Entries by TF3JB

,

VEL HEPPNAÐIR ÚTILEIKAR

TF útileikum ÍRA 2024 lauk í dag, 5. ágúst á hádegi. Á annan tug leyfishafa tóku þátt og voru stöðvar virkar frá öllum landshlutum, nema frá Austurlandi. Flest sambönd voru á tali (SSB) en einnig á morsi (CW). Leikarnir fóru fram á 160, 80, 60 og 40 metrum. Ánægjulegt erindi barst frá Fjarskiptastofu fyrir leikana […]

,

ÚTILEIKARNIR 2024 ERU BYRJAÐIR

TF útileikarnir byrjuðu í dag (3. ágúst) og standa yfir fram á mánudag (5. ágúst). Félagsstöðin, TF3IRA var virkjuð í dag, 3. ágúst eftir hádegi. Erling Guðnason, TF3E og Jónas Bjarnason, TF3JB voru á hljóðnemanum. Skilyrðin voru ágæt og voru höfð sambönd við stöðvar í öllum landshlutum á 160, 80, 60 og 40 metrum SSB. […]

,

VIÐTÆKI YFIR NETIÐ Á VHF

Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A tilkynnti þann 19. júlí um að nýtt viðtæki yfir netið hafi verið tengt til hlustunar á 144-146 MHz. Staðsetning er í Reykjavík, loftnet er 5/8λ stangarnet og mest 8 notendur geta hlustað samtímis. Ath. að velja þarf: Amatör og NBFM þegar viðtækið er opnað. Vefslóð:  HTTP://VHF.UTVARP.COM Android App: https://play.google.com/store/apps/details… Vefslóð á […]

,

OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 1. ÁGÚST

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 1. ágúst.  Opið er fyrir félagsmenn og gesti frá kl. 20:00 til kl. 22:00. Fundarsalur, fjarskiptaherbergi og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Góður félagsskapur og nýjustu amatörtímaritin. Mathías Hagvaag, TF3MH QSL stjóri verður búinn að fara í pósthólfið og flokka kortasendingar. Kaffiveitingar. Verið velkomin í Skeljanes! […]

,

TF ÚTILEIKARNIR BYRJA Á LAUGARDAG

TF útileikarnir verða haldnir um verslunarmannahelgina. Þeir hefjast á hádegi á laugardag 3. ágúst og lýkur á hádegi á mánudag 5. ágúst, frídag verslunarmanna. Leikarnir eru haldnir á 160, 80, 60 og 40 metrum SSB og CW. Félagsstöðin TF3IRA verður virk í leikunum. Félagar sem vilja hjálpa til við að virkja félagsstöðina eru beðnir um […]

,

RSGB IOTA KEPPNIN 2024

RGSB IOTA keppnin fór fram helgina 27.-28. júlí á SSB og CW á 80, 40,  20, 15 og 10 metrum. Keppnin hófst á hádegi á laugardag og lauk á hádegi á sunnudag. Félagsstöð ÍRA, TF3W var starfrækt í keppninni og virkjaði Sigurður R. Jakobsson, TF3CW stöðina frá Skeljanesi. Skilyrði voru léleg, eða eins eins og […]

,

OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 25. JÚLÍ

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 25. júlí.  Opið er fyrir félagsmenn og gesti frá kl. 20:00 til kl. 22:00. Fundarsalur, fjarskiptaherbergi og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Góður félagsskapur og nýjustu amatörtímaritin. QSL stjóri verður búinn að fara í pósthólfið og flokka kortasendingar. Kaffiveitingar. Verið velkomin í Skeljanes! Stjórn ÍRA.

,

RSGB IOTA KEPPNIN 2024

RSGB IOTA keppnin hefst á laugardag 27. júlí kl. 12 á hádegi og lýkur á sama tíma á sunnudag 28. júlí. Keppnin fer fram á morsi og/eða tali á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum. Markmiðið er að ná samböndum við eins margar aðrar stöðvar radíóamatöra um heiminn eins og frekast er unnt. Sambönd […]

,

NÝTT CQ TF ER KOMIÐ ÚT

Ágætu félagsmenn! Mér er ánægja að tilkynna um útkomu félagsblaðsins okkar CQ TF, 3. tbl. 2024 í dag, 21. júlí. Blaðið er vistað á stafrænu formi á heimasíðu félagsins og má sækja það af vefslóðinni hér að neðan. Vefslóð: https://tinyurl.com/CQTF-2024-3 73 – Sæmi, TF3UAritstjóri CQ TF

,

TF3YOTA ER QRV FRÁ SKELJANESI

2. hluti YOTA keppninnar (af þremur) „Youngsters on the air“ fer fram í dag, laugardag 20. júlí frá kl 10:00 til kl. 21:59. Keppnin fer fram á SSB og CW á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum. Elín Sigurðardóttir, TF2EQ ungmennafulltrúi ÍRA virkjar kallmerkið TF3YOTA frá félagsaðstöðunni í Skeljanesi og er stöðin virk á […]