Entries by TF3JB

,

FRÉTTIR ÚR Í SKELJANESI.

Nýlega lauk 3. áfanga í þrifum á húsnæðinu í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi. Nú hafa efri hæðirnar tvær verið teknar, til viðbótar við fundarsal og eldhús. Mikill munur er þegar dúkurinn hefur verið þrifinn og borið á hann sérstakt gólfbón og er hann nú eins og nýr. Þá hafa verið lagðar 18 gangstéttarhellur út frá […]

,

HAM RADIO SÝNINGIN 2025

HAM RADIO sýningin 2025 í Friedrichshafen verður haldin helgina 27.-29. júní n.k. á sýningarsvæði Neue Messe 1 í borginni Friedrichshafen í Þýskalandi. Þetta er stærsta sýningin fyrir radíóamatöra í Evrópu og sá vettvangur sem jafnan er mest sóttur af íslenskum leyfishöfum. Búið er að opna miðasöluna á netinu, en ódýrara er að kaupa aðgangsmiða þannig […]

,

DXCC STAÐA TF KALLMERKJA

Uppfærð DXCC staða TF kallmerkja er miðuð við 24. mars 2025. Sautján TF kallmerki eru með virka skráningu. Að þessu sinni hefur staða sjö kallmerkja verið uppfærð frá fyrri lista: TF1A, TF2LL, TF3G, TF3JB, TF3SG, TF3Y og TF4M. Samtals er um að ræða 55 uppfærslur. Alls hafa [a.m.k.] 25 íslensk kallmerki sótt um og fengið […]

,

OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 27. MARS.

Opið hús verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 27. mars fyrir félagsmenn og gesti frá kl. 20:00 til kl. 22:00. Fundarsalur, fjarskiptaherbergi og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Mathías Hagvaag, TF3MH QSL stjóri verður búinn að fara í pósthólfið og raða kortum. Góður félagsskapur og nýjustu amatörtímaritin. Sveinn Goði Sveinsson, TF3ID annast […]

,

ALÞJÓÐLEGAR KEPPNIR 29.-30. MARS

CQ WW WPX Contest, SSB.Keppnin stendur yfir laugardaginn 29. mars kl. 00:00 til sunnudags kl. 23:59.Keppnin fer fram á SSB á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.Skilaboð: RS + raðnúmer.https://www.cqwpx.com/rules Classic Exchange, CW.Keppnin er tvískipt og stendur yfir sunnudag 30. mars kl. 07:00 til mánudags 31. mars kl. 13:00 ogþriðjudag 1. apríl kl. […]

,

TF3HRY FÓR Á KOSTUM Í SKELJANESI.

Opið var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 20. mars. Henry Arnar Hálfdánarson, TF3HRY mætti með erindi kvöldsins sem fjallaði um „Loftnet og útgeislun á lægri böndum“. Þetta var fjórða erindið á nýrri vordagskrá ÍRA fyrir tímabilið febrúar-maí 2025. Henry hóf erindið á því að útskýra umfjöllunarefnið, sem væru loftnet á lágum bylgjum sem væru […]

,

KIWI SDR VIÐTÆKI VIÐ ELLIÐAVATN

Sunnudaginn 16. mars var Kiwi SDR viðtækið yfir netið á Vogastapa flutt og er nýtt QTH nú við Elliðavatn. Loftnet er 20 metra langur vír (LW) og eru hlustunarskilyrði góð. Um er að ræða KiwiSDR viðtæki í eigu Georgs Kulp, TF3GZ sem Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A forritaði, en Hrafnkel Sigurðsson, TF8KY hýsir tækið í húsnæði […]

,

TF3HRY VERÐUR Í SKELJANESI 20. MARS.

Vordagskrá ÍRA fyrir tímabilið febrúar-maí 2025 heldur áfram á fimmtudag, 20. mars í Skeljanesi. Þá mætir Henry Arnar Hálfdánarson, TF3HRY með erindi um: „Loftnet og útgeislun á lægri böndum“. Húsið opnar kl. 20:00 en Henry byrjar stundvíslega kl. 20:30. Fundarsalur, fjarskiptaherbergi og QSL stofa á 2. hæð verða opin. QSL stjóri verður búinn að fara […]

,

ALÞJÓÐLEGAR KEPPNIR 22.-23. MARS

FOC QSO PARTY.keppnin stendur yfir laugardaginn 22. mars frá kl. 00:00 til kl. 23:59.Hún fer fram á CW á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.Skilaboð FOC félaga: RST + nafn + FOC númer.Skilaboð annarra: RST + nafn.http://www.g4foc.org/bill-windle-qso-party/ Africa All Mode International DX ContestKeppnin stendur yfir laugardag 22. mars frá kl. 12:00 til sunnudags […]

,

OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 13. MARS.

Opið hús verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 13. mars fyrir félagsmenn og gesti frá kl. 20:00 til kl. 22:00. Fundarsalur, fjarskiptaherbergi og QSL stofa á 2. hæð verða opin. QSL stjóri verður búinn að fara í pósthólfið og raða kortum. Góður félagsskapur og nýjustu amatörtímaritin. Sveinn Goði Sveinsson, TF3ID annast kaffiveitingar. Verið velkomin […]