Entries by TF3JB

,

Ný kallmerki frá Póst- og fjarskiptastofnun

Póst- og fjarskiptastofnunin, PFS hefur nýlega úthlutað eftirtöldum nýjum kallmerkjum. Kallmerki Leyfi Leyfishafi/not Staðsetning stöðvar Skýringar TF1MMN N-leyfi Magnús H. Vigfússon 800 Selfoss Stóðst N-próf til amatörleyfis 4.5.2013. TF2R G-leyfi Sameiginleg stöð 311 Borgarbyggð Fyrra kallmerki: TF2RR. TF3CE G-leyfi Árni Þór Ómarsson 109 Reykjavík Stóðst G-próf til amatörleyfis 4.5.2013. TF3EO G-leyfi Egill Ibsen Óskarsson 104 […]

,

Heimboð til félagsmanna Í.R.A. á miðvikudag

Flugmódelmenn bjóða félagsmönnum Í.R.A. á Hamranesflugvöll næstkomandi miðvikudagskvöld, þann 15. maí. Veðurspáin lítur nokkuð vel út, en við erum auðvitað háðir veðri í módelflugi. Miðvikudagar eru klúbbkvöld á flugvelli Þyts og þar erum við mættir um kvöldmatarleytið. Hamranesflugvöllur er örskammt frá Hvaleyrarvatni fyrir ofan Hafnarfjörð. Tvær leiðir liggja þangað: Aka í átt að Kaldársseli og beygja […]

,

Samráðsfundur með Póst- og fjarskiptastofnun

Sérstakur fundur fulltrúa Í.R.A. og fulltrúa IARU og IARU Svæðis 1, var haldinn í húsnæði stofnunarinnar að Suðurlandsbraut 4 í Reykjavík, þann 7. maí. Efnt var til fundarins að ósk fulltrúa IARU sem staddir voru hér á landi sem gestir á fundi framkvæmdanefndar IARU Svæðis 1 helgina 4.-5. maí 2013. Þeir Ole Garpestad, LA2RR, varaformaður IARU […]

,

Vel heppnaður fimmtudagsfundur í Skeljanesi

Síðasti viðburðurinn á vetrardagskrá Í.R.A. að þessu sinni fór fram í félagsaðstöðunni í Skeljanesi þann 2. maí. Það var kynning starfshóps Í.R.A. um mótun neyðarfjarskiptastefnu fyrir félagið. Jón Þóroddur Jónsson, neyðarfjarskiptastjóri Í.R.A. hafði orð fyrir hópnum og kynnti hugmyndir hans og svaraði spurningum. Hugmyndir starfshópsins hafa nú verið formgerðar og eru þær kynntar hér á […]

,

Sólríkur sunnudagsfundur í Skeljanesi

Framkvæmdanefnd IARU Svæðis 1 hélt stjórnarfund sinn árið 2013 í Reykjavík, helgina 4.-5. maí. Í tilefni fundarins sýndu nefndarmenn áhuga á að hitta félagsmenn Í.R.A. eftir stjórnarfundinn, síðdegis á sunnudag. Í ljósi þessa var ákveðinn óformlegur fundur í félagsaðstöðunni í Skeljanesi á milli kl. 15 og 17 sunnudaginn 5. maí. Rúmlega 20 manna hópur þeirra […]

,

Lokað í Skeljanesi fimmtudaginn 9. maí

Ákveðið hefur verið að félagsaðstaða Í.R.A. við Skeljanes verði lokuð fimmtudaginn 9. maí n.k., sem er uppstigningardagur. Næsti opnunardagur félagsaðstöðunnar verður fimmtudaginn 16. maí n.k. F.h. stjórnar Í.R.A., Jónas Bjarnason, TF3JB, formaður.

,

Próf til amatörleyfis fór fram laugardaginn 4. maí

Próf til amatörleyfis fór fram á vegum Póst- og fjarskiptastofnunar í Háskólanum í Reykjavík laugardaginn 4. maí. Prófið var tvískipt, annarsvegar í undirstöðuatriðum í raffræði og radíótækni og hins vegar í reglugerð og viðskiptum. Alls þreyttu 11 þátttakendur fyrri hluta prófsins. Þar af náðu 5 fullnægjandi árangri til G-leyfis og 4 fullnægjandi árangri til N-leyfis. Alls þreyttu […]

,

Sunnudagsfundur verður í Skeljanesi

Framkvæmdanefnd IARU Svæðis 1 heldur árlegan stjórnarfund sinn í Reykjavík helgina 4.-5. maí. Í tilefni þessa viburðar, verður opið hús í félagsaðstöðunni í Skeljanesi sunnudaginn 5. maí frá kl. 15:00. Um er að ræða óformlegan viðburð þar sem erlendir gestir okkar munu kynna í stuttu máli það helsta sem er að gerast á alþjóðavettvangi í málefnum radíóamatöra. Stjórnarmenn […]

,

TF2CW í 3. sæti og TF4X í 15. sæti yfir Evrópu

Í maíhefti CQ tímaritsins 2013 eru birtar niðurstöður úr morshluta CQ World-Wide DX keppninnar sem fram fór dagana 24. – 25. nóvember 2012. Þátttaka var allgóð frá TF og sendu fimm stöðvar inn keppnisdagbækur. Sigurður R. Jakobsson, TF3CW, náði afburðaárangi í sínum keppnisflokki (sem TF2CW) og varð í 3. sæti yfir Evrópu og handhafi bronsverðlauna. TF4X náði jafnframt mjög góðum árangri í sínum keppnisflokki og […]

,

Radíódót fæst gefins í kvöld

Sigurður Harðarson, TF3WS, félagi okkar, er að fylla stóra jeppakerru af margskonar notuðu radíódóti, sem félagsmönnum Í.R.A. mun standa til boða koma, skoða, gramsa í og hirða – fyrir utan félagsaðstöðuna í Skeljanesi í kvöld, þ.e. fimmtudaginn, 2. maí frá kl. 19:30. Það sem m.a. verður í boði: Allskyns gamlar talstöðvar, spennugjafar, prentplötur með íhlutum og aukahlutir fyrir […]