,

ARRL INTERNATIONAL DX CW KEPPNIN 2024

ARRL International DX CW keppnin fór fram 17.-18. febrúar s.l. Meðal þátttakenda var félagsstöðin TF3W. Þeir sem virkjuðu stöðina voru Alex M. Senchurov, TF/UT4EK og Sæmundur E. Þorsteinsson, TF3UA.

Niðurstöður hafa nú borist frá keppnisstjórn ARRL og varð TF3W í 3. sæti í Evrópu og í 7. sæti yfir heiminn í keppnisflokknum „Multioperator, Single transmitter, Low power“. Alls voru höfð 1.539 sambönd á 5 böndum. Viðvera: 33 klst. og heildarfjöldi punkta: 975.480. Þakkir til Alex og Sæmundar fyrir þátttökuna og hamingjuóskir með árangurinn.

Alls var skilað inn dagbókum fyrir eftirfarandi 6 TF kallmerki í keppninni: TF2R, TF3DC, TF3EO, TF3SG, TF3VS og TF3W.

Hamingjuóskir til allra!

Stjórn ÍRA.

.

Sæmundur Þorsteinsson TF3UA og Alex M. Senchurov TF/UT4EK virkjuðu TF3W í ARRL International DX CW keppninni 2024. Ljósmynd: TF3JB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

four × one =