,

ALÞJÓÐLEGA VITA- OG VITASKIPAHELGIN

Nýlega var vakin athygli á að Alþjóðlega Vita- og vitaskipahelgin 2021 nálgast og fer fram helgina 21.-22. ágúst n.k. Margir félagar hafa haft samband og spurst fyrir um hvaða fleiri vitar hafi verið virkjaðir hér á landi af radíóamatörum, eftir að fram kom að Knarrarósviti hafi oftast verið virkjaður,  eða 18 sinnum.

Á tímabilinu 1998-2020 voru alls 7 vitar virkjaðir og 11 mismunandi kallmerki notuð, sbr. eftirfarandi:

AKRANES – TF3DT (2016)

GARÐSKAGI – TF8IRA (2010, 2011, 2012, 2013, 2014, 2015, 2016, 2017)
GARÐSKAGI – TF8RX (2001, 2003)
GARÐSKAGI – TF7ØIRA (2016)

KNARRARÓS – TF1IRA (1998, 1999, 2000, 2001, 2002, 2003, 2004, 2005, 2007, 2008, 2009, 2013, 2014, 2015, 2016, 2017, 2018, 2019)
KNARRARÓS – TF6ØIRA (2006)

MALARRIF – TF3DT (2018)
MALARRIF – TF3JA (2018)

REYKJANES – TF8RX (2000)

SELVOGSVITI – TF1OL (2020)

VATNSNES – TF8RX (2004)

Myndin er af glæsilegu „færanlegu fjarskiptavirki“ Ólafs B. Ólafssonar, TF3ML á Vita- og vitaskipahelginni árið 2012. Stöðin var búin 5 staka einbands Yagi loftneti á 14 MHz frá OptiBeam, af gerð OB5-20. Sjá nánar skemmtilega frásögn í 4. tbl. CQ TF 2012, bls. 22-24. Vefslóð:  http://dev.ira.is/wp-content/uploads/2016/09/cqtf_30arg_2012_04tbl.pdf Ljósmynd: TF3JB.
 
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

4 + nine =