 til sunnudags 29. sept. kl. 12:00. Keppnin fer fram á CW og SSB á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum. Skilaboð stöðva í Maine: RS(T) + sýsla (e. county). Skilaboð annarra: RS(T) + ríki í USA/fylki í Kanada eða DXCC eining. http://www.ws1sm.com/MEQP.html
ARSI VU DX CONTEST Keppnin stendur yfir frá laugardegi 28. sept. kl. 12:00 til sunnudags 29. sept. kl. 12:00. Keppnin fer fram á CW, SSB, CW/SSB á 40, 20, 15 og 10 metrum. Skilaboð VU: RS(T) + 2 bókstafir fyrir hérað (e. state) eða UT kóði. Skilaboð annarra: RS(T) + raðnúmer. http://arsi.info/dxcontest/
ÍRA hafa borist upplýsingar um að tíðnir á 80, 40 og 20 metrum sem hafa verið teknar til notkunar fyrir neyðarfjarskipti eftir flóðin í Evrópu, en radíóamatörar halda uppi fjarskiptum á stórum landssvæðum, þ.á.m. í Pólandi, Tékklandi, Rúmeníu og í Austurríki.
Tíðnirnar eru: 3.760 MHz og 7.110 MHz og 14.300 MHz.
Þess er farið á leit að íslenskir radíóamatörar taki tillit til þessara forgangsfjarskipta, a.m.k. næstu daga.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2024-09-18 16:08:042024-09-18 16:12:20NEYÐARFJARSKIPTI Á 80, 40 OG 20 METRUM
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2024-09-17 16:20:402024-09-17 16:20:40RITSTJÓRI CQ TF KALLAR EFTIR EFNI
Námskeið ÍRA til amatörprófs haustið 2024 hófst í Háskólanum í Reykjavík mánudaginn 16. september. Jónas Bjarnason, TF3JB formaður félagsins setti námskeiðið stundvíslega kl. 18:30.
Námskeiðið stendur yfir í 6 vikur til 29. október n.k. Alls eru 19 þátttakendur skráðir, auk 4 sem eru skráðir í próf Fjarskiptastofu til amatörleyfis sem haldið verður 2. nóvember n.k.
Eftir setningu tók Hörður Mar Tómasson, TF3HM við og hóf kennsluna. Hann verður einnig með kennslu í kvöld (þriðjudag) en Njáll H. Hilmarsson, TF3NH tekur við á miðvikudag. Kennsla verður síðan samkvæmt tímaplani.
Bestu óskir um gott gengi til þátttakenda og þakkir til allra sem koma að verkefninu.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2024-09-16 14:57:492024-09-16 14:59:22OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 19. SEPTEMBER
Scandinavian Activity keppnin (SAC) CW-hluti, verður haldinn um næstu helgi, 21.-22. september. Þetta er 24 klst. keppni sem hefst á hádegi á laugardag og lýkur á hádegi á sunnudag.
Radíóamatörar í Danmörku, Íslandi, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð keppa ásamt radíóamatörum á Svalbarða, Bjarnareyju, Álandseyjum, Market Reef, Grælandi og í Færeyjum á móti heiminum og innbyrðis.
Svalbarði og Bjarnareyja – JW Jan Mayen – JX Noregur – LA – LB – LC – LG – LI – LJ – LN Finnland – OF – OG – OH – OI Álandseyjar – OFØ – OGØ – OHØ Market Reef – OJØ Grænland – OX – XP Færeyjar – OW – OY Danmörk – 5P – 5Q – OU – OV – OZ Svíþjóð – 7S – 8S – SA – SB – SC – SD – SE – SF – SG – SH – SI – SJ – SK – SL – SM Ísland – TF
Félagsmenn eru hvattir til að taka þátt. Félagsstöðin TF3W verður virk í keppninni frá Skeljanesi.
Námskeið ÍRA til undirbúnings prófs til amatörleyfis hefst mánudaginn 16. september kl. 18:30 og stendur til 29. október í Háskólanum í Reykjavík. Próf Fjarskiptastofu til amatörleyfis verður haldið 2. nóvember.
Námskeiðið er öllum opið og eru ekki gerðar kröfur um sérstaka menntun eða undirbúning. Kennt verður í HR á mánudögum, þriðjudögum og miðvikudögum kl. 18:30-21:30.
Námskeiðsgjald er 24.500 krónur. Greiðslu má senda inn á reikning 0116-26-7783 / kennitala: 610174-2809 / Ath. að skrá kennitölu greiðanda í athugasemdir. Bent á fræðslustyrki stéttarfélaga og Vinnumálastofnunar.
Fyrirspurnir eru velkomnar á póstfangið: ira@ira.is
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2024-09-14 10:04:422024-09-14 10:05:37STYTTIST Í NÁMSKEIÐIÐ
Opið hús var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 12. september. Sérstakur erlendur gestur okkar var Tim Price, G4YBU frá Epson í Surrey á Englandi. Tim er CW maður og hefur einnig ánægju af SOTA vinnu. Hann var yfir sig hrifinn af aðstöðu félagsins í Skeljanesi.
Annar gestur okkar var Sverrir Sighvatsson, TF2HC sem kom í fylgd afastráks. Einar Sandoz, TF3ES tók að sér að „prógrammera“ nýja VHF/UHF stöð sem hann kom með á staðinn. Einnig hjálpaði Sveinn Goði Sveinsson, TF3ID með stillingar á rafmagnsmorslykli sem hann var í vandræðum með.
Einn gestur til viðbótar var Guðjón Gíslason, sem mætti til að kynna sér áhugamálið og verður hann sá 21. sem er skráður á námskeiðið. Guðjón er vélstjóri að mennt. Loks mætti Lárus Baldursson, TF3LB með mikið af dóti, eða eins og hann orðaði það sjálfur: „Ég ætla koma með fullt af gömlum amatöra bókum og talstöðvum ef einhver nýliði hefur áhuga á gömlu dóti 🙂“.
Alls mættu 24 félagar og 4 gestir í Skeljanes þetta ágæta fimmtudagskvöld í stilltu haustveðri og 6°C í vesturbænum í Reykjavík.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2024-09-13 14:49:322024-09-13 17:03:42OPIÐ HÚS VAR Í SKELJANESI 12. SEPT.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2024-09-12 11:53:042024-09-17 16:13:06RITSTJÓRI CQ TF KALLAR EFTIR EFNI
Námskeið ÍRA til undirbúnings prófs til amatörleyfis byrjar 16. september og stendur til 29. október í Háskólanum í Reykjavík. Um er að ræða 6 vikna námskeið sem lýkur með prófi Fjarskiptastofu til amatörleyfis, 2. nóvember.
Námskeiðið er öllum opið og eru ekki gerðar kröfur um sérstaka menntun eða undirbúning. Kennt verður í HR á mánudögum, þriðjudögum og miðvikudögum kl. 18:30-21:30.
Námskeiðsgjald er 24.500 krónur. Greiðslu má senda inn á reikning 0116-26-7783 / kennitala: 610174-2809 / Ath. að skrá kennitölu greiðanda í athugasemdir. Bent á fræðslustyrki stéttarfélaga og Vinnumálastofnunar.
Fyrirspurnir eru velkomnar á póstfangið: ira@ira.is
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2024-09-09 19:53:262024-09-09 19:56:19OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 12. SEPTEMBER
FOC QSO PARTY Keppnin stendur yfir laugardaginn 14. September frá kl. 00:00 til kl. 23:59. Keppnin fer fram á CW á 160, 80, 40, 20, 15, 10 og VHF. Skilaboð FOC félaga: RST + nafn + félagsnúmer í „First Class CW Operators‘ Club (FOC)“. Skilaboð annarra: RST + nafn. http://www.g4foc.org/bill-windle-qso-party/
SKCC SPRINTATHON Keppnin stendur yfir frá laugardegi 14. sept. kl. 12:00 til sunnudags 15. sept. kl. 24:00. Keppnin fer fram á CW á 160, 80, 40, 20, 15, 10 og 6 metrum. Skilaboð: RST + ríki í Bandaríkjunum/fylki í Kanada/DXCC eining + SKCC félagsnúmer eða „NONE“. https://www.skccgroup.com/operating_activities/weekend_sprintathon
RUSSIAN CUP DIGITAL CONTEST Keppnin stendur annarsvegar yfir á laugardag 14. september frá kl. 15:00 til kl. 18:59 og hinsvegar, á sunnudag 15. september frá kl. 06:00 til kl. 09:59. Keppnin fer fram á RTTY á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum. Skilaboð: RST + 4 stafa Maidenhead reitur (e. grid square). https://www.qrz.ru/contest/detail/86.html
ALÞJÓÐLEGAR KEPPNIR 28.-29. SEPT.
CQ WW DX CONTEST, RTTY
Keppnin stendur yfir frá laugardegi 28. sept. kl. 00:00 til sunnudags 29. sept. kl. 24.00.
Keppnin fer fram á RTTY á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð: 48 ríki USA og Kanada: RST + CQ svæði + ríki í USA/fylki í Kanada.
Skilaboð annarra: RST + CQ svæði (TF=40).
https://cqwwrtty.com
MAINE QSO PARTY
Keppnin stendur yfir frá laugardegi 28. sept. kl. 12:00 til sunnudags 29. sept. kl. 12:00.
Keppnin fer fram á CW og SSB á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð stöðva í Maine: RS(T) + sýsla (e. county).
Skilaboð annarra: RS(T) + ríki í USA/fylki í Kanada eða DXCC eining.
http://www.ws1sm.com/MEQP.html
ARSI VU DX CONTEST
Keppnin stendur yfir frá laugardegi 28. sept. kl. 12:00 til sunnudags 29. sept. kl. 12:00.
Keppnin fer fram á CW, SSB, CW/SSB á 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð VU: RS(T) + 2 bókstafir fyrir hérað (e. state) eða UT kóði.
Skilaboð annarra: RS(T) + raðnúmer.
http://arsi.info/dxcontest/
Með ósk um gott gengi!
Stjórn ÍRA.
NEYÐARFJARSKIPTI Á 80, 40 OG 20 METRUM
ÍRA hafa borist upplýsingar um að tíðnir á 80, 40 og 20 metrum sem hafa verið teknar til notkunar fyrir neyðarfjarskipti eftir flóðin í Evrópu, en radíóamatörar halda uppi fjarskiptum á stórum landssvæðum, þ.á.m. í Pólandi, Tékklandi, Rúmeníu og í Austurríki.
Tíðnirnar eru: 3.760 MHz og 7.110 MHz og 14.300 MHz.
Þess er farið á leit að íslenskir radíóamatörar taki tillit til þessara forgangsfjarskipta, a.m.k. næstu daga.
Stjórn ÍRA.
.
RITSTJÓRI CQ TF KALLAR EFTIR EFNI
Næsta tölublað CQ TF, 4. tölublað ársins 2024, kemur út 6. október.
Allt efni um áhugamálið er vel þegið í blaðið, s.s. frásagnir, ljósmyndir, eða jafnvel aðeins punktar og ábendingar um efni sem vinna má úr.
Félagsmönnum er boðið að auglýsa frítt í blaðinu notuð fjarskiptatæki og/eða búnað sem tilheyrir áhugamálinu.
Skilafrestur efnis er til 25. september n.k. Netfang: ira@ira.is
Félagskveðjur og 73,
Sæmundur E. Þorsteinsson, TF3UA
ritstjóri CQ TF
NÁMSKEIÐ TIL AMATÖRPRÓFS HAFIÐ.
Námskeið ÍRA til amatörprófs haustið 2024 hófst í Háskólanum í Reykjavík mánudaginn 16. september. Jónas Bjarnason, TF3JB formaður félagsins setti námskeiðið stundvíslega kl. 18:30.
Námskeiðið stendur yfir í 6 vikur til 29. október n.k. Alls eru 19 þátttakendur skráðir, auk 4 sem eru skráðir í próf Fjarskiptastofu til amatörleyfis sem haldið verður 2. nóvember n.k.
Eftir setningu tók Hörður Mar Tómasson, TF3HM við og hóf kennsluna. Hann verður einnig með kennslu í kvöld (þriðjudag) en Njáll H. Hilmarsson, TF3NH tekur við á miðvikudag. Kennsla verður síðan samkvæmt tímaplani.
Bestu óskir um gott gengi til þátttakenda og þakkir til allra sem koma að verkefninu.
Stjórn ÍRA.
.
OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 19. SEPTEMBER
Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 19. september fyrir félagsmenn og gesti frá kl. 20:00 til kl. 22:00.
Fundarsalur, fjarskiptaherbergi og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Góður félagsskapur og nýjustu amatörtímaritin.
TF3MH QSL stjóri félagsins verður búinn að fara í pósthólfið og flokka kortasendingar. Kaffiveitingar.
Verið velkomin í Skeljanes!
Stjórn ÍRA.
.
SAC KEPPNIN Á MORSI 2024
Scandinavian Activity keppnin (SAC) CW-hluti, verður haldinn um næstu helgi, 21.-22. september. Þetta er 24 klst. keppni sem hefst á hádegi á laugardag og lýkur á hádegi á sunnudag.
Radíóamatörar í Danmörku, Íslandi, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð keppa ásamt radíóamatörum á Svalbarða, Bjarnareyju, Álandseyjum, Market Reef, Grælandi og í Færeyjum á móti heiminum og innbyrðis.
Svalbarði og Bjarnareyja – JW
Jan Mayen – JX
Noregur – LA – LB – LC – LG – LI – LJ – LN
Finnland – OF – OG – OH – OI
Álandseyjar – OFØ – OGØ – OHØ
Market Reef – OJØ
Grænland – OX – XP
Færeyjar – OW – OY
Danmörk – 5P – 5Q – OU – OV – OZ
Svíþjóð – 7S – 8S – SA – SB – SC – SD – SE – SF – SG – SH – SI – SJ – SK – SL – SM
Ísland – TF
Félagsmenn eru hvattir til að taka þátt. Félagsstöðin TF3W verður virk í keppninni frá Skeljanesi.
Stjórn ÍRA.
http://www.sactest.net/blog/rules/
STYTTIST Í NÁMSKEIÐIÐ
.
Námskeið ÍRA til undirbúnings prófs til amatörleyfis hefst mánudaginn 16. september kl. 18:30 og stendur til 29. október í Háskólanum í Reykjavík. Próf Fjarskiptastofu til amatörleyfis verður haldið 2. nóvember.
Námskeiðið er öllum opið og eru ekki gerðar kröfur um sérstaka menntun eða undirbúning. Kennt verður í HR á mánudögum, þriðjudögum og miðvikudögum kl. 18:30-21:30.
Hægt er að skrá þátttöku hér: https://www.ira.is/skraning-a-namskeid/
Ath. að tekið verður á móti skráningum til hádegis mánudaginn 16. september.
Námskeiðsgjald er 24.500 krónur. Greiðslu má senda inn á reikning 0116-26-7783 / kennitala: 610174-2809 / Ath. að skrá kennitölu greiðanda í athugasemdir. Bent á fræðslustyrki stéttarfélaga og Vinnumálastofnunar.
Fyrirspurnir eru velkomnar á póstfangið: ira@ira.is
Stjórn ÍRA.
–
Skipulag námskeiðs: https://www.ira.is/wp-content/uploads/2024/08/Namskeid-IRA-2024.pdf
CQ TF, 3. tbl. 2024: https://www.ira.is/wp-content/uploads/2024/07/CQTF-2024-3.pdf
Reglugerð um starfsemi radíóáhugamanna: https://island.is/reglugerdir/nr/0348-2004
Kynningarefni: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2021/12/Kynning-2022.pdf
Ársskýrsla ÍRA 2023/24: https://www.ira.is/wp-content/uploads/2024/03/loka-Arsskyrsla-IRA-2024-12.3.2024.pdf
OPIÐ HÚS VAR Í SKELJANESI 12. SEPT.
Opið hús var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 12. september. Sérstakur erlendur gestur okkar var Tim Price, G4YBU frá Epson í Surrey á Englandi. Tim er CW maður og hefur einnig ánægju af SOTA vinnu. Hann var yfir sig hrifinn af aðstöðu félagsins í Skeljanesi.
Annar gestur okkar var Sverrir Sighvatsson, TF2HC sem kom í fylgd afastráks. Einar Sandoz, TF3ES tók að sér að „prógrammera“ nýja VHF/UHF stöð sem hann kom með á staðinn. Einnig hjálpaði Sveinn Goði Sveinsson, TF3ID með stillingar á rafmagnsmorslykli sem hann var í vandræðum með.
Einn gestur til viðbótar var Guðjón Gíslason, sem mætti til að kynna sér áhugamálið og verður hann sá 21. sem er skráður á námskeiðið. Guðjón er vélstjóri að mennt. Loks mætti Lárus Baldursson, TF3LB með mikið af dóti, eða eins og hann orðaði það sjálfur: „Ég ætla koma með fullt af gömlum amatöra bókum og talstöðvum ef einhver nýliði hefur áhuga á gömlu dóti 🙂“.
Alls mættu 24 félagar og 4 gestir í Skeljanes þetta ágæta fimmtudagskvöld í stilltu haustveðri og 6°C í vesturbænum í Reykjavík.
Stjórn ÍRA.
RITSTJÓRI CQ TF KALLAR EFTIR EFNI
Næsta tölublað CQ TF, 4. tölublað ársins 2024, kemur út 6. október.
Allt efni um áhugamálið er vel þegið í blaðið, s.s. frásagnir, ljósmyndir, eða jafnvel aðeins punktar og ábendingar um efni sem vinna má úr.
Félagsmönnum er boðið að auglýsa frítt í blaðinu notuð fjarskiptatæki og/eða búnað sem tilheyrir áhugamálinu.
Skilafrestur efnis er til 25. september n.k. Netfang: ira@ira.is
Félagskveðjur og 73,
Sæmundur E. Þorsteinsson, TF3UA
ritstjóri CQ TF
NÁMSKEIÐIÐ BYRJAR Á MÁNUDAG
Námskeið ÍRA til undirbúnings prófs til amatörleyfis byrjar 16. september og stendur til 29. október í Háskólanum í Reykjavík. Um er að ræða 6 vikna námskeið sem lýkur með prófi Fjarskiptastofu til amatörleyfis, 2. nóvember.
Námskeiðið er öllum opið og eru ekki gerðar kröfur um sérstaka menntun eða undirbúning. Kennt verður í HR á mánudögum, þriðjudögum og miðvikudögum kl. 18:30-21:30.
Hægt er að skrá þátttöku hér: https://www.ira.is/skraning-a-namskeid/
Námskeiðsgjald er 24.500 krónur. Greiðslu má senda inn á reikning 0116-26-7783 / kennitala: 610174-2809 / Ath. að skrá kennitölu greiðanda í athugasemdir. Bent á fræðslustyrki stéttarfélaga og Vinnumálastofnunar.
Fyrirspurnir eru velkomnar á póstfangið: ira@ira.is
Stjórn ÍRA.
–
Skipulag námskeiðs: https://www.ira.is/wp-content/uploads/2024/08/Namskeid-IRA-2024.pdf
CQ TF, 3. tbl. 2024: https://www.ira.is/wp-content/uploads/2024/07/CQTF-2024-3.pdf
Reglugerð um starfsemi radíóáhugamanna: https://island.is/reglugerdir/nr/0348-2004
Kynningarefni: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2021/12/Kynning-2022.pdf
Ársskýrsla ÍRA 2023/24: https://www.ira.is/wp-content/uploads/2024/03/loka-Arsskyrsla-IRA-2024-12.3.2024.pdf
OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 12. SEPTEMBER
Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 12. september fyrir félagsmenn og gesti frá kl. 20:00 til kl. 22:00.
Fundarsalur, fjarskiptaherbergi og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Góður félagsskapur og nýjustu amatörtímaritin.
Mathías Hagvaag, TF3MH QSL stjóri verður búinn að fara í pósthólfið og flokka kortasendingar. Kaffiveitingar.
Verið velkomin í Skeljanes!
Stjórn ÍRA.
.
ALÞJÓÐLEGAR KEPPNIR 14.-15. SEPTEMBER
WAE DX CONTEST, SSB.
Keppnin stendur yfir frá laugardegi 14. sept. kl. 00:00 til sunnudags 15. sept. kl. 23:59.
Keppnin fer fram á SSB á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð: RS + raðnúmer.
https://www.darc.de/der-club/referate/conteste/wae-dx-contest/en
FOC QSO PARTY
Keppnin stendur yfir laugardaginn 14. September frá kl. 00:00 til kl. 23:59.
Keppnin fer fram á CW á 160, 80, 40, 20, 15, 10 og VHF.
Skilaboð FOC félaga: RST + nafn + félagsnúmer í „First Class CW Operators‘ Club (FOC)“.
Skilaboð annarra: RST + nafn.
http://www.g4foc.org/bill-windle-qso-party/
SKCC SPRINTATHON
Keppnin stendur yfir frá laugardegi 14. sept. kl. 12:00 til sunnudags 15. sept. kl. 24:00.
Keppnin fer fram á CW á 160, 80, 40, 20, 15, 10 og 6 metrum.
Skilaboð: RST + ríki í Bandaríkjunum/fylki í Kanada/DXCC eining + SKCC félagsnúmer eða „NONE“.
https://www.skccgroup.com/operating_activities/weekend_sprintathon
RUSSIAN CUP DIGITAL CONTEST
Keppnin stendur annarsvegar yfir á laugardag 14. september frá kl. 15:00 til kl. 18:59 og
hinsvegar, á sunnudag 15. september frá kl. 06:00 til kl. 09:59.
Keppnin fer fram á RTTY á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð: RST + 4 stafa Maidenhead reitur (e. grid square).
https://www.qrz.ru/contest/detail/86.html
Með ósk um gott gengi!
Stjórn ÍRA.