Entries by Jón Þóroddur Jónsson

,

“1st Russian WW MultiMode Contest” um miðjan nóvember

1sta rússneska alheims fjölháttakeppnin, höfundur Jeff Davis ágætu radíóamatörar, Russian Digital Radio Club býður radíóamatörum um allan heim til þáttöku í 1st Russian WW MultiMode Contest 2014. Markmiðið er að koma á sem flestum samböndum milli radíóamatöra um allan heim og radíóamatöra í Rússlandi. Við bjóðum öllum áhugasömum radíóamatörum um stafræna hætti til keppni frá klukkan 12.00 UTC laugardaginn 15. nóvember til klukkan 11:59 UTC sunnudaginn […]

,

CQ WW DX SSB, íslensk þáttaka

CQ WW DX SSB keppnin fór fram síðustu helgina í október í þokkalegum skilyrðum og ekki að sjá annað en þáttakan hafi verið góð. Íslenskar stöðvar í keppninni voru eftir betri heimildum TF2LL, TF2MSN, TF2AO, TF3CW, TF3CY, TF3DC, TF3MHN, TF3VS, TF3Y, TF4X fjarstýrð af TF3SG frá Reykjavík og TF8HP. Á vefsíðunni “Unofficial claimed scores” er hægt að fylgjast með óformlegum niðurstöðum […]

,

Talsamskipti radíóamatöra eru smá saman að fara yfir í stafræna mótun

Á QRZNOW.COM birtist í vikunni grein um stafræna talmótun á HF, “FreeDV HF Digital Voice for Radio Amateurs” eða Stafrænt tal á HF. FreeDV er GUI forrit fyrir Windows, Linux og MacOS (BSD og Android eru í þróun). Með forritinu er hægt að nota venjulegt SSB sendiviðtæki fyrir stafrænt tal á litlum bitahraða. Talið er þjappað niður í 1600 bita/s runu sem mótuð er með 16 QPSK aðferð á 1,25 kHz breiða burðarbylgju. Í móttöku er merkið afmótað og afkóðaðmeð FreeDV. Samskipti eru læsileg niður í 2 dB S/N hlutfall og 1-2 vatta sendiafl nægir […]

,

Íslenskar stöðvar í CQ keppninni

staðan á DXWATCH.COM stuttu eftir lok keppninnar.. KD4PXY TF2LL 14263 59 nc 0003z 27 Oct N6DBF TF2LL 14263 2359z 26 Oct 9A7A TF4X 1832.5 2353z 26 Oct CN2AA TF4X 1832.4 2342z 26 Oct K6ST TF2LL 14263 2338z 26 Oct K6ST TF3CY 14232.6 2331z 26 Oct K7RL TF3CY 14232.6 USB 2320z 26 Oct K7RL TF2LL 14263 USB 2320z […]

,

Nokkrir félagar mættu í Skeljanesið snemma í morgun og luku viðgerð á SteppIR-greiðunni

Í gær kom í ljós að SteppIR-greiðan í Skeljanesi virkaði ekki fullkomlega. Snemma í morgun mættu nokkrir félagar til vinnu í Skeljanesið og luku verkinu í eftirmiðdag. Endurnýjaðar voru næstum allar tengingar á stýristrengjum til staka loftnetsins. TF3Y tók að sér að klífa nokkrum sinnum upp að loftnetinu og þurfti því ekki að fella mastrið.

,

CQ WW DX SSB, heimsókn kanadískra amatörhjóna í Skeljanesið og fleira.

Á fimmtudagskvöld var TF3DC að koma inn í Skeljanesið og hitti þá fyrir erlend hjón. Óskar segir frá: Ég hitti þau Gordon/VE3FRB og Theresu/VA3TGS fyrir utan félagsheimilið þar sem ég renndi í hlað. Þau stigu út úr leigubíl. Sögðust hafa farið á heimasíðuna og getað séð að fundir væru á þessum tíma í félagsheimilinu. Þau […]

,

CQ WW DX SSB keppnin er um helgina – eru ekki allir með?

Í gærkvöldi lauk TF3Y við að tengja og stilla stýriboxið fyrir rótor SteppIR greiðunnar í Skeljanesi, Bjarni og félagar höfðu áður lokið við viðgerð á rótornum og er því félagsstöðin tilbúin til notkunar ef einhver eða einhverjir vilja nýta sér stöðina til þáttöku í CQ WW DX SSB keppninni um helgina. Líklega er Skeljanesið eitt besta virka amatör QTHið á […]

,

Líkast til engin útsending á 17,2 kHz á degi Sameinuðu þjóðanna

…en hægt að fylgjast með beinni útsendingu á netinu sem hefst klukkan tíu á föstudagsmorgun á unday.org… World Heritage Grimeton Radio station  The live broadcast from Grimeton will begin at 12 PM (UTC 10) on Friday. The broadcast can be viewed on www.unday.org. The broadcast will go on for about 30 – 40 min, approximately. Unfortunately, there will […]

,

Auka útsending á degi Sameinuðu þjóðanna 24 október

Skilaboð frá Lars SM6NM, Grimeton Radio/SAQ aukaútsending Vonast er til að hægt verði að senda út skeyti á Alexanderson rafalnum í Grimeton á 17,2 kHz á degi Sameinuðu þjóðanna 24. október, 2014 klukkan 10:00 UTC. Tíminn og hvenær byrjað verður að hita upp sendinn og stilla er ekki alveg vitað í dag en réttir tímar verða tilkynntir þegar nær dregur. Danskir námsmenn búa […]

,

Unnið við loftnet í Skeljanesi

Í gær laugardag mætti hópur vaskra amatöra í Skeljanesið og tókst að koma SteppIR greiðunni í samband á ný. Ekki er þó hægt með góðu móti að snúa loftnetinu í bili því í ljós kom að stýriboxið fyrir rótorinn var bilað eins og sést á myndum hér neðar. En áfram verður unnið að viðgerð og […]