Félagsaðstaðan í Skeljanesi var opin fimmtudaginn 3. október.
Góðar umræður og ágætt opnunarkvöld, enda næg umræðuefni þegar áhugamálið er annars vegar. Opið á báðum hæðum og kaffiveitingar. Félagsstöðin TF3IRA var virkjuð bæði á morsi og tali á 14 MHz í ágætum skilyrðum. Sérstakur gestur okkar var Elín Sigurðardóttir, TF2EQ/PA2EQ sem stundar háskólanám í Hollandi.
Rætt var m.a. um CQ WW RTTY keppnina sem fram fór 28.-29. september s.l. Þeir félagar, Ársæll Óskarsson, TF3AO, Georg Magnússon, TF2LL og Jón Gunnar Harðarson, TF3PPN virkjuðu kallmerkið TF2R frá QTH TF2LL í Borgarfirði. Fjöldi sambanda var um 2.500 og fjöldi stiga var nær 3 milljónir. Keppt var í „Multi-Op One, High, Assisted“ flokki. Ársæll sagði okkur m.a. frá áhugaverðum skilyrðunum í keppninni.
Einnig var rætt um HF stöðvar, m.a. nýju Icom IC-7760 200W HF stöðina, nýju FlexRadio 8000 línuna, Elecraft K4 línuna og nýju Yaesu QRP stöðina á HF, VHF og UHF, gerð FTX-1F (sem kemur í stað FT-818ND). Einnig var rætt um HF og VHF loftnet, m.a. stangarloftnet fyrir lægri böndin og „Beverage“ loftnet fyrir viðtöku á lægri böndunum.
Alls mættu 23 félagar og 3 gestir í Skeljanes þetta ágæta fimmtudagskvöld í mildu haustveðri í vesturbænum í Reykjavík.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2024-10-04 15:43:442024-10-04 17:25:46OPIÐ VAR Í SKELJANESI 3. OKTÓBER.
URC DX RTTY CONTEST Keppnin stendur yfir föstudaginn 4. október frá kl. 00:00 til kl. 24.00. Keppnin fer fram á RTTY á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum. Skilaboð RST + 3 bókstafir fyrir landsvæði (e. territory). Sjá nánar í reglum. http://unicomradio.com/urc-dx-rtty-contest/
TRC DX CONTEST Keppnin stendur yfir frá laugardegi 5. október kl. 18:00 til sunnudag 6. október kl. 18:00. Keppnin fer fram CW og SSB á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum. Skilaboð TRC félaga: RS(T) + raðnúmer + bókstafirnir „TRC“. http://trcdx.org/rules-trc-dx/
OCEANIA DX CONTEST, PHONE Keppnin stendur yfir frá laugardegi 5. október kl. 06:00 til sunnudag 6. október kl. 06:00. Keppnin fer fram á SSB á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum. Skilaboð: RS + raðnúmer. https://www.oceaniadxcontest.com
RUSSIAN WW DIGITAL CONTEST Keppnin stendur yfir frá laugardegi 5. október kl. 12:00 til sunnudag 6. október kl. 11:59. Keppnin fer fram á BPSK63 og RTTY á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum. Skilaboð UA stöðva: RST(Q) + 2 bókstafir fyrir stjórnsýslueiningu (e. oblast). Skilaboð annarra: RST(Q) + raðnúmer. https://www.rdrclub.ru/rdrc-news/russian-ww-digital-contest/51-rus-ww-digi-rules
Opið hús var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 26. september.
Erlendir gestir okkar voru Patrick, NK7C og XYL Cyndi, N7NND ásamt tveimur barnabörnum. Þau eru búsett í Monroe í Utah og eru hér á stuttu ferðalagi. Þau voru mjög hrifin af aðstöðu félagsins og fannst mikið til koma með fjarskiptaaðstöðu TF3IRA. Pat hafði nokkur sambönd frá félagsstöðinni til Evrópu þar sem ekki voru skilyrði heim til Utah.
Mikið var rætt um fjarskiptin og skilyrðin á böndunum og tæki og búnað, m.a. nýju Icom IC-7760 200W HF stöðina og FlexRadio 8000 línuna. Ennfremur var rædd dreifing merkja á VHF og UHF tíðnisviðum innanlands og sú hugmynd kom fram, að áhugavert gæti verið að safna slíkum upplýsingum saman á einn stað.
Guðmundur Birgir Pálsson, TF3AK sýndi okkur nýja Yaesu FT-500DE VHF/UHF 2M/70CM bílstöð sem hann kom með á staðinn. Lárus Baldursson, TF3LB kom með radíódót. Bestu þakkir til Lárusar fyrir velvild í garð félagsins.
Alls mættu 18 félagar og 4 gestir í Skeljanes þetta ágæta fimmtudagskvöld í stilltu haustveðri í vesturbænum í Reykjavík.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2024-09-27 08:53:302024-09-27 09:01:05OPIÐ VAR Í SKELJANESI 26. SEPTEMBER.
Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 26. september fyrir félagsmenn og gesti frá kl. 20:00 til kl. 22:00.
Fundarsalur, fjarskiptaherbergi og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Góður félagsskapur og nýjustu amatörtímaritin.
QSL stjóri félagsins verður búinn að fara í pósthólfið og flokka kortasendingar. Kaffiveitingar.
Verið velkomin í Skeljanes!
Stjórn ÍRA.
Úr félagsstarfinu í Skeljanesi. Ölvir Styrr Sveinsson TF3WZ, Óskar Sverrisson TF3DC, Þórður Adolfsson TF3DT, Elín Sigurðardóttir TF2EQ og Wilhelm Sigurðsson TF3AWS (með bak í myndavél). Ljósmynd: TF3JB.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2024-09-23 08:37:402024-09-23 08:38:38OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 26. SEPTEMBER
CQ WW DX CONTEST, RTTY Keppnin stendur yfir frá laugardegi 28. sept. kl. 00:00 til sunnudags 29. sept. kl. 24.00. Keppnin fer fram á RTTY á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum. Skilaboð: 48 ríki USA og Kanada: RST + CQ svæði + ríki í USA/fylki í Kanada. Skilaboð annarra: RST + CQ svæði (TF=40). https://cqwwrtty.com
MAINE QSO PARTY Keppnin stendur yfir frá laugardegi 28. sept. kl. 12:00 til sunnudags 29. sept. kl. 12:00. Keppnin fer fram á CW og SSB á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum. Skilaboð stöðva í Maine: RS(T) + sýsla (e. county). Skilaboð annarra: RS(T) + ríki í USA/fylki í Kanada eða DXCC eining. http://www.ws1sm.com/MEQP.html
ARSI VU DX CONTEST Keppnin stendur yfir frá laugardegi 28. sept. kl. 12:00 til sunnudags 29. sept. kl. 12:00. Keppnin fer fram á CW, SSB, CW/SSB á 40, 20, 15 og 10 metrum. Skilaboð VU: RS(T) + 2 bókstafir fyrir hérað (e. state) eða UT kóði. Skilaboð annarra: RS(T) + raðnúmer. http://arsi.info/dxcontest/
ÍRA hafa borist upplýsingar um að tíðnir á 80, 40 og 20 metrum sem hafa verið teknar til notkunar fyrir neyðarfjarskipti eftir flóðin í Evrópu, en radíóamatörar halda uppi fjarskiptum á stórum landssvæðum, þ.á.m. í Pólandi, Tékklandi, Rúmeníu og í Austurríki.
Tíðnirnar eru: 3.760 MHz og 7.110 MHz og 14.300 MHz.
Þess er farið á leit að íslenskir radíóamatörar taki tillit til þessara forgangsfjarskipta, a.m.k. næstu daga.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2024-09-18 16:08:042024-09-18 16:12:20NEYÐARFJARSKIPTI Á 80, 40 OG 20 METRUM
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2024-09-17 16:20:402024-09-17 16:20:40RITSTJÓRI CQ TF KALLAR EFTIR EFNI
Námskeið ÍRA til amatörprófs haustið 2024 hófst í Háskólanum í Reykjavík mánudaginn 16. september. Jónas Bjarnason, TF3JB formaður félagsins setti námskeiðið stundvíslega kl. 18:30.
Námskeiðið stendur yfir í 6 vikur til 29. október n.k. Alls eru 19 þátttakendur skráðir, auk 4 sem eru skráðir í próf Fjarskiptastofu til amatörleyfis sem haldið verður 2. nóvember n.k.
Eftir setningu tók Hörður Mar Tómasson, TF3HM við og hóf kennsluna. Hann verður einnig með kennslu í kvöld (þriðjudag) en Njáll H. Hilmarsson, TF3NH tekur við á miðvikudag. Kennsla verður síðan samkvæmt tímaplani.
Bestu óskir um gott gengi til þátttakenda og þakkir til allra sem koma að verkefninu.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2024-09-16 14:57:492024-09-16 14:59:22OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 19. SEPTEMBER
Scandinavian Activity keppnin (SAC) CW-hluti, verður haldinn um næstu helgi, 21.-22. september. Þetta er 24 klst. keppni sem hefst á hádegi á laugardag og lýkur á hádegi á sunnudag.
Radíóamatörar í Danmörku, Íslandi, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð keppa ásamt radíóamatörum á Svalbarða, Bjarnareyju, Álandseyjum, Market Reef, Grælandi og í Færeyjum á móti heiminum og innbyrðis.
Svalbarði og Bjarnareyja – JW Jan Mayen – JX Noregur – LA – LB – LC – LG – LI – LJ – LN Finnland – OF – OG – OH – OI Álandseyjar – OFØ – OGØ – OHØ Market Reef – OJØ Grænland – OX – XP Færeyjar – OW – OY Danmörk – 5P – 5Q – OU – OV – OZ Svíþjóð – 7S – 8S – SA – SB – SC – SD – SE – SF – SG – SH – SI – SJ – SK – SL – SM Ísland – TF
Félagsmenn eru hvattir til að taka þátt. Félagsstöðin TF3W verður virk í keppninni frá Skeljanesi.
OPIÐ VAR Í SKELJANESI 3. OKTÓBER.
Félagsaðstaðan í Skeljanesi var opin fimmtudaginn 3. október.
Góðar umræður og ágætt opnunarkvöld, enda næg umræðuefni þegar áhugamálið er annars vegar. Opið á báðum hæðum og kaffiveitingar. Félagsstöðin TF3IRA var virkjuð bæði á morsi og tali á 14 MHz í ágætum skilyrðum. Sérstakur gestur okkar var Elín Sigurðardóttir, TF2EQ/PA2EQ sem stundar háskólanám í Hollandi.
Rætt var m.a. um CQ WW RTTY keppnina sem fram fór 28.-29. september s.l. Þeir félagar, Ársæll Óskarsson, TF3AO, Georg Magnússon, TF2LL og Jón Gunnar Harðarson, TF3PPN virkjuðu kallmerkið TF2R frá QTH TF2LL í Borgarfirði. Fjöldi sambanda var um 2.500 og fjöldi stiga var nær 3 milljónir. Keppt var í „Multi-Op One, High, Assisted“ flokki. Ársæll sagði okkur m.a. frá áhugaverðum skilyrðunum í keppninni.
Einnig var rætt um HF stöðvar, m.a. nýju Icom IC-7760 200W HF stöðina, nýju FlexRadio 8000 línuna, Elecraft K4 línuna og nýju Yaesu QRP stöðina á HF, VHF og UHF, gerð FTX-1F (sem kemur í stað FT-818ND). Einnig var rætt um HF og VHF loftnet, m.a. stangarloftnet fyrir lægri böndin og „Beverage“ loftnet fyrir viðtöku á lægri böndunum.
Alls mættu 23 félagar og 3 gestir í Skeljanes þetta ágæta fimmtudagskvöld í mildu haustveðri í vesturbænum í Reykjavík.
Stjórn ÍRA.
ÚTGÁFA CQ TF FRESTAST.
Af tæknilegum ástæðum frestast útkoma næsta tölublaðs CQ TF, 4. tbl. 2024 um eina viku og kemur blaðið út þann 13. október í stað 6. október.
Beðist er velvirðingar á þessari breytingu.
Félagskveðjur og 73,
Sæmundur E. Þorsteinsson, TF3UA
ritstjóri CQ TF
OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 3. OKTÓBER.
Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 3. október fyrir félagsmenn og gesti frá kl. 20:00 til kl. 22:00.
Fundarsalur, fjarskiptaherbergi og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Góður félagsskapur og nýjustu amatörtímaritin.
Mathías Hagvaag, TF3MH QSL stjóri félagsins verður búinn að fara í pósthólfið og flokka kortasendingar. Kaffiveitingar.
Verið velkomin í Skeljanes!
Stjórn ÍRA.
ALÞJÓÐLEGAR KEPPNIR 4.-6. OKTÓBER.
URC DX RTTY CONTEST
Keppnin stendur yfir föstudaginn 4. október frá kl. 00:00 til kl. 24.00.
Keppnin fer fram á RTTY á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð RST + 3 bókstafir fyrir landsvæði (e. territory). Sjá nánar í reglum.
http://unicomradio.com/urc-dx-rtty-contest/
TRC DX CONTEST
Keppnin stendur yfir frá laugardegi 5. október kl. 18:00 til sunnudag 6. október kl. 18:00.
Keppnin fer fram CW og SSB á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð TRC félaga: RS(T) + raðnúmer + bókstafirnir „TRC“.
http://trcdx.org/rules-trc-dx/
OCEANIA DX CONTEST, PHONE
Keppnin stendur yfir frá laugardegi 5. október kl. 06:00 til sunnudag 6. október kl. 06:00.
Keppnin fer fram á SSB á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð: RS + raðnúmer.
https://www.oceaniadxcontest.com
RUSSIAN WW DIGITAL CONTEST
Keppnin stendur yfir frá laugardegi 5. október kl. 12:00 til sunnudag 6. október kl. 11:59.
Keppnin fer fram á BPSK63 og RTTY á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð UA stöðva: RST(Q) + 2 bókstafir fyrir stjórnsýslueiningu (e. oblast).
Skilaboð annarra: RST(Q) + raðnúmer.
https://www.rdrclub.ru/rdrc-news/russian-ww-digital-contest/51-rus-ww-digi-rules
Með ósk um gott gengi!
Stjórn ÍRA.
OPIÐ VAR Í SKELJANESI 26. SEPTEMBER.
Opið hús var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 26. september.
Erlendir gestir okkar voru Patrick, NK7C og XYL Cyndi, N7NND ásamt tveimur barnabörnum. Þau eru búsett í Monroe í Utah og eru hér á stuttu ferðalagi. Þau voru mjög hrifin af aðstöðu félagsins og fannst mikið til koma með fjarskiptaaðstöðu TF3IRA. Pat hafði nokkur sambönd frá félagsstöðinni til Evrópu þar sem ekki voru skilyrði heim til Utah.
Mikið var rætt um fjarskiptin og skilyrðin á böndunum og tæki og búnað, m.a. nýju Icom IC-7760 200W HF stöðina og FlexRadio 8000 línuna. Ennfremur var rædd dreifing merkja á VHF og UHF tíðnisviðum innanlands og sú hugmynd kom fram, að áhugavert gæti verið að safna slíkum upplýsingum saman á einn stað.
Guðmundur Birgir Pálsson, TF3AK sýndi okkur nýja Yaesu FT-500DE VHF/UHF 2M/70CM bílstöð sem hann kom með á staðinn. Lárus Baldursson, TF3LB kom með radíódót. Bestu þakkir til Lárusar fyrir velvild í garð félagsins.
Alls mættu 18 félagar og 4 gestir í Skeljanes þetta ágæta fimmtudagskvöld í stilltu haustveðri í vesturbænum í Reykjavík.
Stjórn ÍRA.
OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 26. SEPTEMBER
Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 26. september fyrir félagsmenn og gesti frá kl. 20:00 til kl. 22:00.
Fundarsalur, fjarskiptaherbergi og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Góður félagsskapur og nýjustu amatörtímaritin.
QSL stjóri félagsins verður búinn að fara í pósthólfið og flokka kortasendingar. Kaffiveitingar.
Verið velkomin í Skeljanes!
Stjórn ÍRA.
Úr félagsstarfinu í Skeljanesi. Ölvir Styrr Sveinsson TF3WZ, Óskar Sverrisson TF3DC, Þórður Adolfsson TF3DT, Elín Sigurðardóttir TF2EQ og Wilhelm Sigurðsson TF3AWS (með bak í myndavél). Ljósmynd: TF3JB.
ALÞJÓÐLEGAR KEPPNIR 28.-29. SEPT.
CQ WW DX CONTEST, RTTY
Keppnin stendur yfir frá laugardegi 28. sept. kl. 00:00 til sunnudags 29. sept. kl. 24.00.
Keppnin fer fram á RTTY á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð: 48 ríki USA og Kanada: RST + CQ svæði + ríki í USA/fylki í Kanada.
Skilaboð annarra: RST + CQ svæði (TF=40).
https://cqwwrtty.com
MAINE QSO PARTY
Keppnin stendur yfir frá laugardegi 28. sept. kl. 12:00 til sunnudags 29. sept. kl. 12:00.
Keppnin fer fram á CW og SSB á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð stöðva í Maine: RS(T) + sýsla (e. county).
Skilaboð annarra: RS(T) + ríki í USA/fylki í Kanada eða DXCC eining.
http://www.ws1sm.com/MEQP.html
ARSI VU DX CONTEST
Keppnin stendur yfir frá laugardegi 28. sept. kl. 12:00 til sunnudags 29. sept. kl. 12:00.
Keppnin fer fram á CW, SSB, CW/SSB á 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð VU: RS(T) + 2 bókstafir fyrir hérað (e. state) eða UT kóði.
Skilaboð annarra: RS(T) + raðnúmer.
http://arsi.info/dxcontest/
Með ósk um gott gengi!
Stjórn ÍRA.
NEYÐARFJARSKIPTI Á 80, 40 OG 20 METRUM
ÍRA hafa borist upplýsingar um að tíðnir á 80, 40 og 20 metrum sem hafa verið teknar til notkunar fyrir neyðarfjarskipti eftir flóðin í Evrópu, en radíóamatörar halda uppi fjarskiptum á stórum landssvæðum, þ.á.m. í Pólandi, Tékklandi, Rúmeníu og í Austurríki.
Tíðnirnar eru: 3.760 MHz og 7.110 MHz og 14.300 MHz.
Þess er farið á leit að íslenskir radíóamatörar taki tillit til þessara forgangsfjarskipta, a.m.k. næstu daga.
Stjórn ÍRA.
.
RITSTJÓRI CQ TF KALLAR EFTIR EFNI
Næsta tölublað CQ TF, 4. tölublað ársins 2024, kemur út 6. október.
Allt efni um áhugamálið er vel þegið í blaðið, s.s. frásagnir, ljósmyndir, eða jafnvel aðeins punktar og ábendingar um efni sem vinna má úr.
Félagsmönnum er boðið að auglýsa frítt í blaðinu notuð fjarskiptatæki og/eða búnað sem tilheyrir áhugamálinu.
Skilafrestur efnis er til 25. september n.k. Netfang: ira@ira.is
Félagskveðjur og 73,
Sæmundur E. Þorsteinsson, TF3UA
ritstjóri CQ TF
NÁMSKEIÐ TIL AMATÖRPRÓFS HAFIÐ.
Námskeið ÍRA til amatörprófs haustið 2024 hófst í Háskólanum í Reykjavík mánudaginn 16. september. Jónas Bjarnason, TF3JB formaður félagsins setti námskeiðið stundvíslega kl. 18:30.
Námskeiðið stendur yfir í 6 vikur til 29. október n.k. Alls eru 19 þátttakendur skráðir, auk 4 sem eru skráðir í próf Fjarskiptastofu til amatörleyfis sem haldið verður 2. nóvember n.k.
Eftir setningu tók Hörður Mar Tómasson, TF3HM við og hóf kennsluna. Hann verður einnig með kennslu í kvöld (þriðjudag) en Njáll H. Hilmarsson, TF3NH tekur við á miðvikudag. Kennsla verður síðan samkvæmt tímaplani.
Bestu óskir um gott gengi til þátttakenda og þakkir til allra sem koma að verkefninu.
Stjórn ÍRA.
.
OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 19. SEPTEMBER
Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 19. september fyrir félagsmenn og gesti frá kl. 20:00 til kl. 22:00.
Fundarsalur, fjarskiptaherbergi og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Góður félagsskapur og nýjustu amatörtímaritin.
TF3MH QSL stjóri félagsins verður búinn að fara í pósthólfið og flokka kortasendingar. Kaffiveitingar.
Verið velkomin í Skeljanes!
Stjórn ÍRA.
.
SAC KEPPNIN Á MORSI 2024
Scandinavian Activity keppnin (SAC) CW-hluti, verður haldinn um næstu helgi, 21.-22. september. Þetta er 24 klst. keppni sem hefst á hádegi á laugardag og lýkur á hádegi á sunnudag.
Radíóamatörar í Danmörku, Íslandi, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð keppa ásamt radíóamatörum á Svalbarða, Bjarnareyju, Álandseyjum, Market Reef, Grælandi og í Færeyjum á móti heiminum og innbyrðis.
Svalbarði og Bjarnareyja – JW
Jan Mayen – JX
Noregur – LA – LB – LC – LG – LI – LJ – LN
Finnland – OF – OG – OH – OI
Álandseyjar – OFØ – OGØ – OHØ
Market Reef – OJØ
Grænland – OX – XP
Færeyjar – OW – OY
Danmörk – 5P – 5Q – OU – OV – OZ
Svíþjóð – 7S – 8S – SA – SB – SC – SD – SE – SF – SG – SH – SI – SJ – SK – SL – SM
Ísland – TF
Félagsmenn eru hvattir til að taka þátt. Félagsstöðin TF3W verður virk í keppninni frá Skeljanesi.
Stjórn ÍRA.
http://www.sactest.net/blog/rules/