Amatörar í Víkurfréttum um Vitahelgi
Víkurfréttir heimsóttu amatöra á Garðskagavita núna í ágúst síðastliðnum. Tekið var upp svolítið myndband sem er hér fyrir neðan. Hér er svo tengill á fréttina hjá vf.is: Víkurfréttir – Amatörar á Garðskagavita
Fékk radioamatör leyfi árið 2015, þá í leit að fræðum um loftnet. Þá var ekki aftur snúið, kominn með nokkrar talstöðvar og farinn að flækja mig í loftnetsvírum.
Víkurfréttir heimsóttu amatöra á Garðskagavita núna í ágúst síðastliðnum. Tekið var upp svolítið myndband sem er hér fyrir neðan. Hér er svo tengill á fréttina hjá vf.is: Víkurfréttir – Amatörar á Garðskagavita
Opið í Skeljanesi í kvöld 20 – 22 og Villi, TF3VS ætlar að koma og rabba um einföld loftnet. Eftir viku ætlar síðan Andrés, TF3AM að koma til okkar og segja frá stórum og miklum lofnetum. Kaffi á könnunni og kex.
Opið hús í Skeljanesi í kvöld 20 – 22 og um helgina er SSB hluti SAC keppninnar. Heitt kaffi á könnunni og frystar kleinur í Skeljanesi í kvöld frá 20 til 22. Um helgina er SSB hluti SAC keppninnar. SAC keppnin er norræn alheimskeppni þar sem stöðvar á Norðurlöndunum keppa sín í milli um að […]
Ég var að þvælast í Litháen núna fyrir stuttu og ákvað að senda línu á Amatöra þar í landi. Þeir buðu mér strax í kaffi og bjór. Ég reynda hafði ekki tíma nema fyrir kaffibolla en fór samt og heimsótti þá og smellti af þeim mynd. Spjallaði við þá í smá tíma og voru þeir […]
Radíó Refir eru í Skeljanesi að taka þátt í CQ WW RTTY keppninni. Þeir voru komnir með vel yfir 400 QSO kl 14:00 í dag þegar Ritari ÍRA leit við. Á myndinni eru þeir Svanur – TF3ABN, Bjarni – TF3GB og Halli – TF3HP. Félagsmenn eru hvattir til þess að heimsækja þá í sjakkinn.
Núna um helgina (24/25 sept) munu hluti af Refunum (RTTY keppnishópurinn) ætla að virkja félagsstöðina í CQWW RTTY keppnina um helgina. Halli HP, Svanur ABN og Bjarni GB. Þeir bjóða mönnum sem áhuga hafa að líta við um helgina og bætast í hópinn ef svo ber undir. Heitt á könnunni og léttir sprettir eins og […]
Stjórn ÍRA hvetur alla félagsmenn til þess að taka þátt í SAC CW 2016 sem fram fer um næstu helgi. Keppniskallmerki ÍRA, TF3W, verður virkjað og hvetjum við alla sem áhuga hafa á að taka þátt eða fylgjast með og líta við í Skeljanesinu um helgina. TF3W verður í umsjá TF3DC að þessu sinni. Keppt […]
Stjórn ÍRA auglýsir eftir VHF/UHF umsjónaraðila fyrir félagið. Koma þarf upp Kenwoood tæki félagsins sem og netum fyrir það. Áhugasamir sendi póst á ira@ira.is merkt VHF/UHF umsjón.
KO8SCA, Adrian Ciuperca kom í heimsókn. 15 félagar og tveir gestir, mættu í Skeljanes á fimmtudagskvöld og ræddu ýmis mál, amatörpróf og amatörleyfið almennt, prófuðu fjarstýringu á ICOM-stöð eins ÍRA-félaga og veltu fyrir sér loftnetunum í Skeljanesi.
TF3DX/P á Helgafelli hafði fyrsta SOTA sambandið á Íslandi fimmtudaginn 1. september klukkan 17:01 á 14,033 MHz CW við TF3EO. Hljóðupptaka af 1. SOTA QSOi á Íslandi. TF3EO, Egill Ibsen svarar “CQ SOTA” frá Villa, TF3DX/P. 73, Villi 3dx