Entries by Jón Þóroddur Jónsson

,

Fundargerðin frá Varna er komin

Fundargerð frá Varna ráðstefnunni er kominn á heimasíðuna undir CEPT – NRAU – IARU á flipa hér til vinstri. Úrdráttur á íslensku úr fundargerðinni er í vinnslu og verður settur hér (fundargerðir alþjóðasamtaka) inn jafnóðum og þýðingin vinnst. Starfsemi IARU-R1, IARU svæði 1 fer fram í sex nefndum C1 – C6, C1 framkvæmdanefnd, C2 fjárhagsnefnd, C3 stjórnskipulagsnefnd, C4 HF-fastanefnd, C5 örbylgju-fastanefnd, C6 […]

,

Jamboree-on-the-Air, JOTA er um helgina

Jamboree-on-the-Air, eða JOTA, er árlegur skátaviðburður, þriðju helgina í hverjum októbermánuði, þar sem amatörstöðvar eru notaðar til að tengja saman skáta um allan heim. Um helgina verða í gangi tvær JOTA stöðvar á Íslandi að sögn TF3GW, TF3JAM frá Jötunheimum Garðabæ, í umsjón TF3GW es TF3RV og TF5JAM frá Hvammi, Akureyri með TF5PX við stöðina.  TF3JAM verður QRV frá […]

,

Dyrhólaey, einn af tveimur til þremur bestu HF fjarskiptastöðum á Íslandi

TF2LL vakti athygli okkar í gær á nýju frímerki með mynd af Dyrhólavita. Á teikningum má sjá að þar hefur verið gert ráð fyrir loftneti, löngum vír með upphækkuðu jarðneti og á vefnum eru myndir sem sýna gamlar stagfestur eða undirstöður. TF3G, Gísli segir að samkvæmt Vitaskrá 1937 hafi verið radíóviti á langbylgju í Dyrhólaey. Afl út í loftnet var 50 wött og útgeislað […]

,

Árleg samkoma RSGB í Bretlandi og UKHASnet um helgina

Framtíðin er að birtast yfir sjóndeilarhringinn, í dag klukkan 11.45 – 12.30 ætlar James Coxon, M6JCX að halda fyrirlestur um: Ukhasnet – Tæknin og aðferðafræðin. UKHASnet er lágafls samtengt pakkanet…net á opnum tíðnum sem ekki þarf sérstakt leyfi fyrir og ef notendum tekst að halda sig innan þeirra regla sem um þessar tíðnir, tíðnisvið gilda getur netið […]

,

Loftnetavinna í Skeljanesi í dag í þessu líka flotta veðri

Í dag mættu 5 manns og felldu turninn í Skeljanesi. í ljós kom að rótorinn var bilaður. Sennilega er legukransinn bilaður. Bjarni TF3GB tók hann að sér og ætlar að athuga skemmdir. Festingar við turninn voru í lagi og verða málaðar. Loftnetið verður óvirkt í einhvern tíma. Myndin hér fyrir neðan er frá Friedrichshafen í sumar og sýnir sterkbyggðan rótor.

,

Breskir radíóamatörar fá aukna bandvídd á 2 metrum

Í dag fréttist að breskir radíóamatörar í efsta leyfisþrepi fengju leyfi fyrir stækkuðu tíðnisviði á 2m. Ákveðið hefur verið að þeir sem sækja um geti fengið leyfi til að nota tíðnisviðið 146 – 147 MHz með einhverjum takmörkunum þó, bæði svæðisbundnum og tæknilegum. Hér er vísun á fréttina Athyglisvert er að fram kemur í fréttinni […]

,

Gömul CQ TF, blöð og fréttabréf

Sæl öll. Undirritaður var að vafra á netinu og datt inn á “Rafhlöðuna” hjá Landsbókasafninu. Þar er að finna gömul CQ TF, bæði blöð og fréttabréf, allt frá fyrsta tölublaði 1964. Það kann að vera að einhver tölublöð vanti, en sá sem á eintak ætti þá að koma því til skönnunar hjá Landsbókasafninu. Eldri blöðin á […]

, ,

SAC SSB 11-12 október

SAC SSB um næstu helgi frétt frá keppnisnefnd SAC via SM5AJV “The Scandinavian Activity Contest on SSB 11-12 October 1200-1159 UTC. All Scandinavias are excited to hear your voices with or without the Aurora flutter.” Munið að lesa reglurnar. Nokkrum keppnisflokkum hefur verið bætt við, verðlaunaskildir í boði ýmissa aðila og skilafrestur logga hefur verið styttur í 7 daga. Vinsamlega sendið loggana strax að […]

,

Innbrot á vef ARRL

“ARRL Investigating Web Server Breach” ARRL frétt Nýlega var brotist inn á vef ARRL, allt skoðað og líklega kallmerkjaskrám og aðgangsorðum niðurhalað, stolið. Að sögn ARRL er ekkert þar inni sem einhver verðmæti eru í og svo virðist sem þjófarnir hafi ekki haft áhuga á að lesa QST né aðrar tækniupplýsingar. ARRL vill þó benda á […]

,

LA1Z

TF3AO sendi okkur vísun á myndskeið frá klúbbstöð Álasundarhópsins, gerast ekki flottari… Myndskeið frá LA1Z Myndir frá þáttöku LA1Z í Vitahelginni í sumar, þeir höfðu um 100 sambönd, þar af 30 vita.