Entries by Jón Þóroddur Jónsson

,

SAC CW hluti 2016 er um næstu helgi.

Morse hluti SAC, Scandinavian Activity keppninnar verður um næstu helgi, 17.-18. september. SSB hlutinn verður helgina 8.-9. október. SAC er 24 tíma keppni frá hádegi laugardags til hádegis sunnudags. Norðurlöndin keppa við heiminn og innbyrðis, þess vegna er miklvægt að sem flestar TF stöðvar taki þátt. http://www.sactest.net/blog/rules/ http://www.sactest.net/blog/

,

Vitahelgin 2016

Vitahelgin er 19. til 21. ágúst. Línur eru farnar að skýrast fyrir Vitahelgina og líkur á mikilli þátttöku íslenskra radíóamatöra. Eftir því sem best er vitað verða radíóamatörar við þrjá vita, Knarrarós, Garðskaga og Akranes. Upphaflega ætlaði félagið að standa fyrir virkninni á Garðskaga en nú hefur Radíóklúbbur Suðurnesja tekið að sér að sjá um […]

,

Breytt heimild á 5 MHz.

Borist hefur rafbréf  frá Póst- og fjarskiptastofnun um nýja amatörbandið á 5 MHz. Vinsamlega athugið að nú eru fallnar úr gildi allar tímabundnar heimildir á 60 metrunum en í staðinn höfum við fengið nýtt tíðniband 5.351,5 – 5.366,5 kHz á víkjandi grunni. Hámarks útgeislað afl er 15 wött e.i.r.p. sem þýðir til dæmis að ef […]

, ,

CQ WW DX 2015, þáttaka TF stöðva

  heimasíða CQWW Íslenskar stöðvar sem tóku þátt í CQ WW DX CW og SSB keppnunum 2015.   CW-keppnin var helgina 28. og 29. nóvember:   TF2CW SINGLE-OP ASSISTED ALL HIGH TF3DC SINGLE-OP ASSISTED ALL LOW TF3DX/M CHECKLOG · · · TF3EO SINGLE-OP ASSISTED 160M LOW ROOKIE TF3JB SINGLE-OP NON-ASSISTED 20M HIGH TF3SG SINGLE-OP ASSISTED […]

,

CQ WW DX CW 28-19. nóvember 2015

Um komandi helgi er ein stærsta amatörkeppni ársins, CQ WW DX CW, og meðal þáttakenda verður stöð félagsins á kallmerkinu TF3W. Keppnin fer fram á Morse og nokkrir flinkir Morse-menn ætla að taka þátt á félagsstöðinni undir stjórn Yngva, TF3Y. Enn er pláss fyrir fleiri í hópinn og tilvalið að koma og taka þátt á […]

,

Útileikarnir breytt skilgreining

Á stjórnarfundi í gærkvöldi var samþykkt samhljóða  tillaga frá TF3EK um að breyta skilgreiningu á núllsvæðinu í komandi Útileikum. Stjórnin, TF3EK, TF3DC, TF8KY, TF3FIN og TF3JA sannfærðist endalega um ágæti tillögu Einars, TF3EK, þegar skoðuð var myndin sem sýnir mannvirkjabeltin. Rauðu borðarnir tákna mannvirkjabeltin sem eru þá hluti af núllsvæðinu og væntanlega verður einfaldara fyrir félagsmenn […]

,

Úrsögn

Í dag, 15. nóvember 2015, sagði TF3ABN, Svanur Hjálmarsson, varaformaður ÍRA, sig úr stjórn með tölvupósti. Við þökkum Svani fyrir hans störf í þágu ÍRA. Fh. stjórnar ÍRA, TF3JA