,

Annað kvöld 6. júlí verður opið frá 20 – 22 í Skeljanesi

Annað kvöld ætla þeir TF3WZ og TF3EK að ræða um amatöráhugamálið í Skeljanesi. Ölvir, TF3WZ ætlar að byrja og segja frá því hvernig hann kynntist áhugamálinu og hvernig hann hefur stundað það. Síðan ætlar Einar, TF3EK að segja frá Útileikum radíóamatöra sem haldnir eru um verslunarmannahelgina. Einar ætlar að kynna tillögu að breyttum reglum fyrir Útileikana, tillaga Einars fer hér á eftir,

Drög að nýjum reglum fyrir TF-útileika
TF3EK
3. júlí 2017
TF-útileikar eru haldnir um verslunarmannahelgi. Markmið leikanna er m.a. auka færni amatöra í fjarskiptum innanlands, og auka við þekkingu á útbreiðslu á MF og HF bylgjum milli staða á Íslandi. Radíóamatörar sem staddir eru á Íslandi geta tekið þátt.
Hafa má sambönd á 4 böndum: 160 m, 80 m, 60 m og 40 m. Sambönd á hærri tíðnum teljast eins og sambönd á 40 m. Athugið að sækja má til pfs.is um auknar heimildir á 60 m bandinu.
Tímabil:
17-19 laugardag
09-12 sunnudag
21-24 sunnudag
08-10 mánudag
Þó má hafa samband hvenær sem er um verslunarmannahelgina, enda fari heildar þátttökutími hverrar stöðvar ekki yfir 9 klst. miðað við höfð QSO. Sé stöð opnuð og samband haft, telst tíminn minnst 30 mínútur, jafnvel þótt aðeins sé um eitt samband að ræða. Hver byrjaður hálftími til viðbótar reiknast 30 mín. Samband við sömu stöð á sama bandi telst gilt svo fremi að a.m.k. 8 klst. séu liðnar frá fyrra sambandi. Þrjú sambönd er hámarks fjöldi sambanda við sömu stöð á sama bandi.
Upplýsingar sem skipst er á eru QSO númer og staðsetning, QTH. QTH er gefið sem 6 stafa Maidenhead locator, t.d. HP94bc ( sjá t.d. http://www.arrl.org/grid-squares ) Stigafjöldi fyrir hvert samband fer eftir staðsetningu í reitum sem skilgreindir eru með 4 stafa Maidenhead locator, t.d. HP94. Tvö stig fást fyrir sambönd innan sama reits, fyrir sambönd milli reita bætist við samanlagður mismunur á numerum reita norður og austur, þannig gefur samband milli HP83 og HP94 4 stig en samband milli HP94 og IP04 3 stig. Einn margfaldari, sem fer eftir földa reita sem sent er frá, er notaður til að reikna endanlegan stigafjölda. Margfaldarinn er 3 ef öll sambönd eru frá sama reit, ef sent er frá fleiri reitum bætist eitt sig við fyrir hvern reit, þó verður margaldarinn ekki hærri en 6.
Loggar innihalda dagsetningu, tíma, tíðni (kHz), kallmerki, QSO sent, QTH sent, QSO móttekið og
QTH móttekið.
Loggum er skilað með því að fylla út eyðublað á vefsíðunni utileikar.ira.is. Frestur til að ganga frá
loggum rennur út á miðnætti næsta mánudag eftir verslunarmannahelgi.
Stjórn IRA, eða aðili sem hún tilnefnir, sker úr um vafaatriði varðandi túlkun á þessum reglum.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

twelve + 20 =