,

Amatörbíó – Heimildarmynd um stafræna mótun á tali

Á fimmtudagskvöldið komandi, 4. desember býður ÍRA upp á amatörbíó. Sýnd verður heimildarmyndin “Digital Voice for Amateur Radio“. Áhugasamir geta sé sýnishorn hér fyrir neðan. Myndin fjallar bæði um stafræna mótun á tali á HF og VHF/UHF. VHF/UHF hlutinn fjallar að mestu um D-Star kerfið.

Sýningin fer fram í húsakynnum Marel, Austurhrauni 9 í Garðabæ.

Gestir eru beðnir um að koma að inngang á vestur enda hússins, ekki aðalinngang. Þar má sjá hringstiga utan á húsinu.

Áhugsamir eru beðnir að mæta tímanlega þar sem hurðin lokast þegar sýning hefst. Sýning hefst kl 20:30. Hefðbundin fimmtudagsopnun í Skeljanesi fellur niður þennan dag.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

two × 1 =