,

Amatörnámskeið og próf

5. gr. Próf og prófkröfur.

Póst- og fjarskiptastofnun heldur próf fyrir radíóáhugamenn að jafnaði að vori og hausti. Væntanlegir þátttakendur skulu tilkynna sig til Póst- og fjarskiptastofnunar annaðhvort skriflega eða með tölvupósti eigi síðar en viku fyrir próf en próf falla niður ef fyrirhuguð þátttaka réttlætir ekki að þau séu haldin. Póst- og fjarskiptastofnun getur falið samtökum radíóáhugamanna að hafa umsjón með prófum og taka þátt í gerð prófgagna. Stofnunin getur einnig falið samtökum radíóáhugamanna að annast próf enda sé tilnefndur ábyrgðarmaður af hálfu samtakanna. Samtök radíóáhugamanna bera sjálf kostnað af þátttöku sinni í prófhaldi.

Póst- og fjarskiptastofnun gefur út ef þess er óskað prófskírteini sem eru í samræmi við
tilmæli CEPT 61-02 (Harmonised Amateur Radio Examination Certificate, HAREC). Prófkröfur taka mið af sömu tilmælum eftir því sem við á og eru eftirfarandi:

a) N-próf
1. Grunnatriði í rafmagns- og radíófræði.
2. Innlendar og alþjóðlegar reglur og aðferðir í viðskiptum.
3. Helstu atriði í lögum um fjarskipti og reglugerð um radíóáhugamenn.

b) G-próf
1. Tækni:
Raf-, rafsegul- og radíófræði.
Íhlutir.
Rásir.
Viðtæki.
Sendar.
Loftnet og sendilínur.
Útbreiðsla rafsegulbylgna.
Mælingar.
Truflanir og truflanavernd.
Öryggismál í sambandi við rafmagn.
2. Innlendar og alþjóðlegar reglur um viðskipti og aðferðir:
Stöfun með orðum.
Q-skammstafanir.
Skammstafanir sem eru notaðar í viðskiptum.
Alþjóðleg neyðarmerki, neyðarköll og fjarskipti í náttúruhamförum.
Kallmerki.
Skipulag alþjóðlegu radíóáhugamannasamtakanna (IARU) á tíðnisviðum radíóáhugamanna.
3. Innlendar og alþjóðlegar reglur um þráðlaus fjarskipti áhugamanna:
Radíóreglugerð ITU.
Reglur CEPT.
Innlend löggjöf, reglugerðir og leyfisskilyrði.

Póst- og fjarskiptastofnun setur nánari reglur um efni til prófs í samræmi við tilmæli CEPT.
Próf skulu vera skrifleg en heimilt er að bregða út af því er aðstæður réttlæta. Póst- og fjarskiptastofnun skipar prófdómara nema samtökum radíóáhugamanna hafi verið falið að annast próf.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

twenty − 8 =