Author Archive for: TF3JA
About Jón Þóroddur Jónsson
This author has not written his bio yet.
But we are proud to say that Jón Þóroddur Jónsson contributed 342 entries already.
Entries by Jón Þóroddur Jónsson
Kalundborg sendir á 243 kHz og 1062 kHz
Í Kalundborg eru tveir sendar annar á langbylgju og hinn á miðbylgju sem er svipuð uppsetning og TF3HRY er að vinna við að koma í gang hér á Íslandi. Þriðji sendirinn er á staðnum til vara fyrir báða hina sendana.
VUSHF næsta sumar í Kalundborg
Tilvalið að byrja á HAM RADIO í Friedrichshafen 1-3 júní, taka síðan lest eða keyra norður til Kalundborgar í Danmörku og koma við í Óðinsvéum á Fjóni í höfuðstöðvum EDR. Þar rétt hjá í göngufæri býr Ómar Magnusson TF3WK/OZ1OM Vísun á Örbylgjuleika Norðurlandanna næsta sumar í Danmörku Örbylguleikar í Danmörku næsta sumar
Sensa hýsir heimasíðu ÍRA
Fyrir stuttu var undirritaður samningur við SENSA um hýsingu og ráðgjöf við heimasíðu félagsins. Gamla heimasíðan var til skamms tíma vistuð hjá 1984 ehf. og þökkum við fyrirtækinu fyrir góða þjónustu um árabil. Gamla síðan var um nokkurn tíma vistuð á vegum TF3CE í Ármúlaskóla og þökkum við Árna Ómari, TF3CE, fyrir alla hans vinnu […]
Mikill áhugi var á kynningu TF3ARI á fimmtudagskvöld 7. desember
TF3ARI sýndi hvernig skarpar síur eru stilltar á rétta tíðni og bandvídd. Nokkrir mættu með síur og fengu Ara til að stilla þær fyrir sig og greinilegt er að þörf er fyrir að vera oftar með verklega kynningu á ýmsum leyndardómum áhugamálsins. Ekki það að þetta er ekkert sem er að uppgötvast núna slíkar […]
Opið í Skeljanesi frá 20 – 22 í kvöld 7. desember
Ari skrifar í dag á fésbók: Í kvöld fmmtudag ætla ég að mæta niður í Skeljanes með spectrumanalyzer og tracking generator. Á mannlegu máli er þetta viðtæki sem tekur á móti og getur sent út á sama tíma. Hægt er að senda inn á rás eða kristalsíu merki og mæla hvað kemur út á hinum […]
TF3JM á von á sínu skírteini inn um póstlúguna í dag
TF3JM, Jóhannes Magnússon fær skírteinið sitt í dag eða á morgun og við bjóðum Jóhannes velkominn í loftið sem fyrst. Jóhannes var á námskeiðinu sem haldið var í haust og hann er búinn að panta sér QRP smíðasett, sendi-viðtæki fyrir 40 metra bandið.
Nýr radíóamatör, Sigurður TF9SSB á Sauðárkróki
Nýju leyfishafarnir tínast inn, í síðustu viku fékk Sigurður Sigurðsson, TF9SSB, skírteinið sitt. Sigurður býr á Sauðárkróki, við bjóðum Sigurð velkominn í loftið og bíðum spenntir eftir að heyra í honum á 80 metrunum frá Sauðárkróki. Mælifellshnjúkurinn er 1147 metra hár staðsettur innarlega í Skagafjarðarsveit. Víðsýnt er af hnjúknum um hálendi Íslands og héraðið […]
Í dag er alþjóðadagur fólks með hömlun.
IARU er þáttakandi í alþjóðadegi fólks með hömlun. Félög radíóamatöra víða um heim skipuleggja sérstaka viðveru í loftinu á þessum degi og kynna vinnu við ýmis verkefni sem auðvelda fólki með ýmiskonar hömlun að stunda radíóáhugamálið.