Entries by Jón Þóroddur Jónsson

,

WRC-19, undirbúningur á fullri ferð

Næsta alheims ráðstefna um radíómálefni: World Radiocommunication Conference 2019, WRC-19. verður haldin haustið 2019, 28. október til 22. nóvember. Upplýsingar um undirbúningsvinnu radíóamatöra eru á http://www.iaru-r1.org/. Við í stjórn ÍRA stefnum að upplýsinga- og vinnufundi félagsins um WRC-19 núna fyrir eða fljótlega uppúr áramótum. Við hvetjum alla radíóamatöra til að kynna sér hvað helst er á […]

,

Rafhlöður og loftnet í Skeljanesi í gærkvöldi

Á opnu húsi í Skeljanesi í gærkvöldi var TF3EK með kynningu á ýmsum gerðum radfhlaða. Að sögn eins af nýju radíóamatörunum var kvöldið skemmtilegt og fræðandi og að loknum umræðum um rafhlöður var farið vandlega yfir hvernig auðvelt væri fyrir nýjan radíóamatör að koma sér upp loftneti til að geta hafið ferðina um loftin blá.

,

Hljóðnaður lykill

Sverrir Helgason, TF3FM, er látinn. Sverrir lauk prófi frá loftskeytaskólanum 1958 og var loftskeytamaður á sjó og hjá Landhelgisgæslunni fyrstu árin. Seinna varð Sverrir rafverktaki og rak eigið fyrirtæki allt sitt líf. Sverrir var amatörleyfishafi nr. 83 og virkur radíóamatör á áttunda og níunda áratugum síðustu aldar. Við íslenskir radíóamatörar sendum syni Sverris, Óskari TF3DC […]

,

Myndir frá geimstöðinni – ISS SSTV 8.-9. desember.

Löturskannað sjónvarp, SSTV, er áætlað frá alþjóða geimstöðinni, ISS, dagana 8. og 9. desember. SSTV myndirnar eru hluti af MAI-75 tilrauninni á 145.800 MHz FM og sendar út með Kenwood TM-D710 rx/tx sem er í rússneska hluta ISS. MAI-75 virknin er áætluð 8. desember á tímabilinu 12:35 til 18:00 GMT og 9. desember á tímabilinu 12:40 til […]

,

Góð þáttaka í léttu rabbi Þórs, TF3GW, í gærkvöldi.

Þór, TF3GW, fyllti gömlu höfuðstöðvar Skeljungs í gærkvöldi og létt var yfir íslenskum radíóamatörum. Þór sagði sögur af ýmsum opnunum á 6 metrunum og minntist sérstaklega eins sumars í upphafi aldarinnar þegar 6 metrarnir voru opnir til Evrópu á daginn í fleiri mánuði. Formóðir allra 6 metra opnana. Rætt var um radíóvitana og einn nýju amatöranna […]

,

Þór, TF3GW, rabbar við okkur um radíóvita á 6 metrum annað kvöld

Á Wikipedia er að finna eftirfarandi skilgreiningu á radíóvitum: A radio propagation beacon is a radio beacon, whose purpose is the investigation of the propagation of radio signals. Most radio propagation beacons use amateurradio frequencies. They can be found on LF, MF, HF, VHF, UHF, and microwave frequencies. Radio propagation beacon – Wikipedia Radíóvitar á 6 metrunum eru ætlaðir til að geta […]

,

Fimm nýjir radíóamatörar að loknu prófi ídag

Tíu mættu til prófs í dag sem haldið var í HR að loknu hálfs mánaðar námskeiði. Fimm N-leyfishafar mættu til að ná sér í hærra leyfi og tókst það hjá fjórum úr þeim hópi. Fimm nýjir þreyttu prófið og náðu þrír úr þeim hópi tilskilinni einkun til G-leyfis en tveir til N-leyfis. Við þökkum öllum […]

,

TF3JB hlýtur VUCC 50 MHz viðurkenningu

Til hamingju Jónas, TF3JB með VUCC 50 MHz viðurkenninguna. TF3JB er fyrsti íslenski leyfishafinn sem hlýtur þessa viðurkenningu sem er staðfesting á samböndum við stöðvar í a.m.k. 100 staðarreitum/hnitum (e. Maidenhead Grid Squares) á 50 MHz; en 133 hnit lágu til grundvallar umsóknar TF3JB. Trúnaðarmaður vegna VUCC-umsókna og annarra viðurkenningaskjala ARRL hér á landi er Guðlaugur […]