,

ALÞJÓÐLEGAR KEPPNIR 28.-30. DESEMBER

RAC WINTER CONTEST
Keppnin stendur yfir laugardaginn 28. desember frá kl. 00:00 til kl. 23:59.
Hún fer fram á morsi og tali á 160, 80, 40, 20, 15, 10, 6 og 2 metrum.
Skilaboð VE stöðva: RS(T) + 2 bókstafir fyrir fylki/landssvæði í Kanada.
Skilaboð annarra og VEØ: RS(T) + raðnúmer.
http://www.rac.ca/contesting-results/

YB Banggai DX Contest
Keppnin stendur yfir laugardaginn 28. desember frá kl. 00:00 til kl. 23:59.
Hún fer fram á tali á 80 og 40 metrum.Skilaboð: RS + raðnúmer.
http://banggaidxcontest.com/

Stew Perry Topband Challenge
Keppnin hefst laugardag 28. desember kl. 15:00 og lýkur sunnudag 29. desember kl. 15:00.
Hún fer fram á morsi á 160 metrum.
Skilaboð: RST + 4 stafa Maidenhead reitur (e. grid square).
https://www.kkn.net/stew

Original QRP Contest
Keppnin hefst laugardag 28. desember kl. 15:00 og lýkur sunnudag 29. desember kl. 15:00.
Hún fer fram á morsi og tali á 80, 40 og 20 metrum.
Skilaboð: RS(T) + raðnúmer + „/“ + aflflokkur
http://www.qrpcc.de/contestrules/oqrpr.html

YOTA CONTEST
Keppnin stendur yfir mánudaginn 30. desember frá kl. 10:00 til kl. 21:59.
Hún fer fram á morsi og tali á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð stöðva í einmenningsflokki: RS(T) + aldur (m.v. 1.1.2024).
Skilaboð stöðva í fleirmenningsflokki: RS(T) + meðalaldur þátttakenda (m.v. 1.1.2024).
http://www.ham-yota.com/contest/

Elín Sigurðardóttir TF2EQ ungmennafulltrúi ÍRA hefur tekið þátt í flestum YOTA keppnunum og verður svo einnig nú og mun hún virkja TF3YOTA frá Skeljanesi mánudaginn 30. desember n.k.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

16 + 16 =