,

ARI ÞÓRÓLFUR TF1A VAR MEÐ ERINDI UM D-STAR

Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A, mætti í Skeljanes fimmtudaginn 7. febrúar og flutti áhugavert erindi um stafræna fjarskiptakerfið D-STAR (e. Digital Smart Technologies for Amateur Radio).

D-STAR á sér yfir 20 ára sögu, og komu japönsk stjórnvöld fyrst að fjármögnun þess sem rannsóknarverkefnis með aðkomu landsfélags japanskra radíóamatöra, JARL og fleirum. Icom kom síðar að verkefninu og fyrir 15 árum var D-STAR markaðssett. Kenwood bættist í hópinn fyrir tveimur árum en Yaesu notar annað kerfi.

D-STAR tengir saman stafræn fjarskipti radíóamatöra og netið. Stafrænn D-STAR endurvarpi er starfræktur í Bláfjöllum á UHF (TF3RPI). Hann hefur gátt yfir netið út í heim. Endurvarpinn er í eigu Ólafs B. Ólafssonar, TF3ML.

D-STAR fjarskiptastöðvar eru fáanlegar fyrir HF, VHF og UHF tíðnisviðin og fór Ari vel yfir möguleikana og hvernig tengjast má kerfinu. Í raun er kallmerkið lykillinn og aðgangur að kerfinu um allan heim.

Ari flutti okkur fróðlega innsýn í þennan forvitnilega heim fjarskiptanna sem hefur ekki mikið verið nýtur hér á landi. Þó kom fram hjá Ara að 18 íslensk kallmerki eru skráð í gagnagrunn D-STAR.

Alls mættu 24 félagsmenn í Skeljanes á þetta fyrsta erindi á nýrri vetrardagskrá ÍRA fyrir febrúar-maí 2019. Ari fékk að lokum gott klapp fyrir fróðlegt og áhugavert erindi þetta ágæta fimmtudagskvöld.

Skeljanesi 7. febrúar. Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A flutti afar áhugavert erindi um D-STAR fjarskiptakerfið. Ljósmynd: TF3JB.
Frá vinstri: Ólafur Örn Ólafsson TF1OL, Þorvaldur Bjarnason TF3TB, Guðmundur Sigurðsson TF3GS. Næsta röð (aftar): Jón Björnsson TF3PW, Wihelm Sigurðsson TF3AWS, Georg Kulp TF3GZ. Næsta röð (aftar): Ársæll Óskarsson TF3AO, Pier Albert Kaspersma TF3PKN, Þórður Adolfsson TF3DT og Baldvin Þórarinsson TF3-033. Næsta röð (aftar): Vilhjálmur Í. Sigurjónsson TF3VS, Sigurður Óskar Óskarsson TF2WIN og Mathías Hagvaag TF3MH. Ljósmynd: Jónas Bjarnason TF3JB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

5 × 2 =