AUKNAR HEIMILDIR Á 60 METRA BANDI.
ÍRA hefur borist jákvætt svar frá Fjarskiptastofu við ósk félagsins um rýmkun tíðni- og aflheimilda á 5 MHz (60 metra bandi).
Íslenskum leyfishöfum stendur til boða [frá og með deginum í dag], að sækja um tímabundna undanþágu til notkunar á tíðnisviðinu 5260-5410 kHz í tilraunaskyni með eftirfarandi skilyrðum:
(1) Leyfilegar eru allar mótunaraðferðir og hámarksbandbreidd er 8 kHz; (2) hámarks útgeislað afl er 1000 w fyrir G-leyfishafa og 100 w fyrir N-leyfishafa; (3) heimildin er með þeim fyrirvara að komi til truflana á annarri fjarskiptastarfsemi verður að hætta sendingum strax; (4) heimildin gildir til 2 ára, þ.e. til 31.12.2026; og (5) kallmerki skal notast í upphafi og lok fjarskiptasambands og með viðeigandi reglulegu millibili á meðan fjarskiptasamband varir.
Leyfishafar sem hug hafa á að starfa á tilgreindu tíðnisviði, skulu sækja um það sérstaklega til Fjarskiptastofu (hrh@fst.is og fst@fst.is) á sama hátt og undanþágur á 1.8 MHz og 70 MHz.
Stjórn ÍRA fagnar heimild Fjarskiptastofu, sem mun gera íslenskum leyfishöfum kleyft að gera tilraunir á mun rýmra tíðnisviði (150 kHz) og auknu afli. Núverandi heimild á 60 metrum er í tíðnisviðinu 5351.5–5366.5 kHz (15 kHz bandbreidd) og er hámarksafl 15W (EIRP).
Stjórn ÍRA.
![](https://www.ira.is/wp-content/uploads/2025/02/20240313_130341-1-1030x503.jpg)
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!