,

ÁRAMÓTAHREINSUN HJÁ TF íRA QSL BUREAU

Íslenska kortastofan sendir árlega QSL kort félagsmanna til systurstofnana ÍRA í yfir 90 þjóðlöndum. Ljósmynd: TF3MH.

Áramótaútsending korta frá TF ÍRA QSL Bureau (kortastofu) fer að þessu sinni fram mánudaginn 14. janúar 2019. Áramótaútsending er í raun, þegar nánast öll kort sem safnast hafa upp hjá stofunni, (t.d. til smærri staða) eru “hreinsuð upp” og póstlögð til systurstofnana landsfélaga radíóamatörfélaga um allan heim.

Síðasti skiladagur vegna áramótaútsendingar 2018/2019 er fimmtudagskvöldið 3. janúar 2019. Þau kort sem berast í QSL kassann í Skeljanesi það kvöld verða örugg með að komast í flokkun og til útsendingar í janúar.

Reykjavík 8. desember 2018,

Mathías Hagvaag, TF3MH,
QSL stjóri ÍRA.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

13 + 13 =