,

Andrés, TF3AM, verður með fimmtudagserindið 10. mars

Andrés Þórarinsson, TF3AM.

Næsta fimmtudagserindi félagsins verður haldið fimmtudaginn 10. mars n.k. kl. 20:30. Fyrirlesari kvöldsins er Andrés Þórarinsson, TF3AM, og nefnist erindið “Loftnet sem allir geta smíðað”.

Andrés er félagsmönnum af góðu kunnur. Hann hefur tekið virkan þátt í félagsstöfunum Í.R.A. og m.a. skrifað reglulega greinar í CQ TF, auk þess að hafa kennt á námskeiðum félagsins til amatörréttinda. Hann er mikill keppnismaður og hefur undanfarin ár stundað keppnir, einkum frá sumarhúsi sínu í “TF1” kallsvæði, þar sem hann hefur einnig gert loftnetatilraunir. Andrés mun m.a. skýra frá helstu niðurstöðum þeirra í erindi sínu.

Félagar, fjölmennum! Kaffiveitingar verða í boði félagsins.


Andrés Þórarinsson, TF3AM, er mikill áhugamaður um alþjóðlegar keppnir radíóamatöra. Í 4. tbl. CQ TF 2010 kemst hann skemmtilega að orði og skrifar m.a.: “Ég skal alveg játa það að kontestar (radíókeppnir) heilla mig. Þá gildir að hafa allan búnað í mjög góðu lagi, loftnet vel stillt, tölvan rétt sett upp og tengd við allan búnað, og síðan að sitja stíft við og slá eigið met sé þess kostur. Stóru kontestarnir eru skemmtilegastir, þá gengur mikið á, margir flinkir operatörar í loftinu og jafnmargir afleitir, sumar stöðvar eru hvellsterkar en aðrar heyrast varla, sumir komnir til að slá öll met en aðrir rétt grípa í tækin síðdegis á laugardegi sér til smáskemmtunar. RTTY kontestar eru auðveldastir, hver stöð tekur lítið tíðnisvið og styrkurinn nýtist vel, SSB eru sýnu erfiðari því hver talar ofan í annan og það þarf gott afl, góða heyrn og góða mótun til að það gangi vel. Stóru kontestarnir eru þeir sem skipulagðir eru af ARRL og CQ, svo og IARU, BARTG og þýska félaginu, þá er þátttakan yfirleitt afar góð og hefur farið vaxandi allan síðasta áratug. Besti tíminn til kontesta er yfir dimmari hluta ársins en einungis IARU er á miðju sumri”.

TF2JB

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

three × five =