Entries by Jón Þóroddur Jónsson

,

TF3HK var með fyrirlestur um sveiflu- og tíðnirófssjár í gærkvöldi

Hátt í 30 radíóáhugamenn mættu í Skeljanesið í gærkvöldi og hlustuðu á fyrirlestur Hauks Konráðssonar, TF3HK, um mælitækni, Ýmislegt áhugavert kom þar fram sem ekki allir hafa hugsað um eins og hversu varasamt er að tengja tíðnirófssjá við loftnet. En sjón er sögu ríkri og hér á eftir er vísun á skjámyndirnar sem Haukur sýndi […]

,

Mælitækni 6. febrúar í Skeljanesi

Haukur Konráðsson, TF3HK, verður með fyrirlestur um mælitækni í Skeljanesi fimmtudagskvöldið 6. febrúar klukkan 20:15. Haukur ætlar að fjalla um: “Styrk versus tíma og tíðnimælingar merkja með sveiflusjá og tíðnirófsgreini. Algengustu mistök við notkun og túlkun gagna. Aðhæfing mælitækis að mælipunkti. Má nota hugbúnað ásamt hljóðkorti PC tölvu við mælingar LF og RF merkja?”

,

Sunnudagsopnun í Skeljanesi

Opið verður í Skeljanesi frá klukkan tíu í fyrramálið og svo lengi sem menn vilja. Kaffi verður tilbúið á könnunni klukkan tíu ásamt draumameðlæti. Félagar fjölmennið, takið með ykkur gesti, góða skapið og jákvæðni. Af nógu er að taka til að rabba um, AR1944 sem hingað til hefur bara skotið miðunarskvettum, uppsetning loftneta og komandi […]

,

Sólbletturinn AR1944 – tíðindaleysi

Vaxandi þögn? Enginn umtalsverður blossi hefur komið frá stóra sólblettinum AR1944 síðustu 48 klukkutímana. Þessi vaxandi þögn gæti verið lognið á undan storminum. AR1944 fylgir ‘beta-gamma-delta’ segulsvið sem hýsir X-class blossa eða skvettur. Þrátt fyrir minni virkni en búist var við hafa áhrifin frá sólblettinum víða verið miklfengleg Norðurljós.

,

Stóri sólbletturinn

Sælir félagar, hér er að finna nýjar myndir af stóra sólblettinum: http://spaceweathergallery.com/indiv_upload.php?upload_id=92536 Líkurnar á að sólbletturinn valdi einhverjum teljandi usla á Jörðinni eru litlar en allur er varinn góður og ekki síst gaman og lærdómsríkt að fylgjast með. TF3OM, mikill sólarsérfræðingur sagði í tölvupósti sem mér áskotnaðist: … Á    Spaceweather.com    kemur fram að búast megi við G1-class […]

,

ARRL RTTY RU er um helgina

TF3AO skrifaði á spjallborð ÍRA í gær: “Minni á að ARRL RTTY RU keppnin hefst í dag, laugardag, kl. 18.00 og stendur til loka sunnudags, eða kl. 23:59:59 Reglur og nánari upplýsingar má finna hér: http://www.arrl.org/rtty-roundup 73 de TF3AO” Ekki er ljóst á þessari stundu hve margar TF-stöðvar taka þátt en frá því verður sagt um […]

,

Nýi sólbletturinn sá stærsti sem birst hefur á yfistandandi 11 ára sveifluferli sólarinnar

Risasólblettur, Daisuke Tomiyasu sem sendi í morgun þessa mynd frá Higashinada-ku, Kobe, Hyogo, Japan, segir sólblettinn sjást með berum augum: Starfsmenn NOAA, sem fygjast vel með blettinum, áætla 75% líkur á M-roktungum og 30% líkur á X-roktungum í dag 4. janúar.. Þeir segja að þó virknin hafi verið lítil hingað til þá hafi sólbletturinn alla burði til að geta haft […]

,

Stór sólblettur birtist 1. janúar

Stór sólblettur AR1944, kom í ljós á austurbrún sólar 1. janúar. Sólbletturinn er sagður stór og hættulegur. Á blettasvæðinu eru fleiri en tugur dökkrara bletta og aðalbletturinn er nógu stór til að gleypa tvær plánetur á stærð við jörðina. AR1944 er svo stór, að áhorfandi á jörðinni sér svæðið við sólsetur sem galla á heiðgulum […]

,

Búist við áhrifum frá stóra sólblettinum á morgun, 7 janúar

Mikil massaroktunga er á leiðinni til jarðar. Roktungan slengdist frá sólinni 4. janúar í sólblossa frá stóra sólblettinum, AR1944. Rannsókanarstöðin, SOHO, sendi frá sér þessa mynd af sólblossanum, ef smellt er á myndina sést hvernig tungurnar slengjast út fá sólinni: Búast má við miklu höggi á segulhjúp jarðar 7. janúar, jafbvel neistasýningu og G1-class segulstormum 7. og […]

,

Til hamingju með daginn Villi Radíó, TF3DX

Einn mesti radíóamatörinn í okkar röðum er sjötugur í dag – til hamingju með daginn Villi. Ég ætla ekki í þessari stuttu frétt að gera tilraun til að rekja einhver afreka Villa á radíósviðinu – þið þekkið öll hann Villa. Aðalsmerki Villa sem radíóamatör er að hann hefur náð QSOum um allan heim með heimasmíðuðum […]