Entries by TF3JB

,

Tiltekt lokið í Skeljanesi

Það tókst að ljúka stórum áfanga skömmu fyrir opnun félagsaðstöðunnar í Skeljanesi þann 20. september. Fyrr um daginn lauk vinnu við uppröðun húsgagna og tækja í fjarskiptaherbergi félagstöðvarinnar, TF3IRA, samkvæmt nýju skipulagi. Þessi dagur, 20. september, markar á vissan hátt tímamót því þar með er lokið vinnu á vegum nýrrar stjórnar ÍRA við þrif, tiltekt, […]

,

Námskeið til amatörprófs

Í samræmi við starfsáætlun stjórnar ÍRA og að höfðu samráði við Prófnefnd og Umsjónarmann námskeiða, hefur verið ákveðið að kanna áhuga á þátttöku í námskeiði til amatörprófs. Fyrirhugað er að námskeiðið hefjist 12. október og ljúki með prófi Póst- og fjarskiptastofnunar 15. desember. Kennt verður tvo daga í viku í húsnæði Háskólans í Reykjavík, kl. […]

,

CQ TF – NÝTT TÖLUBLAÐ Í SJÓNMÁLI

Ágætu félagsmenn! 3. tbl. CQ TF 2018 er framundan. Félagsmenn eru hvattir til að leggja til efni, annaðhvort með því að skrifa sjálfir, eða senda ritstjóra línu og fá aðstoð. Skilafrestur efnis er til 22. september n.k.  Netfang: tf3sb@ox.is CQ TF kemur síðan út sunnudaginn 7. október á stafrænu formi á heimasíðu félagsins. 73 de […]

,

TM64YL var með 5.000 QSO

TM64YL var kallmerki YL DX-leiðangurs sem var QRV frá eyjunni Noirmoutier í Frakklandi 25.-31. ágúst s.l. Þær Anna Henriksdóttir, TF3VB og Vala Dröfn Hauksdóttir, TF3VD voru hluti af 14 kvenna hópi frá Frakklandi, Þýskalandi, Sviss og Íslandi sem virkjuðu IOTA EU-064 að þessu sinni. Þrátt fyrir óhagstæð skilyrði framan af, hafði hópurinn 5000 QSO. QSL […]

,

MÆLINGAVERKEFNI Á LAUGARDEGI

Laugardagsopnum var í Skeljanesi 1. september. Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A, mætti á staðinn með sérhæfð mælitæki og búnað. Að þessu sinni voru skoðaðar 19 VHF og/eða VHF/UHF handstöðvar og 2 VHF bílstöðvar. Áhersla var lögð á sendigæði, þ.m.t. yfirsveiflur. Jón G. Guðmundsson, TF3LM, aðstoðaði Ara með skráningu upplýsinga. Gerð verður grein fyrir mælingum í 3. […]

,

GÓÐIR GESTIR Í SKELJANESI

Sven-Torstein Gigler, DL1MHJ og XYL Doris, DH4GIG, komu í heimsókn í félagsaðstöðuna í Skeljanesi 30. ágúst. Hjónin eru „OM-YL team“ frá München í Þýskalandi. Torstein er áhugamaður um þátttöku í alþjóðlegum keppnum frá eigin stöð, en hefur einnig tekið þátt í keppnum m.a. frá DK65DARC / DL65DARC og DKØMN, klúbbstöð radíóamatöra í „Ortsverband München-Nord C12.“ […]

,

LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER Í SKELJANESI

Opið verður í Skeljanesi laugardaginn 1. september frá kl. 13:30. TF1A mætir á staðinn með mælitækin. Ari ætlar að þessu sinni að skoða sendigæði VHF/UHF handstöðva og gera „grófa“ tegundarprófun. Stenst stöðin CE kröfur? Menn eru velkomnir með VHF/UHF handstöðvar og fá fullvissu um gæðin. Bent er á að hafa þær fullhlaðnar og taka með […]

,

UPPFÆRSLU LOKIÐ HJÁ KORTASTOFU ÍRA

Mathías Hagvaag, TF3MH, QSL stjóri ÍRA, lauk við uppfærslu á merkingum QSL kassa kortastofunnar sunnudaginn 26. ágúst. Hann lét þess getið, að eftir að tiltekt lauk á efri hæðinni fyrr í mánuðinum, hafi hann ekki getað láti sitt eftir liggja og drifið í að uppfæra merkingarnar. Alls eiga 107 kallmerki/hlustmerki nú merkt hólf hjá kortastofunni. […]

,

5 metra og 8 metra böndin á Írlandi

Írskir radíóamatörar hafa fengið tíðnisviðin 30-49 MHz (8 metra) og 54-69.9 MHz (5 metra) til afnota. Heimildin miðast við 50W og er á víkjandi grundvelli. Engar skorður eru settar við tegund útgeislunar. Landsfélag radíóamatöra á Írlandi, IRTS, hefur sett upp sérstakt bandplan fyrir þessi nýju bönd. Stjórn ÍRA ræddi þróun tíðnimála hér á landi og […]

,

Vita- og vitaskipahelgin 2018

Alþjóðlega vita- og vitaskipahelgin verður haldin 18.-19. ágúst. Hún er tveggja sólarhringa viðburður og er haldin á vegum Ayr Amateur Radio Group í Skotlandi. Miðað er við að flestir sem ætla að verða QRV frá (eða í nálægð við) vita, hafi komið sér fyrir upp úr hádegi á laugardag. ÍRA stendur ekki fyrir þátttöku í […]