,

Ánægjuleg frétt

Sælir félagar.

Þann 18.apríl 2013, skilaði nefnd ÍRA um fjaraðgang af sér skýrslu um, sem nefnd var áfangaskýrsla, þar sem hún fjallaði einvörðungu um fjarstýringu íslenskra leyfishafa á eigin stöð eða stöð annars radíóamatörs hér á landi. Stjórn ÍRA hafði áður beðið þá Vilhjálm Kjartansson, TF3DX,  Kristján Benediktsson, TF3KB og Yngva Harðarson, TF3Y að vinna í málinu. Í greinargerð til stjórnar  ÍRA, mæltu  nefndarmenn með því að skýrslan yrði kynnt PFS. Skýrslan var send þangað 21.11. 2014.

Svohljóðandi svar barst 03.12.2014:

Sæll Bjarni

Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur farið yfir áfangaskýrslu 1 frá nefnd ÍRA um stefnumótun í fjaraðgangsmálum dags 18.4.2013. PFS er sammála niðurstöðum nefndarinnar í skýrslunni að öllu leyti og er radíóáhugamönnum því hér með heimilað að starfa skv. niðurstöðum skýrslunnar.

Með kveðju,

Skýrsla nefndar um fjaraðgang má finna á http://www.ira.is/itarefni/

Á sama stað má finna staðfestingarbréf frá PFS.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

eight + 13 =