APRS STAFVARPI Á REYNISFJALL
Póst- og fjarskiptastofnun hefur heimilað uppsetningu APRS stafvarpa, TF1APB, með staðsetningu á Reynisfjalli (63,41417 og 19,02833V). QRG er 144.800 MHz og útgeislað afl er heimilað allt að 25W. Ábyrgðarmenn eru Samúel Þór Guðjónsson, TF2SUT og Magnús Ragnarsson, TF1MT. Þess er vænst að stafvarpinn verði QRV fljótlega, en að sögn TF1MT, hefur búnaður verið gerður klár.
Notuð var ein af Motorola GM-300 VHF stöðvunum sem APRS hópurinn fékk að gjöf, ásamt Microsat WX3in1 Mini APRS Digipeater/I-gate og PLXDigi – APRS Digi-peater búnaðinum frá Póllandi, en félagssjóður ÍRA fjármagnaði tvö slík sett í fyrra (2019).
Hamingjuóskir til APRS hópsins með ósk um gott gengi.
Stjórn ÍRA.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!