Entries by Jón Þóroddur Jónsson

,

TF3FK er látinn

TF3FK, Friðrik Kristjánsson lést fyrir nokkrum dögum í Reykjavík. Friðrik var virkur radíóamatör í mörg ár og hafði verið sæmdur silfurmerki ÍRA vegna félagsstarfa og einstaklega góðrar viðkynningar. Friðrik var mjög virkur og ötull við að fylgjast með amatörum á ferðalögum um landið, á tuttugu ára tímabili var alltaf hægt að treysta á sked við Friðrik hvort sem var á HF eða […]

,

ÍRA á afmæli á morgun, 14. ágúst og fleira

góðir félagar og aðrir sem þetta lesa, annað kvöld verður sérbakað meðlæti með fimmtudagskaffinu í tilefni af afmæli félagsins og kannski sitthvað fleira. Húsið verður opnað klukkan átta og félagar eru hvattir til að taka með sér gesti. Eins og áður hefur komið fram hefur verið á döfinni að flikka uppá útlit húss og girðingar í Skeljanesi. […]

,

Útileikarnir voru um helgina

Eftir því sem næst verður komist tóku eftirfarandi amatörar þátt í útileikunum um verslunarmannahelgina. TF3DX/3, TF3HP/1, TF1JA, TF2WIN, TF2AO, TF3GB, TF3SG/5, TF8GX, TF3JB, TF3CY/1. Ef þið vitið um einhvern eða einhverja sem vantar á listann vinsamlega látið vita af því. Oft hafa fleiri amatörar eða amatörstöðvar tekið þátt en oft hafa líka færri verið með og kannski […]

,

OX/DB5MH týndur á Grænlandi

Nýrri fréttir … Þess má geta að Grænlensk yfirvöld hafa hafið leit að honum þannig að málið lítur ekki of vel út. Sæl allir. Ég var beðinn að koma áfram þeim skilaboðum að  þjóðverji sem hefur verið á ferð á Grænlandi og ætlaði að vera farinn heim skilaði sér ekki í flug.  Hann hefur kallmerkið OX/DB5MH og heitir […]

,

M0XER-4 gæti heyrst á Íslandi

Póstur barst frá G6UIM um loftbelg M0XER-4 sem er að ljúka flugi umhverfis jörðina… einhverntíma á næstu tveimur sólarhringum gætu APRS merki frá honum heyrst hér á Íslandi á tíðninni 434,5 MHz. Þeir sem eiga góð loftnet fyrir 70 cm og setja upp APRS hugbúnað eða DL-Fldigi HAB hugbúnaðinn á tölvu tengdri móttakaranum gætu náð einhverjum merkjum. “For those […]

,

Franska fjarskiptastofnunin leitar ráða um ákvörðun á opinni tíðni fyrir internettengda hluti, IoT, “internet of things”

Lauslega þýdd frétt July 28, 2014  Written by Scott Bicheno Það er að koma í ljós skortur á tíðnisviðum ARCEP, franska fjarskiptastofnunin, hefur sent frá sér almenna könnun, fyrirspurn og kynningu á opnu tíðnisviði fyrir tengingu ýmiskonar  hluta og lifandi vera um internetið með ýmiskonar þráðlausum aðferðum yfir stuttar vegalengdir. Eins og alltaf við almenna könnun og þegar leitað […]