Entries by Jón Þóroddur Jónsson

,

Horft fram á veginn um áramótin

Kæru félagar og aðrir radíóáhugamenn, Við í stjórn ÍRA sendum ykkur bestu óskir um heillaríkt komandi ár og þökkum stuðning ykkar við félagið á liðnum árum. Við byrjum nýja árið næsta fimmtudagskvöld á að fara yfir Útileika síðustu tveggja ára og ræða um okkar reynslu af Útileikunum og hugmyndir sem komið hafa fram sem leitt […]

,

Neyðarfjarskiptatíðnir

Neyðarfjarskiptastjórar radíóamatöra á svæði 1 vilja beina því til allra radíóamatöra að hlaða rafgeymana og vera tilbúnir með vararafmagn fyrir komandi vikur. Hér er listi yfir aðal neyðarfjarskiptatíðnir radíóamatöra á svæði 1. 3760, 5390, 7110 & 14300 kHz.  

,

Gleðilega hátíð

Stjórn ÍRA óskar félagsmönnum gleðilegrar jólahátíðar og farsældar á nýju ári. Þökkum ánægjuleg samskipti á árinu sem er að líða. Þessi einfalda og fallega mynd er fengin að láni hjá VFÍ. Tæknifræðingar og verkfræðingar tóku nýlega þá löngu tímabæru ákvörðun að sameinast frá næstu áramótum í einu félagi undir nafni VFÍ, til hamingju tækni- og […]

,

SAQ útsending á aðfangadag 24. desember, 2016

Undirbúningur er hafinn fyrir útsendingu með Alexanderson 200 kW alternatornum á VLF 17,2 kHz að morgni aðfangadags klukkan 08:00 UTC. Byrjað verður að keyra sendinn upp klukkan 07:30 UTC. Búnaðurinn er gamall og alltaf hætta á að ekki verði af sendingu, fylgist með á:  www.alexander.n.se. Sendingunni verður sjónvarpað á www.alexander.n.se Amatörstöðin SK6SAQ verður einnig í loftinu […]

,

Sérleyfin á fjórum og sextíu metrum renna út.

Radíóamatörar athugið að um áramótin renna út sérleyfin á fjórum og sextíu metrum. Eins og fram kom í tölvupósti sem við sendum á irapóstinn í gær verða þeir sem ætla að nota áfram 4 metra bandið að endurnýja sín leyfi frá næstu áramótum. Tólf íslenskir radíóamatörar hafa haft leyfi til að nota 4 metra bandið […]

,

Stew Perry keppnin á 160 metrum 17.-18. desember.

Stew Perry Topband Keppnin á 160 metrun verður haldin um helgina, 17.-18. desember. Krækja á reglur keppninnar. Keppnin er Morse-keppni og hefst á laugardag kl. 15:00. Keppninni  lýklur á sunnudag kl. 15:00. Myndin sýnir sendiloftnet TF4M á 160 metrum í Otradal. Myndin er úr fyrirlestri sem TF3DX hélt í ÍRA á árinu 2011.

,

IARU svæðis 1 ráðstefna haldin í Þýskalandi

Næsta IARU svæðis 1 ráðstefna verður haldin í Landshut Þýskalandi dagana 16. – 23. september á næsta ári. Upplýsingar um ráðstefnuna eru á: http://www.iaru-r1.org/index.php/general-conference/landshut-2017 Síðasti dagur til að tilkynna þáttöku er föstudagurinn 16. desember eftir viku. f.h. stjórnar ÍRA, 73 de TF3JA