,

Alþjóðleg ráðstefna kvenradíóamatöra í Reykjavík 9. til 12. maí

Eins og áður hefur komið fram verður haldin alþjóðleg ráðstefna kvenradíóamatöra í Reykjavík dagana 9. til 12. maí. Til landsins koma 26 aðilar (16 konur og 10 karlar), þar af bara einn maki sem er ekki amatör. Ráðstefnugestir munu heimsækja ÍRA seinnipart dags föstudaginn 9. maí og gefst félögum ÍRA þar tækifæri til að hitta kollega í áhugamálinu.  ÍRA félögum býðst einnig að taka þátt í tveim viðburðum á vegum ráðstefnunnar: Ráðstefna um fjarskipti og tæki sem verður haldin sunnudaginn 11. maí kl. 13 til 16. Verð 1.500 krónur Hátíðarkvöldverður að kvöldu sunnudags, kl. 19. Verð 9.500 krónur Þeir sem koma á báða viðburði greiða 10.000 krónur. Mikilvægt er fyrir okkur að fá sem fyrst skráningu á þessa viðburði upp á aðföng og pantanir að gera. Loka-lokafrestur til skráningar er sunnudagurinn 27 apríl næstkomandi. Skráningar (og fyrirspurnir) má senda til Völu á netfangið tf3vd@centrum.is

Einu sinni áður hefur verið haldin ráðstefna fyrir kvenradíóamatöra á Íslandi. Það var fyrsta formlega þing SYLRA, norrænu samtaka kvenradíóamatöra, sem haldið var í Reykjavík í júní 2005. Á ráðstefnuna mættu nítján konur á aldrinum 38 til 83 ára, frá Norðurlöndunum, Japan, Þýskalandi og Bandaríkjunum.Skipuleggjendur þá voru þeir sömu og eru að skipuleggja alþjóðlegu ráðstefnuna sem framundan er; Anna Henriksdóttir og Vala Dröfn Hauksdóttir.

Erlendu gestirnir voru spenntir yfir Íslandskomunni, enda er sérstakt að komast í talstöð hérlendis, þar sem truflanir eru litlar. Konurnar fóru í talstöð IRA (íslenskir radíóamatörar) og sendu í tilefni af þinginu út sérstakt kallmerki, sem amatörar erlendis biðu spenntir eftir. Morgunblaðið 17. júní 2005 Þorkell

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

nineteen − 9 =