Entries by Jón Þóroddur Jónsson

,

Stefán Arndal, TF3SA, er 85 ára í dag 26. ágúst

Einn af okkar allra traustustu félögum, Stefán Arndal TF3SA er 85 ára í dag. Stefán hefur stutt ÍRA með ráðum og dáð svo lengi sem við munum. Hann hefur alveg sérstaklega stutt keppnislið félagsins framan af með góðum ráðum og stuðningi á ýmsan hátt. Síðustu árin hefur hann einnig tekið þátt í ýmsum alþjóðlegum fjarskiptakeppnum […]

,

Afmæliskaffi 14. ágúst

Afmælið var 14. ágúst, félagsheimilið var opið og stöð félagsins í loftinu frá hádegi sunnudagsins. Boðið var uppá kaffi og meðlæti frá klukkan 14 og klukkan 15 sagði fyrrverandi formaður félagsins til margra ára TF8HP, Haraldur Þórðarson frá ýmsu úr sögu félagsins. Einn stofnfélagi frá 1946 mætti í kaffið, TF3MX Ólafur Guðjónsson.  

,

Umræður í stjórn um laganefnd

Innan stjórnar hefur töluvert verið rætt um þá ákvörðun aðalfundar 11. júní 2015 að kjósa laganefnd sem hefur það hlutverk að endurskoða lög félagsins á starfsárinu í framhaldi af tillögu TF3GB: „Undirritaður leggur til að framkomnum breytingartillögum á lögum ÍRA verði vísað til 3 manna nefndar sem aðalfundur kýs sér. Nefndin hafi starfstíma til 15. apríl 2016. […]

,

Mannabreyting í stjórn ÍRA

Á stjórnarfundi í dag, 9. júlí 2015, lét TF3GB, Bjarni Sverrisson, ritari ÍRA, af stjórnarstörfum að eigin ósk og í góðri sátt við sitjandi stjórn. Við ritarastarfinu tók þar til annað verður ákveðið, TF8KY, Sigurður Hrafnkell Sigurðsson, varamaður í stjórn. Við þökkum Bjarna vel unnin og ósérhlífin störf í þágu ÍRA og bjóðum Hrafnkel velkominn […]

,

VP8 2016 DX-leiðangur

Intrepid-DX hópurinn stefnir að DX-leiðangri til Suður-Georgíu- og Suður-Sandvíkureyja í janúar til febrúar á árinu 2016. “Velkomin á vefsíðu Suður Sandvíkur- og Suður Georgíueyja DX leiðangursins, heimasíða leiðangursins. þar sem Intrepid–DX hópurinn kynnir stoltur áætlaðan leiðangur til tveggja sjaldgæfustu kallmerkjasvæða heimsins í janúar-febrúar 2016. Fjórtán radíóamatörar ætla að byrja á því að fara í land á Suður Sandvíkureyju og virkja fjórða mest eftirsóttasta DX forskeyti radíóamatöra í átta daga. […]

,

Keppnisstöðvar – Leirvogur

Tveir hlekkir á sjónmyndir frá stórum keppnisstöðvum: NR5M og RU1A Leirvogur Heimsókn í segulmælingastöðina í Leirvogi um hádegisbil miðvkudaginn 10. desember 2014. Í segulmælingastöðinni er fylgst með breytingum á styrk og stefnu segulsviðs jarðar. Styrkur sviðsins er mældur í nanoTESLA, með einstökum heimasmíðuðum mæli, mælistærðin styrkur seglusviðs jarðar er um 52000 nanoTESLA og mælt er með eins nanoTESLA […]